Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Myndlistar- sýning á Akureyri KÁRI Sigurðsson opnar myndlist- arsýningu í Jaðri, skála Goirklúbbs Akureyrar, laugardaginn 22. júní ntestkomandi. Á sýningunni eru verk unnin í olíu, pastel og olíukrit. Þetta er 10. einkasýning Kára en auk þes hef- ur hann tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Sýningin stendur til 30. júní. (Úr rrétUUIkjnningu) Kári Sigurðsson myndlistarmaður Með Teroson þess að bílinn! ★ Betra endursöluverðs. ★ Ryðvarnarefnis í hæsta gæðaflokki, sem sett hefur verið í meðfærilegar og þægilegar umbúðir fyrir leikmenn. ★ Lífsins eftir vel heppnaða aðgerð til bjargar eigin verðmætum. Leitaðu nánari upplýsinga um þessa v-þýsku gæðavöru á bensínstöðvum okkar um allt land. Olíufélagið hf yrði til á einfaldari hátt, eins og fylgdi formunum og væri að end- ingu samtvinnaður sjálfu mynd- efninu. Það er einnig mikið drama í þessum verkum Gunnlaugs. Úr sjávarmyndum hans má alltaf lesa vissa frásögn, sem er nátengd tilveru hins íslenska sjómanns. Það er hið mónúmentala afl þess- ara verka, sem fyrst og fremst kemur þessum þáttum til skila; í því var Gunnlaugur Scheving meistari. Þessi sýning er í einu orði sagt: Meistaraverk. Hún er ágætlega valin og nýtur sín vel. Stóru myndirnar fá að njóta sín til fulls, og litlu vatnslitamyndirnar eru perlur. 41 verk er að finna á þess- ari sýningu, og hér er á ferð meiri- háttar viðburður, sem opnar al- menningi dyr til að njóta enn einu sinni þeirrar snilldar, sem Gunn- laugur Scheving miðiaði í verkum sínum. Ég efast um, að margar nágrannaþjóðir okkar gætu komið annarri eins sýningu á framfæri eftir samtíðarmann. Persónulega vil ég segja hér frá því, að ég hafði sérlega mikið yndi af að sjá þessi verk, og sýningin í heild verkaði afar sterkt á mig. Þegar sýning sem þessi kemur manni fyrir sjónir, dettur manni ýmislegt í hug. Til að mynda, hve sá hópur af íslenskum málurum var sterkur, sem var einna þróttmestur upp úr heimsstyrjöld- inni síðari, eða fyrir fjórum tug- um ára; Þorvaldur, Snorri og Scheving. Og maður spyr: hvenær fáum við að sjá viðlíka sýningu á verkum Snorra Arinbjarnar og þessa sýningu af Scheving? Að öll- um ólöstuðum; Hefur hann ekki orðið ofurlítið útundan? Ég vil að lokum þakka öllum, sem eiga hlut að máli, hvað þessa sýningu Gunnlaugs Schevings snertir. Hún er frámunalega skemmtileg og sýnir styrk og snilli Gunnlaugs á ágætan hátt. Það er skemmtilegt að skrifa um list í Reykjavík eins og stendur: Fjórir meistarar í Listasafni íslands. Sigurjón Ólafsson í listasafni ASl, og Ásmundarsafn með sýningu. Scheving í Norræna húsinu og ým- islegt annað á ferð. Farið og sjáið sýninguna í Norræna húsinu. Hún svíkur engan. Sigurjónsvaka Tónlist Egill Friöleifsson LLstasafn ASÍ 15.6/85 Flytjendur: Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, pfanó Efnisskrá: Lv. Beethoven, sónata í F-dúr op. 24 „vorsónatan**, G. Fauré, sónata í A-dúr op. 13. Nýlega var stofnað Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Það var ekkja listamannsins, Birgitta Spur, sem að því þarfa verki stóð og hyggst hún með þvi hlú að verkum manns síns og forða því að tímans tönn vinni á þeim. Nú stendur yfir i Listasafni ASÍ við Grensásveg, sýning á síðustu verkum Sigurjóns, en í tengslum við hana var efnt til tónleika sl. laugardag. Það voru tvær góð- kunnar tistakonur sem þar stilltu saman strengi sína, dóttir Sigur- jóns, Hlíf fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó- leikari og léku sónötur eftir Beet- hoven og Fauré. Án þess að ætla að gera þcnnan stutta pistil að myndverkaumfjöllun, verð ég að láta þess getið, að nálægðin við verk Sigurjóns orkaði sterkt á mig, og það svo að ég átti stundum erfitt með að einbeita mér að tón- listinni er ég virti þau fyrir mér. Þær stöllur hófu tónleikana með sónötu í F-dúr op. 24 „vorsónöt- unni“ eftir Beethoven. Það var ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Vorsónatan er ein þekktasta fiðlusónata sem um getur og samanburður við heimsvirtúósana því nærtækur. En túlkun þeirra á þessu unaðs- lega verki var hlý og elskuleg og minnti á sjálft sólskinið sem flæddi inn um þakgluggana og gaf þessari notalegu stund bjartsýnis- blæ. Hlif er vandaður fiðluleikari, hefur fallegan tón og ætlar sér ekki um of í leik sínum, gefur frekar eftir í hraða, en skilar öllu farsællega og snyrtilega í höfn. Sömuleiðis er Anna Guðný hinn öruggi meðleikari og fylgir vel eft- ir, þó svo hljóðfærið, sem hún lék á, væri ekki fyrsta flokks. Eftir hlé Iéku þær svo sónötu í A-dúr op. 13 eftir Gabriel Fauré, fallegt verk og dýrt kveðið, sem þær gerðu einnig ágæt skil, ekki hvað síst rismiklum fyrsta þættin- um. Þó var eins og greina mætti þreytumerki hjá fiðluleikaranum í lokin. Þetta var gott innlegg á Sigur- jónsvöku. Nú er eftir að sjá hvort listvinir og opinberir aðilar hlýði kallinu og styðji þannig við bakið á nýstofnuðu Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, að það geti sinnt hlut- verki sínu. Við vonum að svo verði. Með notkun á Teroson ryðvarnarefninu nýtur þú: Sjávarmyndir Schevings Myndlist Valtýr Pétursson Sumarsýningin í Norræna hús- inu í ár er á sjávarmyndum eftir Gunnlaug Scheving. Oft hafa þessar sýningar í Norræna húsinu verið ágætar og gefið nokkra hugmynd um íslenska list, en nú er meistari á ferð og það ekki af lítilli stærðargráðu. Gunnlaugur Scheving var einn allra fremsti málari okkar meðan hans naut við, og eftir hann liggur mikið og merkilegt starf, sem er algerlega í sérflokki, hvað málverk á íslandi varðar. Hann var mjög bundinn umhverfi sínu, um leið og hann vann myndir sínar á mjög nýstár- legan hátt. Gunnlaugur hefur al- gera sérstöðu í listasögu okkar og líklegast íslenskastur allra okkar horfnu listmálara. Þessi sýning er mjög vönduð og vel valin. Sýnir eina af helstu hlið- um Gunnlaugs sem málara, en hann einskorðaði sig nokkuð við hafið og allt, sem tengdi það mannfólkinu. Ekki má samt horfa framhjá sveitalífsmyndum Gunn- laugs og ást hans á dýrum. Ein- kum og sér i lagi var honum kær mjólkurkýrin og samband þessa rólega dýrs við konuna, sem mjólkaði hana. Gunnlaugur var einnig frábær túlkur á gömul hús og sjávarþolV £em sagt allt, sem var mannlegt, var honum kært og virðing hans fyrir fyrirmyndum. leyna sér ekki, ef vel er að gáð. Og hugsa sér þá fjarstæðu, að hann var í eina tíð álitinn hrjúfur og jafnvel sóðalegur í vinnubrögðum sínum, af því að hann málaði þykkt og náði þannig vissum styrkleik i litina og spilaði á sér- lega mjúka tóna, sem stundum voru álitnir útvatnaðir litir. Já, Gunnlaugur var um langan aldur talinn klessumeistari og þurfti ekki að mála abstrakt til að flokk- ast sem slíkur. En eins og öll góð list unnu verk hans hug og aðdáun allra, sem kynntust þeim náið, og seinustu árin, sem hann var á meðal okkar, var Gunnlaugur Scheving dáður jafnt utanlands sem innan og ekki að ástæðulausu. Verk Gunnlaugs Schevings þóttu meira nýmeti á erlendum vettvangi en margra þeirra, sem menn héldu, að væru nútímalegri í vinnubrögðum. Gunnlaugur mál- aði í sínum persónulega stíl, sem var runninn frá samvistum hans við umhverfið og túlkun á því, sem hann upplifði hverju sinni. Þannig eru verk hans ef til vill besta út- flutningsvara í myndlist okkar enn í dag og frumlegri en margur heldur. Myndbygging Gunnlaugs var afar sterk og lógisk. Hann hnitmiðaði hlutina, og jafnvel lít- ili hnútur á línu eða í seglabúnaði gat verið spilandi form í sjálfu sér. Sjómennirnir eru stórir, af því að myndflöturinn krafðist þess, en ekki af því að þeir væru sterkir karlar, sem drukkið höfðu lýsi. Eitt sinn man ég eftir, að Gunnlaugur sagði við mig, að mest vinna færi í það hjá sér að byggja myndina upp í formum; liturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.