Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 17 Grasspretta góð þessa daganæ Sláttur hafinn á einstaka bæjum Hefst þó almennt ekki fyrr en eftir viku eöa svo SLÁTTUR er hafinn á einstaka b»j- um vída um land. Almennt hefst sláttur þó ekki fyrr en síðar, eftir viku eða hálfan mánuð eftir héruð- um. Grasspretta er alls staðar góð þessa dagana eftir skúri undanfarna daga, en verulega hægði á sprettu fyrr í mánuðinum vegna kulda og þurrka. Á Suðurlandi gerði vætu um helgina og tók gróður eftir það við sér, en hann hafði liðið fyrir þurrka að sögn Vals Þorvaldsson- ar ráðunauts hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands. Sagðist Valur vita til að sláttur væri hafinn á tveimur bæjum { Landeyjum og einum bæ á Síðu og reiknaði með að úr því þessi vika væri liðin yrðu bændur almennt farnir að slá. Hann sagði að talsverð hreyfing væri í þá átt að hefja sláttinn snemma vegna þess að menn væru farnir að gera sér betri grein fyrir samspilinu á milli sláttutíma og gæða fóðursins. „Sláttur er rétt að hefjast," sagði Ólafur Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar. Hann kvaðst vita til þess að byrjað væri á þremur bæjum í Hrafnagilshreppi, en æði víða væri að verða komið sláandi gras. Reiknaði hann með að almennt hæfist sláttur í lok þessarar viku eða byrjun næstu. Hann sagði að menn væru vel birgir af heyjum frá síðasta sumri og þyrftu þeir því ekki að leggja eins mikið upp úr magni, og gætu frekar miðað við að ná fóðrinu kraftmeira, þó ekki væri fullsprottið. Ólafur sagði að kuldakastið eftir hvíta- sunnuna hefði stoppað gróður mikið til af i hálfan mánuð. Kuldakastið hefði einnig gert það að verkum að grasið færi meira út í það að mynda stöngla og minni blöð og trénaði þar af leiðandi fyrr. Það kallaði aftur á fyrri slátt en ella. í Borgarfirði er alveg komið að slætti á nokkrum bæjum og lík- lega byrjað á einum bæ eða tveim- ur, að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar ráðunauts hjá Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar. Ekki taldi hann þó að sláttur hæfist almennt fyrr en eftir hálfan mánuð. Hann sagði að gróður hefði farið vel af stað um helgina vegna vætunnar, en kuldi og þurrkur hefði verið farið að há grassprettunni. Bjarni Hákonarson ráðunautur TOFRAOFÐ ÞEIM SEM TIL ÞEKKJA Esja W- Völute'9 J' M0sfellssvei— SÍMI 66 6160 hjá Búnaðarsambandi Austur- Skaftfellinga sagði að sprettan hefði verið heldur hæg þar um slóðir þar til um helgina að hann rigndi. Sagði hann að sláttur væri aðeins hafinn á Reyðará en alveg komið að slætti á friðuðum túnum hjá fleirum, en menn biðu eftir eindregnari þurrki. Taldi hann að ef hlýtt yrði i veðri væri vika í að margir væru farnir að slá af full- um krafti. fipi ■„ YO Morgunbladid/Júlíus Guöm. Heyskapur í fullum gangi um helgina í Reydará f Lóni þar sem sláttur hófst í byrjun síóustu viku. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ hunoiel starsin-i ifw york* Los. . r xTHigh %.. ' ........| i lcúSi irel «hummel^ N.York gallar án hettu st. 8—14 án hettu S-XL m/hettu S-XL kr. 2.099.- kr. 2.423.- kr. 2.541.- SPORTBUÐIN Ármúla 38 — Sími 83555. Póstsendum _/\uglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.