Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUUAGUK 19. JUNI 1985 41 Einar Sveinsson sölumaður og June Bjernegárd framkvæmdastjóri Velux við þakgluggann. Völundur hefur selt tvö þús. danska þakglugga TRÉSMIÐJAN Völundur hefur um fjögurra ára skeið flutt inn glugga fri danska fyrirtækinu Velux. Á því tímahili hefur fyrirtækið selt yfir 2000 glugga, en Velux sérhæfir sig í sérstakri gerð þakglugga sem henta vel íslcnskri veðráttu. Á kynningu sem Völundur hélt á þakglugganum sagði June Bjernegárd framkvæmdastjóri Velux að innflutningur til íslands hefði hafist einmitt um það leyti sem íslendingar fóru að auka þakhalla á húsum. „Það má því segja að við höfum verið á réttum stað á réttum tíma,“ sagði Bjernegárd. Velux-þakgluggar falla inn í þakið, hleypa vel inn birtu, og sérstök rauf opnar fyrir lofti að utan jafnvel þótt glugginn sé lokaður. „Velux-þakglugginn er mun ódýrari og hent- ugri en t.d. kvistur, og nýtur þess vegna mikilla vin- sælda,“ sagði Bjernegárd. Einar Sveinsson forstjóri notaði tækifærið á kynn- ingunni til þess að minna á framleiðstu fyrirtækisins, sem m.a. sérhæfir sig í því að gagnverja timbur. Einnig hófst nýlega innflutningur á súlum úr límtré, sem eru holar að innan, og henta vel í byggingar innan og utan húss. MorRunblaðið/RAX Björgunarbátur Slysavarnafélagsins kemur á vettvang og tekur hinn vélarvana plastbát í tog. Fannst á reki í Faxaflóa MARGT fer öðruvisi en ætlað er, segir málshátturinn. Lítill plastbátur með einn mann innanborðs lagði upp frá Akranesi árla morguns hinn 17. júní. Drjúga stund heyrðist ekkert frá bátnum. Var þá hafist handa og leit undirbúin. Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, brá sér í loftið og fann bátinn von bráðar á reki á Faxaflóa. Vél bátsins hafði bilað og hann síðan rekið stjórnlaust fyrir veðri og vindum. Björgunarbátur Slysavarnafélags íslands, Gísli J. John- sen, var þegar lagður af stað og tók hinn vélarvana hraðbát í tog til Reykjavíkur. Fagnaðarfundir, Baldur Baldursson fagnar fjölskyldu sinni við komuna til Reykjavíkur. Morgunblaöið/Gudrún Gudjónsdóttir Ingvi Hrafn Jónsson og Guðlaugur Bergmann með þrjá væna af Jarð- langsstaðasvæðinu í Langá á laugardaginn Lanjfá líflegri en í mörg ár „Langá er bara líflegri en í mörg ár, þetta er sambærileg byrjun og sumarið 1978, en þá veiddust milli 160 og 170 laxar í júnímánuði. Nú eru komnir vel á þriðja tug laxa á land, en veiðin hófst síðdegis á laugardaginn," sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður í samtali við Mbl. í gærdag. „Ég veiddi fyrstu dag- ana á Jarðlangsstaðasvæðinu ásamt Guðlaugi Bergmann og fengum við 4 laxa, 8—12 punda, og þeir voru að fá 'ann niður frá í enn ríkari mæli. Það er lax stökkvandi á Breiðunni og í Strengjunum og það kemur nýr fiskur upp á hverju flóði, engar stórgöngur, en alltaf eitthvað," bætti Ingvi Hrafn við og skaut því með að lokum, að til marks um ástandið í Langá mætti geta þess að hún væri nu um 13 stiga heit, eða eins og á meðaljúlídegi „Fiskurinn rennur upp ána og leggst á veiðistaði en er ekki að dreifa sér hér og þar eins og stundum á þessum árstíma og þá í vatnavöxtum og köldu vatni. Til dæmis henti það mig í svo- kallaðri Birgislaut, að setja í lax með flugu hnýtta við tauminn með gáruhnút (Portlands- bragði), ég missti hann að vísu, en það er út af fyrir sig harla óvenjulegt að setja í lax með þessum hætti svo snemma." Rýrt í Miðfirðinum „Þetta hefur verið heldur rýrt, þeir byrjuðu að veiða eftir há- degið í gær og svo var haldið áfram í morgun. í gær fengu þeir 3 laxa og einn til viðbótar I morgun. Allt í Vesturá, 3 í Kist- unum og 1 í Túnhyl. Þeir hafa ekki séð nema kannski um 20 fiska í ánni,“ sagði Erna Thor- steinsson í veiðihúsinu að Laxa- hvammi í samtali við Mbl. í gærdag. Erna sagði laxana 8 punda þrjá þeirra, en sá