Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1985 21 Skilvísi er dýr — eftir Jón Oddsson Lögfræðileg ráðgjöf hér á landi er tiltölulega ódýr. Hinn gætni borgari, sem jafnan tilheyrir hin- um þögla meirihluta, leitar slikrar þjónustu. Sá aðili er jafnan fastur viðskiptavinur lögmanns. Megin- verkefni lögmanna eru slík störf, þar sem málin eru ígrunduð og teknar réttar ákvarðanir. En stór hluti fólks hefur í islensku verð- bólguþjóðfélagi bitið það í sig, að skilvísi sé dýr. Leitar það því ekki aðstoðar iögmanns fyrr en allt er komið í óefni og ráðrúm til raun- hæfra aðgerða takmarkað. Þegar svo er komið eru þessir aðilar snillingar í að skella skuldinni á alia aðra en sjálfan sig, ef illa fer, og ef enginn finnst sökudólgurinn er þjóðfélaginu í heild kennt um. Hér er um að ræða hóp hinna fyrirhyggjulausu borgara, sem gera síauknar kröfur á samfélag- ið. Óhlutdrægni Fyrir nokkru þótti ríkisrekinni fréttastofu útvarps ástæða til að birta fréttir af nauðungaruppboð- um og í því sambandi viðtal við formann félags einstaklinga, sem rekja raunir sínar og telja sig hafa orðið að sæta órétti án þess að rekja megi aðstæður þeirra til eig- in tilverknaðar. Hjá þessu fólki virðist ekki örla á eigin ábyrgð og skyldum. f umfjöllun hins opin- bera fjölmiðils var eigi gætt lög- boðinnar óhlutdrægni. I þessum fréttaflutningi var rætt um nauð- ungaruppboð, er fram fór fyrir nær sjö mánuðum, og gefið í skyn að lögmaður, sem einn af uppboðs- beiðendum þarna, hefði vægast sagt beitt ósvífni í viðskiptum. Uppboðid Vegna áðurgreinds er rétt að skýra frá atvikum á umræddu uppboði enda slíkt í opinberum skjölum. Aðdragandi þessa upp- boðs var óvanalega langur. Þannig höfðu aðilar haft mikið svigrúm til ráðstafana og úrræða. Viðkomandi aðili hafði ekki um langan tíma sinnt ítrekuðum greiðslutilmælum vegna skulda, er hann hafði stofnað til. Ekki varð nein breyting á við innheimtubréf, stefnubirtingar eða fjárnámsgerð- ir. Viðkomandi aðili hafði notið mikillar opinberrar lánafyrir- greiðslu og ekki séð ástæðu til að standa í skilum við lánveitendur og voru vanskil allt til þriggja ára. Sama háttalag kom fram gagn- vart tilkynningum um fyrirhugað nauðungaruppboð svo og síendur- teknar fyrirtökur uppboðsins. í nóvember sl. kom síðan að öðru og síðara uppboði og stóð allt við það sama. Nokkru áður hafði þó verið lofað greiðslum vegna sölu skuld- ara á annarri fasteign, er hann átti eignarhlutdeild í. Til að tryggja vanskil uppá rúmar 1,6 milljónir króna svo og annarra áhvílandi skulda þurfti ég sem lögmaður að gera boð um 2,3 milljónir króna. Samkvæmt ráð- leggingu minni, að höfðu samráði við aðila, bauð fjárráða sonur skuldara í eignina krónur 30.000,00 til viðbótar við mitt boð og var þar með hæstbjóðandi. Hafði nú fjölskyldan, sem er hjón- in og tvö uppkomin börn þeirra, ráðrúm í u.þ.b. tvo mánuði í viðbót til að leysa vandamál sín. Eftir þetta kom skuldari ásamt lög- manni Landsbanka íslands á minn fund, þar sem ítrekað var að grípa yrði til raunhæfra úrræða fyrir 1. febrúar sl., skv. uppboðsskilmál- um. Enn heyrðist ekkert og allt látið reka á reiðanum. Ekki vott- aði fyrir ábyrgð gagnvart kröfu- eigendum er orðið höfðu fyrir áföllum vegna þessara vanskila. Sendi ég uppboðsþola þrjú bréf í janúar og febrúar til að minna hann á skyldur sínar og sömuleið- is sendi uppboðshaldari aðvaranir. Þarna gat aðili leitað úrræða varðandi aðstoð lánastofnana og fyrirgreiðslu eða t.a.m. að selja eignina á frjálsum markaði. Þá töldum við að andvirði af sölu hinnar fasteignar uppboðsþola yrði varið til greiðslu skulda. Þar sem hæstbjóðandi stóð ekki í skil- um né skuldari, uppboðsþoli, var ég gerður ábyrgur fyrir boði mínu, sem næsthæsti bjóðandi. Þurfti ég þegar í stað að standa skil á upp- boðsverðinu og munaði þar mest um rúmlega þriggja ára vanskil við Landsbanka Islands, krónur 900.000,00. Enn var reynt að fá uppboðs- þola til að efna greiðsluskuldbind- ingar sínar en án árangurs. Síðar reyndi vinnuveitandi hans að að- stoða og hefði slíkt senniiega tek- ist ef skuldbreyting hefði fengist hjá Landsbankanum. Var nú kom- ið fram í apríl og voru þá gerðar aðrar ráðstafanir