Morgunblaðið - 12.06.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 12.06.1985, Síða 31
Morgunblaðið/RAX Giiðmundur Hákonarson, framkvæmdastjóri Prýði, ásamt konunum á prjónastofunni. „Við kvörtum ekki — það hefur aldrei leyst neinn vanda," sagði Guðmundur. Húsavík: Prjónastofan Prýði færir út kvíarnar — Unnið við að stækka húsnæði „VIÐ ERUM að stækka húsnæðið. Höfum mest verið í framleiðslu á fóðruðum jökkum og smávöru, en ætlum að bæta við framleiðslu á peysum. Við kvörtum ekki — það hefur heldur aldrei leyst neinn vanda," sagði Guðmundur Hákonar- son, framkvæmdastjóri prjónastofunnar Prýði hf. á Húsavík, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Síðan við hófum starfsemi árð 1970 hefur aldrei fallið úr dagur vegna verkefnaskorts og af þvi erum við stoltir," sagði Guðmundur. „Að undanfömu hefur framleiðsl- an aukist heldur eftir erfitt tímabil. Velta fyrirtækisins á síðastliðnu ári var tæpar 13 milljónir króna. Við framleiddum 12 þúsund jakka i fyrra og nokkur þúsund vettlinga, húfur og legghlífar. Hluti af fram- leiðslu okkar er hannaður hér af Kristínu Kjartansdóttur. Prjónastofan á velgengni sína að þakka góðu starfsfólki, sem er lykil- atriði í starfi hvers fyrirtækis. Þriðjungur kvenna á prjónastofunni hefur verið hér frá upphafi. Við höf- um ávallt greitt uppbætur á laun eftir afkomu, en ekki bónus og hefur þetta gert fólkið virkari þáttakend- ur í afkomu stofunnar. Þá erum við laus við hina ómanneskjulegu streitu bónusvinnunnar. Konur hafa fengið greitt 30% ofan á laun, sem hefur verið greitt út tvisvar á ári. Við teljum þetta nálægt bónus, en með þessu erum við lausir við út- reikninga bónusgreiðslna, þannig að þetta er hagkvæmara fyrir fyrir- tækið og fólkið," sagði Guðmundur Hákonarson. BÓKAKLÚBBURINN Veröld sendir um þessar mundir frá sér bókina „Stóra fiskabók Fjölva" eftir tékkn- eska fiskifræðinginn Stanislav Frank. Gunnar Jónsson og Þor- steinn Thorarensen þýddu bókina sem er um 600 bls. að stærð og prýdd um 900 Ijosmyndum. Stóra fiskabókin fjallar um fiskaríki heimsins og gefur heil- steypta mynd af hinum ýmsu ætt- um, tegundum og afbrigðum fiska. Lögð er áhersla á þróunarsögu fiskanna, hvernig þeir fyrstu urðu til, hvernig brjóskfiskarnir þróuð- ust og síðar beinfiskarnir. Þá er sagt frá alls kyns tegund- um smáfiska sem ræktaðir eru i búrum, skýrt frá lífsháttum þeirra og þeim aðferðum sem beitt er við ræktunina. Ennfremur er útskýrð líffræði og líkamsfræði fiska og vísindasaga fiskafræð- anna rakin. í bókinni er viðamikið efnisyfirlit og listi yfir erlend fiskaheiti. Stóra fiskabókin er ein sex binda í ritröð sem spannar allt dýra- og jurtalíf á jörðinni. Hver bók er þó með öllu sjálfstætt verk. Áður hafa komið út Stóra fugla- bókin, Stóra skordýrabókin, Stóra blómabókin og Stóra þróunarbók mannsins. Þá er þegar hafin vinna við útgáfu síðustu bókarinnar, sem ber nafnið Stóra dýrabókin. (FréttatilkynninK-) F.v. Gísli Blöndal, framkvæmdastjóri Veraldar, Gunnar Jónsson, fískifræð- ingur, og Þorsteinn Thorarensen, annar eigenda Fjölva. Stóra fiskabók Fjölva komin út Steinhúsin njóta eilífe sumars ^ eftir að hafa verið máluð að utan með utanhússmálningu frá Málningu hf. VATM5VARI (Mónósílan) Vatnsfráhrlndandl efnl sem laeKKar rakastlg steyptra mannvlrkja i40 5TEII1AKRYL Terpentínu- é~ 7rál,L þynnanleg, ■J J —jJJ ) raUm'/IKi A'/./'/l ðkrýlbundln málnlng með sléttrl áferð ,, '* ****' . IKOPAL DYROTEX Vatnsþynnanleg V, akrýlbundln » málning HRAUM 5terk, vatnsþynnanleg akrýlbundln plast- l málning með sendlnnl áferð I- Hf 'mátninglf Fæst i byggingavöruverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.