Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLADiD, MlÐVIK’tJDAGUR 19. JUNÍ 1985 t<55 Morgunblaöid/Bjarni Eiríksson Ónefnt veggverk eftir Gerdi Helgadóttur i Tollhúsinu, en fjölmörg listaverk eftir konur er að finna undir berum himni í borginni. Flest eiga þau sameiginlegt að vera ómerkt. höfundar geta enn sent inn sin verk. Leikfélag Reykjavíkur ætlar að vera með dagskrá úr leikritum eftir íslenskar konur og hún verð- ur flutt á Kjarvalsstöðum og víð- ar. Bins stendur til að Alþýðu- leikhúsið taki þátt í Listahátíðinni með einhverju móti og íslenski dansflokkurinn hefur sýnt því mikinn áhuga að leggja fram sem sinn skerf dansatriði sem yrði þá væntanlega sýnt á Kjarvals- stöðum. Þá er Helga Bachmann búin að gera leikgerð við sögu Ástu Sig- urðardóttur „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns" og verður sú leikgerð sýnd á hátíðinni." — Hvað um hlut tónlistar? „Þar verða á ferðinni þrír ís- lenskir nútímahöfundar, þær Jór- unn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Tónleikar með verkum hverrar þeirra verða haldnir á Kjarvalsstöðum. Síðan er einnig verið að vinna að því að fá hingað á hátíðina breska tón- skáldið Thea Musgrave, en ekki hefur verið gengið frá því endan- lega.“ — Þessi upptalning er orðin nokkuð löng og viðamikil. Hver er áætlaður kostnaður við Listahátíð kvenna ’85? „Kostnaðaráætlunin, að undan- skilinni kvikmyndahátíð, hljóðar upp á um eina milljón króna og sú áætlun mun væntanlega standast. Kostnaðurinn við Listahátíð kvenna ’85 er þó miklu meiri, en þetta er framkvæmanlegt fyrir tilstuðlan þeirra fjölmörgu safna og aðila sem kosta sjálfir sitt framlag, t.d. Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, og Gerðuberg. Þá höfum við notið stuðnings aðila eins og Göethe Institut á íslandi, sem stendur fyrir komu Margret von Trotta á hátíðina. Eins hafa konurnar, sem starfa í hinum ýmsu undirbún- ingshópum vegna hátíðarinnar, lagt á sig mikið og gott sjálfboða- starf. Og eins og ég sagði áðan þá höfum við mætt góðum skilningi og stuðningi nær allra sem leitað hefur verið til og þeir aðilar lagst á eitt með að gera þessa hátíð sem best úr garði. Sem dæmi um það, fórum við þess á leit við þá aðila sem reka gallerí að sýningar þeirra á þessum tíma tengist kon- um í listum á einhvern hátt. Þá eru fyrirhugaðar sýningar á kaffi- og veitingahúsum 1 borginni. Til dæmis unnu lokaársnemendur í textíldeild Myndlista- og handíða- skólans sl. vetur verkefni undir þemanu „Móðir — Formóðir“, sem verða sýnd á einu kaffihúsanna. Þá hafa aðilar I nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur hug á að standa fyrir sýningum á verkum kvenna. Eins vill svo skemmtilega til að ýmsar sýningar á þessum tíma, sem ekki eru á vegum hátíðarinn- ar sjálfrar, tengjast yfirskrift hennar þó, t.d. verður í Gerðu- bergi sýning á hluta þeirra verka í eigu Reykjavíkurborgar, sem kon- ur hafa gert. Verður sú sýning næsta sýning Gerðubergs á undan Iistahátíðarsýningunum. Þá hef- ur Ásmundarsafn opnað sýning- una „Konan i list Ásmundar Sveinssonar" og sú sýning stendur fram á næsta vetur.“ — Ert þú bjartsýn í að hitíðin heppnist vel? „Já, ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þessi hátíð eigi eftir að ná settu marki. Að kynna almenningi framlag kvenna til lista — sem er ekki lítið.