Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 19 Kór Flensborgarskóla Tónlíst Egill Friöleifsson Hafnarfjarðarkirkja 13. júní ’85 Flytjendur: Kór Flensborgarskóla Stjórnandi: Hrafnhildur Blomster- berg Efnisskrá: Lög úr ýmsum áttum Kór Flensborgarskóla efndi til tónleika í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudagskvöldið 13. júní sl. Kórinn á sér ekki langa sögu og núverandi stjórnandi, Hrafnhild- ur Blomsterberg, hefur aðeins leitt kórinn í tvo vetur. Ástæðan fyrir því að ég drep niður penna er fyrst og fremst sú, að framfarir kórsins eru svo augljósar og ánægjulegar, að full ástæða er að vekja athygli á þessum nýja vaxtarsprota í hafnfirsku menn- ingarlífi. Hrafnhildi hefur á skömmum tíma tekist að ná góð- um tökum á faginu, og sýnilega rækt starf sitt af alúð og áhuga, enda lætur árangurinn ekki á sér standa. Hljómur kórsins er ekki sérlega mikill, en er mildur og blæfagur. Tenór og bassi eiga dálítið í vök að verjast fyrir kvenfólkinu, en radd- irnar féllu oftast vel saman og mynduðu samstæða heild. Stöku sópran átti það til að vera nokkuð áberandi, einkum á hæsta sviðinu, en það eru atriði sem auðveldlega má lagfæra. Efnisskráin var fjöl- breytt og lögin úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend, og báru vott um metnað stjórnandans, því sum þeirra eru ekki auðveld í flutningi. Má þar nefna t.d. ung- verska þjóðlagið „Dreymdi mig eitt sinn“ í snilldarútsetningu tón- skáldsins Lajos Bardos, og komst kórinn allvel frá þeirri viðureign. Sömuleiðis var meðferð hans í lagi Carls Orff „Odi et amo“ athyglis- verð. Og þó ekki hafi alltaf gengið eins vel, eins og t.d. í laginu „Mus- ica, die ganz lieblich Kust“ eftir Johannes Jeep, voru tónleikarnir þegar á heildina er litið vel heppn- aðir og skemmtilegir. Það er rétt að taka fram að sökum anna missti ég af fyrsta hluta tónleik- anna, og get því ekki fjallað um einsöngvarana sem þá komu fram, en hin silfurtæra klukkuhreina rödd Freydísar Kristjánsdóttur naut sín vel í lagi Sigursveins D. Kristinssonar „Fylgd". Þá má og geta þess að þeir gítarleikararnir Einar Einarsson, örn Almarsson og Örn Arason léku snoturlega írska þjóðlagið (?) Greensleeves og þátt ur kantötu nr. 147 eftir J.S.Bach. Það er ekki auðvelt að halda uppi öflugu kórstarfi í fjölbrauta- skóla, þar sem útskrift fer fram tvisvar á vetri og nemendur sífellt að koma og fara. Raunar er það sameiginlegt vandamál allra skólakóra. En sé stjórnandinn áhugasamur og vel búið að starf- inu af skólans hálfu getur árangur oft orðið býsna góður eins og 1 þessu tilviki. Það er ástæða til að óska Hrafnhildi Blomsterberg til hamingju. Kór Flensborgarskóla. SVONA EKUR ÞU HONUM SVONA LITUR HANN UT Vinningar í Happaregni MORGUNBLAÐINU hefur borist cftirfarandi fréttatilkynning frá Slysavarnafélagi fslands: 17. júní var dregið um aðalvinn- inga í Happaregni — Happdrætti Slysavarnafélags íslands og komu upp eftirtalin númer: 2 bifreiðir Opel Kadett GSI: 27112, 114266. 9 bifreiðir Opel Kadett GL: 744, 26237, 31760, 46489, 59093, 74095, 114751,149528,162630. Slysavarnafélag fslands þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem studdu slysavarna- og björgunarstarfið með miðakaupum. (FrétUtilkrnning) Frá Hússtjórnar- skóla Suðurlands FYRIRHUGAD er að stofna nem- endasamband Hússtjórnarskóla Suðurlands að Laugarvatni. Verð- ur stofnfundur sambandsins hald- inn að Hótel Esju fimmtudaginn 27. júní nk. og hefst kl. 21.00. (Ur fréttatilkynningu.) REYNSLU í FORMÚLU í KAPPAKSTRI OG ÚTFÆRIR SNERPU OG AKSTURSEIGINLEIKA I ÞENNAN FRÁBÆRA BÍL. TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR: Vél: 4 cyl, OHC, 12 ventla, þverstæð. Sprengirými: 1500 cc. Hestöfl; 85 DIN/6000 RPM. Gírar: 5. Snerpa 0 — 100 km/k. 9,7 sek. Sóllúga. Sport — Bólstruö sæti. Margstillanleg aftursæti. Veltistýri. Litaöar rúöur o.m. fleira. SÉRSTAKT JÚNÍTILBOÐ VERÐ AÐEINS KR. 416.000,- 2-door Hatchback SPORT Aöeins örfáum bílum óráöstafaö. ’HLini Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SlMI 38772, 39460. HINN NÝI HONDA CIVIC BRÝTUR SVO SANNARLEGA HEFÐBUNDNAR LEIÐIR í HÖNNUN. HÉR NÝTIR HONDA FENGNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.