Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Æ' Anægður með að samningar tókust — segir Steingrímur Hermannsson „ÉG ER MJÖG ánægður með að þessir samningar tókust, þó ég hefði gjarna viljaö að þeir heföu verið til lengri tíma, en miðað við þau sérstöku vandamál sem samningsaðilar töldu að við væri að glíma er niðurstaðan ekki óskyn- samleg,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra um samning ASI og VSÍ. „Samningurinn setur þó tölu- verðan þrýsting á þau markmið sem sett höfðu verið í efnahagsm- álum og verðbólgan hjaðnar ekki jafnmikið á árinu og gert hafði verið ráð fyrir. Ég vona að það takist að halda verðbólgu innan þess viðmiðunarramma sem sett- ur er í samningunum og ríkis- stjórnin mun gera allt sem í henn- ar valdi stendur til þess. Þetta var rætt á ríkistjórnarfundi í morg- unn og ríkisstjórnin er einnig fús til að eiga hlut að viðræðum samningsaðila um kjör fisk- vinnslufólks," sagði Steingrímur ennfremur. „Ég held að þessir samningar sýni að fólk hafi áttað sig á að samningar eins og þeir sem gerðír voru síðastliðiö haust séu fásinna. Það að kaupið var svo mikið á þetta stuttum tíma þýddi gífurleg- an topp í verðbólgu, sem engum gerði gott. Það er mikils um vert að staða fiskvinnslunnar sé bætt, án þess að breyta genginu um of og við munum reyna að sjá til þess að það sem ríkisvaldinu snýr fari ekki út fyrir þann ramma sem miðað er við í þessum samningum, sem eftir atvikum eru skynsam- legir," sagði Steingrímur Her- mannsson að lokum. Kaupmáttarþró- uninni snúið við — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „GRUNDVALLARATRIÐI þessara samninga er að það er snúið við kaup- máttarþróuninni. Kaupmáttur i samningstímanum verður um 3% meiri en hann er í dag, en að öllu óbreyttu hefði kaupmátturinn 1. september verið 3 eða jafnvel 4 % lakari en hann er núna. Mér þykir því ótvírætt skynsamlegri kostur að gera þennan samning núna en að bíða til haustsins þegar samn- ingar verða lausir,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið um samning ASf og VSÍ sem gerður var fyrir helgi. „Það er auðvitað ýmislegt í öll- um samningum sem menn hefðu kosið að hafa öðru vísi, en ég tel að miðað við allar aðstæður sé þessi niðurstaða viðunandi. Nú, í þess- um samningi er meiri hækkun á neðrihluta launastigans. Það kem- ur ákveðin lagfæring þar á miðað við aðra, en meðaltalskaupmáttur allra á tímabilinu verður væntan- lega svipaður og var á fjórða árs- fjorðungi ársins 1983. Það skiptir miklu máli i þessum samningi, að þó ekki sé í honum kaupmáttar- frygging. sem við hefðum auðvitað kosið að væri, að þá gerðu samn- ingsaðilar með sér bókun þar sem þeir lýstu því yfir að samningur- inn sé gerður í trausti þess að verðlagsþróun haldist innan ákveðins ramma, sem er festur með viðmiðunartölum fyrir 1. ágúst, 1. október og 1. desember. Og í yfirlýsingu forsætisráðherra í ræðu sinni í gær tók hann mjög eindregið undir það að ríkisstjórn- in bæri ábyrgð á því að þessar for- sendur stæðust og mundi sjá til þess að svo yrði. Eg skil hans orð þannig," sagði Ásmundur. Þessi samningur kom nokkuð á óvart og er gerður á miðju samn- ingstímabili. Boðar hann breytt vinnubrögð í samningagerð? „Það má auðvitað segja að það sé nokkuð nýtt í samningum að menn setjist niður til alvarlegra samningsviðræðna á miðju samn- ingstímabili og ég held að það