Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 33 fUíurpji Útyefandi ttMitfeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Nýir kjara- samningar Einstætt frumkvæði Vinnu- veitendasambands Islands (VSÍ) frá 23. maí, þegar boðin var 18 til 24% launahækkun á næstu þrettán mánuðum, bar árangur á laugardaginn þegar kjarasamningar tókust milli að- ila almenna vinnumarkaðarins. Efni samninganna var nokkuð á annan veg en fólst í tilboði vinnuveitenda. Það var ekki samið til þrettán mánaða held- ur var vinnufriður tryggður út þetta ár með launahækkunum á bilinu 12,1 til 15,1%. Með sam- komulaginu hefur í senn verið spornað gegn fyrirsjáanlegu kaupmáttarhrapi og sköpuð festa í atvinnulífinu. Þegar Vinnuveitendasam- bandið lagði fram tilboð sitt var strax ljóst, að frumkvæði þess var vel tekið hjá öllum þorra launþega. Einstakir forystu- menn þeirra kusu á hinn bóginn að snúast gegn tilboðinu. Þar voru þeir fremstir í flokki sem líta á launabaráttuna í gegnum flokkspólitísk gleraugu Alþýðu- bandalagsins. Andstaðan var mest innan Verkamanna- sambandsins en þar máttu þeir sín þó meira að lokum sem vildu ganga til samninga, Guðmund- ur J. Guðmundsson og félagar hans urðu undir. Samkomulagið í kjaradeilun- um skapar ekki aðeins festu fyrir launþega og atvinnurek- endur heldur einnig í stjórn- málalífinu. Forystumenn stjórnarflokkanna fagna sam- komulaginu. í þjóðhátíðarræðu lýsti Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, því yfir, að nú hvíldi sú „ábyrgð á stjórn- völdum, að verðlagsforsendur haldist og raunveruleg kjarabót verði". Og ráðherrann bætti við: „Það mun takast." Með þessum orðum axlar forsætisráðherra mikla ábyrgð fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Allir góðviljaðir menn hljóta að vona, að ríkis- stjórninni takist að standa und- ir henni. Með kjarasamningn- um hafa þau vopn verið lögð í hendur ríkisstjórninni, sem henni eru nauðsynleg til að ná efnahagslegum markmiðum sínum. Augljóst er af ummælum for- ystumanna Alþýðubandalags- ins, að þeir gerðu sér vonir um að geta notað kjaramálin í póli- tískri baráttu. Þeir voru kveðn- ir í kútinn í Verkamannasam- bandinu. Af forystugrein Þjóð- viljans í gær má ráða, að al- þýðubandalagsmennirnir á þeim bæ líta á samningana sem meiriháttar áfall. „Það er hins vegar ástæðulaust að draga hnípið höfuð í væng. Það kemur dagur eftir þennan dag, og tím- inn til áramóta skjótur að líða,“ segir Þjóðviljinn og lýsir þannig stöðu og skoðunum þeirra Svav- ars Gestssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar, sem hóta því báðir að barist verði harka- lega um launamálin í kringum næstu áramót. Eftir það sem nú gerðist er ástæða til að velta því fyrir sér, hvaða mark eigi að taka á heitingum þessara manna. Eitt er víst: þær byggj- ast á pólitískri heift en ekki skynsömu mati á viðhorfi al- mennings, enda minnkar fylgi Alþýðubandalagsins jafnt og þétt. Aðilar eru sammála um að ekki hafi verið komið nægilega til móts við fiskvinnslufólk í þessum samningi og settu því á laggirnar nefnd til að kanna hagsmunamál þess sérstaklega. Hér er ekki einungis um kjara- mál í venjulegum skilningi þess orðs að ræða, heldur er nauð- synlegt að huga að því, hvernig unnt er að gera fiskvinnsluna samkeppnisfæra um vinnuafl við aðrar atvinnugreinar. Samningurinn er gerður nú með því hugarfari, að það sem eftir lifir ársins verði notað til að semja til lengri tíma: „Ég tel hins vegar að það ráðrúm, sem skapast með þessum samningi, geti orðið grundvöllur að lang- tímasamningi, sem geri hvort tveggja að vernda kaupmáttinn og tryggja vinnufriðinn," sagði Þorsteinn Pálsson, formaðpr Sjálfstæðisflokksins, í Morgun- blaðinu í gær. Enginn stjórn- málamaður hefur meiri per- sónulega reynslu