Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 1
* r 12 SIÐUR MEÐ 12 SIÐNA IÞROTTABLAÐI «mnnUfiMb STOFNAÐ 1913 135. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1985 Prentsmiöja Morgunblaðsins Flugránið í Beirút: Mikil óvissa um örlög gíslanna Bandarískt herskip með víkingasveit um borð fyrir utan strönd Líbanons Beirát, 18. jOm AP. GRÍSKI söngvarinn Demis Roussos og tveir bandarískir gísiar fengu í dag að fara úr TWA-farþegaþotunni, sem flugræningjar hafa enn á valdi sínu á flugvellinum í Beirút. Nabih Berri, leiðtogi amal-shita í Líbanon og dómsmálaráðherra landsins, sagði í dag, að þeir 40 gíslar, sem eftir væru, hefðu verið fluttir burt frá flugvélinni í dag. Væru þeir geymdir á ýmsum vandlega leyndum stöðum í Beirút og væri þriggja manna áhöfn vélarinnar á meðal þeirra. Flugvallarstarfsmaður fullyrti hins vegar, að flugstjórinn, John L. Testrake frá Bandaríkjunum, væri þó enn um borð í vélinni. „Menn í flugturninum töluðu við hann í kvöld og var samtalið tekið upp á band," sagði maðurinn. Aft- ur á móti væru allir hinir gíslarn- ir „örugglega" farnir frá borði. Nabih Berri kvaðst sjálfur taka allar ákvarðanir varðandi gíslana. „Ég ábyrgist ekki bara lif þeirra. Þeir fá gott að borða og það fer vel um þá," sagði Berri. Þá ræddi hann um fangelsið Atlit í Norður- Israel, þar sem 700 Líbanir eru í haldi. Þessir fangar væru jafn saklausir og gislarnir i TWA- þotunni. Kvaðst Berri vera undr- andi yfir því, að Bandaríkjastjórn hefði ekki þegar beitt ísraelsmenn þrýstingi til þess að láta Libanina Iausa og sagði, að flugvélarmálinu yrði örugglega lokið, áður en sól- arhríngur væri liðinn. Söngvarinn Roussos bar flug- ræningjunum vel söguna, benti á hermenn amal-shita og sagði: „Þessir menn, þessir vinsamlegu menn, gáfu mér afrnælisköku." Söngvarinn varð 39 ára gamali á fostudag, eftir að ræningjarnir höfðu náð vélinui a sitt vald. Stórt herskip sást í dag. fyrir utan strönd Líbanons. Sást til skipsins, eftir að bandaríska varn- armálaráðuneytið hafði tilkynnt aö það myndi senda herskip á vettvang, þar á meðal flugmóð- urskip og víkingasveit til austur- hluta Miðjarðarhafs. Gert var ráð fyrir, að Robert C. McFarlane, fulltrúi Reagans Bandaríkjafor- seta, færi mjög bráðlega til Beir- út Talsmaður ísraelska varnar- málaráðuneytisins sagði í kvöld, að afstaða þess væri óbreytt og að þeir 700 líbönsku shitar, sem nú eru í fangelsum í ísrael, yrðu ekki leystir úr haldi, nema því aðeins að formleg beiðni um það kæmi frá Bandaríkjastjórn. Fyrirhugað var, að Reagan for- seti héldi fund með fréttamönnum kl. 8 í kvöld (á miðnætti að ísl. tíma), þar sem hann gerði grein fyrir gíslamálinu og svaraði spurningum fréttamanna. Sji: FlugrinMk í Beirút, bls. 32. AP/Símamynd Gríski þjóðlagasöngvarinn Demis Roussos og bandarísk vinkona hans, Pamela Smith, voru í gærmorgun látin laus úr bandarísku farþegaþotunni á Beirút-flugvelli, sem herskáir shitar hafa á valdi sínu. Leiðtogi shita í Líbanon, Nabih Berri, sem er til vinstri á myndinni, hafði milligöngu um lausn þeirra. Ofar sést er bandarísku farþegaþotunni var ekið framhjá jórdönsku þotunni, sem flugræningjar úr flokki shita sprengdu í loft upp á Beirút-flugvelli á miðvikudag í fyrri viku. Höró átök í Afganistan: Tuttugu f lugvélar Kabúl- stjórnarinnar eyðilagðar 18. jáni. AP. FRELSISSVEITIR Afgana eyði- lögðu 