Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 71
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Húsavík: 71 Benedikt Stefansson afhjúpar minnisvarða Ulfljóts, lögmanns. Minnisvarði Úlf- ljóts afhjúpaður BAUTAOTEINN til heiðurs Úlfljóti, 1. lögmanni Íslendinga var afhjúpaður í landnámi hans í Austur-Skaftafellssýslu laugardaginn 15. þ.m. Ekki var honum þó komið fyrir á bæjarstæði hans, Bæ í Lóni, þar sem sú byggð er nú í eyði og töluvert afskekkt. Þess í stað er hann uppi við þjóðveginn í Bæjarlandi ásamt útsýnisskífu nokkurri veglegri. Minnisvarði þessi er verk Ragnars Imslands. mikinn sýslumann, Friðjón Guð- röðarson, sem hugsar ekki ein- göngu um embætti sitt — heldur er einnig á kafi í líknar- og menn- ingarmálum. Ekki spillti veðrið heldur fyrir þátttöku almennings. Fjöldi fólks var viðstaddur af- hjúpun varðans og komu sumir alla leið úr öræfum," sagði Bene- dikt. A elliheimilinu var þessa helgi einnig afhjúpað málverk af Kjart- ani Árnasyni, sem um margra ára skeið var virtur héraðslæknir þar í sveit. „Já, það var heilmikið um að vera,“ sagði Benedikt Stefánsson, hreppstjóri, er blm. spurðist fyrir um atburði helgarinnar. „Við eig- um líka bæði duglegan og afkasta- Bæjarbúar hressir eftir þjóðhátíðina Húsavík, 18. iúní. ** L juní. HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní fóru fram með hefðbundnum hætti og í hinu ákjósanlegasta veðri. Þau hóf- ust með messu í Húsavíkurkirkju kl. 11, prestur var séra Björn H. Jóns- son. Eftir hádegið var farið með börn í skemmtisiglingu um Skjálf- anda en sú sigling féll niður á sjó- mannadaginn vegna óveðurs. Þeg- ar að landi var komið var gengið í skrúðgöngu frá höfninni að hátíðasvæðinu við félagsheimilið. Samkoman var sett með ávarpi Freys Bjarnasonar formanns Völsunga, karlakórinn Þrymur söng og hátíðarræðuna flutti Helga Kristmundsdóttir bankarit- ari. Síðan kom fjallkonan fram og flutti fjallkonuávarpið, hún var að þessu íinni Aðalbjörg Sigurðar- dóttir. Leikhópurinn Saga frá Ak- ureyri skemmti og vísnasöngvar- inn Kristján Hjartarson söng. Lúðrasveit Tónlistarskólans lék undir stjórn Benedikts Helgason- ar. Kjör íþróttamanns Húsavíkur 1984 var lýst, fyrir valinu varð Kristján Hjálmarsson golfleikari. Siðar um daginn var safnast saman á íþróttavellinum og leikin knattspyrna og farið i leiki, einnig var keppt í sundi í sundlauginni. Dansleikir tilheyrandi hátíðinni fóru fram á laugardag og sunnu- dag þannig að bæjarbúar mættu hressir til vinnu á þriðjudaginn. FréttariUri. Söngnámskeið á veg- um Tónlistarskólans TÓNLISTARSKÓUNN í Reykjavík mun sUnda fyrir söngnámskeiði undir fyrirsögninni „Aríur úr ora- torium og óperum". Leiðbeinandi verður Roy Samuelsen bassasöngv- ari og prófessor við Indiana-háskóla í Bandaríkjunum. í upphafi námskeiðsins mun hann halda stuttan fyrirlestur um ariusöng áður en þátttakendur syngja fyrir hann, en hann mun leiðbeina nemendum sínum á hefðbundinn hátt. Námskeiðið verður haldið í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi og stendur yfir frá 20. til 22. júní. Allir sem áhuga hafa mega koma og hlusta gegn 200 króna gjaldi. Skemmtiferð í Þórsmörk HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ efnir til skemmtiferðar í Þórsmörk laugar- daginn 22. júní nk. Lagt verður af stað kl. 8 fyrir há- degi frá félagsheimilinu Skeifunni 17 og komið til baka undir kvöld. (FrétUtilkynning) Roy Samuelsen mun svo halda tónleika ásamt pianóleikaranum Carl Fuerstner í Norræna Húsinu sunnudaginn 23. júní. Á efnis- skránni eru aríur eftir Hándel og Verdi og lög eftir Strauss, Brahms og norræn tónskáld. (Úr fréttntilkynningu) fþrótta- og leikja- námskeið fyrir börn í Mosfellssveit Frjálsíþróttadeild UMFA stendur fyrir íþrótta- og leikjanámskeiðum nú í sumar eins og undanfarin ár. Leiðbeinendur verða þeir sömu og i fyrra. Að þessu sinni verða haldin þrjú námskeið og stendur hvert yfir í þrjár vikur. Verður þátttakendum skipt i tvo