Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. JtJNÍ 1985 -------------- 31 Stóra fiskabók Fjölva komin út BÓKAKLÚBBURINN Veröld sendir um þessar mundir frá sér bókina „Stóra ílskabók Fjölva" eftir tékkn- eska fiskifræðinginn Stanislav Frank. Gunnar Jénsson og l'or- steinn Thorarensen þýddu bókina sem er um 600 bls. að stærð og prýdd um 900 Ijosmyndum. Stóra fiskabókin fjallar um fiskaríki heimsins og gefur heil- steypta mynd af hinum ýmsu ætt- um, tegundum og afbrigðum fiska. Lögð er áhersla á þróunarsögu fiskanna, hvernig þeir fyrstu urðu til, hvernig brjóskfiskarnir þróuð- ust og síðar beinfiskarnir. Þá er sagt frá alls kyns tegund- um smáfiska sem ræktaðir eru í búrum, skýrt frá lífsháttum þeirra og þeim aðferðum sem beitt er við ræktunina. Ennfremur er útskýrð líffræði og líkamsfræði fiska og vísindasaga fiskafræð- anna rakin. f bókinni er viðamikið efnisyfirlit og listi yfir erlend fiskaheiti. Stóra fiskabókin er ein sex binda í ritröð sem spannar allt dýra- og jurtalíf á jörðinni. Hver bók er þó með öllu sjálfstætt verk. Áður hafa komið út Stóra fugla- bókin, Stóra skordýrabókin, Stóra blómabókin og Stóra þróunarbók mannsins. Þá er þegar hafin vinna við útgáfu síðustu bókarinnar, sem ber nafnið Stóra dýrabókin. (FréttatilkynninK.) Morgunblaðið/RAX „Við kvórtum ekki — það Guðmundur Hákonarson, framkvæmdastjóri Prýði, ásamt konunum i prjónastofunni. hefur aldrei leyst neinn vanda," sagði Guðmundur. Húsavík: Prjónastofan Prýði færir út kvíarnar — Unnið við að stækka húsnæði „VIÐ ERUM að stækka húsnæðið. Höfum mest veríð í framleiðslu á fóðruðum jökkum og smávoru, en ætlum að bæta vio framleiðslu á peysum. Við kvörtum ekki — það hefur hcldur aldrei leyst neinn vanda," sagði Guðmundur Hikonar- son, framkvæmdastjórí prjónastofunnar Prýði hf. i Húsavík, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Síðan við hófum starfsemi irð 1970 hefur aldroi fallið úr dagur vegna verkefnaskorts og af þvf erum við stoltir," sagði Guðmundur. F.v. Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri Veraldar, Gunnar Jónsson, fiskifræð- ingur, og Þorsteinn Thorarensen, annar eigenda Fjölva. „Að undanförnu hefur framleiðsl- an aukist heldur eftir erfitt tímabil. Velta fyrirtækisins á síðastliðnu ári var tæpar 13 milljónir króna. Við framleiddum 12 þúsund jakka i fyrra og nokkur þúsund vettlinga, húfur og legghlífar. Hluti af fram- leiðslu okkar er hannaður hér af Kristínu Kjartansdóttur. Prjónastofan á velgengni sína að þakka góðu starfsfólki, sem er lykil- atriði í starfi hvers fyrirtækis. Þriðjungur kvenna á prjónastofunni hefur verið hér frá upphafi. Við höf- um ávallt greitt uppbætur á laun eftir afkomu, en ekki bónus og hefur þetta gert fólkio virkari þáttakend- ur í afkomu stofunnar. Þi erum við laus við hina ómanneskjulegu streitu bónusvinnunnar. Konur hafa fengið greitt 30% ofan á laun, sem hefur verið greitt út tvisvar i iri. Við teljum þetta nilægt bónus, en með þessu erum við lausir við út- reikninga bónusgreiðslna, þannig að þetta er hagkvæmara fyrir fyrir- tækið og fólkið," sagði Guðmundur Hikonarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.