af gerð kjara- samninga en Þorsteinn Pálsson. Af stjórnmálamönnum hefur hann einnig talað um efni slíkra samninga af mestu raunsæi undanfarin átaka-misseri. Von- andi nýta menn ráðrúmið sem samningurinn nú skapar til þess að finna það sem sameinar þá í stað þess að ýta undir sund- urlyndis-fjandann í nafni Al- þýðubandalagsins. Morgunblaðið fagnaði ein- stæðu frumkvæði VSÍ á sínum tíma. Sá fögnuður hefur ekki reynst ástæðulaus. Magnús Gunnarsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, segist vona að þessi lota auki skilning milli vinnu- veitenda og verkalýðshreyf- ingar og geti orðið hornsteinn að betra samstarfi í framtíð- inni. Undir þá von hljóta allir að taka. Rætist hún breytist ís- lenskt þjóðlíf til batnaðar öllum til hagsbóta. Að lokinni landssöfnun — eftir Þórð Harðarson Dagana 7. og 8. júní sl. fór fram fjársöfnun og merkjasala Lands- samtaka hjartasjúklinga undir kjörorðinu „Tökum á — tækin vantar". Fyrir hönd lyflækninga- deildar Landspítalans vil ég færa fram alúðarþakkir til allra þeirra sem stóðu að þessari söfnun og einnig til allra þeirra sem létu fé af hendi rakna. Landssamtök hjartasjúklinga er ekki gamall félagsskapur, en hefur þegar unnið markvert starf. Sam- tökin hafa m.a. styrkt hjartadeild- ir í Reykjavík til tækjakaupa og sérþjálfunar starfsfólks. Ekki er síður mikilsverð sú kynning, sem málefni hjartasjúklinga hafa fengið fyrir atbeina samtakanna. Tilefni hinnar nýloknu söfnunar var ákvörðun heilbrigðismála- ráðherra, Matthíasar Bjarnason- ar, nú í vor að hefja skuli hjarta- skurðlækningar á Landspítalan- um nú á næstunni. Eins og kunn- ugt er lágu gild rök til þessarar niðurstöðu. Mikill og vaxandi fjöldi íslendinga hefur vistast á erlendum sjúkrahúsum undanfar- in ár til hjartaskurðaðgerðar. Þessar utanferðir hafa reynst dýr- ar fyrir ríkissjóð, sjúklinga, ætt- ingja þeirra og venslamenn. Það er mikið andlegt álag að þurfa að gangast undir áhættusamar að- gerðir erlendis, fjarri fjölskyldu og vinum, og sjúklingar eru ekki alltaf mæltir á framandi tungu. Læknar Landspítalans hafa því barist fyrir því undanfarin ár, að þeim yrði sköpuð aðstaða til að hefja hjartaskurðlækningar. Nú- verandi heilbrigðismálaráðherra Þórður Haröarson tók á málinu af skarpskyggni, ákvað að byggja fyrst upp viðun- andi rannsóknaraðstöðu áður en skurðaðgerðir hæfust. Nú er að mestu lokið byggingaframkvæmd- um vegna hjartaþræðingarað- stöðu spítalans og tækjabúnaðin- um verður komið fyrir á næstunni. Næst var tekin ákvörðun um að hefja skurðlækningarnar. Full- menntaðir íslenskir hjartaskurð- læknar eru fyrir hendi, en nauð- synlegt verður að þjálfa hjúkrun- arfræðinga og fleira starfsfólk er- lendis. Einnig þarf tæki. Á því mikilvæga sviði létu Landssamtök hjartasjúklinga til sín taka. Nú er vitað að yfir þrjár milljónir króna söfnuðust 7. og 8. júní. Þessu fé verður varið til tækjakaupa og ætti því skortur á opinberum fjár- veitingum til tækjabúnaðar ekki að verða þessu merka nauðsynja- máli að fótakefli. Þá er ekki síður mikilsvert að mikil og almenn þátttaka landsmanna í þéttbýli og „Nú er vitað að yfir þrjár milljónir króna söfnuðust 7. og 8. júní. Þessu fé verður varið til tækjakaupa og ætti því skortur á opinberum fjárveitingum til tækja- búnaðar ekki að verða þessu merka nauðsynja- máli að fótakefli.