sé jákvæð breyting. Það er skyn- samlegt fyrir báða aðila að snúast við vandanum á þann hátt sem gert var núna,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Kjarabætur án kollsteypu — segir Karvel Pálmason „Ég hef aldrei farið í grafgötur með það að mín skoðun var sú að það ætti að reyna til hins ýtrasta að ná samningum, þó til skarams tíma væri, til að koma í veg fyrir það kaupmáttarhrap sem fyrirsjáanlegt var ef ekkert værí aðgert,“ sagði Karvel Pálmason, alþingismaður sem sæti á í stjórn Verka- mannasambandsins um samninginn sem undirritaður var á laugardag. „Nú auðvitað er allur ferill óró- legu deildarinnar innan Alþýðu- bandalagsins í þessu máli athygl- isverður, þar sem einstaka for- ustumenn i hreyfingunni setja sig nánast upp á móti því að það sé reynt að forða því að kjaraskerð- ing eigi sér stað," sagði Karvel ennfremur. „Auðvitað er maður aldrei full- komlega ánægður með niðurstöðu samningsgerðar, en það var ekki beysin staða til að gera hluti. Mín skoðun var sú, að það að biða til hausts í þessu ástandi, ég tala nú ekki um i sjávarplássunum, hefði þýtt verri stöðu fyrir okkar fólk. kvótinn spilar þar inní. Nú menn vita, þeir sem það vilja vita, að fiskveiðar og fiskvinnsla eru á hvínandi kúpunni og menn geta sjálfir sagt sér það hvernig það er að sækja kjarabætur að óbreyttu því ástandi. Það hefur verið stefna okkar Alþýðuflokksmanna að ná fram kjarabótum án kollsteypu, fólk hefur fyrir sér það sem gerð- ist fyrir nær ári siðan og hvað eft- ir er af því sem þá var samið um. Þó þar væri samið um miklu hærri prósentu í sjálfu sér en í þessum samningum er um að ræða, þá er ekki mikið eftir af henni nú,“ sagði Karvel að lokum. Framkvœmdir við Kringlumýrarbraut þokast áfram Yfir Kringlumýrarbraut hafa verið reistir bitar sem bera eiga undirslátt fyrir sjálfa bitana í brúnni á Bústaða- vegi. Framkvæmdir hafa þokast áfram að undanlornu, en eru enn nokkuð á eftir áætlun. Stórir bflar mega ekki fara að brúnni eins og hún er nú og sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri að bflstjórar virtu þetta bann betur en áður og engin óhöpp því orðið að undanförnu. Morgunbla»ia/JúliuS Tryggir jafnvægi í efnahagsmálum — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins „ÞAÐ ER í fyrsta lagi fagnaðarefni að tekist hefur að tryggja vinnufriðinn til áramóta, þó flestir hefðu kosið að hægt hefði verið að tryggja hann til lengri tíma. Ég tel hins vegar að það ráðrúm, sem skapast með þessum samningi, geti orðið grundvöllur að langtímasamningi, sem geri hvort tveggja að vernda kaupmáttinn og tryggja vinnufriðinn," sagði Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, um samning ASÍ og VSÍ sem gerður var fyrir helgi. „Samningurinn tryggir efna- hagslegt jafnvægi. Að vísu verður heldur meiri verðbólga, en sú efnahagslega kollsteypa sem menn voru farnir að óttast í haust í kjölfar hatrammra átaka á vinnumarkaði, verður ekki. Verð- bólga heldur áfram að dvína, en verður ekki keyrð upp á nýjan leik, sem er auðvitað allt annars eðlis. Þessir samningar eru þvi líklegri til að styrkja kaupmátt og valda betra jafnvægi í efnahags- málum en annars hefði verið,“ sagði Þorsteinn ennfremur. Nú er þessi samningur nokkuð óvenjulegur hvað það snertir að hann er gerður á miðjum samn- ingstíma. Boðar hann ef til vill ný vinnubrögð í samningagerð? „Ég vona að þessi