Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 17 70 ár liðin frá því að íslenskar konur öðluðust kosningarétt: Hátíðarfundur und ir Ármannsfelli í tilefni dagsins I DAG, 19. júní, eru 70 ár liðin frá því að íslenskar konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Al- þingis. Verður dagsins minnst með ýmsu móti, að sögn Estherar Guðmundsdóttur, formanns Kvenréttindafélags íslands. Félagið gengst fyrir hádegis- verðarfundi á Litlu Brekku og hefst hann kl. 12. Á fundinum verður frú Auður Auðuns gerð að heiðursfélaga KRFÍ. Þá rekur Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræð- ingur, aðdragandann að því að konur fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Klukkan 16.30 verða gróðursett þrjú tré fyrir framan Hallveig- arstaði, Túngötumegin, á vegum KRFÍ, Kl og Bandalags kvenna í Reykjavík. Verða trén gróðursett til heiðurs öllum þeim kvenfélög- um og einstaklingum er lögðu vinnu í að safna í sjóð til að reisa Hallveigarstaði, húsið er nú í eigu Kt, KRFÍ og Bandalags kvenna í Reykjavík. I kvöld gengst ’85 nefndin fyrir hátiðarfundi undir Ármannsfelli á Þingvöllum. Safnast verður sam- an í Bolabás kl. 20. Þar mun Lúðrasveit kvenna leika nokkur lög og því næst setur Kristín Guð- mundsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, fundinn. Þá flytja María Pétursdóttir, fulltrúi ’85 nefndar, og Elín Bruusgaard, rithöfundur frá Noregi, stutt ávörp. Kristín Ástgeirsdóttir, sagn- fræðingur, mun því næst flytja er- indi um 70 ára afmæli kosninga- réttar kvenna á íslandi og konur í Kvenfélagi Lágafellssóknar koma fram í 19. aldar þjóðbúningum. Að síðustu taka fundargestir lagið. Hópferðir verða á hátíðarfund- inn frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19 og heim aftur að fundinum loknum. Staða kvenna í lok kvennaáratugar: Aukin atvinnuþátt- taka og meiri mennt- un, en launamis- réttið enn til staðar MENNTUN og atvinnuþátt- taka kvenna hefur aukist á undanförnum árum en laun þeirra eru enn verulega lægri en laun karla. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Jafnréttisráð boðaði til í gær, þar sem kynntar voru helstu niðurstöður úr könn- un sem gerð var í fyrra á stöðu og störfum kvenna. Könnunin náði til 560 kvenna í Reykjavík, á Patreksfirði, Húsavík, Egilsstöð- um og í sveitum. Svipuð könnun var gerð árið 1976 og var tilgang- ur könnunarinnar í fyrra meðal annars sá að fá fram samanburð og sýna þróunina á þessum ár- um. Fram kom hjá þeim Guðríði Þorsteinsdóttur formanni Jafn- réttisráðs og Fríðu Pálsdóttur þjóðfélagsfræðingi, sem vann könnunina, að helstu niðurstöður hennar eru eins og áður sagði þær að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist á þessum árum og jafnframt hefur menntun þeirra aukist: Árið 1976 unnu 61,1% kvenna í þéttbýli utan heimilis, en 77,7% árið 1984. Er hér átt við konur í sambúð. Konum í námi hefur á tímabilinu fjölgað úr 1,4% 1976 í 8% 1984 og konum sem lokið hafa námi á háskóla- stigi hefur fjölgað úr 1,7% í um 9%. Samkvæmt könnuninni hefur lítil breyting orðið á verkaskipt- ingu kynjanna innan heimilisins og samanlagður vinnutími kvennanna sem svöruðu var lengri en maka þeirra. Tekjur kvenna, sem hlutfall af tekjum karla, voru nokkuð meiri árið 1984 en 1976, en þær Guðríður og Fríða bentu á að það virtist fremur stafa af því að konur ynnu meira úti en áður, en því að launabilið hafi minnkað. Viðhorf kvenna til jafnrétt- ismála var einnig kannað og kom þar fram að fleiri konur töldu jafnrétti til vinnu og launa ekki vera til staðar árið 1984 en 1976. Þær Guðríður og Fríða sögðu að meginniðurstaðan úr þessum könnunum væri sú að greinilega hefði miðað í jafnréttisátt í menntunarmálum á kvennaára- tugnum, sem nú er á enda, en lítð hefði hins vegar áunnist í launa- málum. Fríða Pálsdóttir þjóöfélagsfræðingur og