Morgunblaðið - 20.06.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 20.06.1985, Síða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 136. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugstjóri bandarísku þotunnar í Beirút: Varar við að valdi sé beitt Beirút, W aHhington, 19. júní. AP. KHKÍSTJÚkl bandarísku farþegaþotunnar á Beirút-flugvelli vararti í dag við tilraunum til að frelsa gíslana með hervaldi og sagði, að það yrði aðeins til þess að þeir yrðu drepnir. Talsmaður Keagans, Bandaríkjaforseta, sagði í dag að verið vsri „að vinna að ýmsu, sem vonandi ber góðan árangur". „Það eru margir menn í flugvél- inni og það er ekkert skynsamlegra nú en áður aö beita hervaldi til að frelsa gíslana," sagði John L. Testr- ake, flugstjóri bandarísku þotunn- ar, í viðtali um talstöð við frétta- mann AP-fréttastofunnar. Augljóst þykir, að Testrake hafi ekki átt við gislana þegar hann talaði um marga menn, heldur mannræningj- ana, sem upphaflega voru tveir en eru nú líklega tíu alls um borð. Líbanon: Sprengja banar 31 Beirút, 19. júní. AP. BÍLSPRENGJA sprakk í kvöld fyrir utan verslun í hafnarborginni Tripólí í Norður-Líbanon og hermdu fyrstu fregnir, að 31 maður hefði látið lífið og rúmlega 50 slasast. Testrake sagði að allir farþegarnir hefðu verið fluttir frá borði á sunnudagskvöld en ekki er vitað hvort einhverjir úr áhöfninni eru meðal þeirra. Larry Speakes, talsmaður Reag- ans, Bandarikjaforseta, sagði í dag, að verið væri að „vinna að ýmsu, sem vonandi ber góðan árangur". Þegar á hann var gengið kvaðst hann eiga við „viðræður á bak við tjöldin" og vildi ekki skýra það nán- ar. Reagan sagði í ræðu í dag, að ekki yrði látið undan hryðju- verkamönnunum, það yrði aðeins til að ýta undir frekari hryðjuverk, en hins vegar væri verið að reyna allt, sem hægt væri, til að binda enda á martröðina í Beirút. Sjá fréttir um flugránið á bls. 28 og 29. Hugað að særðri konu í flugstöðinni í Frankfurt. Auk þeirra þriggja, sem létust, eru 42 slasaðir og þar af fjórir ___________ lífshættulega. Þrír fórust og tugir slös- uðust í mikilli sprengingu Talið er, að á annað hundrað kílóa af sprengiefni hafi verið í bílnum, sem var af Volvo-gerð og hafði verið lagt fyrir utan fjög- urra hæða hús. Hrundi húsið til grunna í sprengingunni en á neðstu hæðinni var sælgætis- verslun og margt manna þar sam- an komið. Var slasað fólk og deyj- andi flutt á sex sjúkrahús borgar- innar og almenningur hvattur til að gefa blóð. Þegar síðast fréttist var ekkert vitað hverjir stóðu að baki hryðjuverkinu. nÉg sá húsið falla í rúst og fólk liggja eins og hráviði,“ segir Guðmundur Olafsson, verkfræðingur, sem var sjónarvottur að atburðinum í Frankfurt ÞKÍR létust og 42 slösuðust í gífurlegri sprengingu, sem varð í gær í farþegasal fhigstöðvarinnar í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi. Að sögn AP-fréttastofunnar höfðu í kvöld engir lýst ódæðinu á hendur sér en skelfilegt var um að litast í flugstöðinni eftir að sprengjan sprakk, blóð og tættur fatnaður, glerbrot og brak úr innréttingunum. Einn íslendingur, úuðmundur Ólafsson, verkfræðingur, var sjónarvottur að sprengingunni. Karl-Heinz Wagner, talsmaður lögreglunnar í Frankfurt, sagði, að sprengjan, sem komið hafði verið fyrir í ruslafötu, hefði sprungið rétt við farmiðaklefana og hefði brak úr þeim og gler úr gluggum dreifst um allan salinn. Sært fólk og alblóðugt hljóp æpandi um salinn og er haft eftir vitnum, að skelfilegt