Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 33 Kór Flensborgarskóla. Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju KÓR Flensborgarskóla heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 13. júní kl. 20.30, en kórinn er nýkominn úr söngferðalagi um austur- og norð- urland, þar sem hann hlaut hinar bestu móttökur. Á efnisskrá tónleikanna eru innlend og erlend lög frá ýmsum tímum, og auk þess leika þrír kórfélagar tvö verk saman á gít- ar. Stjórnandi kórsins er Hrafn- hildur Blomsterberg. Fréttatilkynning Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda: Þensla vegna erlends láns- fjár ógnar sjávarútyeginum KFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á aðalfundi Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda: „Aðalfundur Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda vekur athygli á því, í hve alvarlega stöðu sjávarútvegurinn er kominn. Taprekstur flestra fyrirtækja í öllum greinum sjávarútvegs und- anfarin ár hefur leitt til stöðnun- ar í greininni. Þegar fyrir nokkr- um misserum viðurkenndi sjávar- útvegurinn í reynd, að um offjár- festingu hefði þegar verið að ræða, með því að stöðva smíði og inn- flutning fiskiskipa og setja á kvótakerfi til að reyna að draga úr kostnaði við veiðarnar. Á sama tíma hefur verið stór- kostleg þensla á flestum öðrum sviðum atvinnulífsins. Þessi þensla hefur verið fjármögnuð með erlendu lánsfé að miklum hluta og þar hafa opinberir aðilar oft gengið á undan með ótímabær- ar og óarðbærar fjárfestingar. Það skapast ekki skilningur á mikilvægu hlutverki sjávarútvegs til öflunar gjaldeyris á meðan fjármagns til fjárfestinga og rekstrar er aflað með erlendu lánsfé, sem engin verðmæti standa á bak við. Sjávarútvegurinn í heild gengur nú í gegnum mjög erfitt tímabil, en er reiðubúinn að axla þær byrð- ar, sem því fylgja að skapa hér heilbrigt atvinnulíf. Þessi viðleitni verður þó þýðingarlaus, nema annar hluti atvinnulífsins og opinber rekstur þurfi að fylgja sömu stefnu. Óhugsandi er, að haldið verði uppi góðum lífskjörum í þessu landi nema með öflugum, fram- sæknum sjávarútvegi. Það verða landsmenn að skilja. Þrátt fyrir margyfirlýst markmið um að skjóta fleiri stoðum undir at- vinnulífið, ber sjávarútvegurinn enn hitann og þungann af gjald- eyrisöfluninni. Sjávarútvegurinn lendir í því sem frumvinnslugrein, að vinnu- aflið sogast þaðan yfir í þjónustu- greinarnar sem afleiðing af gagnslausum bráðabirgðaráðstöf- unum, sem halda uppi fölskum lífskjörum og rangri gengisskrán- ingu. Eina krafa sjávarútvegsins er sú, að hann fái að búa við þau rekstrarskilyrði, að vel rekin fyrirtæki skili eðlilegum hagnaði. Það markmið næst þó ekki nema dregið verði úr þessari tilbúnu þenslu og þá mun sjávarútvegur- inn aftur öðlast sinn fyrri sess sem burðarás íslensks efnahags- lífs. Fundurinn felur stjórn og fram- kvæmdastjóm samtakanna að fylgja þessari samþykkt eftir með öllum tiltækum ráðum." Líf ad færast í Laxá á Asum Siðustu fregnir herma, að lax- inn sé farinn að ganga í Laxá á Ásum og í gær voru nokkuð á annan tug laxa komnir á land, laxinn byrjaði að veiðast um helgina og hefur verið reytings- afli siðan. Er þetta vænn lax svo sem endranær svona í byrjun veiðitíma. Mest hefur veiðst að sögn í „Dulsum" og Klettakvörn. Hörkuveiöi í Mývatns- sveitinni og Laxárdal „Veiðin hefur gengið mjög vel, það hafa komið eitthvað yfir 600 urriðar á land sem náð hafa lág- marksstærðini, 35 sentimetra langir. Veiðin hófst 1. júní og það hefur verið yfirleitt fullbók- að á þær 18 stangir sem veitt er á í Laxánni á þessu svæði,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir veiðivörð- ur á Arnarvatni í Þingeyjarsýslu í samtali við Mbl. í gærdag. Kvótinn í Laxá efra er 10 fisk- ar, 35 sentimetrar eða stærri, margir hafa fyllt kvótann og einn þeirra, Gunnar Rafn Jóns- son frá Húsavík hefur fengið 50 fiska á 5 dögum. Meðalþunginn er 2—3 pund og fiskurinn mjög feitur og góður, „bitmýslirfan kom snemma í ána og þess vegna er fiskurinn í góðum hoidum og feitur miðað við lengd,“ bætti Hólmfríður við. Hún sagði að mest væri veitt á