Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 Verkefnaskrá ríkisstjómar í húsnæðismálum: Endurskoöun húsnæðislánakerfisins Frumvarpi fjögurra þingmanna stjórnarflokkanna um sérstaka lekjuöflun vegna húsnæðismála, þ.e. sérstakt 1% húsnæðisgjald á söluskattsstofn og 0,25% eignar- skattsauka, fylgir „verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar í húsnæðismál- um, svohljóðandi: „Stjórnarflokkarnir telja þrjú verkefni brýnust í húsnæðismál- um. í fyrsta lagi að enn frekar verði komið til móts við þá hús- byggjendur og íbúðarkaupendur sem hafa orðið fyrir skakkaföll- um vegna efnahagsáfalla síðustu ára. í öðru lagi að tryggja fjáröfl- un til Byggingarsjóðs ríkisins með sérstakri tekjuöflun á þessu ári og samningsbundnu sam- starfi við lífeyrissjóði. í þriðja lagi ber brýna nauð- syn til að koma fram breyting- um á útlánareglum Byggingar- sjóðs ríkisins með það fyrir aug- um að nýta betur útlánafé sjóðs- ins og greiða götu þeirra sem hefjast handa um að eignast húsnæði í fyrsta sinn. Samhliða þeirri breytingu er nauðsynlegt að lögfesta ákvæði um nýjan flokk húsnæðissreikninga i bönkum og sparisjóðum með skattaívilnun fyrir húsbyggjend- ur og þá sem vilja ráðast í kaup eða meiri háttar viðhald og endurbætur á íbúðarhúsnæði. 1.0. Lán vegna greiðsluerfiðleika, greiðvslujöfnun og skattamál. Miðað við þær upplýsingar sem fengist hafa frá ráðgjafar- þjónustu Húsnæðisstofnunar ríkisins má ætla að hinn sérstaki lánaflokkur, sem settur var á laggirnar fyrr á árinu, reynist þess megnugur að mæta erfið- ustu vandamálunum sem upp hafa komið vegna greiðsluerfið- leika húsbyggjenda og íbúðar- kaupenda. Starfsreglur þær, sem unnið hefur verið eftir, hafa mótast í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur. Áhersla er lögð á að þessi aðstoð létti greiðslubyrði þeirra sem hennar njóta og miðist við að aðstæður séu slíkar að viðbótarlánveiting geri viðkomandi kleift að standa straum af húsnæðiskaupunum en auki ekki á þann vanda sem við er að etja. Áfram verður haldið því samstarfi sem tekist hefur við banka og sparisjóði um lengingu lánstíma og aðra fyrir- greiðslu. í ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur af starfsemi ráð- gjafarþjónustu Húsnæðisstofn- unar ríkisins, hefur verið tekin ákvörðun um áframhald hennar. Verður hún aukin í þágu þeirra sem hyggjast eignast húsnæði og þurfa á áreiðanlegum upplýsing- um að halda um kostnaðaráætl- anir nýbygginga og greiðslu- byrði lána. Boðað var af hálfu ríkisstjórn- arinnar að leitað yrði samstarfs við samtök vinnumarkaðarins, m.a. um húsnæðismál, vegna þeirra kjarasamninga sem standa fyrir dyrum. Tekist hefur samkomulag milli stjórnvalda og Alþýðu- sambands Islands um frumvarp til laga um greiðslujöfnun á lán- um úr byggingarsjóðum ríkisins og liggur það fyrir Alþingi. Þá tókst samkomulag um það við fulltrúa Alþýðusambandsins að beina því til lífeyrissjóða og inn- lánsstofnana að taka upp greiðslujöfnun lána. Stjórnarflokkarnir minna á að það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að afnema tekju- skatt af almennum launatekjum. Ákveðið hefur verið að til 600 millj. kr. lækkunar komi á tekju- skattinum á næsta ári í því skyni. í því sambandi verður að huga að því hvernig skattamál- um húsþyggjenda og íbúðar- kaupenda verður háttað. Hvað áhrærir skattamál húsbyggj- enda og íbúðarkaupenda sér- staklega eru stjórnarflokkarnir sammála um að ekki komi til álita að draga úr