Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 „Módúlkerfum“ í starfsmenntun fjölgar eftir Steinar Steinsson Módúlkerfi í starfsmenntun eru ofarlega á baugi allvíða. Á Norð- urlöndum er unnið markvisst að því að móta slík kerfi. Englend- ingar hafa notað slík kerfi lengi fyrir hluta af starfsnáminu. Lengst hafa þó Skotar gengið. Þeir tóku á sl. ári í notkun módúlkerfi fyrir allar starfsmenntir á fram- haldsskólastigi. Ástæða þess er að nýjar og breyttar þekkingarkröfur koma stöðugt fram svo og að mörkin milli starfsgreina verða stöðugt óljósari. Ný tækni kallar á þörf fyrir breiðari menntun og innsýn á svið annarra greina í rfk- ari mæli en áður var. Módúlkerfið auðveidar þessa samfösun í námi og gerir mögulegt að móta nám í mismunandi myndum og til mis- munandi þarfa. Skoska kerfíð Skoska skólakerfið er óháð því enska og fara Skotar mjög eigin leiðir í skólamáium. Á sl. ári tóku „Það er athugandi hvort breska kerfið gæti ekki sparað okkur mikla vinnu í námsskrárgerð og námsgagnagerð í iðn- og tæknifræðslunni. Megin áherslan yrði þá á að kanna þekkingar- þörfina og fylgjast með breytingum á henni.“ þeir í notkun módúlkerfi fyrir starfsmenntir á framhaldsskóla- stigi. Skoska kerfið er gert úr módúlum sem allir svara til 40 klst. kennsiu. Séu kennslustundir stuttar þarf fleiri stundir til að ljúka módúlnum. Alls munu vera fyrir hendi um 2.000 módúlar til notkunar fyrir framhaldsskólana. Kennslumálaráðuneytið gefur út Steinar Steinsson módúlana svo og námsskrár fyrir þá. Allt númerakerfið er samhæft svo ljóst er hvarvetna í skólakerf- inu við hvað er átt þegar um ákveðið módúlnúmer er að ræða. Þáttur fyrirtækja í kerfínu í skoska skólakerfinu er þáttur fyrirtækjanna mikill. Verulegur hluti af starfsþjálfuninni fer fram í fyrirtækjum og því er náið sam- starf á milli skólans og þeirra. Telji fyrirtæki að vöntun sé á módúlum til að fullnægja nauðsynlegri þekkingarþörf, mót- ar skóiinn í samráði við fyrirtæk- ið, nýjan módúi, sem síðan er sendur ráðuneyti til staðfestingar. Ráðuneytið sér um að gerð sé full- nægjandi námsskrá fyrir módúl- inn og skipuleggur númeringu hans. Eftir það hafa allir skólar aðgang að viðkomandi námsefni. Þá hafa fyrirtæki talið hagkvæmt að námskeið er þau halda fyrir starfsmenn sína séu sett inn í módúlkerfið. Skólarnir geta þá i ríkari mæli veitt aðstoð við menntun fólks til sérstarfa. Prófaeftirlit Tvær stofnanir í Skotlandi hafa eftiriit með prófum nemenda og að prófin uppfylli þær stöðluðu kröfur, sem námsskráin gerir ráð fyrir. Fyrri stofnunin SKOTVEC (Scotch Vocational Educational Council) annast starfsmenntahlið- ina og samsvarandi stofnun ann- ast síðan hin akademísku fög. Stofnanirnar gefa út svonefnd National Certificate. Sé námsefnið styttra en módúlarnir gera ráð fyrir eru þau ekki talin skírtein- ishæf. Ensk starfsmenntakerfí Hinn opinberi aðili á Bretlandi er annast stjórn starfsmennta er MSC (Manpower Service Comm- ission). Iðngreinarnar setja þó sjáifar reglur um námið og lág- marks þekkingu og hafa eftirtald- ar iðngreinar fræðsluráð: Vél- tækniiðnaðurinn, byggingariðnað- urinn, samgönguiðnaðurinn, hót- el- og veitingaiðnaðurinn, plast- iðnaðurinn svo og oiíu- og olíu- pallaiðnaðurinn. Aðrar iðngreinar hafa eingöngu fræðslunefndir, sem eru skipaðar áhugamönnum. Fræðsluráð véltækniiðnaðarins er þó eina ráðið sem hefur heimild samkvæmt lögum til að innheimta launaskatt af fyrirtækjum í iðn- greininni og rekur þar af leiðandi umfangsmikið fræðslustarf. Framlag fyrirtækjanna Bresk fyrirtæki í véltækniiðnaði leggja mikið fé af mörkum til að fylgjast með þörfum vinnumark- aðarins og að þróa iðn- og tækni- fræðslu að hreyttum aðstæðum og þörfum. Til fræðslustarfsins greiða fyrirtækin nær 7 milljarða ísl. kr. Verulegur hluti þessara fjármuna rennur til fyrirtækj- anna