Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUnI 1985 31 í þeim greinum með það fyrir aug- um að gerast kennari. — Hvað um þátttöku kvenna í stjórnmálum á síðari árum og rétt- indabaráttuna almennt? — Að mínum dómi vantar enn mikið á að konur séu teknar sem jafningjar karla. Þær þurfa að vera helmingi duglegri en þeir ef þær eiga að ná jafnlangt og þeir. Þær búa við tvöfalt vinnuálag — launað starf utan heimilis og þá vinnu að auki sem óhjákvæmilega er fólgin í því að stjórna heimili og bera ábyrgð á börnum. Börnin eru enn sem fyrr á ábyrgð kvennanna að langmestu leyti. Það er við ramman reip að draga að breyta þeirri staðreynd lífsins. Það er ekki von að konur sem langflestar eru í slíkri aðstöðu geti ofan á allt hlaðið á sig þeirri vinnu sem fólg- in er í félagsstörfum og virkri þátttöku í stjórnmálum. Afleið- ingin hefur orðið sú að hæfar kon- ur skila sér ekki sem skyldi í for- ystu í verkalýðs- og þjóðmálum, enda þótt þær eigi þar alls ekki síður erindi en karlar til hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt. Ég legg meg- ináherzlu á það að þær konur sem gefa kost á sér í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna séu hæfar konur. Þar hefur orðið mis- brestur á, því miður, eins og dæm- in sanna. Skemmst er að minnast trúðleika Kvennaframboðsins i borgarstjórn um daginn. — Þú talar um hæfar konur. Ekki eru nú allir karlar hæfir? — Nei, en einmitt af því að kon- ur eru að sækja á brattann er mik- ilvægt að þær sýni að þær standi hæfum körlum alls ekki að baki. Ég held að timi sé kominn til að setja það á oddinn að heimavinna kvenna sé einhvers virði og koma til móts við þarfir heimilanna í mun meiri mæli en nú er gert. Konur eru yfirleitt svo samvizku- samar að þær gæta þess að van- rækja hvorki starf sitt né heimil- ið, þannig að erfitt er að fá þær til að gefa kost á sér til opinberra starfa. Ég held að það mætti koma dagvistarmálum og umönnun barna mun betur fyrir en gert er. Það væri áreiðanlega til bóta ef barnagæzla væri veitt í tengslum við vinnustaðina. Það myndi spara konunum tíma og vinnu og skilaði sér áreiðanlega vel frá sjónarmiði vinnuveitandans. Þá held ég að bót væri að því ef foreldrum væri gert fjárhagslega kleift að vera heima hjá smábörnum fyrstu ævi- ár þeirra. Þetta væri stórt fram- faraskref og hefði auk þess í för með sér fjárhagslegan sparnað fyrir þjóðfélagið í heild. Konur á Alþingi 1916—1983 Ár Fjöldi þingm. Fjökli kvenna % 1916 34 — — 1919 34 — — 1923 36 1 2,7 1927 36 1 2,7 1931 36 1 2,7 1933 36 1 2,7 1934 49 1 2,0 1937 49 1 2,0 1942 vor 49 — — 1942 haust 52 — — 1946 52 1 1,9 1949 52 2 3,8 1953 52 — — 1956 52 1 1,9 1959 vor 52 2 3,8 1959 haust 60 2 3,4 1963 60 1 1,7 1967 60 1 1,7 1971 60 3 5,0 1974 60 3 5,0 1978 60 3 5,0 1979 60 3 5,0 1983 60 9 15,0 (Heimild: Hagskýrslur íslands, Al- þingiskosningar 1916—1983). Taflan er tekin úr „Konur og stjórn- mál“ eftir Esther Guðmundsdóttur. Salóme Þorkelsdóttir. Allar þess- ar konur hafa verið þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Konur eru nú 15% þingmanna og er það mun lægra hlutfall en á þjóðþingum hinna Norðurland- anna. í tilefni 19. júní: Hvað segja konur? Ragnheiður Benediktsson Ragnheiður Bene- diktsson, kennari, Reykjavík: Aróðurinn má ekki snúast upp í andstæðu sína Ragnheiöur Benediktsson, tölvu- kennari. Starfsvettvangurinn er það svið, sem konur eiga fyrst og fremst að heyja jafnréttisbaráttu sína á að mínum dómi. Ég tel mig leggja lóð á vogarskál kvenréttindabaráttunnar með því aö kenna 11—12 ára nem- endum forritun. Til skýringar bendi ég á að rit- vinnsla — það þarf að nota tölvur að sumu leyti eins og ritvélar — er það starf sem kvenfólk vinnur helst við í tölvum. Það er starf sem er vissulega þarft og ekki ber að kasta rýrð á en er ekki mikils metið í launum. Forritun er í eðli sínu stjórnunartæki, forrit stýrir því hvernig eitthvert verk, eins og til dæmis ritvinnsla, er unnið. Það er því miklu afdrifaríkara starf að semja forrit, auk þess sem það er snöggtum betur borgað en