hafi verið um að litast. Fólkið, sem lést, eru tvö börn og karlmaður en tvísýnt er um líf fjögurra þeirra 42 sem slös- uðust. Danmörk: Verulegar breytingar á tekjuskattslögunum Kaupmannaborn, IS. jnní. AP. MIKIL og almenn samstaða var í gær á danska þinginu um verulegar breytingar á tekjuskattslögunum en að því er stefnt, að skatthyrðin á árinu 1987 verði flestum Dönum öllu léttbærari en nú. Poul Schlúter, forsætisráð- herra, sagði, að samkomulagið væri sögulegt og kvaðst því feg- inn, að loksins hefði eitthvað ver- ið hróflað við skattalögunum, sem væru „rotin út í gegn“. Með samkomulaginu, sem á að verða að lögum á hausti komanda, lækka skattarnir og einkum á tekjulágu fólki og að auki verður það ekki eins eftirsóknarvert og áður að skulda. Efstu skattmörk- in verða 68% af tekjum, sem eru meiri en 760.000 ísl. kr., en af lægri tekjum 47—50%. Nú eru efstu skattmörk allt að 80%. Þrátt fyrir samstöðuna á þingi eru margir mjög óánægðir með samkomulagið, cinkum talsmenn ýmissa atvinnugreina. Frammá- menn í iðnaði og veitingarekstri segja, að afleiðingarnar muni verða alvarlegar vegna þess, að alls konar kostnaður verður ekki frádráttarbær nema að hluta, og margir hagfræðingar óttast, að lægri skattar muni valda gífur- lega aukinni neyslu meðal tekju- lágs fólks. Það muni svo aftur auka erlendar skuldir þjóðarinn- ar. Schlúter er hins vegar bjart- sýnn á nýja skattakerfið og segir, að með því muni fólk ekki lengur þurfa að „borga skuldir nágrann- ans“. Á þá Schlúter við þá reglu að vextir séu frádráttarbærir en nú verða þeir það aðeins að hálfu og dregnir frá skattinum sjálfum. ekki tekjunum. Gildir þetta einn- ig um vaxtatekjur, sem verða þá aðeins skattlagðar að hálfu. Til að ýta undir framtakssama menn verður aðeins helmingur hagnað- ar einkafyrirtækja skattlagður. Fæstir Danir geta enn gert sér grein fyrir niðurstöðunum af breytingunum. Tekjuskatturinn mun að vísu minnka en svo verð- ur líka með frádráttarliðina. Það voru stjórnarflokkarnir ásamt Radikale Venstre og jafnaðar- mönnum, sem stóðu að breyting- unum. „Ég sá húsið falla í rúst og fólk liggja eins og hráviði og forðaði mér við svo búið út,“ sagði Guð- mundur Ólafsson, verkfræðingur, er blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum í Múnchen í gærkveldi, en Guðmundur varð sjónarvottur af því þegar sprengjan sprakk í flugstöðinni á Frankfurt- arflugvelli í gær. Guðmundur var á leið frá Frankfurt til Múnchen og var rétt genginn inn i flugstöðina, þegar at- burðurinn átti sér stað. „Ég var nýgenginn inn í húsið,“ sagði Guð- mundur, „og gekk inn í inngang númer 2. Ef ég hefði gengið inn um inngang númer 3, þá hefði ég senni- lega lent í þessu. Hávaðinn var svo gífurlegur, að ég hef aldrei heyrt annað eins. Ég var aiveg heyrnarlaus í talsverðan tíma á eftir,“ sagði Guðmundur. Sagðist Guðmundur telja að hann hefði verið um 60 metra frá sprengjusvæðinu. Framhlið bygg- ingarinnar, sem er öll úr gleri, hefði beinlínis hrunið á um 100 metra kafla, „auk þess sem loftið kom meira og minna niður,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að eðlilega hefði myndast hálfgert móðursýkis- ástand í byggingunni, fólk hefði hlaupið æpandi fram og til baka. Hann átti bókað flug frá Frankfurt klukkustundu eftir að þetta gerðist, og mest sagði hann að hefði komið sér á óvart, í allri þessari óreiðu, að engin seinkun varð á brottfarar- tíma vélarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.