Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 6
 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 20, JÚNl 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Nýr heimur Þori ég, vil ég, get ég, já, ég þori, vil og get, hljómar kvenfrelsissöngurinn úr gamla út- varpinu mínu á kvenréttindadag- inn 19. júní og ónefndur fulltrúi hins veikara kyns kiknar í hnjálið- unum er hann sér kvennaherinn streyma fram undir blaktandi fánum. Eru ekki í rauninni allar róttækar fylkingar á Vesturlönd- um dauðar úr öllum æðum nema kvennafylkingin, er ryðst nú fram og hyggst jafnvel kaupa upp verð- mætar fasteignir, í fornum véum karlmennskunnar? Persónulega er ég þeirrar skoðunar að konur muni brátt taka ðll völd í heimi hér, því þær eru upp til hópa seig- ari, raunsærri og harðvítugri en vér karlmenn. Fagna ég þeim miklu umskiptum, því þá léttir þungri byrði af okkur körlunum sem hingað til höfum verið neydd- ir til að leika hið sterkara kyn, eða eins og segir gjarnan í afmælis- greinum:... Jón er hið mesta karlmenni en undir niðri leynist viðkvæm lund. Konum er hins vegar fremur lýst svo: ... hún Jóna er fíngerð kona með næman smekk, ástrík móðir börnum sín- um og hefur reynst stoð og stytta eiginmanns síns á erfiðum stund- um. Verðir laganna / Það er alkunna að gjarnan eru karlmenn sýndir sem nánast til- finningalausir harðjaxlar í saka- mála- og spennumyndum en þó höfum við undanfarið átt þess kost að sjá á skjánum hið rétta eðli karlmannsins. Á ég hér við bandaríska framhaldsmynda- flokkinn Verði laganna. Þáttur þessi markar að mínu viti alger þáttaskil hvað varðar karlmennskuímyndina. Hér sjáum við karlmenn gráta og kveinka sér undan sársauka rétt eins og kven- fólkið. Og nú í seinasta þætti, á þriðjudagskveldið var, sáum við einn töffarann er fyrrum óð í kvenfólki breytast í vælukjóa þá drykkjan magnaðist og vinkonun- um fækkaði. Er mér til efs að jafn skilmerkilega hafi verið flett ofan af karlmennskuímyndinni og þá er fyrrgreind súperlögga hrapaði niður í sjálfsvorkunnarfen drykkjusýkinnar. Ný sýn En það er ekki bara hróflað við karlmennskuímyndinni f þessum einstæða bandaríska sjónvarps- myndaflokki. Við sjáum þar bandarískt þjóðfélag frá nýjum sjónarhól. Oftastnær er þeirri mynd haldið á lofti að í Banda- ríkjunum búi þrír hópar manna; venjulegt fólk sem gjarnan hefur sig lítt í frammi, vondu gæjarnir er engu eira, og svo er náttúrulega kábojinn ætíð á næsta leiti að bjarga öllu saman. í Vörðum lag- anna ægir hinsvegar öllu saman rétt eins og í mannlífinu og þar verða skilin milli góðu gæjanna og illvirkjanna harla óljós og það sem meira er, erfitt reynist að greina á milli Jóns og séra Jóns. Á vissan hátt eru allir jafnir í þess- um myndum því þar er höfuð- áherslan lögð á að skilgreina til- finningaleg viðbrög persónanna við því skrýmsli er stórborg nefn- ist. Þess vegna eru náttúrulega karlar og konur jafngild í þessum leik, eins og ætti að vera í lífinu sjálfu. Kúgunaröflin standa hinsvegar að baki þáttum á borð við Dallas og Dynasty. Þar sjáum við freðna heimsmynd þeirra er engu vilja í raun breyta, því um leið og hreyft er við heimsmynd karirembusvínanna hrynur valda- kerfi hins veikara kyns. ólafur M. Jóhannesson Leikstjórinn, Karl Ágúst Úlfsson, í miðið ásamt tæknimönnum. „Algert næði“ — fimmtudagsleikrit Leikritið „Al- aA 00 gert næði“ eftir — hinn þekkta breska leikritahöfund Tom Stoppard verður flutt í útvarpinu, rás I, í kvöld klukkan 20.00. Þýð- andi er Jón Viðar Jónsson en leikstjóri er Karl Ág- úst Úlfsson. í leikritinu segir frá manni sem tekst að leggj- ast inn á einkaspítala þrátt fyrir að ekkert sé að honum. Þar veldur hann hjúkrunarfólkinu meiri áhyggjum en sjúklingarn- ir sem fyrir eru. Leikendur eru: Bessi Bjarnason, Lilja Þóris- dóttir, Erla B. Skúladótt- ir, Júlíus Hjörleifason, Sigríður Hagalín og Ragnheiður Tryggvadótt- ir. Tæknimenn eru Ást- valdur Kristinsson og Óskar Ingimundarson. Vegna mistaka sl. fimmtudag birtist kynn- ing þessi þá og biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á því. Gestagangur ■■■ Þátturinn Ol 00 „Gestagangur" " A “ í umsjá Ragn- heiðar Davíðsdóttur er á dagskrá rásar 2 í kvöld klukkan 21.00. Góðir gest- ir koma í stúdíó og velja M? Kristján Kristjánsson lög ásamt léttu spjalli. Gestir Ragnheiðar í kvöld verða þeir Guð- mundur Kærnested skip- stjóri og Kristján Krist- jánsson úr KK. Guðmundur Kærnested Sumarfrí f júlí og ágúst — svæðisútvarp Akureyringa Eins og flestum er arp verið starfandi á Akur- eyri undanfarna mánuði. Deildarstjóri þess er Jón- Jazzþáttur á rás 2 ■■■■ Jazzþáttur í 1 d 00 umsjá Vern- lO— harðar Linnet er á dagskrá rásar 2 í dag klukkan 16.00. Vernharður sagði í samtali við Mbl. að ætlun- in væri að kynna nýjar jazzplötur, sem borist