rit- vinnslan. Tölvuvæðingin er nýr straumur í menningu okkar. Ég vil stuðla að því að kvenþjóðin sitji ekki hjá og láti karlmönnum einum eftir að móta þennan þátt, sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar og komandi kynslóða. Með því að kenna svo ungum nemendum forritun, álft ég að stúlkur sem drengir fái innsýn inn í þennan heim og eigi því að geta staðið jafnfætis í námi og starfi síðar. Heimilið er annar vettvangur jafnréttisbaráttunnar. Þar tel ég mikilvægt að drengir séu aldir upp við heimilisstörf til jafns við stúlkur og að stúlkum séu gefin leikföng (til dæmis tölvur) sem stuðla að menntun þeirra á sömu sviðum og drengir eru örvaðir. En ég vil láta varnaðarorð falla að lokum. Áróður fyrir jafnrétti kynja verður að setja fram þannig að hann hitti í mark, en særi ekki tilfinningar kvenna. Það er verr farið en heima setið ef áróður fyrir jafn brýnu málefni snýst upp í andstæðu sína. Kolbrún Sverrisdóttir, fiskvinnslukona, ísafirði: Mér finnst við- horf til kvenna sem ganga í „karlastörf“ vera jákvæð Kolbrún Sverrisdóttir, fiskvinnslukona, ísafirði. — Það þótti sjálfsagt, að hún amraa, sem er að verða níræð, sæti til þrítugs f fööurgarði og ynni fyrir mat sínum. Þegar bróðir hennar fórst, þótti eðlilegt að hún færi á sjóinn í hans stað. Þegar mamma ætlaði að fara á vertíð, 18 ára, benti afi heitinn út um gluggann og sagði, að það væri frystihús niðri á Eyrinni. Lengra færi hún ekki. Og það væri sem ég hefði látið bjóða mér þetta. Svo margt hefur breytzt til hins betra. Annars er ég frekar gamal- dags. Mér þótti gott að alast upp með mömmu heima og ömmu líka á heimilinu. Ég finn, hvað drengurinn minn verður erfiður, þegar ég þarf að vinna of mikla eftirvinnu. Ég hef unnið í rækju og skel hjá O.M. Olsen hf. síðan ég var fimm- tán ára. Mér finnst samstaðan þar og stemmningin stórkostleg. Ef eitthvað kemur upp á hjá ein- hverjum taka starfsmenn og fyrir- tækið höndum saman og létta undir. Og mér finnst viðhorf til kvenna, sem fara inn á hefðbundin starfssvið karla, mjög jákvæð. Ég var eitt sumar kokkur til sjós og strákarnir báru mig á höndum sér. Systir mín hefur verið í 2 ár Kolbrún Sverrisdóttir kokkur á togara, hún er einstæð móðir eins og ég. Á mínum vinnustað er það svo að engin kona er yfirborguð, að- eins sumir karlmennirnir, svo að launamisréttið er við lýði. Það er unnið fyrir nauðþurftum og varla meira. Staða kvenna er ákaflega erfið á leigumarkaðinum og þótt það eigi við um allar leigjendur eru einstæðar mæður áreiðanlega verr settar en flestir. Um tíma varð ég húsnæðislaus, fór suður og bjó í sex mánuði í leiguhúsnæði einstæðra foreldra i Skeljanesi. Mér þótti þau vera með ofsalega sniðugt fyrirkomulag, en þegar ég gat fengið íbúð fyrir vestan fór ég heim. Mér finnst ástæöa til að vera ánægð með margt, ég á mitt heim- ili og mitt líf. En maður sér auð- vitað og heyrir um alls konar mis- rétti sem viðgengst. Kannski hef- ur maður hreinlega ekki tíma til að beita sér eins og nauðsynlegt væri. Ingibjörg Baldursdóttir, hj úkrunarf ræðingur, Kópavogi: Kannski vitum við konur ekki hvað vid viljum Ingibjörg Baldursdóttir, hjúkrun- arfræðingur. — Auðvitað er ég fylgjandi full- komnu jafnrétti og því er ekki að neita að verulega vantar á að það sé. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um þann launamismun sem enn við- gengst þrátt fyrir lagasetningu um sömu laun fyrir sömu vinnu. Einnig get ég ekki fellt mig við hvernig þetta svokallaða „hið opinbera" metur framlag kvenna, þá er ég meðal annars að tala um trygginga- greiðslur ýmiss konar. En ég get ekki neitað þvi heldur að mér finnst sökin að sumu leyti vera hjá okkur, við tökum því sem að okkur er rétt og sýnum svo í ýmsu tvískinnung. Við segjum að við viljum jafnrétti en við viljum Ingibjörg Baldursdóttir líka ákveðin sérréttindi og forrétt- indi. Og samtímis því sem við vilj- um láta koma fram við okkur eins og menn, væntum við þess að það gleymist ekki til dæmis í um- gengni við okkur, að við erum kon- ur. Mér fellur ekki