Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 1

Morgunblaðið - 19.06.1985, Side 1
72 SIÐUR MEÐ 12 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 135. tbl. 72. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugránið í Beirút: Mikil óvissa um örlög gíslanna Bandarískt herskip með víkingasveit um borð fyrir utan strönd Líbanons Beirát, 18. jóní. AP. GRÍSKI söngvarinn Demis Roussos og tveir bandarískir gíslar fengu í dag að fara úr TWA-farþegaþotunni, sem flugræningjar hafa enn á valdi sínu á flugvellinum í Beirút. Nabih Berri, leiðtogi amal-shita í Líbanon og dómsmálaráðherra landsins, sagði í dag, að þeir 40 gíslar, sem eftir væru, hefðu verið fluttir burt frá flugvélinni í dag. Væru þeir geymdir á ýmsum vandlega leyndum stöðum í Beirút og væri þriggja manna áhöfn vélarinnar á meðal þeirra. Flugvallarstarfsmaður fullyrti hins vegar, að flugstjórinn, John L. Testrake frá Bandaríkjunum, væri þó enn um borð í vélinni. „Menn í flugturninum töluðu við hann í kvöld og var samtalið tekið upp á band,“ sagði maðurinn. Aft- ur á móti væru allir hinir gíslarn- ir „örugglega" farnir frá borði. Nabih Berri kvaðst sjálfur taka allar ákvarðanir varðandi gíslana. „Ég ábyrgist ekki bara líf þeirra. Þeir fá gott að borða og það fer vel um þá,“ sagði Berri. Þá ræddi hann um fangelsið Atlit í Norður- ísrael, þar sem 700 Líbanir eru í haldi. Þessir fangar væru jafn saklausir og gíslarnir í TWA- þotunni. Kvaðst Berri vera undr- andi yfir því, að Bandaríkjastjórn hefði ekki þegar beitt Israelsmenn þrýstingi til þess að láta Líbanina lausa og sagði, að flugvélarmálinu yrði örugglega lokið, áður en sól- arhringur væri liðinn. Söngvarinn Roussos bar flug- ræningjunum vel söguna, benti á hermenn amal-shita og sagði: „Þessir menn, þessir vinsamlegu menn, gáfu mér afmælisköku.“ Söngvarinn varð 39 ára gamall á föstudag, eftir að ræningjamir höfðu náð véliniii a sitt vald. Stórt herskip sást í dag fyrir utan strönd Líbanons. Sást til skipsins, eftir að bandaríska varn- armálaráðuneytið hafði tilkynnt aö það myndi senda herskip á vettvang, þar á meðal flugmóð- urskip og víkingasveit til austur- hluta Miðjarðarhafs. Gert var ráð fyrir, að Robert C. McFarlane, fulltrúi Reagans Bandaríkjafor- seta, færi mjög bráðlega til Beir- út. Talsmaður ísraelska varnar- málaráðuneytisins sagði í kvöld, að afstaða þess væri óbreytt og að þeir 700 líbönsku shitar, sem nú eru í fangelsum í Israel, yrðu ekki leystir úr haldi, nema því aöeins að formleg beiðni um það kæmi frá Bandaríkjastjórn. Fyrirhugað var, að Reagan for- seti héldi fund með fréttamönnum kl. 8 í kvöld (á miðnætti að ísl. tíma), þar sem hann gerði grein fyrir gíslamálinu og svaraði spurningum fréttamanna. Sjá: FlugrániA í Beirút, bls. 32. AP/Sfmamynd Gríski þjódlagasöngvarinn Demis Roussos og bandarísk vinkona hans, Pamela Smith, voni í gærmorgun látin laus úr bandarísku farþegaþotunni á Beirút-flugvelli, sem herskáir shitar hafa á valdi sínu. Leiðtogi shita í Líbanon, Nabih Berri, sem er til vinstri á myndinni, hafði milligöngu um lausn þeirra. Ofar sést er bandarísku farþegaþotunni var ekið framhjá jórdönsku þotunni, sem flugræningjar úr flokki shita sprengdu í loft upp á Beirút-flugvelli á miðvikudag í fyrri viku. Hörð átök í Afganistan: Tuttugu flugvélar Kabúl- stjórnarinnar eyðilagðar 18. júni. AP. FRELSISSV EITIR Afgana eyði- lögðu 20 flugvélar