hafa til landsins að und- anförnu. „Nýjar plötur voru að koma frá Miles Davies, Niels Henning og spænska píanistanum T.T. Montilou, en þeir tveir síðarnefndu hafa spilað inn á plötur saman. Ég mun einnig leika lög með sænsku hljómsveitinni „Emphasis on Jazz“ en Pétur Östlund leikur með þeirri hljómsveit jafn- framt því að vera við kennslu við tónlistaraka- demíuna í Stokkhólmi. Von er á Pétri og Niels Henning hingað til ís- lands í haust og munu þeir halda tónleika hér saman. Síðan flýtur með eitthvað af endurútgefn- um klassískum jazz,“ sagði Vernharður að lok- um. Vernharður Linnet as Jónasson. Jónas sagði í samtali við Mbl. að nú ætlaði svæðisútvarpið að loka f júlí og ágúst og taka síðan aftur til starfa í byrjun september. „Svæðisútvarpið hefur til þessa útvarpað á morgnana frá kl. 7.30 til 8.00 og síðan á kvöldin frá 18.00 til 18.30. Fluttar hafa verið fréttir, auglýs- ingar, tónleikar og viðtöl." Jónas sagði að nú yfir sumartímann væri ætlun- in að velta vöngum yfir kostum og göllum 'svæðis- útvarpsins og Ieita fram- tíðaráforma þess og ræða hugsanlega lengingu á út- sendingartíma. UTVARP FIMMTUDAGUR 20. júnl Fréttir. Leik- 7.00 Veöurfregnir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 fimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Ölafs Bjarnasonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Emil Hjart- arson, Flateyri, talar. 8.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Litli bróðir og Kalli á þak- inu" eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýöingu Siguröar Gunn- arssonar (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Iregnir. Forustugr. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra Þáttur ( umsjá Þóris S. Guð- bergssonar. 11.00 ,£g man þá tfö" Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Ut um hitt Létt Iðg af hljómþlötum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson. (13). 14J0 Miðdegistónleikar a. Prelúdla, kórall og fúga eftir Cesar Franck. Veöur- dagbl. Alex de Vries leikur á planó. b. Adagio og allegro I As-dúr op. 70 eftir Robert Schu- mann. David Geringas og Tatjana Schatz leika á selló og pl- anó. c. Sónata I Es-dúr op. 167 eftir Camille Saint-Saéns. Wilfried Berk og Elisabeth Seiz leika á klarlnettu og pl- anó. 15.15 Létt lög. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 A frivaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir. 17J0 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Algjört næði“ eftir Tom Stoppard Þýðandi: Jón Viðar Jónsson. Leikstjóri: Karl Agúst Ulfs- son. Leikendur: Bessi Bjarnason, Lilja Þórisdóttir, Erla B. Skúladóttir, Júllus Hjörleifs- son, Sigrlður Hagalln og Ragnheiður Tryggvadóttir. 20.40 Gestur I útvarpssal Bandarlski planóléikarinn Ruth Slenczynska leikur. a. Carnaval op. 9 eftir Ro- bert Schumann. b. „Excursion" nr. 3 eftir Samuel Barber. 21.10 Horft til himins Umsjón: Anna Ölafsdóttir Björnsson. Lesari meö henni: Arni Sig- urjónsson. 21.40 Einsöngur I útvarpssal Guðbjörn Guðbjörnsson syngur (tölsk lög. Guðbjðrg Sigurjónsdóttir leikur á planó. 22.00 Bókaspjall Aslaug Ragnars sér um þátt- inn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 I leik og starfi Eggert Þorleifsson fjöllista- maður. Umsjón: Magnús Einarsson. 23.00 Kvöldstund I dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnús- son. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19J5 Krakkarnir I hverfinu. Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýöandi Kristún Þóröardótt- ir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur FÖSTUDAGUR 21. júnf Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.15 Nytsamir sakleysingjar. Kandísk heimildamynd. I myndinni er dregið fram l dagsins Ijós hvernig ýmsir kvikmyndageröarmenn fyrr og slöar hafa farið illa meö dýr og beitt blekkingum til að ná tilsettum árangri, bæði I leiknum blómyndum og náttúrullfsmyndum. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 22.15 Armur laganna. (The Long Arm). Bresk sakamálamynd frá 1956, s/h. Leikstjóri Charles Frend. Aðalhlutverk: Jack Hawkins, Dorothy Alison, John Stratton og Michael Brooke. Lögregluforingi hjá Scotland Vard fær öröugt mál til rannsóknar. Blræfinn innbrotsþjófur leikur á lög- regluna og tæmir hvern pen- ingaskápinn á fætur öörum. Þýðandi Kristún Þóröardótt- Ir. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 20. júnl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Ótroðnar slóöir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. Hlé 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Gestir aö þessu sinni: Guðmundur Kærnested skipstjóri og Kristján Kristjánsson, KK. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Oröaleikur Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.