sem veiddist í gærmorgun var stærstur, 12 punda. Slöpp byrjun í Vatnsdalnum Ekki geta Vatnsdælir státað af betri byrjun vertíðar en ná- grannar þeirra í Miðfirði. Veiðin hófst á laugardag og veiddust þá 3 iaxar, 8—10 punda, síðan ekk- ert fyrr en í gærmorgun, en þá veiddust tveir til viðbótar og kom þá einn 12 punda fiskur á þurrt. Upplýsingar þessar feng- ust hjá Ingibjörgu Þorkelsdóttur í veiðihúsinu að Flóðvangi. Hún bætti við að allir hefur laxarnir verið lúsugir og allir dregnir upp úr í Hnausastreng. „Þeir eru ekki vonlausir, veiðimennirnir hérna, það er svo gott að vera hérna, fallegt og hlýlegt," sagði Ingibjörg. „I>okkalegt“ í Laxá í Leir. „Þetta hefur gengið svona þokkalega, veiðin hófst eftir há- degið á laugardag og það eru 19 fiskar komnir á land. Hann er gengin alveg upp að Eyrarfossi og jafnvel aðeins þar upp fyrir, en mest er hann þó í Laxfossi og þar fyrir neðan. Aftur á móti tekur hann illa, þannig veiddum við ekkert í morgun," sagði ólaf- ur Ó. Johnson í samtali við Mbl. í gærdag, en ólafur hóf veiðar í ánni ásamt félögum sinum síð- degis á mánudag, fengu þá nokkra fiska. Flestir eru laxarn- ir 10—12 punda, en tveir þeir stærstu til þessa vógu 14 pund hvor. Lélegt í Þverá „Þeir voru heldur óhressir með aflabrögðin sem luku veið- um í Þverá á hádegi í gær. Þeir höfðu aðeins einn heim með sér, lítinn fisk sem veiddist í Kað- alstaðahyl. Hópurinn sem hætti í Kjarrá á sama tíma náði 12 löxum, en hin rómaða laxakló Þórarinn Sigþórsson hélt heim með bróðurpartinn af þeim afla í skottinu. Þar með voru komnir 50 laxar úr Þverá, en 36 úr Kjarrá, alls 86 laxar. Heldur einkennilegt ástand hefur verið í Þverá síðustu daga, eitthvað um 30 laxar eru í Kirkjustreng og þar er ein alls- herjar ringulreið, laxarnir virð- ast taugaveiklaðir í meira lagi, hringsóla allir sem einn um all- an hylinn, þjóta reglubundið upp á grynningar fyrir ofan og æða svo til baka með sporðaköstum og látum. Þá gerðist það á sunnudag, að veiðimenn við Þór- unnarhyl urðu fyrir því að laxa- torfa æddi upp ána allt í kring um þá. jafnvel milli fóta þeirra, 20—30 laxar og sumir stórir. Niður á Ullarklöpp, niður undir Brennu, töldu menn sig einnig sjá laxagöngu fara uni. Aðfara- nótt mánudags kom hugsanlega skýringin á öllum iátunum, veiðimenn við Brennuna urðu varir við sel sem var að laumast niður Þverá og út í Hvítá, en hann gat illa dulist á grynning- um fyrir neðan Kastalahyl og undan Neðra-Nesi. Þrátt fyrir það var nokkuð af laxi við Brennuna á sunnudag og mánu- dag og er það fyrsta lífsmarkið sem þar sést í heila 10 daga. Góö ganga í Elliðaánum Friðrik Stefánsson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sagði i samtali við Mbl. í gærdag, að 198 laxar hefðu gengið um teljarann í gærmorgun, kvöldið áður hefðu þeir verið 177 og hefði því gengið drjúgt upp fyrir hann um nóttina. Þó talsvert sé af fiski í ánum tekur hann illa og í gær voru nokkuð á fjórða tug laxa komnir á land. f fyrradag var meðalvigtin 9,5 pund, en síð- ustu daga hefur farið að bera á smálaxi. Enginn tiltakanlega stór hefur enn hafnað á bakkan- um, en Gunnar Bender veiði- málaskríbent DV sleit af sér 15—16 punda fisk í Skáfossunum á sunnudaginn eftir harða viður- eign. Var það mál manna að sá fiskur hefði verið sá langstærsti ef... „Segja það sé steindautt“ „Þeir segja að það sé stein- dautt,“ sagði Snorri Hauksson í Tjarnarbrekku við Víðidalsá í gærdag. Veiðin hófst á laugar- dag og höfðu 5 laxar komið á Iand í gærmorgun. 3 höfðu veiðst við Kerstapa í Fitjá, 1 í Dalsár- ósi og 1 við Efri-Kotbakka, 9—10 punda laxar. Snorri sagði menn hafa t.alið 6 laxa við Kerstapa, en annars væri lítið líf að sjá og menn vonuðust eftir því að smá- laxinn færi að sýna sig, úr því að svona lítið hefði borið á þeim stóru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.