að nýju sem stuðningur við fræðslu og þjálfun starfsmanna. Þau fyrirtæki er sinna lítt fræðslu og þjálfun starfsmanna sinna, en sækja þjálfað starfsfólk til ann- arra fyrirtækja eða fræðslustofn- ana, fá ekki endurgreiðslu á fram- Athugasemd yíð umfjöllun eftir Jóhann Hjaltason í bókmenntaþætti Morgun- blaðsins 11. apríl sl. „Á rekafjöru minninganna" eftir Erlend Jóns- son rithöfund og gagnrýnanda segir meðal annars svo: „Ekkert hérað hefur orðið harðara úti I þjóölífsbyltingu þessarar aldar en Strandasýsla". Þetta mun vera mælt af ókunnugleika og að lítt athuguðu máli, því að nágranna- hérað Strandamanna Norður-ísa- fjarðarsýsla hefur sannlega sagt hlotið mun þyngri búsifjar í öldu- róti aldarfarsins, þar sem tvær nyrstu sveitir sýslunnar, Sléttu- hreppur og Grunnavíkurhreppur, hafa sl. 20—30 ár verið mannauð- ar með ðllu til búsetu, að heima- fólki Hornbjargsvitans einu und- anteknu. Á hinn bóginn er enn í dag enginn hinna núverandi átta hreppa Strandasýslu alger öræfa- eða eyðibyggð, þótt allvíða muni þar strjálbýlt orðið hin seinni ár- in. Að öðru leyti fjallar fyrrnefnd- ur bókmenntaþáttur í stórum dráttum um 18. árgang (1984) Strandapóstsins, sem er ársrit Átthagafélags Strandamanna hér í höfuðstaðnum. Umfjöllunin er vinsamleg og sannorð yfirleitt, þó að einstök ummæli séu miður rétt vegna athugaleysis og ókunnug- leika eins og fyrrnefnt atriði um harðleikni aldarinnar á Ströndum, í samanburði við aðrar manna- byggðir á landi hér. Einnig segir þar, að Strandapósturinn sé meðal elstu héraðsritanna, hefði þó verið heppilegra að nota þá miðstig lýs- ingarorðsins en ekki efsta stig, því a.m.k. tvö önnur vestfirsk héraða- rit eru langtum eldri, t.d. Breið- firðingur, sem hóf göngu sína árið 1942 og hefur því verið á rölti í meir en 40 ár og Ársrit Sögufélags ísfirðinga frá árinu 1956. En hvað sem þessu líður er ansi skondið, að hvorki gagnrýnandi né ritnefnd Strp. virðast hafa veitt því athygli eða reka íninni til þess, að fyrir 10 árum, þ.e. 1975 í 9. árg. Strp., er Aldarspá Guðmundar Schevings læknis birt í heild (24 vísur) eftir því sem þá var talið, ásamt fáeinum skýringum og stuttorðu æviágripi Guðm. læknis, en nú í 18. árg. tíu árum síðar birtir Strp. sama kvæði eða vísna- bálk að hluta til, þ.e. 11 vísur al- veg skýringarlaust. Innan þessara 11 vísna eru þó 2 vísur, sem vantar í hinni fyrri birtingu frá 1975, en að öðru leyti getur varla heitið um stafkróks- eða orðamun að ræða milli þessara tveggja gerða. Kvæðið eða réttara sagt ríman Aldarspá, var á sínum tíma al- þekkt og útbreitt í læknisumdæmi höfundar og kannski miklu víðar. Fjöldi manna lærði eina og eina vísu, sumir margar en líklega fáir alla rímuna. Þar að auki gekk hún í uppskriftum manna á milli bæði í brotum og heild, að því sem talið var. Erfitt eða öllu heldur ómögu- legt er að segja til um upphaflega gerð rímunnar og lengd hennar, þar eð frumrit Guðmundar læknis mun trúlega týnt og tröllum gefið fyrir löngu. Þegar Guðmundur Scheving héraðslæknir orti sína Aldarspá sat hann á Smáhömrum í Tungusveit, því að ennþá voru engir mannabústaðir risnir í Hólmarifinu (nú Hólmavík) nema aðeins íbúðarhús og sölubúð Riis- verslunar. Mælt er og haft fyrir satt, að Aldarspána hafi höfundur sent fyrstum manna vini sínum og nafnkunnum „hagsmiði bragar", Magnúsi Magnússyni hreppstjóra á Hrófbergi í Steingrímsfirði, sem svaraði um hæl með nýrri rímu, 28 vísum alls, er bendir kannski til, að einmitt þann vísnafjölda hafi Aldarspáin haft í upphafi. Svarríma Magnúsar hefst þann- 1. Skjaldan sjúkur Scheving minn, skástur baugahlynur. Dyggðum prýddur doktorinn, dáðatraustur vinur. 2. Heiðruðum eg heilsa þér, hafðu þakkir góðar. Fyrir bréfið miðlað mér og margar greinir fróðar. 3. Glaður að minn hugur hló, hnyttyrðonum góðum. Allt mér skemmti af bar þó, Aldarspá í Ijóðum. 