Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNl 1985 55 „Ánægður“ „Ég er mjög ánægður með sig- urinn í þessum leik en knatt- spyrnulega sóð var þetta ekki góður leikur, en sigurinn var s»t- ur,“ sagöi Luis Suare, þjálfari landsliðs Spánar undir 21 árs aldri, sem í gærkvöldi sigraði þaö íslenska á Kópavogsvelli með einu marki gegn engu. „Leikur íslenska liðsins hérna i kvöld var ekki nærri eins góöur og leikurinn gegn Skotum á dögun- um. Ég var hérna þá og fannst ís- lenska liöiö leika mjög vel í þeim leik, en í kvöld léku þeir ekki eins vel. Hvaö mína menn áhrærir er ég ekki ánægöur meö leik þeirra en þeim mun ánægöari meö sigur- inn,“ sagöi Suare aö lokum. „Aldrei ánægður með tap“ „ÉG verö aö viöurkenna að ág er óhress með þennan leik, ég er aldrei ánægöur með aö tapa,“ sagði Guöni Kjartansson, þjálfari íslenska landsliösins undir 21 árs eftir tapið gegn Spánverjum í gær. Guðni kvað leikinn hafa ver- ið nokkuö svipaöan og hann hefði átt von á en Guöni sá leik Spán- verja og Skota fyrr í vor og sagöi hann að sá leikur heföi verið svipaöur, Skotar sóttu og sóttu en komust aldrei í verulega hættuleg færi. „Ég var hálfhræddur um þaö aö erfitt yröi aö ná upp eins góöri bar- áttu og gegn Skotum, þaö er alltaf erfitt aö gera svoleiöis tvisvar í röö. Þaö kom líka í Ijós aö barátt- an var ekki sú sama. Þetta skánaöi þó í síðari hálfleik enda þýddi ekk- ert annaö. Leikur Spánverjanna í kvöld var dæmigeröur leikur at- vinnumanna, alveg eins og þeir léku gegn Skotum fyrr í vor, þeir leyfa andstæöinghum aö sækja án þess aö honum sé mögulegt aö skapa sér marktækifæri. Eins og feikurinn þróaöist þá fengu þeir þetta eina færi sem var í leiknum og skoruðu úr því og síöan voru ekki fleiri færi í leiknum." MorgunblaðiÖ/Skapti • Andra Daina fylgist mað laik íslands og Spánar ( gær an hann dæmdi hinn sögulaga lek Juvent- us og Liverpool í BrUssel á dðg- unum þegar liðin mættust í úr- slitaleik Evrópukappninnar. Da- ina mun dæma leik lalands og Spánverja sem hefst á Laugar- dalsvelli í kvöld kl. 20. Morgunblaðið/Friðþjófur • Pineta (nr. 9) skorar eina mark leiksins efftir að knötturinn haföi hrokkið af Þorsteini Þorsteinssyni (nr. 2) þar sem hann lá á marklínunni. Friðrik Friðriksson markvörður kemur engum vörnum við. Spánverjar skoruðu úr eina marktækifæri sínu ÍSLENSKA landsliðið i knatt- spyrnu 21 árs og yngri varö aö sætta sig viö 0—1 tap í gærkvöldi á Kópavogsvelli fyrir liði Spán- verja. Frekar var nú leikur liðanna lítið fyrir augaö og lengst af var mikið um miðjuþóf hjá báöum liöunum. Sárasjaldan brá fyrir laglegum leikköflum hjá íslensku leikmönnunum sem voru nú nokkuð lakari en gegn Skotum á dögunum. Lengst af var jafnræði með liöunum og Spánverjar skor- uðu úr eina umtalsverða mark- tækifærinu sem þeir fengu í iknum. Mark þeirra kom á 39. mínútu leíksins. Fátt markvert geröist í fyrri hálf- leiknum. Leikmenn beggja liöa fóru sér í engu óöslega í upphafi og léku frekar rólega knattspyrnu og yfirvegaöa. Góö völdun var hjá báöum liöum