málflutningur þeirra sem tala í þessari tónteg- und. Konan krefst jafnréttis og verður þá að vera reiðubúin að axla sams konar ábyrgð og sömu skyldur. Þar vantar stundum mik- ið á. Ég veit ekki hvort jafnréttið felst endilega í því að fólk vinni heimilisstörf að jöfnu án tillits til kynja, vinnu eða aðstæðna. Áherzlupunktarnir eru ekki alltaf á réttum stöðum. En launamis- réttið er alvarlegast. Heilindi og samtakamáttur hljóta að ráða úr- slitum í stað kvartana og píslar- vottaleiks. Mér finnst oft og einatt ástæðan fyrir því að okkur hefur ekki geng- ið nógu vel að fá fram okkar rétt vera einfaldlega sú að við vitum ekki hvað við viljum og sláum úr og í. Minnimáttarkenndina verður að uppræta og sjálfstraustið og ábyrgðina verður að efla. Bryndís Guðbjarts- dóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi: Látum þjóðfé- lagið ekki líða fyrir að við þor- um ekki að standa jafnfætis körlum Bryndís Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi. — Ég hef velt fyrir mér hugtak- inu jafnrétti. Er það ekki eitthvað sem konur ræða um á kvenréttinda- fundum, í kvennaathvarfinu og eiga eftir að ræða um næstu áratugi í kvennahúsinu? Það væri ósköp notalegt að sitja yfir kaffibolla á kvennakaffihúsi og spjalla um jafn- réttið, meðan við bíðum eftir að sjá leikrit um konur, eftir konur og auð- vitað leikið af konum. Svo getum við gengið um sali og dáðst að listaverk- um, unnum af konum eða hlýtt á Bryndís Guðbjartsdóttir konu lesa kvennabókmenntir. Og látum náttúrlega ekki bjóða okkur að kjósa annað en konur. Allt er þetta gott og blessað, en ef við lítum á kvennavinnustaðina, sjáum við rautt. Hvers vegna er verið að bölsótast yfir, að svo og svo mörg störf séu eingöngu kvennastörf? Ég get ekki betur séð en líf okkar sé fyrst fullkomn- að ef við dundum okkur við kvennastörf á daginn, fyrst við viljum njóta kvennakúltúrs að kveldi? Ætli við náum jafnrétti á þennan hátt? Eigum við að ganga í kvennalundinn og planta birki- hríslu í tilefni dagsins? Við getum hrópað húrra fyrir þvi að við feng- um kosningarétt fyrir sjötíu ár- um. En þó. Voru ekki fleiri en kon- ur án kosningaréttar áður og fyrr? Eingöngu þeir sem meira máttu sín höfðu þann rétt. Ekki er minnst á gróðursetningar í tilefni þess að þeir öðluðust kosningarétt, ekki einu sinni eru settar niður kartöflur. Við þurfum að drepa niður kvennasérréttindahjalið, sem rís ekki hærra en jafnrétti- srabbið okkar. Við breytum engu á þennan hátt, gerum illt verra. Það eru sjálfsögð réttindi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Það er líka sjálfsagt að konur hljóti manna- forráð á vinnustað, komist í for- sætið í flokknum sínum, verka- lýðsfélaginu eða frístundaklúbbn- um. Við ættum ekki að einangra okkur. Við eigum að sækja um þau störf sem við höfum áhuga á og láta þjóðfélagið ekki líða fyrir það að við þorum ekki að standa jafn- fætis körlum. Við þurfum að efla okkar eigin sjálfstraust. Við öðl- umst sjálfstraust með því að kunna til verka. Kunnáttan kemur með þekkingu og reynslu og reynslan fæst aðeins ef vilji er fyrir hendi til að takast á við þær hindranir, sem óneitanlega verða á vegi okkar. Linda Vilhjálmsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir, sjúkraliði, Reykjavík: Dyr standa opnar — en eru þær notaðar? „Nú hlýtur það einungis að vera tímaspursmál hvenær konur á ís- iandi lýsa yfir algeru sjálfstæði. Svo til annaðhvert hús í bænum tilheyrir nú þeirri starfsemi sem fiokkast undir aðstoð við kúgaða og sundur- lamda kvenmenn. Nú síðast keyptu þær heilt hverfi í vesturbænum. Annanhvern dag undirrita kon- ur plögg um hitt og þetta, friðar- yfirlýsingar og stuðningsyfirlýs- ingar við allan andskotann. Hvar endar þessi vitleysa eiginlega." Þetta eru hugleiðingar lesenda Enn Tjes sem skrifar undir Karl- maður. Og eiginlega er ég alveg sammála honum. Núna, sjötíu ár- um eftir að islenskar konur fengu kosningarétt, standa þeim allar dyr opnar. Það er svo annað mál hvað þær kjósa að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.