20 flugvélar fyrir afganska stjórnarhernum í síðustu viku. Gerðist þetta í mikilli árás frels- issveitanna á flugvöllinn t Shind- Vaxtalækkun í Bandaríkjunum Ne» Ml 18. júni, AP. *^ ÞRÍR stærstu bankar Bandaríkjanna lækkaðu í dag forvexti um 0,5% niður í 9,5%. Bankar þessir voru Morgan Guaranty Trust, Citibank og Bankers TrusL Er þetta í fyrsta sinn, sem slikir vextir hafa verið lægri en 10% hjá nokkrum af stærri bönkum Bandaríkjanna allt frá því haustið 1978. and í vesturhluta landsins. Er þetta talið mikið áfall fvrir stjórnarher- inn, þar sem þetta var nær fjórð- ungur alls flugflota hans. Þá hafa einnig borizt fréttir af miklu mannfalli Sovétmanna í hinum hörðu bardögum undan- farnar vikur í Kunardal. Voru særðir hermenn fluttir hundruð- um saman flugleiðis til Kabúl, höfuðborgar landsins, en flogið með þá, sem verst voru farnir, til Sovétríkjanna. í fallbyssuskothrrð frelsisveit- anna fyrr í þessum mánuði á búðir yfirmanna stjórnarhersins í borginni Mazar-I-Sharif í norð- urhluta landsins biðu um 60 manns bana. í dag komu fulltrúar Kabúl- stjórnarinnar og fulltrúar stjórnarinnar i Pakistan á ny saman til funda í Genf til óbeinna, leynilejp-aviðræðna um hugsanlega hinwu á innanlands- ófriðinum i Afaanwitam. Formað- ur sendinefndarinnar frá Kabúl er Shah Mohammed Dost utan- ríkisráðherra, en formaður pak- istönsku sendinefndarinnar er Sahabzada Yaqub, utanríkis- ráðherra Pakistans. Viðræður fara fram á þann veg, að Diego Cordovez, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna stjórnar þeim og verður hann að flytja allt munnlega á milli sendinefndanna, þar sem þær hafa neitað að ræða hvor við aðra augliti til auglitis. Því hafði verið spáð, að forvext- ir ættu enn eftir að lækka, er nokkrir bandarískir stórbankar lækkuðu þá niður i 10% úr 10,5% hinn 15. maí sl. Vaxtalækkunin nú er talin eiga eftir að hafa marg- vísleg áhrif, ekki sízt á hag margra þróunarríkja, sem eru skuldum vafin, en vaxtagreiðslur af erlendum skuldum þeirra ættu að verða léttbærari en áður. Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því í dag, að viðskiptajöfnuður landsins hefði verið óhagstæður um 30 milljarða dollara fyrstu þrjá mánuði þessa árs. A siðasta ári varð viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 101 milljarð doll- ara og haft er eftir Malcolm Baldridge, viðskiptaráðherra landsins, að viðskiptajöfnuðurinn kunni að verða enn óhagstæðari á þessu ári. Sj»: Dollarinn Iskkar i bls. 33. Noregun Kýlapest í laxaseiðum Orio, 18, jiai. Fri fréiunuri Mor*u>buAsiiu. J.E. Luit. GRIPIÐ hefur verið til mikilla varúðarráostafana í Noregi, eftir að farmur af laxaseiðum, sem fara átti til Þrændalaga í lok maí, reyndist vera smitaður af kýlapest (furunkolose). Hefur sýkingar orðið vart í 11 fiskeldisstöðvum frá þessum seiðum, sem flutt voru inn frá Skotlandi. í Noregi hefur ekki orðið vart unum, þar sem sjúkdómurinn við sýkilinn, sem veldur þessum kom upp. Allar þær eldisstöðvar, sjúkdómi, síðan 1969, en þá varð sem nú kunna að hafa tekið við að eyða öllum fiski í eldisstöðv- sýktum fiski frá Skotlandi, verða að sæta strðngum varúðarregl- um og þær fá ekki að afhenda lifandi fisk. Helztu einkenni sjúkdómsins eru kýli, sem koma á fiskinn, og er dánartalan seiðanna, sem drepast af völdum sjúkdómsins, mjög há.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.