Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Bjórmálið BJÓRMÁLIÐ virtist komið í hina mestu sjálfheldu á Alþingi í gær og flest benti til að örlög málsins yrðu þau, að frumvarpið hafni til afgreiðslu í sameinuðu þingi, en þar þarf tvo þriðju hluta atkvæða til að samþykkja fnimvarpið, svo það nái fram að ganga. Efri deild Alþingis hefur afgreitt frumvarpið af sinni hálfu á þá lund að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort heimila skuli framleiðslu og sölu áfengs öls, en meirihluti allsherjarnefndar neðri deildar, sem fengið hefur málið á ný til meðferðar gerir að tillögu sinni að það verði sent efri deild á ný í upprunalegri mynd. Er blaðamaður Mbl. ræddi við þingmenn og for- seta þingsins um miðjan dag í gær stefndi í að málið yrði tekið fyrir í neðri deild seint í gær- kvöldi eða nótt. Nokkrir þingmenn báru þingmenn gagnstæðrar þingdeildar sökum. Stuðningsmenn bjórfrumvarpsins í neðri deild sögðu efri deildar menn hafa samþykkt tillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu í því skyni að svæfa málið og efri deildar þingmenn sögðu, að tillaga sú sem fram var þá komin í neðri deild um að málinu verði vísað á ný í „rembihnút“ á Alþingi til efri deildar í upprunalegu formi, sé flutt í því sama skyni, þ.e. til að svæfa málið. A.m.k. tveir flutningsmanna frumvarpsins í neðri deild höfðu tekið þá ákvörðun að samþykkja málið eins og það kom frá efri deild, þ.e. um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, og lagði Jón Baldvin Hannibalsson fram breytingartillögu í gær í því skyni að stjórnvöldum verði gert skylt að hlíta niðurstöðum slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu og að hún fari fram fyrir 15. september nk. Menn höfðu á orði að málið hefði tekið á sig fáránlega mynd. Staða þeirra sem vildu umfram allt samþykkt frumvarpsins i upprunalegri mynd væri sú, að ef þeir samþykktu tillögu þess efnis að visa málinu á ný til efri deildar í upphaflegri gerð ættu það á hættu að frumvarpið hafnaði í samein- uðu þingi. Menn telja litlar líkur á að tveir þriðju hlutar þingheims samþykki frumvarpið í samein- uðu þingi. Fara hér á eftir viðtöl við nokkra þing- menn og forseta þingdeilda og sameinaðs þings vegna málsins. Það skal tekið fram að viðtölin voru tekin um miðjan dag í gær, fyrir þingflokka- fundi, sem hófust kl. 16. Hugleysi kemur þessu ekkert við — segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson ÞEGAR búið er að ákveða að slíta þingi þá verður því slitið á ákveðnum tíma. Hvorki ég né aðrir getum ráðið því hvað næst að afgreiða, en ég mun á sama hátt og ég er vanur greiða fyrir þeim málum sem koma fyrir sameinað þing“, asgði Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis, er hann var spurður, hvort takast muni að afgreiða bjórmálið frá sameinuðu þingi fyrir þinglausnir, ef því verður vísað þangað. Þorvaldur sagði, að ekki væri unnt að ræða málið frá þessu sjón- arhorni fyrr en ljóst yrði hvort málið færi í sameinað þing. Hann kvaðst ekki minnast þess að mál hefði fengið slíka meðferð á al- þingi á hans þingmennskutíma sem þetta, en kvaðst ekki vilja fullyrða neitt um það. Hann var þá spurður, hvort hann teldi að málþóf þetta stafaði af því að þingmenn þyrðu ekki að taka ákvarðanir. Hann svaraði: „Hug- leysi kemur þessu ekkert við . Eg hef ekki orðið var við að þingmenn brysti hug til þess að gera skyldu sína. Ég þekki ekki það hugtak. Þá er ekkert einsdæmi að mál fari á milli deilda. Það kemur oft fyrir, en það er sjálfgæft að þau fari í sameinað þing. En það er ekki tímabært að ræða það fyrr en þar að kemur, ef að því kemur.“ Þjóðaratkvæða- greiðsla er nú eina lausnin — segir Guðmundur Einarsson „ÚR ÞVÍ sem komið er tel ég að eina lausn- in sé sú að taka málið eins og það kemur úr efri deild og sam- þykkja það. Ef það gerist ekki þá fellur málið enn á ný í tómarúm þeirrar tví- hygKÍu bjórmálið hefur verið í. A þingið að taka af skarið eða þjóðin?