fyrir afganska stjórnarhernum í síðustu viku. Gerðist þetta í mikilli árás frels- Lssveitanna á flugvöllinn í Shind- Vaxtalækkun í Bandankjunum N«w Vork, 18. jónf, AP. ** ÞRÍR stærstu bankar Bandaríkjanna lækkaðu í dag forvexti um 0,5% niður í 9,5%. Bankar þessir voru Morgan Guaranty Trust, Citibank og Bankers Trust. Er þetta í fyrsta sinn, sem slíkir vextir hafa verið lægri en 10% hjá nokkrum af stærri bönkum Bandaríkjanna allt frá því haustið 1978. and í vesturhluta landsins. Er þetta talið mikið áfall fyrir stjórnarher- inn, þar sem þetta var nær fjórð- ungur alls flugflota hans. Þá hafa einnig borizt fréttir af miklu mannfalli Sovétmanna í hinum hörðu bardögum undan- farnar vikur í Kunardal. Voru særðir hermenn fluttir hundruð- um saman flugleiðis til Kabúl, höfuðborgar landsins, en flogið með þá, sem verst voru farnir, til Sovétríkjanna. í fallbyssuskothrið frelsisveit- anna fyrr i þessum mánuði á búðir yfirmanna stjórnarhersins í borginni Mazar-I-Sharif í norð- urhluta landsins biðu um 60 manns bana. í dag komu fulltrúar Kabúl- stjórnarinnar og fulltrúar stjórnarinnar í Pakistan á ny saman til funda i Genf til óbeinna, leynilegra: viðræðna um hugsanlega laim á innanlands- ófriðinum í Afu iiibé iii. Formað- ur sendinefndarinnar frá Kabúl er Shah Mohammed Dost utan- ríkisráðherra, en formaður pak- istönsku sendinefndarinnar er Sahabzada Yaqub, utanríkis- ráðherra Pakistans. Viðræður fara fram á þann veg, að Diego Cordovez, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna stjórnar þeim og verður hann að flytja allt munnlega á milli sendinefndanna, þar sem þær hafa neitað að ræða hvor við aðra augliti til auglitis. Því hafði verið spáð, að forvext- ir ættu enn eftir að lækka, er nokkrir bandariskir stórbankar lækkuðu þá niður í 10% úr 10,5% hinn 15. maí sl. Vaxtalækkunin nú er talin eiga eftir að hafa marg- vísleg áhrif, ekki sízt á hag margra þróunarríkja, sem eru skuldum vafin, en vaxtagreiðslur af erlendum skuldum þeirra ættu að verða léttbærari en áður. Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því í dag, að viðskiptajöfnuður landsins hefði verið óhagstæður um 30 milljarða dollara fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Á síðasta ári varð viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 101 milljarð doll- ara og haft er eftir Malcolm Baldridge, viðskiptaráðherra landsins, að viðskiptajöfnuðurinn kunni að verða enn óhagstæðari á þessu ári. Sjá: Dollarinn lækkar á bls. 33. Noregur: Kýlapest í laxaseiðum OrIó. 18, jáaí. Frá fréturiurt MorpinblaAains, J.E. Lonrc. GRIPIÐ hefur verið til mikilla varúðarráðstafana í Noregi, eftir að farmur af laxaseióum, sem fara átti til Þrændalaga í lok maí, reyndist vera smitaður af kýlapest (furunkolose). Hefur sýkingar orðið vart i 11 fiskeldisstöðvum frá þessum seiðum, sem flutt voru inn frá Skotlandi. 1 Noregi hefur ekki orðið vart unum, þar sem sjúkdómurinn við sýkilinn, sem veldur þessum kom upp. Allar þær eldisstöðvar, sjúkdómi, síðan 1969, en þá varð sem nú kunna að hafa tekið við að eyða ölium fiski í eldisstöðv- sýktum fiski frá Skotlandi, verða að sæta ströngum varúðarregl- um og þær fá ekki að afhenda lifandi fisk. Helztu einkenni sjúkdómsins eru kýli, sem koma á fiskinn, og er dánartalan seiðanna, sem drepast af völdum sjúkdómsins, mjög há.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.