Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 39 Jón Ólafur Guð- mundsson — Minning Fæddur 10. nóvember 1927 Dáinn 27. maí 1985 A þessum vordöKum að liðnum mildum vetri, bárust um sveitir Borgarfjarðar fregnir af veikind- um Ólafs Guðmundssonar á Hvanneyri. En engan grunaði að á hvíta- su.nnuhátíð myndi berast hans dánarfregn. Hér fór öðlingur fyrir aldur fram og vil ég með þessum línum votta eiginkonu hans, frú Sigurborgu Jónsdóttur, börnum þeirra, barnabörnum og einnig Guðmundi, föður Ólafs, innilega samúð. Foreldrar Ólafs, frú Ragnhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Jóns- son kennari og síðar skólastjóri, fluttu að Hvanneyri árið 1928 og þar var heimili þeirra til ársins 1972 er Guðmundur lét af skóla- stjórastarfi við bændaskólann. Á Hvanneyri var lífsvettvangur Ólafs Guðmundssonar. Hann lærði búfræði á heimaslóðum og búvélafræði í Svíþjóð. Hann valdi sér að lífsstarfi að vinna að skynsamlegri vélvæðingu t íslenzkum landbúnaði á upp- rennandi véla- og tækniöld. Var ráðinn framkvæmdastjóri verk- færanefndar ríkisins og síðar deildarstjóri Bútæknideildar Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins frá stofnun hennar. Hann mótaði starf Bútækni- deildar farsællega. Hún veitir ómetanlegar leiðbeiningar og ár- eiðanlegar upplýsingar um vél- væðingu og vinnubrögð í landbún- aði, byggðar á hlutlausum athug- unum sérfróðra manna. Ég var svo lánsamur, að kynn- ast Ólafi og hans störfum á tvenn- um vettvangi á sínu lífsferli. Fyrst í starfi sínu meðal bænda við véla- og vinnuathuganir, þar sem ná- kvæmni, glöggskyggni og sam- viskusemi voru hans lýsandi kost- ir, og í annan stað störfum hans sem tónlistarmanns. Hann var gæddur ríkum tónlist- arhæfileikum, sem hann ræktaði dyggilega og hafði mikinn áhuga á tónlistariðkun í okkar heimahér- aði. Á námsárum sínum stundaði hann jafnframt nám í píanóleik. Lék á orgel sem kirkjuorganisti í Hvanneyrarkirkju og harmonikan Hersteinn Magnús- son — Kveðja Við áttum því láni að fagna að vera Hersteini Magnússyni sam- tíða um skamman tíma, meðan hann stundaði nám við dönsku- deild Háskóla íslands. Fyrir bæði nemendur og kenn- ara var það ómetanlegur stuðn- ingur að fá tækifæri til að kynnast manni með jafn elskulega og að- laðandi framkomu og Hersteinn hafði. Jákvætt lífsviðhorf hans, ásamt ótrúlega mikilli vinnusemi, gerði það að verkum, að hann stóð upp úr fjöldanum; gerði okkur rík- ari, bæði faglega og persónulega. Við munum minnast Hersteins Magnússonar sem eins konar tákns hinna jákvæðu og uppbyggi- legu afla í lífinu. Við sendum fjölskyldu og öllum aðstandendum Hersteins Magn- ússonar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi minningin um góðan dreng ylja þeim um öll ókomin ár. Nemendur og kennarar við dönsku- deild Háskóla íslands. Hússtjórnarskólinn Hallormsstað býður upp á gistingu og morgunverö frá 16. júní—14. ágúst. Komið og njótiö kyrröar og friöar á gróöur- sælasta staö Austurlands. Pöntunum veitt móttaka í síma skólans 97-1761. Einnig verður tekið á móti pöntunum í síma 97-1849 fram til 19. júní. var