“ sagði Guðmundur Ein- arsson neðri deild. Hann er einn flutingsmanna frumvarpsins en hefur tekið þá ákvörðun að sam- þykkja afgreiðslu efri deildar um þj óðaratk væðagrei ðsl u. Guðmundur sagði ennfremur: „Menn hafa marga útgangspunkta í málinu en hringlandinn er fyrst og fremst út af því að menn njóta hér ekki leiðsagnar þingflokkanna og sumir hafa mjög djúpstæðar rætur í skoðunum á áfengismál- um. Það er hefð fyrir því í þremur málaflokkum, sem eru brennivín, prestar og hundahald, að málum sé vísað til atkvæðis úti í samfé- laginu. Þaðan kemur þessi tví- hyRgja með bjórinn. Ég tel að eins og málin standa núna þurfi að taka af skarið með annan kostinn og þá tel ég að það verði að velja þennan með þjóðaratkvæða- greiðsluna vegna tímaskortsins." Þingmenn hræddir vid kjósendur — segir Guðrún Helgadóttir „MENN þora ekki að taka ákvörðun. Ef frumvarpið dagar uppi þá eru þingmenn samt sem áður búnir að lýsa yfir vilja sín- um. Þeir vilja viöhalda þeirri þjóðlegu hefð í áfengismál- um sem hefur viðgengist, það er að segja séniver- og brennivíns- flöskudrykkju, glóðvolgum af naflanum. Þannig vilja fslend- ingar drekka og það er bezt þeir geri það þá,“ sagði Guðrún Helga- dóttir, neðri deild, en hún er einn flutningsmanna frumvarpsins. Blaðamaður hitti Guðrúnu þar sem hún var í heimsókn á kaffi- stofu þingsins en varamaður hennar, Kjartan Ólafsson, situr á þingi fyrir hana þessa dagana þar sem hún er á förum til útlanda. Guðrún sagði að Kjartan væri ekki sama sinnis og hún, því mið- ur, en að hún hefði ekki getað séð það fyrir að málið kæmi á ný til meðferðar neðri deildar, þegar hún hefði ákveðið að kalla Kjart- an inn sem varamann. Guðrún sagðist ekki sjá annað en málið væri enn á ný komið í rembihnút, eins og hún orðaði það. Hún kvast sjálf hafa flutt tillögu fyrir löngu síðan, ásamt Magnúsi Magnússyni, um þjóðaratkvæða- greiðslu og kyndugt væri, að á þeim tíma hefði Ragnar Arnalds, sem nú flytti tillögu um þjóðar- atkvæði í efri deild, lýst megnri vanþóknun sinni á þeim tillögu- flutningi hennar. Guðrún var spurð hverja hún teldi ástæðu þess að málið væri nú í þeim rembihnút sem hún lýsti. Hún svaraði: „Auðvitað hræðsla þingmanna við kjósendur sem þrýsta á til og frá. Það skal viður- kennt að margir þingmenn eru á móti áfengi og vildu helst áfeng- isbann og það er sjónarmið út af fyrir sig. Það sem er ræfilslegt, eru þeir þingmenn sem innst inni telja algjörlega sjálfsagt að geta keypt þetta áfengi en þora síðan ekki að segja það upphátt. Þeir eru hins vegar manna duglegastir að nýta sér þau mannréttindi þeg- ar þeir koma frá útlöndum og kaupa þá allt það áfengi sem þar er hægt að fá. Ég vil að fram komi að lokum, að víða um landið er fólk, sem hefur engan áhuga á þessu máli vegna þess að þar er nóg af þessum bjór, sem smyglað er inn í landið." Alrangt að þingmenn þori ekki — segir Salome Þorkels- dóttir forseti efri deildar „ÉG HELD að þessi máls- meðferð sé mjög sjaldgæf. Þetta hefur ekki gerst síð- an ég kom á þing. Ég held að það sé al- rangt að menn þori ekki að taka ákvarðanir því ég veit að flestir eru búnir að taka ákvörðun. Mín skoðun er sú að þetta sé svo viðkvæmt mál, sem varðar ein- staklingana það miklu, að það sé eðlilegt að leyfa þjóðinni að segja sjálfa til um og láta því þjóðar- atkvæði skera úr,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis. Salome var spurð, hvað hún vildi segja um þá staðhæfingu manna, að efri deild Alþingis hefði verið að svæfa málið með afgreiðslu sinni. Hún sagði: „Ég er hreint ekki á því. Það er skammur tími til stefnu og ég veit ekki hvort tími vinnst til að gera breyt- ingar á ný, því það er stefnt að því að ljúka þingstörfum á föstudag. Ég hafði ekki aðstöðu til að greiða málinu atkvæði þegar það var af- greitt frá efri deild, en fæ það væntanlega." Salome sagði í lokin að hún gæti ekkert sagt um fram- vindu málsins á þessu stigi, en hún biði spennt úrslita neðri deildar eins og aðrir. Ottast um- ræðuna sam- fara þjóðarat- kvæðagreiðslu — segir Halldór Blöndal HALLDÓR Blöndal þing- maður í neðri deild og einn flutnings- manna frum- varpsins er annar flutn- ingsmanna til- lögu þess efnis að málið verði afgreitt frá deildinni á ný í upp- runalegri mynd til efri deildar. Hann sagði alveg ljóst að meiri- hluti þingmanna væri á móti þjóð- aratkvæðagreiðslu og aðspurður um, hvort sú leið væri ekki hin eina færa eins og málið stæði sagði hann m.a.: „Ég tel að sú um- ræða sem yrði samfara þjóð- aratkvæðagreiðslunni um áfeng- ismál yrði ekki holl. Ég greiði at- kvæði með málinu eins og það var samþykkt áður úr deildinni og held mig við þá afstöðu." Varðandi afstöðuna til