þannig að boð um greiðslur við utburðarmál í júnímánuði komu of seint fram og fóru í bága við þegar gerðar ráð- stafanir. Uppboðsþoli taldi vand- ræði sín stafa af því, að hann gerði sér ekki grein fyrir því, er væri að gerast. Mál sem þessi Stykkishólms-bíó GAMLA samkomuhúsið okkar var reist um aldamótin af bindindis- mönnum. Þótti það mikið afrek á þeim tíma, eins og öll hús bindind- ismanna um land allt, en þessar byggingar voru reistar af hugsjón. Þarna fóru fram ailar samkomur bæjarins. Leiksýningar sem þá voru miklar, dansleikir, jafnvel þessir fínu dansleikir sem Oscar Clausen lýsir vel í bókum sínum, þá fóru fram árshátíðir, fundir félaganna, stúknanna, sem þá voru aðalfélagssamtök hér í Hólminum. Kvenfélag- ið var stofnað um 1907 og er nú elsta félagið hér, hélt þar fundi og jólatrésfagnaði fyrir börn og fullorðna, fundir voru haldnir bæði stjórn- mála og aðrir fundir. Eftir að bindindishreyfingunni hnignaði urðu ýmsir eigendur hússins og 1944 var það stækkað og settar í það kvikmyndavélar og síðan hefir verið rekið þar bíó. væru ekki fyrir almenning að skilja, heldur lögfræðinga og fast- eignasala. Hann leitar síðan að- stoðar áðurgreinds félags, sem segist ætla að vernda fólk fyrir lögfræðingum, fasteignasölum og okrurum. Taldi uppboðsþoli eðli- legt að hann fengi að greiða mér uppboðsverðið, er ég hafði lagt út, á skuldabréfi til nokkurra ára — eða með því að taka við víxlum samþykktum af þekktum van- skilamanni og án nokkurra trygg- inga. Þar sem ég áður ekki hef átt viðskipti við umræddan uppboðs- þola, utan innheimtu á áðurnefnd- um kröfum og hefi ekki stundað lánastarfsemi, sá ég ekki ástæðu til að verða við þessari tillögu skuldara. Umrætt félag nefnir sig því góða nafni „Lögvernd", en upp- boðsþoli er tengdur aðal-óvinum þess, sbr. yfirlýsingar. Hann hefur starfað sem fasteignasali í Reykjavík. Lurkur Með tilkomu raunvaxta hafa vanskil hér á landi aukist. Al- mennur launþegi, er stundar hag- nýt og heiðvirð störf, lendir í van- skilum á þessu láglaunasvæði sem ísland er í dag. Upp hafa sprottið eins og gorkúlur verðbréfasölur, er bjóða fram skuldabréf með betri fjárfestingu en bankar, er bjóða hæstu lögleyfðu vexti og vísitölu. Byggist þetta á afföllum, er verðbréfamarkaðirnir bjóða. í tilvikum þar sem skuldari selur Jón Oddsson „Taldi uppbodsþoli eðli- íegt að hann fengi að greiða mér uppboðs- verðið, er ég hafði lagt út, á skuldabréfi til nokkurra ára — eða með því að taka við víxl- um samþykktum af þekktum vanskilamanni og án nokkurra trygg- inga.“ skuldabréf með þessum hætti er um að ræða okur og misneytingu. Kaupendur slíkra bréfa og þeir sem annast slík viðskipti hafa gerst brotlegir gagnvart okur- löggjöfinni. Af opinberri hálfu er slíkt athæfi látið viðgangast. Þeir aðilar er leita lánafyrir- greiðslu með slíkum afarkjörum eru einmitt þeir, er ekki hafa get- að staðið í skilum með bankalán. Ekki er líkiegt að þessu fólki sé kleift að greiða umrædd okurlán til baka. Slík lánafyrirgreiðsla er því gálgafrestur, en engin raun- hæf úrræði. Fyrir nokkrum öldum fékk erf- iður vetur nafnið „Lurkur". Slíkt hæfir næstu vetrum hér á landi, þegar sú uppboðshrina gengur yf- ir, þegar ofangreind okurlán eru farin í vanskil og núverandi undir- búningur í formi okurs og lágra launa fer fram með aukinni eigna- tilfærslu frá hinum efnaminni til hinnar þjóðarinnar í landinu. Slíkt er í anda frjálshyggju núver- andi ríkisstjórnar og ekki að vænta breytinga þar á með óvirkri stjórnarandstöðu. Skilvísi er dýr Mikil vanskil áðurgreinds upp- boðsþola komu hart niður á þeim aðila er ég gæti hagsmuna fyrir. Slík vanskil hafa keðjuverkandi áhrif gagnvart skuldbindingum kröfueiganda, sem þekkir ekki annað en skilvísi. Þurfti viðkom- andi aðili að leita fyrirgreiðslu víða á meðan á vanskilum stóð og með ærnum kostnaði og áhyggj- um. Skilvísi hans er dýr. I opin- berri umfjöllun virðist slíkur aðili ekki njóta sannmælis eða þeirrar samúðar er óreiðumaðurinn sækir sér til handa. Rúmlega hálft ár er liðið frá uppboðinu og er það eitt ærinn vanskilatími. Höfuadur er hæstarétlarlögmaður í Reykjavík. Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.