og varnirnar nokkuö góöar. Þaö varö til þess aö leik- mönnum beggja liða tókst ekki aö skapa sér nein umtalsverö mark- tækifæri. Eina mark leiksins kom eins og áöur sagöi á 39. mínútu. Þá tókst spönsku leikmönnunum aö prjóna sig í gegnum vörn íslenska liðsins meö mjög skemmtilegu þríhyrn- ingsspili. Þeir áttu gott skot á markið en Þorsteinn bjargaöi naumlega á línu. Knötturinn hrökk út á markteigshorniö og þar kom Pineda á fullri ferö og skoraöi meö föstu skoti (sjá mynd efst á síö- unni). Segja má aö þetta hafi veriö eina verulega hættulega mark- tækifæri spánska liösins í leiknum og úr því tókst þeim aö skora. i síöari hálfleiknum var öllu Morgunbla&ið/Friöþjófur • Enrique Eloriaga, einn af þjálfurum atórliðsins Barceiona á Spáni, var meðal áhorfenda á landsleik íslands og Spánverja undlr 21 árs sem fram fór á Kópavogsvelli í gær. Hvort hann var að fylgjast með einhverjum af íslensku leikmönnunum eða þeim spænsku vitum við ekki en hér má sjá er hann fylgist grannt með leiknum. meira líf í íslenska liöinu en í fyrri hálfleiknum. En þó svo aö baráttan og leikgleöin kæmu meira fram náöist aldrei réttur taktur í leik liðsins og svo til enginn broddur var í sóknarleiknum. Spil liösins var líka full þröngt. Eina marktæki- færi islenska liösins sem er um- talsvert var góöur skalli sem Loftur Olafsson átti í síðari hálfleiknum. Ólafur Þóröarson tók aukaspyrnu — gaf vel fyrir markið. Loftur kom á fleygiferö og þrumuskalli hans fór rétt yffir þverslána. Erfitt er aö gera upp á milli ís- lensku leikmannanna. Pétur Arn- þórsson baröist vel allan leikinn, baröist af miklum krafti. Guöni Bergsson var öruggur í vörninni, yfirvegaöur leikmaöur sem hefur gott auga fyrir leiknum. Aörir leikmenn áttu ágæta kafla en þess á milli duttu þeir niður í meöal- mennsku. Spönsku leikmennirnir höföu meiri knattleikni en þeir íslensku og voru mun fljótari. En ekki var þó mjög mikill munur á liöunum í heildina. Leikið í 3. og 4. deild í kvöld í KVÖLD fara fram fjórir leikir í B-riðli 3. deildarinnar i knatt- apyrnu. Á Eskifiröi leika Austri og Ein- herji, Magni og Leiknir leika á Grenivík, HSÞ og Valur leiska á Krossmúlavelli og Tindastóll og Þróttur N. leika á Sauöárkróki. All- ir leikirnir hefjast kl. 20.00. Þrír leikir fara fram í fjóröu deild í kvöld. Bolvikingar og Reynir Hnífsdal leika í Bolungarvík, í C-riöli. Svarfdælir fá Hvöt í heim- sókn i D-riöli og í e-riöli leika Ár- roöinn og Æskan á Laugardals- velli. Allir þessir leikir hefjast kl. 20.00. Valsdömurnar unnu stórt ÞRÍR LEIKIR fóru fram í 1. umferð í bikarkeppni kvenna í knattapyrnu á mánudagskvöld. Valur vann stórsigur á stúlkunum úr Stjðmunni í Garöabæ, 8—0. Fram sigraöi Selfoss 0—3 á Selfossi og FH stúlkurnar sigruöu ÍR, 1—4, á ÍR-vellinum. i annari umferö bikarkeppni kvenna sem fram fer 8. júlí, leika saman Valur og Breiðablik, Fram og KR, FH og Víkingur og ÍA og Haukar. Undanúrslit veröa síöan 22. júlí og úrslitaleikurinn 21. ágúst. i i í ! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.