honum alla tíð kær. Með leik sínum á hljóðfæri veitti Ólafur Borgfirðingum ótaldar gleðistund- ir. í hljóðfæraleik hans og í störf- um hans að söngstjórn, komu fram listrænir hæfileikar hans og virðing fyrir tónlistinni, lipurð og hógværð, en einnig festa til þess að láta verkin ganga eins og hann vildi. Tónlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað árið 1965 og gekkst það fyrir siofnun tónlistarskóla árið 1967. Sú gæfa fylgdi Tónlist- arskóla Boigarfjarðar að í fyrstu skólanefnd hans varð Ólafur for- maður og gegndi því starfi í 8 ár. Síðar var hann skólastjóri skólans um fimm ára skeið, 1978—1983. Skólinn naut krafta Ólafs frá stofnun og undir hans forsjá óx starfsemin og dafnaði. Fyrir hönd aðstandenda skólans vil ég hér fljtja þakkir fyrir far- sæl og dyggilega unnin störf Ólafs fyrir Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar. Ólafur var jafnframt söngkenn- ari við Hvanneyrarskólann og náði oft þeim ágæta árangri, að leiða saman í kórsöng nemendur skólans og kirkjukór sóknarinnar. Við fráfall Ólafs Guðmundsson- ar sjáum við Borgfirðingar á bak góðum dreng, vini og samstarfs- manni, hæfileikamanni sem með hógværð og lipurð vann að fram- förum á ýmsum sviðum með ágæt- um árangri. Ég þakka þá gæfu, að hafa feng- ið að njóta leiðsagnar Ólafs, sam- starfs og ótalinna samverustunda við vinnuathuganir, rekstur tón- listarskólans, samsöng og fleira, minnugur okkar síðasta fundar á samkomu harmonikuunnenda. Ég bið fjölskyldu Ólafs Guð- mundssonar og aðstandendum blessunar. Bjarni Guðráðsson SKIÐA NAMSKEIÐ < SUMARSINS Daga- Grunngjaid breytilegt Brottför Tegund námskeiðs fjöldi eftir aidri bátttakenda júní kr. 25 UNGLINGA 6'> 7.600 30. FJÖLSKYLDU 621 4.975 til 8600 jútí kr. 7. FULLORÐINNA 6 8600 14. FIÖLSKYLDU 62> 4.975 til 8.600 21. FJÖLSKYLDU 6 4.975 til 8.600 28 FJÖLSKYLDU .6 4.975 til 8.600 ágúst kr. 2. ALMENNT 4 3 125 til 5 400 1VERSLUNARM HELCII 5. FJÖLSKYLDU 5 4.100 til 7.100 9 UNGLINGA 6 7.600 14. UNGLINGA 5 6.250 18 UNGLJNGA 5 6.250 22. ALMENNT 5 5.950 til 6.800 26. ALMENNT 5 5.950 til 6.800 I) Aðeins tekið á biðlista 2) Fullbókað. GRUNNGJALD felur í sér fæði og ftúsnœði í Skíðaskólanum, ferðir milli skála og skíðalands, afnot af skíðalyftum og aðgang að kvöldvökum, svo og skíðakennslu fyrir 15 ára og yngri. KENNSLUGJALD FYRIR FULLORÐNA er kr. 850 á 4 daga námskeiði, kr. 1.100 á 5 daga námskeiði og kr. 1.350 á 6 daga námskeiði. FARGJALD RVÍK - KERLINGARFJ. - RVÍK er kr. 1.350. Afsláttur fyrir börn yngri en 12 ára á fjölskyldu- og almenningsnámskeiðum. HELGARNÁMSKEIÐ (fö.-sun.) Allar ftelgar í júlí. Grunnverð kr. 2.200 til 3.800. UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: VIÐ AUSTURVOLL SÍMI 26900 OG UMBOÐSMENN ÚRVALS UM LAND ALLT Skápur Verö kr. 7.500.- H; 157 B: 95 D: 60 Skápur meö þrem skúffum Verð kr. 3.200.- Stereo-skápur Verö kr. 2.800.- Einstaklingsrúm meö dýnu L:205xH:58xB:96 sm. Verö 7.800.- BORGAR- húsqöqn Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar sími 68-60-70. V j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.