samningur geti verið upphafið að nýjum vinnubrögðum í samningagerð, sem tryggja betur hagsmuni launafólks og atvinnufyrirtækja, sem og okkar ágæta þjóðarbús, sem við eigum öll sameiginlega," sagði Þorsteinn Pálsson að lokum. Kemur í veg fyrir kaupmáttarhrapið — segir Karl Steinar Guðnason, varaformaður VMSÍ „ÞESSI samningur er skammtíma- samningur, sem er allt annað en tal- að var um í upphafi samningaviðræð- na. Kaupliðir hefðu verið lausir I. september svo samningurinn er í raum framlengdur í fjóra mánuði eða til áramóta,“ sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambands Islands, en hann lagði fram tillöguna um upptöku við- ræðna á ny við VSÍ og frcstun sér- krafna fiskvinnslufólks í bili. „Samningurinn kemur í veg fyrir það kaupmáttarhrap sem átt hefur sér stað að undanförnu, sem hefði orðið enn meira er líða tók á sumarið. Ef beðið hefði verið til haustsins með samningagerðina, hefðu alþýðuheimili I landinu þurft að þola enn frekari kjara- skerðingu og erfiðara hefði verið þá að ná fram raunhæfum kjara- bótum, þegar kaupmáttarhrapið hefði verið orðið svo mikið. Auð- vitað hefðum við viljað ná lengra og fá fleiri ætti inn í þennan samning, en staðan var þröng. öll önnur sérsambönd höfðu frestað sínum sérkröfum til að ná þessum áfanga. Við ákváðum því hjá Verkamannasambandinu að fresta sérkröfum fiskvinnslufólks, alls ekki að falla frá þeim og vinna að skoðun þeirra í samstarfsnefnd með Vinnuveitendasambandinu á samningstímanum og forsætis- ráðherra hefur gefið út yfirlýs- ingu þess efnis að reynt verði að aðstoða við gerð samnings sem bætti hag fiskvinnslufólks. Ég tel mikla nauðsyn að það fáist fram sérstakar kjarabætur fiskvinnslu- fólki til handa og það verði tekið á réttindamálum þess, en til að mynda er uppsagnarfrestur hjá því svo til enginn og hægt að kasta „Niðurstaðan núna er um margt lík því sem var í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, þar sem einlægt var samið til mjög skamms tíma vegna þess að ríkistjórnin og Vinnuveitenda- sambandið höfnuðu þá eins og nú hvers konar verðtryggingu launa. Þann tíma sem bráðabirgða- samningurinn er í gildi, þ.e. til áramóta, verður að nota til að undirbúa næstu kröfugerð og bar- áttu fyrir henni. Þar hlýtur aðal- því út í kuldann hvenær sem er. Ég tel þetta kjarasamning sem kemur í veg fyrir kaupmáttar- hrapið. Guð hjálpi ríkisstjórninni ef hún bregst í sambandi við þær forsendur sem gengið var út frá við gerð samningsins. í næstu kjarasamningum verður að sækja á og ná fram auknum kaupmætti," sagði Karl Steinar að lokum. atriðið að vera aukinn kaupmátt- ur, kaupmáttartrygging og bætt aðstaða fiskverkunarfólks. Hið lága kaup fiskverkunarfólks hefur þegar í för með sér stórkostlegt tjón fyrir þjóðarbúið," sagði Svav- ar Gestsson. Aðspurður um hvort þessi samningsgerð nú á miðju samn- ingstímabili boðaði breytt vinnu- brögð í samningagerð, sagði Svav- ar að svo kynni að vera, en um það gæti hann ekki sagt. Komið í veg fyrir langan kjarasamning — segir Svavar Gestsson „Vinnuveitendasambandiö gerði tilboð um óverðtryggðan samning í l'/j ár og með þessum skammtímasamningi er komið í veg fyrir langan kjarasamn- ing án verðtryggingar," sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins um samning ASÍ og VSÍ sem undirritaður var á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.