Guðríöur Þorsteinsdóttir formað- ur Jafnréttisráðs kynntu niðurstöðurnar úr könnun Jafnréttisráðs á stöðu kvenna í lok kvcnnaáratugarins. Frá slysstað í Svínahrauni. Morgunbladið/Július Tveir piltar biðu bana og fjórir slösuðust alvarlega TVEIR piltar létust í umferðarslysum um helgina, annar þegar jeppi valt á Suðurlandsvegi og hinn í hörðum árekstri í Svínadal í Dalasýslu. Hinir látnu voru Einar Aron Pálsson, 17 ára, og Hallgrímur Sæmundsson, 16 ára. Fjórir slösuðust alvarlega, þar Fimm ungmenni, skólafélagar, voru á leið til Reykjavíkur þegar Range Rover-jeppi, sem þau voru í, valt ofan við Draugahlíð í Svínahrauni, skammt fyrir aust- an Litlu Kaffistofuna á Suður- landsvegi. Rútubifreið kom á vettvang nokkru eftir slysið og tilkynnti ökumaður lögreglunni á Selfossi um slysið. Talið er að jeppinn hafi farið þrjár veltur og að Einar heitinn hafi iátist sam- stundis, en hann var í framsæti jeppans við hlið ökumanns. Öku- maður slasaðist mikið, hlaut al- varleg höfuðmeiðsl og er í lífs- hættu. Þrennt var í aftursætinu, tveir piltar og stúlka, og brotnaði annar piltanna illa. Einar Aron Pálsson var fæddur 10. janúar 1968, til heimilis að Bergstaðastræti 24b í Reykjavik. Tvær Mazda-bifreiðir skullu harkalega saman á Svínadal í er 17 ára piltur talinn í lífshættu. Dalasýslu, skammt frá svoköll- uðu Jónsvaði. Svo virðist sem ökumaður Mazda 626-bifreiðar hafi misst vald á bifreið sinni með þeim hætti, að hún lenti þversum á veginum og skall Mazda 929-bifreið á hlið hennar. Hallgrímur heitinn sat í fram- sæti við hlið ökumanns Mazda 626-bifreiðarinnar og lést sam- stundis. Ökumenn beggja bifreið- anna voru fluttir í sjúkrahús, annar skarst á andliti og hinn hlaut innvortis meiðsl. Þrennt var í Mazda 929-bifreið- inni, hjón með kornabarn. Konan sat í aftursæti bifreiðarinnar og var barnið í barnarúmi. Meiðsli konunnar voru litilvæg og barnið slapp óskaddað. Fernt var í Mazda 626-bifreiðinni. Tveir f«.r- þegar í aftursæti bifreiðarinnar sluppu með lítilsháttar meiðsl. Hallgrimur Sæmundsson var fæddur 12. júlí 1968, til heimilis að Tungu í Hörðudal í Dalasýslu. Þrjár aðrar bílveltur urðu um helgina. Fernt var í bifreið í Dalasýslu, sem fór þrjár veltur eftir að sprakk á hjólbarða. Eng- inn slasaðist alvarlega. Bifreið valt á Selfossi og meiddist öku- maður litillega. Loks valt bifreið i Gnúpverjahreppi. Fólk slapp án meiðsla. Á ellefta timanum á laugardag slasaðist maður þegar hann hugðist stöðva bifreið sína, sem runnið hafði af stað niður brekk- una á Amtmannsstíg. Maðurinn var að ganga frá bifreið sinni þegar hann vaið þess var að hún hafði runnið af stað. Hann hljóp til og náði að opna bifreiðina og hugðist stíga upp i hana þegar hann varð milli stafns og hurðar þegar bifreiðin lenti á kyrrstæðri bifreið. Maðurinn dróst nokkurn spöl með bifreið sinni niður brekkuna, en féll svo i götuna. Bifreiðin stöðvaðist síðan á ljósa- staur niður við Lækjargötu. Þyrla Varnarliðsins sótti hina slösuðu til Dalasýslu og fhitti til Reykjavíkur. Morgunbiaðið/Júiius í vesturbænum Óhindraö útsýni — fagurt sólarlag Til sölu í byggingu nokkrar rúmgóöar íbúöir. Stæröir: 2ja herb., 4ra og 5-6 herb. Verö: Frá 1.300 þús. ib. eru ýmist í endurbyggðu húsi eöa nýbyggöum stigahúsum. Afh. tilb. undir trév. og máln. Væntanlegum kaupendum veröur boöiö uppá langtímaafborganir á hluta kaupverös. Hafiö hugfast aó íbúóaverö hefur ekki hækkaö í langan tíma og þeir sem kaupa sína fyrstu íbúö fá 2% í afslátt. Greiösludæmi: 2ja herb. íbúö, suöursvalir. Verö 1.300 þús. Veödeild 350 þús. sem seljandi biður eftir. Lán frá seljanda 300 þús. Útb. viö kaupsamning 250 þús. Skv. samkomulagi 400 þús. HúsafeH FASTCKMASALA LangMlsvegi 115 AöatSteim PétUfSSOd I Bæ/arleióahustnu I sim, 8 10 66 Berqur Guónason hdl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.