Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 67 Ósómi í Austurstræti Vilhjálmur Bjarnason skrifar: í Velvakanda, miðvikudaginn 5. júní, skrifar Kristín Eiríksdóttir I tilefni fegurðarviku. Myndin sem fylgdi með grein Kristínar sýnir glöggt mistök þeirra er héldu að þeir væru að prýða Austurstræti með þessum athöfnum. Allir hljóta að sjá hvað þessir moldar- og grjótkumbaldar eru óskemmti- legir og gapandi fyrir öllu rusli götunnar. Ég er í fyllsta máta sammála Kristínu hvað þetta mál varðar. I Velvakanda, 11. september 1982, skrifaði ég um sama efni og tilheyrði jafnvel að rifja eitthvað upp úr þeim pistli. Þar minntist ég á fleiri mistök er snerta okkar kæra gamla miðbæ. Ég mælist til að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í Bréf til U2 aðdáanda MHJ skrifar: í bréfi þínu þann 8. júní sl. skrifaðir þú um ágæti hljómsveit- arinnar U2, sem ég er algjörlega sammála þér um. Þú sagðir að textar þessarar frábæru hljóm- sveitar væru allir góðir og bæru allir mikinn boðskap. En það er því miður mikill misskilningur hjá þér. Tökum dæmi. Textar laganna „Party girl“ og „MLK“ eru inni- haldsíausir og hafa engan boðskap en aftur á móti eru lögin við text- ana mjög góð. Einmitt það sama heldur hljómsveitinni Duran Dur- an gangandi fyrir utan það að meðlimir hennar eru allir bráð- myndarlegir strákar, sem finnst gaman að láta taka af sér myndir, láta gefa út bindi, klukkur, hand- klæði, peysur, hálsmen, barmnæl- ur og töskur með myndum af sér. Sem sagt, tónlistin er aukaatriði. Á meðan smápíur og peyjar lands- ins nenna að hlusta á hljómsveit- ina nýtur hún vinsælda. P.s. Ég mæli eindregið með þvi að reynt verði að fá U2 á Listahá- tíðina. Vísa vikunnar Þetta jarðarskorpuskrölt skók ei neitt af grunni, frekar en saklaust bóndabrölt sem bíar húsfreyjunni. Hákur Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. - Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. Vantar þig klæðaskáp? Viö vorum aö fá heilmikið úrval af klæöaskápum í mörgum stæröum. Veröin eru mjög hagstæö. HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 1Í0 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410 "Wj því að fjarlægja þetta drasl úr Austurstræti og það sem fyrst. Ég treysti okkar ágætis borgarstjóra að hann sjái um að svo verði gjört. Hve lengi á að misþyrma Austur- stræti með slíkum ÓSOMA? Konur, skrifið allar undir friðarávarpið Vesturbæjarkona skrifar: Ég vil hvetja allar íslenskar konur til að skrifa undir friðar- ávarpið sem Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna er að safna und- irskriftum undir. Það hljóta all- ar konur hvar í flokki sem þær standa að geta skrifað undir svona ávarp, enda voru konur úr öllum stjórnmálaflokkum fyrst- ar til að skrifa undir ávarpið. í svona málefni skiptir flokkapóli- tík ekki máli, máiefnið er friður og þar hljóta konur að geta sam- einast og látið vilja sinn koma fram á ráðstefnunni í Nairobi. Að skrifa undir er litið mál í sjálfu sér en það er ekki sama hvað málefnið er og þetta finnst mér vera málefni sem við konur hljótum að vilja styðja og þvf hvet ég allar islenskar konur til að skrfia undir friðarávarpið. beyki BJÖRNINN HF Borgartún 28 - simi 621566 — Reykjavík. Loft- og veggklæðningar. límtré, smíðap/ötur. parket. - A/lt úr Beyki. því það er óskaviðurinn í dag! Allar upplýsingar veittar I slma 25150. Góóan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.