hópa eftir aldri og verða 9—13 ára gömul börn fyrir hádegi en 6—8 ára eftir hádegið. Á námskeiðunum verður leið- beint í frjálsum íþróttum og bolta- leikjum, farið í ýmsa leiki, sund, gönguferðir og á hestbak. í lok hfters námskeiðs verður farið í dagsferð til Þingvalla. Stjórnmálaleg réttindi Kvennaskrúðgangan á Austurvelli 7. júlí 1915. ÞEGAR fréttirnar bárust um stað- festingu konungs 19. júní 1915 á nýj- um stjórnskipunarlögum þar sem réttur kvenna til að kjósa og til kjör- gengis var tryggður ákváðu reyk- vískar konur að færa Alþingi þakkir. Þann 7. júlí kom Alþingi saman. Þann dag söfnuðust konur saman í barnaskólagarðinum og gengu fylktu liði að Alþingishúsinu. Fremstar í fylkingunni gengu 200 ljósklæddar ungmeyjar, hver og ein með lítið íslenskt flagg í hendi. Nefnd fimm kvenna gekk inn í Al- þingishúsið þar sem þingheimur beið þeirra. Ingibjörg H. Bjarna- son flutti ávarp sem hljóðaði svo: „Á þessum mikilvægu tímamót- um, þegar hið háa Alþingi kemur saman í fyrsta sinni eftir að ís- lenskar konur hafa með nýjum stjórnarskrárbreytingum öðlast full stjórnmálaleg réttindi, þá hafa konur Reykjavíkurbæjar óskað að votta hinu háa Alþingi og hæstvirtum ráðherra vorum gleði vora og þakklæti fyrir þau mikils- verðu réttindi, sem stjórnarskráin veitir íslenskum konum. Vér könnumst fyllilega við það frjáls- lyndi og réttlæti, sem hið háa Al- þingi hefur sýnt í mörgum og mik- ilsverðum réttarbótum nú á síðari árum, íslenskum konum til handa, sem jafnan hafa verið samþykktar af miklum meirihluta allra hinna pólitísku flokka þingsins. Vér vit- um vel, að auknum réttindum fylgja auknar skyldur. En vér tök- um móti hvoru tveggja með gleði. Vér vitum og skiljum að kosn- ingaréttur til Alþingis og kjör- gengi er lykillinn að löggjafar- valdi landsins, sem á að fjalla um alla hagsmuni þjóðarinnar jafnt karla sem kvenna. Vér trúum því, að fósturjörðin, stóra heimilið vor ailra, þarfnist starfskrafta allra sinna barna, jafnt kvenna sem karla, eins og einkaheimilin þarfnast starfskrafta alls heimil- isfólksins, og vér trúum því, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóðar, eins og á einkaheimilunum. Vér vonum einlæglega, að hin nýja samvinna vor með bræðrum vor- í höfn um á komandi tímum i landsmál- um verði þjóðinni til heilla." Þingmenn tóku heimsókn og ávarpi með virktum og við setn- ingarathöfnina bárust Alþingi einnig þakkarskeyti frá konum á ýmsum öðrum stöðum á landinu. Þá voru konungi og drottningu einnig sendar þakkarkveðjur. Eftir þessa athöfn var haldinn útifundur á Austurvelli þar sem ávarpið var lesið og Bríet Bjarn- héðinsdóttir flutti aðalræðu dags- ins og rakti sögu islenskrar kven- réttindabaráttu. í lokaræðu Ingibjargar H. Bjarnasonar á þessum fundi kom fram, að konur vildu berjast fyrir því að reistur yrði landspítali. Var í því skyni stofnaður sjóður og varð 19. júní síðan fjáröflunar- og baráttudagur þessa þjóðþrifa- máls, þar til byggingu spítalans var lokið árið 1930. Um kvöldið var haldin fjölmenn samkoma í Iðnó. Sigurhátíð var haldin á ýmsum öðrum stöðum á landinu af þessu tilefni. í tilefni þessara tímamóta orti Matthías Jochumsson skáld kvæð- iö „Fullrétti kvenna". Hvað segið þér karlar, er kveðið svo að að konunum gefið þér? Vitið þér-hvað: Ég veit enga ambátt um veraldar geim, sem var ekki borin með réttindum þeim. Þeim réttarins lögum að ráða sér sjálf og ráða til fulls og að vera ekki hálf. Hvað þoldir þú, pindist þú, móðurætt mín? Ó, mannheimur, karlheimur, blygðastu þín! Bruna- slöngu- hjól Eigum fyrirliggjandi V*", 25 og 30 metra á hagstæðu verði OlAFlJR OÍSIASOM 4 CO. SIF. SUNDABORG 22 104 REYKJAV1K SiMI 84*00 FRAMRUÐU VIÐGERÐIR Nú er hægt að gera við skemmdar framrúður, í flestum tilfellum meðan beðið er. Örugg og ódýr þjónusta. Þjónustustöðvar víða um land. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S 81225 EVTNRUDE öðrum fremri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.