því hagræði sem ákvæði gildandi skattalaga veita, hvort heldur verður um áframhaldandi vaxtafrádrátt að ræða og eða sérstakan skatta- afslátt. Á hinn bóginn er brýnt að bæta úr ágöllum gildandi laga, m.a. með því að taka upp ný ákvæði sem yrði ætlað að örva sparnað í stað þess að hvetja til skuldasöfnunar eins og hætta er á að gildandi reglur geri. 2.0. Endurskoðun húsnæðislána- kerfisins. Meginreglan varðandi lán Byggingarsjóðs ríkisins verður sú að þeir, sem áður hafa fengið fullt lán úr sjóðnum og eiga við- unandi íbúð fyrir að mati hús- næðisstjórnar, verða ekki láns- hæfir. Þó mun þeim, sem vegna fjölskyldustærðar þurfa að stækka við sig, gefinn kostur á viðbótarláni. Jafnframt verður tekið tillit til sérstakra að- stæðna. Þessi á.ierslubreyting á lánveitingum Byggingarsjóðs kallar á að leiðréttur verði sá munur sem er á nýbyggingarlán- um og lánum til kaupa á eldri íbúðum. Lán til kaupa á eldra húsnæði mun hækka í áföngum í 70% af nýbyggingarláni. Með þessu móti verður lánakerfið hlutlaust gagnvart nýjum og notuðum íbúðum. Þessi breyting er í samræmi við þá stefnu rfkis- stjórnarinnar að það húsnæði. sem fyrir er í landinu á hverjum tíma, nýtist á sem hagkvæmast- an hátt. Verður kröftum Bygg- ingarsjóðs ríkisins beitt til þess að ná ofannefndum markmiðum. Frá næstu áramótum verða nýjar starfsreglur teknar upp í Byggingarsjóði ríkisins. Sá hátt- ur verður hafður á að umsækj- anda um lán úr Byggingarsjóði ríkisins verður gert að skila inn teikningum áður en fram- kvæmdir hefjast og skal hann fá svar innan mánaðar um hverrar fyrirgreiðslu hann getur vænst og hvenær. Það er markmið með þessum aðgerðum að jafnvægi skapist í fjárstreymi og lánveitingum Byggingarsjóðs ríkisins svo að svigrúm gefist til að greiða út lán jöfnum höndum. Sú ráð- stöfum mun leiða til lægri bygg- ingarkostnaðar enda geta hús- byggjendur þá nýtt sér stað- greiðsluafslætti við efniskaup til framkvæmda. Þetta lækkar hús- næðiskostnað og sparar húsa- leigu. Sami háttur verður hafður á varðandi umsóknir þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Veittar verða upplýsingar um hvenær vænta megi íbúðarláns þegar kaupsamningur liggur fyrir. Settar verða nýjar og fastmót- aðar útlánareglur í samræmi við þá stefnu er hér hefur verið lýst og taki þær gildi 1. janúar nk. Lán úr Byggingarsjóði ríkisins eru félagsleg aðstoð og raun- vextir af þeim eru lægri en raun- vextir af almennum lánum. Með- an svo er og á meðan skortur er á útlánafé Byggingarsjóðs ríkis- ins eru nauðsynlegt að gæta fyllsta aðhalds í útlánum. 3.0. Fjáröflun. Til þess að tryggja fjárhag Byggingarsjóðs ríkisins hafa bein framlög úr ríkissjóði verið margfölduð á sl. tveimur árum og er frekari fjáröflun í undir- búningi. Þetta er nauðsynlegt þar sem lán sjóðsins hafa meir en tvöfaldast að raungildi á sama tíma. í framhaldi af þess- um aðgerðum verður gengið til samninga við lífeyrissjóðina um reglubundin kaup á skuldabréf- um byggingarsjóðanna, jafn- framt þvi sem þau verða boðin út á almennum markaði. Lögð verður áhersla á áframhaldandi samstarf við banka og sparisjóði um fjármögnun húsnæðislána. 4.0. Frekari fyrirætlanir í húsnæð- ismílum. Auk þeirra verkefna, sem hér hefur verið lýst, eru stjórnar- flokkarnir sammála um að á næstunni verði unnið að eftir- farandi atriðum með það fyrir augum að bæta hag húsbyggj- enda og íbúðarkaupenda: 4.1. Sérstakir húsnæðisreikningar í bönkum og sparisjóðum. Mikilvægt er að fjölga fjár- mögnunarleiðum þeirra sem þurfa að festa kaup á húsnæði, hyggja eða ráðast í umfangs- miklar endurbætur eða viðgerð- ir. Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp á Alþingi um sérstaka húsnæðisreikninga í bönkum og sparisjóðum þar sem gert er ráð fyrir að þeim, sem taki upp reglubundinn sparnað á bundnum reikningum, verði veittur sérstakur skattaafslátt- ur. 4.2. Umbætur á fasteignamarkaði. f framhaldi af tillögum nefnd- ar á vegum ríkisstjórnarinnar, sem falin var könnun fasteigna- markaðarins, verði sett lög um fasteignasölur þar sem fasteign- asölum verður gert að starfa að fengnu leyfi opinberra aðila. Forsenda leyfisveitinga verður trygging fyrir greiðslu á tjóni sem fasteignasali kynni að valda viðskiptamanni sínum. Kveðið verður á um skyldu fasteigna- sala til að veita viðskipta- mönnum sínum ráðgjöf og upp- lýsingar um greiðslubyrði lána, fjármögnunarmöguleika og fleira er snertir fasteignavið- skipti. 4.3. Lækkun úborgunar í fasteigna- vióskiptum. Vinna þarf markvisst að því að útborgun í fasteignaviðskipt- um lækki verulega frá því sem hún er nú. Mun leitað samstarfs við félag fasteignasala um að stuðla að því að seljendur fast- eigna láni stærri hluta kaup- verðs en nú tíðkast og til lengri tíma. Mun greiðslujöfnunarleið- in án efa einnig stuðla að slíku og tryggja að greiðslubyrði af lánum aukist ekki frá því sem hún var þegar lán eru tekin. 4.4. Lækkun byggingarkostnaðar. Iðnaðarlög og byggingarlög verða endurskoðuð með það að markmiði að tryggja hagsmuni húsbyggjenda og treysta stöðu byggingaraðila, m.a. með því að afnema ákvæði er standa í vegi fyrir hagkvæmni í byggingar- iðnaði og lækkun byggingar- kostnaðar. Lögð verður áhersla á rannsóknir i byggingariðnaði með sparnað og hagkvæmni fyrir augum. Stjórnvöld munu beina því til sveitarfélaga að þau tryggi jafnt og hæfilegt framboð byggingarlóða og gæti að því að húsbyggjendum verði ekki íþyngt með kvöðum varðandi stærð og gerð húsa. 4.5. Byggingarsjóður verkamanna. Ákvæði laga um Byggingar- sjóð verkamanna verða endur- skoðuð með það fyrir augum að hann geti greitt úr húsnæðis- vanda þeirra sem standa höllum fæti og þurfa á sérstakri fyrir- greiðslu að halda af þeim sökum. Efnt verður til samkeppni og leitað tilboða um ódýrar og hent- ugar íbúðir í verkamannabústöð- um. Keyptar verða eldri íbúðir á almennum fasteignamarkaði þegar slíkt er hagkvæmt. Endur- skoða þarf lánskjör úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. 4.6. Þjónustuíbúðir aldraðra. Stjórnarflokkarnir eru sam- mála um að greiða fyrir fólki sem vill selja óhagkvæmar eign- ir og þarf á skammtímafjár- mögnun að ha'.da vegna bygg- ingar þjónustuíbúða aldraðra. Kannað verður hvaða fjármögn- unarleiðir koma helst til greina í því sambandi. 4.7. Húsnæðisstofnun ríkisins. Ákvæði laga um stjórn og framkvæmdastjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins verða endur- skoðuð. Kannað verður hvort einstaka þætti i starfsemi stofn- unarinnar mætti bjóða út. Af hálfu félagsmálaráðherra verður skipuð sérstök nefnd stjórnar- flokkanna til að athuga þessi mál frekar. ,____, UMBORNIN ÞAÐ GERIR (€LKO) OGFRAMLEIÐIR WNGLA MEÐ „BARNAVERND“ Reynslan heíur sýnt aðþörf er á að fyrirbyggja slys á heimilum — Maður veit aldrei á hverju bömin taka uppá. FAGMENN œttu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnum. ^ ^ . JT RÖNNING' im|d8400Ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.