straumfluguna Black Ghost sem þvkir minna á hornsíli, en Þingeyingur og Hólmfríður koma þar á eftir, alltaf drjúgar flugur. „Það hefur svolítið veiðst einnig á Frances og Akureyringar sem hér voru fyrir skömmu veiddu mikið á flugu sem þeir nefndu „Wizard“, sagði Hólmfríður. Frá miðjum júlí er talsvert til af veiðileyfum í Laxá í Mý- vatnssveit, heill dagur kostar 1000 krónur, en hálfur dagur 550 krónur. Eins og frá var greint í Mbl. í gær, hefur einnig aflast afar vel í Laxárdalnum, sem er neðri hluti urriðasvæðisins, hver af öðrum fylla menn kvótann þar þessa dagana og ekki er fisk- urinn smærri nema síður sé. Hjá Hólmfríði voru allmargir 5 punda fiskar komnir á þurrt og voru þeir stærstir. Varla líður það sumar þarna nyrðra að það veiðist ekki 7—9 punda fiskar. Hvert sæti skipað í Kjósinni, tveir þenja stangirnar í Laxfossi, annar úti í ánni, hinn uppi á klettinum og kastar yfir félaga sinn. Myndin er frá opnuninnL Kristján Jónsson tek- ur við Góðu fólki í SÍÐUSTII viku tók Kristján Jóns- son við starfi framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Góðs fólks, á Kristján Jónsson, hinn nýi forstjóri auglýsingastofunnar Gott fólk. Suðurlandsbraut 4, af Ólafi Inga Olafssyni. Kristján starfaði áður hjá Ólafi Stephensen við auglýsingar og almannatengsl, en flytur nú til syst- urfyrirtækis ÓSA. Kristján Jónsson er stúdent frá Verslunarskóla íslands. Hann stundaði nám í viðskiptafræðum við Háskóla íslands, en lauk BA- námi i augiýsinga- og markaðs- fræðum við University of South Florida um síðastliðin áramót með „Honours degree". AugJýsingastofan Gott fólk er ein af yngri auglýsingastofum hérlendis. Stofan hefur starfað fyrir Bú ’84, Blóm og ávexti, Glób- us, Heilsuhúsið, Heimilistæki, Kanaríklúbbinn, Nóa, Síríus, SÁÁ, Samband sparisjóða, Skelj- ung, Stéttarsamband bænda, Úr- val og Völund, auk verkefna fyrir ýmsa aðra. (Fréttatilkynning) Dómkórinn í Reykjavík Dómkórinn syngur í Landakotskirkju DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í Landakotskirkju fimmtudaginn 13. júní og hefjast þeir klukkan 20.30. Dómkórinn hefur starfað í tveimur hópum frá síðustu áramótum og undirbúið tvær tónleikaferðir, aðra til Kaupmannahafnar og Lundar og hina til Færeyja. í Kaupmannahöfn syngur kórinn í Sanct Paulskirkju sunnudaginn 23. júní og í Helligandskirkju mánudag- inn 24. júní. Síðan fer kórinn til Lundar og syngur í Dómkirkjunni þar á þriðjudag, 25. júní. Á efnis- skránni eru verk eftir Helmer Nör- gaard, Knut Nysted, Mozart, von Herzogenberg og Hugo Wolf. Af ís- lenskum verkum flytur kórinn tvö verk, sem samin voru fyrir Dómkór- inn á síðustu árum, „Áminning" eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson og „Gloria" eftir Hjálmar Ragnarsson. Fjórir einsöngvarar syngja með kómum, þau Sigrún V. Gestsdóttir, Anna S. Helgadóttir, Sigursveinn K. Magnússon og Ingólfur Heigason. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Aðgangur að tónleikun- um í Landakirkju er 100 krónur og verður seldur við innganginn. (Úr fréttatilkynningu.) f I i Hitt-leikhúsið: Edith Piaf keypt suður HITT-leikhúsið hefur keypt sýningu Leikfélags Akureyrar um söngkon- una Edith Piaf og mun sýna hana í Gamla Bíói í sumar. Allir helstu leik- jarar í sýninguni nyðrra koma fram í Reykjavík svo og þeir sem sáu um sýninguna baksviðs á Akureyri. Sýn- ingar á „Piaf“ hefjast þann 21. júní. Hitt-leikhúsið hóf starfsemi sína í janúar sl. með sýningu á söngleiknum „Litla hryllingsbúð- in“ sem sýnd var fyrir fullu húsi fram í maí. Um 30.000 manns sáu þá sýningu. Að sögn Páls Baldvins Baldvinssonar annars stjórnenda leikhússins hefur verið ákveðið að sýna „Hryllingsbúðina" áfram næsta haust. Fleira er einnig á döfinni þó ekki hafi verið ákveðið hvaða ný leikhúsverk verði tekin til sýninga á næsta vetri. Þannig standa nú yfir samningaviðræður við aðila í Svíþjóð um sýningar- rétt á kvikmyndinni „Ronja ræn- ingadóttir" sem sýnd var í tvo daga á kvikmyndahátíð Listahá- tíðar. Ef þeir samningar takast er í bígerð að sýna hana með íslensku tali í einhverju kvikmyndahús-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.