þjóðar- atkvæðagreiðslunnar sagði Hall- dór ennfremur: „Það veldur auð- vitað mestu að bjór flæðir nú um landið. Ferðamenn fá að koma með kassa með sér og bjórlíki er afgreitt hér á vínstofum og ég tel að þóðaratkvæðagreiðsla ætti þá að fjalla um það, hvort við ættum ekki að loka landinu fyrir bjór, þannig að hann kæmi þá alls ekki inn í landið. Að hafa þjóðarat- kvæði á þessum grundvelli væri það sama og slá því föstu að það sé eðlilegt að þeir sem ferðast fái að drekka bjór en ekki þeir sem sitja heima." Halldór var spurður álits á stöðu málsins á Alþingi. Hann sagði m.a.: „Það er alveg ljóst að meirihluti þingmanna er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem greiddu atkvæði með þjóðarat- kvæðagreiðslunni í efri deild gerðu það til þess að drepa málið og það er jafnljóst að þorrinn af þeim sem eru á móti bjór í neðri deild munu greiða atkvæði á móti þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, þó þeir, sömu skoðunar, hafi greitt atkvæði með henni í efri deild. Ég vil að Alþingi taki ákvörðun. Neðri deild tekur afstöðu ef hún samþykkir málið eins og það er. Það er ákvörðun út af fyrir sig að taka ákvörðun um að hafa þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er ákvörðun og það er einnig ákvörðun Alþing- is ef það verður fellt.“ Ríkt í mönnum að hafa þjóðar- atkvæðagreiðslu — segir Ingvar Gíslason forseti neðri deildar INGVAR Gíslason for- seti neðri deildar sagði að málið yrði rætt í gær- kvöldi eða nótt í þingdeild- inni. Hann kvaðst þó hafa fengið beiðni um að því yrði frestað til dagsins í dag. Aðspurður um, hvort hann ætlaði að verða við þeirri beiðni sagði hann það alls ekki öruggt, það væri til umhugsunar hjá sér. Hann sagðist sjálfur hafa verið talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um bjórinn og væri enn. Ingvar var spurður, hvort hann myndi eftir hliðstæðri meðferð á frumvarpi á Alþingi. „Nei, að visu man ég eftir einu máli sem var lengi að flækjast milli þingdeilda, að mig minnir um Siglingamála- stofnun, en ég man ekki eftir að hafa verið viðstaddur það, að mál færi í sameinað þing, ef þetta fer þangað.“ Hverja telur þú ástæðu þess að málinu er nú svo komið. Eru menn hræddir við að taka afstöðu í við- kvæmu máli? „Nei, ég trúi því ekki. Það er mjög ríkt í mönnum að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu. Það vilja þeir af því að það eru svo sterkar and- stæður að menn ná ekki saman. Sumir eru á móti, aðrir vilja leyfa og enn aðrir vilja þjóðaratkvæða- greiðslu. Síðan er allt á milli þess- ara póla.“ Smeygja sér undan að taka afstöðu - segir Jón Baldvin Hannibalsson „MÁLIÐ stendur fá- ránlega. Ef þú ert stuðnings- maður frum- varpsins þá ertu að drepa það í atkvæða- greiðslu með því að styðja tillögu Hall- dórs Blöndal og Ellerts B. Schram um að það skuli samþykkt í upp- runalegri mynd. Ef þú ert and- stæðingur frumvarpsins þá er sjálfsagt að styðja tillögu um samþykkt þess,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í neðri deild, en hann er einn af flutningsmönnum frumvarpsins í upphaflegri mynd. Jón sagði allar líkur á því, að ef neðri deild héldi fast við sína af- stöðu og sendi málið á ný til efri deildar myndi efri deild einnig halda fast við sína afstöðu um þjóðaratkvæðagreiðslu og þá myndi málið hafna 1 sameinuðu þingi, og þar með væri málið end- anlega dautt. Hann sagði enn- fremur: „Ég tel þjóðaratkvæða- greiðslu slæman kost. Hún leiðir ekki til neinnar niðurstöðu þar sem Alþingi og ríkisstjórn eru ekki bundin af niðurstöðu slíkar atkvæðagreiðslu. Þess vegna hef ég flutt breytingartillögu þess efn- is að atkvæðagreiðslan fari fram fyrir 15. september og ef meiri- hluti verður með bjórnum þá sé ríkisstjórninni skylt að flytja um það frumvarp á næsta Alþingi." Jón var í lokin spurður hverja hann teldi ástæðu þess að svo væri komið fyrir málinu á Alþingi. Hann svaraði: „Þetta er augljós- lega hræðsla. Afgreiðsla efri deildar, að frumkvæði Ragnars Arnalds, var beinlínis um það að smeygja sér undan þeirri skyldu að taka afstöðu til málsins til merkingarlítillar þjóðaratkvæða- greiðslu, sem ekki er bindandi. Þessi aðgerð Ragnars og þeirra sem studdu þessa hræðslutillögu fór í þennan farveg, hvort sem menn almennt gerðu það af ráðn- um hug eða ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.