Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNl 1985 t Faöir okkar, er látinn. SVEINBJÖRN EGILSSON, Otrateig 10, Guöný Sveinbjörnsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Anna Dís Sveinbjornsdóttir. Minning: + f Útför moöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR ÓLAFSOÓTTUR, Mosgeröi 1, Reykjavík, fer fram frá kirkju Óháöa safnaöarins fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti kirkju Óháöa safnaö- arins og líknarstofnanir njóta þess. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Sonur minn, bróðir og frændi, STEFÁN HÓLMSTEINN ÞORSTEINSSON, lögregluþjónn, Hjallavegi 40, andaöist í Landspítalanum 1. júní. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrpey. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki 11E Landspítalan- um, svo og samstarfsmönnum hins látna. Hólmfríður Stef Ansdóttir, Guörún Sigriður Þorsteinsdóttir, Jeronimo Luchoro Ruso Magnús Þorsteinsson, frændsystkin. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, INGÓLFUR PÉTURSSON, verkstjóri, Kleppsvegi 18, Reykjavík, sem lést 8. júní sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 14. júní kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sæbjörg Jónasdóttir, Erlmg Aöalsteinsson, Ragnheiöur Jónsdóttir, Hilmar Ingólfsson, Edda Snorradóttir, Pétur Ingólfsson, Nanna Aradóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug viö andlát og útför HELGU KOLBEINSDÓTTUR fré Kollafíröi, Miklubraut60. Sérstakar þakkir færum vlö læknum og hjúkrunarfólki á Borgar- spítalanum. Guömundur Tryggvason, Guðrún Jóhannsdóttír, Guörún Guömundsdóttir, Tryggvi Guömundsson, Steinunn Guömundsdóttir, Kristín Guomundsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, og barnaborn. Þórir Kristmundsson, Sveinbjörn Jóhannesson, Gísli Viggosson, Árný V. Ingólfsdóttir, - f + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og Jaröarför HRÓLFS GUÐMUNDSSONAR, bónda, lllugastööum, Vatnsnesi. Jónina Gunnlaugsdóttir, Auðbjörg Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, INGVARS G. JÓNASSONAR fra Brekku, Eskifiroi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks handlækninga- og gjör- gæsludeildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Jóhanna Júlíusdóttir, og börn. Guðjón B. Jónsson bifreiöastjóri í dag kveðjum viö afa okkar, Guðjón B. Jónsson sem lést 4. júní sl. eftir langvarandi veikindi. Hann fæddist 30. ágúst 1906 að Vola í Hraungerðishreppi í Ár- nessýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir, fædd 1871 að Einkofa á Eyrarbakka, og Jón Halldórsson, fæddur 1871 að Ósabakka á Skeiðum. Systkini hans voru Kristján fæddur 1902 og Sigurbjörg fædd 1905 og hálf- bróðir hans Guðbjörn fæddur 1922. Ársgamall fluttist hann frá Vola að Smádalakoti og þaðan lík- lega 3ja ára að Haugakoti. Níu ára gamall varð hann fyrir því mikla áfalli aö missa móður sína af slysförum og átti það eftir að marka allt hans líf. Faðir hans var þá í vinnu í Reykjavík en móðir hans var ein með þau systkinin heima. Var hún að losa hey úr heystáli er heyið féll yfir hana. Slasaðist hún svo illa að hún lést daginn eftir. Eftir fráfall hennar tvístraðist heimilið og þau systkinin voru send sitt á hvort heimilið en hann varð eftir að Haugakoti hjá hjón- unum sem tóku við búinu. Það voru hjónin Valgerður Jónsdóttir Steinhólm