“ - VE „Lofthyrningar” Jóhönnu Þórðardóttur, við hús Rafmagnsveitunnar. Dagheimilíð Holt var formlega vígt HÁTÍÐARHÖLDIN á þjóðhátíðardaginn fóru vel fram í Njarðvík. Fánar voru dregnir að hún klukkan 8. Fánaborgum hafði verið komið fyrir víða í bænum með íslenskum fánum og bæjarfánanum. Klukkan II hófst víðavangshlaup, var keppt í mörgum aldursflokkum og voru þátttakendur nær 70. Formaður þjóðhátíðarnefndar, Ingólfur Bárðarson, setti hátíðina klukkan 13.30 í Ytri-Njarðvíkur- kirkju en þar fór fram hátíðar- messa. Sóknarpresturinn séra Þor- valdur Karl Helgason messaði. Kirkjukórinn söng og Guðmundur Sigurðsson tenór söng einsöng. Frá kirkju var gengið í skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu við félagsheimilið Stapa. Skátar gengu með fána fyrir göngunni og lúðrasveit tónlistar- skólans undir stjórn Haraldar Á. Haraldssonar lék. Við hátíðarhöldin flutti Áki Gránz forseti bæjarstjórnar hátíð- arræðuna. Karvel Strömme frá vinabæ Njarðvíkur, Fitjum í Nor- egi, flutti ávarp. Fjallkonan fór með kvæði Stephans G. „Þótt þú langförull legðir" og karlakór Keflavíkur söng. Skátar fluttu gamanmál, veitt voru verðlaun fyrir víðavangshlaup, flugvél flaug yfir hátíðarsvæðið og varpaði niður sælgæti, tívolí, eða leikjaland, var starfrækt á Stapatúninu og kaffi- veitingar voru framreiddar í Stapa á vegum kvenfélagsins Njarðvík. Síðdegis var diskódansleikur i æskulýðsheimilinu. Klukkan 17 fór fram formleg vígsla á dagheimilinu Holti í Innri-Njarðvík. Heimilið er byggt fyrir forgöngu Systrafélags Innri-Njarðvikur og stóðu félags- konur fyrir framkvæmdum fyrstu árin en síðan tók bæjarfélagið við og lauk verkinu. Áki Gránz, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp og lýsti heimilið tekið í notkun. Álbert K. Sanders, bæjarstjóri, rakti bygg- ingarsogu hússins og frú Sigríður Sigurðardóttir, formaður Systrafé- lagsins, afhenti heimilinu pen- ingagjöf frá heimilinu til hljóð- færa- og leiktækjakaupa og bauð siðan viðstöddum til kaffisamsætis í Safnaðarheimili Innri-Njarðvík- ur. Um kvöldið kl. 21 hófst fjöl- skyldudansleikur í félagsheimilinu Stapa. Þar lék hljómsveitin Fló fyrir dansi. Einnig lék unglinga- hljómsveit úr Njarðvíkum. Is- landsmeistarinn í Free-style-diskó- dansi, Bryndís Einarsdóttir úr Njarðvík, skemmti, og ungar stúlk- ur sýndu dans. Mikið fjölmenni, allt að 700 manns, var á dansleikn- um þegar flest var, frá 2ja ára aldri og upp í áttrætt. Hátíðinni lauk á miðnætti. Veður hélst þurrt á með- an útihátíðarhöldin fóru fram. Borgarfjörður eystra: Mikið fjölmenni við útför Sigurlaugar Helgadóttur Borgarfírði eystra, 18. júní. SIGURLAUG Helgadóttir frí Njarð- vík, sem varð 100 íra 26. maí sl., lést í Reykjavík 5. júní. Útrórin fór fram frá Bakkagerðiskirkju Borgarfirði eystra þann 13. júní. Mikið fjölmenni var við útförina og hvert sæti í kirkjunni setið og margir stóðu þegar athöfnin fór fram. Þannig kvöddu Borgfirð- ingar gamlan sveitunga og vott- uðu hinni mikilhæfu konu virð- ingu sína og vináttu. — Sverrir Og hvemig stendur á þessum belgísku glermeisturum í Mosfellssveitinni ? Thenmofiane Glerverksmiðjan Esja hf. Völuteigi 3. SÍMI 666160 p.s. Wtu tvöfalt gler sem einangrar betur en þrefalt? Það heitir Thermoplus Comfort. k HVALFJQROUR FRAMVEGIS FÆST HIÐ VIÐURKENNDA THERMOPANE GLER unnið hérlendis skv. framleiðslu- aðferðum og undir gæðaeflirliti eigenda einkaleyfisins, Glaverbel í Briissel, Belgíu. 10 ára ábyrgð á Thermopane gleri. Tfte/unvftane ^7/ á Islandi 270 Mosfellssveit EYKJAVlK | Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.