4. Springur varla spáin sú, spriklar ungra skarinn. IÍIt er að vera orðinn nú, afgamall og farinn. 5. Mönnum gengur margt i vil, mun það flestum líka. Að svo mæltu tek eg til, tíðindum að flíka. Síðan segir frá ýmsum minni háttar tíðindum, en í 22. vísu eru merkar sagnfræðilegar fréttir. 22. Haldinn félagsfundur var, föstudag hjá okkur. Samþrinnaðan núning bar, bænda er mætti flokkur. 23 Vegleg pöntun var þá skráð, vöruloforð fylgdu. Útkomuna af ást og náð, ábyrgjast þeir gildu. 24. Bókafélag barst í tal, búnaðar með sama. Tillög greiða í tíma skal, tengd við gróða og frama. í þessum þremur vísum er augljóslega sagt frá deildarfundi I Vcrslunarfélagi Steingrímsfjarð- ar eins og Kaupfélag Steingríms- fjarðar hét þá og langt fram eftir árum, enda aðeins pöntunarfélag í upphafi. Fundurinn hefur verið haldinn á Hrófbergi, sem þá mun Jóhann Hjaltason „Kvæðiö eða réttara sagt ríman Aldarspá var á sínum tíma alþekkt og útbreitt í læknisum- dæmi höfundar og kannski miklu víðar.“ hafa verið best hýsta býli sveitar- innar og margra alda gamall þing- staður hreppsins. Vísurnar eru merk og lítt kunnug heimild um það, að fundarmenn hafa auk vörupantana sinna rætt um stofn- un lestrarfélags og búnaðarfélags, sem hvort tveggja risu á legg um þetta leyti og nefndust Lestrarfé- lag Hrófbergshrepps og Búnaðar- félag Hrófbergshrepps, en form- legs stofnunardags og ársetningar verður að leita í gerðabókum fé- iaganna, ef geymst hafa. Samt sem áður er þetta mikilsverð vitn- eskja fyrir félagsmálasögu byggð- arlagsins. Rímunni lýkur Magnús þannig: 26. Gagnslaus endar óðurinn, illa tilsnikkaður. Virðulegi vinur minn, vertu síblessaður. 27. Hjá þér stöðugt hagsæld-in, hefðarlega vari. Svo þinn gamli segir vin, sannur velunnari. 28. Nú sé mál til lykta leitt, lítið efni farið. Nítján hundruð ár og eitt, af mér saman barið. Sjálfsagt hafa kunningjabréf og kveðskapur gengið á víxl milli Magnúsar hreppsstjóra og Guð- mundar læknis, meðan hinn síðar- nefndi sat í Reykhólasveit (Hrís- hóli?) og á Smáhömrum í Kirkju- bólshreppi, en miklu síður eftir að Guðmundur Scheving lét byggja myndarlegt íbúðarhús (Læknis- húsið gamla) ofarlega á Rifinu ár- ið 1903, þar sem hann sat eftir það til dánardægurs, snemma árs 1909. Eftirfarandi fjórar vísur virðast vera kveðjuorð, sem slitn- að hafa aftanúr einhverju kunn- ingjabréfi Magnúsar til Guð- mundar læknis, en þykir rétt að birta hér sem sýnishorrf ljóða- kveðju þeirra í milli: 1. Hljóttu gæði háttvirtur, hér á svæði staðfastur. Um lönd og græði lofaður, læknafræði magnaður. 2 Þannig sagna þrauthlaðinn, þegi að gagni útbúinn. Letravagninn sendir sinn, sjálfur Magnús vinur þinn. 3. Að þér hlúi heppnin stinn, hjá þér búi friðurinn. Við þinnar frúar kúrðu kinn, kát er sú og viðfeldin-n. 4. Kveðju vanda eg henni hér, hrugnislandaeik sem ber. Af hlýjum anda eins og þér, ofnisstranda frægur grér. Magnús Magnússon hreppstjóri á Hrófbergi (f. 1842 eða ’41 d. 1925) orti vissulega frá unga aldri allt fram á elliár lausavísur í tuga- eða hundraðatali, bænda- rímur, formannavísur o.fl. o.fl. en hirti lítt eða ekki um að halda kveðskap sínum til haga, enda mun ekki kunnugt að nein kvæða- syrpa sé til frá hans hendi, sem varðveist hafi fram á vora daga. Ýmislegt af þvi tagi mun þó enn vera til í misgóðum afskriftum hinna og þessara manna, oft og tíðum til þeirra komið úr minnis- og minningasjóði einstakra vísna- vina. í 11. árgangi Strandapóstsins árið 1977 er birt svonefnt Brúar- ljóð eftir Magnús, ásamt stuttu æviágripi hans, sem er með þeim annmarka að fæðingarárið er rangt, vegna rit- eða prentvillu. En satt að segja ber heimildum ekki saman um ártalið, þó að 1842 sé trúlega réttast. 28.5.1985. Höíundur er fyrrrvrandi kennari og skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.