Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 31 Yamani olíuráðherra Saudi Arabíu: Verð á hráolíu gæti hrapað níður fyrir 20 dollara á tunnu Nicósíu, Kýpur, 18. júní. AP. HRÁOLÍUFRAMLEIÐSLA OPEC-ríkjanna var að jafnaði aðeins um 14,5 milljónir tunna á dag í maímánuði og hefur ekki verið minni síðastliðin 20 ár, að því er frá var greint í vikuriti um olíumál (Middle East Economic Survey), sem kom út á mánudag. Þar segjr enn fremur, að minnkandi olíuframleiðsla sé ekki aðalvandamál bandalagsins, heldur markaðspot einstakra að- ildarríkja. „Ljóst er, að bandalagið verður að gera gangskör að því á fundi sínum í Vín 2. júlí nk. að koma reglu á markaðssetningu ekki síður en framleiðslukvóta, eigi að takast að koma jafnvægi á olíu- markaðinn," sagði í ritinu. MEES hefur eftir Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Saudi- Arabíu, að olíuverð geti farið niður fyrir 20 dollara á tunnuna, eða lækkað um nærri 30% frá núgildandi opinberu verði, ef að- ildarríki OPECs svíkist áfram um að hlíta samningsákvæðum bandalagsins um verð og fram- leiðslumagn. Ráðherrann kvað Saudi-Arab- íu hafa dregið svo mikið úr fram- leiðslu sinni umfram það sem kvóti landsins leyfði, að ekki væri unnt að ganga lengra á þeirri braut. „Og ef við aukum framleiðsl- una, mun verðið falla, haldi önn- ur olíuframleiðsluríki innan og utan OPECs uppteknum hætti. Og við búumst ekki við, að verðið muni falla niður í 26 eða 25 doll- ara á tunnu, heldur muni það hrapa niður fyrir 20 dollara," hefur ritið eftir Yamani. Núverandi meðalverð OPECs er 28,09 dollarar á tunnu, en var hæst 1981, 34,50 dollarar. Á opnum markaði er verðið lægra. Verndarengill Mengeles Gitta Stamer, ungver.sk kona, sem fluttist til Brazilíu, talar við blaða- menn eftir yfirheyrslur á lögreglustöðinni í Sao Paulo. Frú Stamer kveðst hafa skotið skjólshúsi yfir stríðsglæpamanninn Josef Mengele og hafi hann leynst hjá sér í 17 ár. Mannaskipti í kínversku stjórninni Pcking, 1». júní. AP. KÍNVERSKA stjórnin kunngerði í gser mikilvægar breytingar á ýmsum ráðherraembættum og voru þær sagðar gerðar í því skyni að standa við þau loforð kommúnistaflokksins að láta unga betur menntaða menn taka við störfum af gömlum embætt- ismönnum. Alls var skipt um 9 ráðherra, þar á meðal varnarmálaráðherra. Þá var menntamálaráðuneyti landsins formlega lagt niður. I stað þess á að koma valdamikil nefnd, þar sem einn af varafor- sætisráðherrum landsins á að vera formaður. Er meðalaldur nýju ráðherranna undir 55 árum. Þessar breytingar eiga sér stað á tímum mikilla breytinga í öllu embættismannakerfi Kína, ekki hvað sízt í flokknum og hernum. Hafa nýir menn verið skipaðir í stöður æðstu manna kommúnista- flokksins í þremur héruðum landsins að undanförnu. í gær var frá því greint, að yfirmaður hers- ins i norðurhluta landsins hefði sagt af sér. Athygli vekur skipun Li Pengs, sem er 56 ára að aldri, í stöðu yfirmanns hinnar nýju mennta- málanefndar ríkisins. Hann hefur verið einn af varaforsætisráðherr- um Kína frá árinu 1983. Samvinna skilar árangri THOMSOIM tæknisamvinna Japana, Þjóðverja, Svía og Frakka Ótal gerdir myndbandstækja bjóðast á íslenskum markaði — mismunandi hvað varðar tæknibúnað, verð og gæði. Kaupandann skiptir höfúðmáli að fá tæknilega fúllkomið og öruggt tæki á sem lægstu verði. Samvinna Japana, Þjóðverja, Svía og Frakka hefúr einmitt gert það mögulegt Thomson mynd- bandstækin eru tæknilega mjög fúllkomin, framhlað- in, með þráðlausa fjarstýringu, sjö daga upptöku- minni, tölvustýringu með snertitökkum, myndspólun fram og aftur á tíföldum hraða og frilmörg atriði önnur. Slíkt er sjálfsagt þegar tæki frá Thomson á í hlut En þrátt fyrir framangreind atriði kostar þetta fúllkomna tæki einungis 39.930 krónur. Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála og komumst örugglega að samkomulagi. $ SAMBANDSINS s ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910 - 812 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.