og Halldór Gíslason. Leið honum vel hjá þeim og reynd- ist Valgerður honum sem góð móðir og virtist jafnan hafa það í huga að láta hann sem minnst finna fyrir því að vera kominn til vandalausra. Tólf ára gamall var hann vistaður á nýtt heimili í sömu sveit og var hann þar fram yfir fermingaraldur. Fljótlega eft- ir fermingu fór hann að vinna fyrir sér hjá hinum og þessum. Kaupið var lítið í þá daga og kröf- urnar ekki hærri en svo, að hafa í sig og á. Lánið fylgdi honum því hann lenti yfirleitt hjá ágætis fólki sem reyndist honum vel. Síðar lá leiðin til Reykjavíkur og fram til tvítugs vann hann af og til við fiskverkun og stakk- stæðabyggingar sem eru nú reyndar fyrir löngu komnar undir hús og malbikaðar götur. Uppúr áramótum 1927 tók hann sér síðan far með e/s Nóvu til Vestmanna- eyja, þar komst hann fljótlega í kynni við einn ágætis formann, Stefán Finnbogason á vélbátnum Neptúnusi, sem réði hann hjá sér yfir vertíðina fyrir 300 kr. auk fæðis, húsnæðis og þjónustu. Kona Stefáns, Rósa Árnadóttir reyndist honum einnig vel á allan hátt og Hið íslenska félags- ráðgjafafélag stofnað HIÐ ÍSLENSKA félagsráðgjafafelag var stofnað í Reykjavík 28. maí sl. Þar til á sl. hausti voru íslenskir félagsráðgjafar sameinaðir í einu fé- lagi, Stéttarfélagi íslenskra félags- ráðgjafa, SÍF. Á síðasta ári var sam- þykkt að félagið sækti um aðild að BHM og var svo gert í miðju verk- falli BSRB sl. haust. Hluti félags- manna gat ekki unað því og sagði sig því úr SÍF. Markmið hins nýstofn- aða félags eru m.a. að berjast fyrir bættri félagslegri þjónustu. Stjórn hins nýstofnaða félags skipa: Hjördís Hjartardóttir formaður, Annie Haugen varafor- maður, Guðrún Kristinsdóttir gjaldkeri og Sigrún Karlsdóttir meðstjórnandi. A stofnfundi fé- lagsins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Hið íslenska félags- ráðgjafafélag mótmælir harðlega að stjórnvöld hafi tekið upp þá meginstefnu að draga úr félags- legri þjónustu og skerða laun fólks í landinu. HÍF hvetur launafólk til að glepjast ekki af smánartilboð- um atvinnurekenda, heldur segja upp samningum og hefja þegar í stað undirbúning aðgerða i haust. HÍF skorar á Alþingi að ný stefna verði tekin upp í húsnæðismálum, að horfið verði frá því að leggja þá kvöð á fólk að megininntak lifsins verði að eignast þak yfir höfuðið. Á þann hátt einan er hægt að tryggja þá frumþörf fólks að eiga tryggt heimili. (ílr fréttatilkynningu.) Aðalfundur Félags íslenskra læknaritara AÐALFUNDUR Félags íslenskra læknaritara var haldinn 4. og 5. maí sl. Formaður var endurkjörinn Gerð- ur Helgadóttir en aðrir í stjórn eru Erika Urbancic, Hafdís Sigurgeirs- dóttir, Rósa Steingrímsdóttir og Sig- urjóna Jakobsdóttir. í félaginu eru nú á þriðja hundrað félagsmenn. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun um kjaramál: „Aðalfundur Félags íslenskra læknaritara, haldinn 4. mai 1985, fordæmir harðlega launastefnu ríkisstjórnarinnar. Félagið krefst þess að kjór láglaunafólks verði bætt þegar í stað og ekki verði kvikað frá kröfunni um verðtrygg- ingu launa í komandi kjarasamn- ingum." (Fréttatilkynning) + Utför konunnar minnar og móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU G. BJARNADÓTTUR frá Ögurnesi, húsfreyju, Birkihvammi 8, Kópavogi, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. júní kl. 3 e.h. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á aö láta söfnun til hjartatækja Landspítalans njóta þess. Kjartan Ólafsson, María Erla Kjartansdóttir, Bolli Kjartansson, Hrefna Pétursdóttir, Einar Kjartansson, Hildur Kristjansdóttir, Guðriður Kjartansdóttir, Guömundur Markússon, Haildór Kjartansson, Birna Hilmarsdóttir, Barnabörn og barnabarnabarn. héldust tryggðabönd á milli hans og þeirra hjóna á meðan þau lifðu. Stundum í landlegum, þegar þannig viðraði, fékk Stefán honum ristuspaða og bað hann að skera ofanaf smá túnbletti sem hann átti uppi í hrauni og varð það drjúg spilda sem hann skar þar ofanaf. Mórgum árum síðar var hann í heimsókn hjá þeim hjón- um, sýndu þau honum þá fallegan túnblett í fögru umhverfi, þann er hann hafði skorið forðum. Sögðust þau vilja gefa honum blettinn sem byggingalóð ef hann vildi flytja til Eyja og setjast þar að. Af ýmsum ástæðum gat hann aldrei þegið þetta höfðinglega boð. Eftir að Stefán hafði skólað hann í fiskaðgerð, stundaði afi sjómennsku í nokkur ár, aðallega á mótorbátum. Vorið 1934 hætti hann að mestu leyti sjómennsku af heilsufarsástæðum og fékk hann sér þá vinnu í landi. Hóf hann leigubílaakstur frá bifreiða- stöðinni Heklu í Lækjargötu þar sem Nýja bíó húsið stendur í dag. Fannst honum starfið skemmti- legt, sérstaklega á meðan bíladell- an var að ganga sér til húðar. Margar góðar minningar átti hann um sumarferðir um sveitir landsins en yfir vetrartímann fékk starfsgleðin annan og dekkri hugblæ enda voru bílarnir í þá daga óupphitaðir, og því oft kalt. Þó heyrðust á þessum tíma oft raddir um að atvinna leigubíl- stjóra gengi eingóngu út á það að sitja á rassinum og hirða fé af samborgurum sínum í stað þess að vinna heiðarlega vinnu. Þó fór svo að hann gerði leigubifreiðaakstur að ævistarfi sínu og stundaði hann það starf í yfir 4 áratugi, lengst af hjá Hreyfli. Einnig stundaði hann ökukennslu um árabil. Árið 1939 kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Guðbjörgu Björgvinsdóttur, þau giftu sig árið 1942 og bjuggu saman til 1971 er þau slitu samvistum. Áttu þau fjógur börn saman: Erlu Björgu fædda 1943, Guðbjörgu Svölu fædda 1951, Sigurð Viðar fæddan 1952 og Jón Kristinn fæddan 1958. Barnabðrnin eru 4 og eina barna- barnabarnið eru nú tveggja ára. Eftir að þau hjónin slitu sam- vistum, bjó hann einn, fyrst að Barónsstíg og síðar á Laugavegin- um. Lagði hann metnað sinn í að sjá um sig sjálfur þótt heilsan væri lítil allt fram á síðasta dag. Afi átti alla tíð við mikla van- heilsu að stríða eins og áður hefur komið fram og síðustu árin voru honum mjög erfið og spítala- legurnar margar en alltaf var hann hress í anda og aldrei heyrði maður hann kvarta yfir hlutskipti sínu enda vildi hann sem minnst um veikindi sín ræða. Heimili Sigurbjargar systur hans og manns hennar Helga Haf- liðasonar átti sterk itök í huga hans. Þegar heilsan leyfði var oft ekið austur fyrir fjall og Framnes í Holtum heimsótt en þar búa bróðir hans Guðbjörn og kona hans Margrét Loftsdóttir. Afi var vel pennafær og hag- mæltur mjög og eftir hann liggja fjöldi frásagna og ljóða, þar kem- ur vel fram hve trúaður hann var og um trúna á framhaldslíf var hann aldrei í vafa. Við barnabörnin þökkum hon- um samfylgdina og biðjum góðan Guð að geyma hann. Barnabórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.