“ um alla landsbyggðina hefur sannfært stjórnmálamenn um, að þjóðin er einhuga í þessu máli. Allir félagsmenn Landssamtaka hjartasjúklinga eiga þakkir skyld- ar fyrir góða framgöngu, en sér- stakar þakkir vil ég færa foryst- umönnunum, Ingólfi Viktorssyni og Rúrik Kristjánssyni. Höfundur er prófessor og yfírlækn- ir lyflækningadeildar Landspítal- ans. "W- Tf Æ" 1 • __ fallið 42%. Niðurstöður Hefur dregiö ur reykingum? HLUTFALL REYKINGAMANNA í ÞJÓÐFÉLAGINU Raiuisókn Hjartavemdar 1968 og könnun Hagvangs 1985 Karlar 80% 60% Konur o<V 1968 \ 1968 K /v *%V\ / 1985 20% 1985 20 30 40 50 60 70 20 30 40 50 60 70 ára ára ára ára ára ára ára ára ára ára ára ára eftir Jónas Ragnars- son og Þorstein Blöndal Nú eru um 370 ár frá því íslend- ingar fóru að nota tóbak og munu þeir líklega hafa lært þann sið af erlendum sjómönnum. Tóbaks- notkunin breiddist nokkuð ört út, og árið 1771 taldi Hólabiskup að „tveir þriðju hlutar landsmanna eða þaðan af fleiri noti tóbak“. Biskup taldi þetta vondan sið. Lengst af fór þó litlum sögum af skaðsemi tóbaks og það eru varla nema 35 ár síðan farið var að am- ast verulega við reykingum hér á landi. Árið 1964 voru lagðar fram óyggjandi læknisfræðilegar sann- anir um skaðsemi reykinga og fimm árum síðar ákvað Alþingi að hafin skyldi barátta gegn reyking- um hérlendis. Fyrir tæpum áratug hóf Krabbameinsfélagið síðan skipulegt andóf gegn reykingum skólabarna. En hefur nokkuð áunnist? Eru reykingamenn hlut- fallslega færri nú en var fyrir ein- um eða tveimur áratugum? Tóbakssalan Sölutölur frá Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins hafa lengst af verið notaðar til að meta ástandið í þessum málum. Ef seldu tóbaki er jafnað niður á hvern fullorðinn landsmann má reikna út að um 3 kg á ári koma í hlut hvers og eins, þar af 2.500 sígarettur og 500 g af öðru tóbaki. Sígarettusalan, þann- ig reiknuð, hefur aukist nær stöð- ugt síðustu áratugi, en nokkuð hefur dregið úr sölu annars tób- aks. Margt bendir þó til þess að sala tóbaks sé ekki nægilega góður mælikvarði á það hvort fleiri eða færri reykja en áður. Nú er t.d. um helmingi minna nikótín í hverri sígarettu en var fyrir þrjátíu ár- um. Til að ná sama dagskammti af þessu ávanaefni þarf því að reykja mun meira en áður. Einnig má benda á að nú er minna tóbak í hverri sígarettu en áður tíðkaðist, efnasamsetningin önnur og notk- un síu algengari. Þannig þarf sölu- aukningin ekki að þýða annað en að hver og einn reyki meira en áður. Það eitt getur skýrt meiri sígarettusölu hér á landi. Sölutöl- ur hafa verið sæmilega aðgengi- legar og því hafa þær yfirleitt ver- ið notaðar til að meta árangur varnaraðgerða. Sölutölur gefa vissa mynd af skammtímabreyt- ingum á ástandinu, en yfir lengra tímabil er réttara að líta á tölur sem sýna hlutfallslegan fjölda neytenda, en þær hafa ekki verið tiltækar fyrr en nýlega. Skólabörn Reykingar grunnskólanemenda hafa verið kannaðar reglulega á vegum borgarlæknis í Reykjavík. Árið 1974 reyktu um 16% af 10—16 ára nemendum daglega en aðeins 10% á sama aldri árið 1982. Hjartavernd Frá því 1967 hefur Hjartavernd kannað heilsufar þúsunda íslend- inga og m.a spurt um reykinga- venjur. Nú hafa komið út fjórar skýrslur frá þeim um reykingar fólks á höfuðborgarsvæðinu. Árin 1967—68 reyktu daglega um 63% íslenskra karla á aldrinum frá fer- tugu til sextugs, en árin 1974—76 var hlutfall reykingamanna í þeim aldurshópi komið niður í 57%. í fyrstu kvennarannsókn Hjarta- verndar árin 1968—69 reyndust 45% kvenna í áðurnefndum ald- ursflokki reykja dagleg, en tæpum áratug síðar, 1976—78, var hlut- Hagvangur Nú í vor kannaði Hagvangur reykingavenjur landsmanna fyrir Tóbaksvarnarnefnd. Þá reyndust 41% fullorðinna karla á höfuð- borgarsvæðinu reykja daglega og 39% kvenna. Ástandið annars staðar á landinu er svipað. Um 29% karlanna og 38% kvennanna reyktu sígarettur. Þetta er álíka og hlutfall sígarettureykinga- manna í Bandaríkjunum, þar sem talið er að mikill árangur hafi orð- ið af heilsuverndarstarfi síðustu árin. Þessar tölur sýna greinilega að meðal karla hefur dregið úr reykingum frá 1968 til 1985, og er munurinn marktækur. Reykingar kvenna hafa hins vegar ekki minnkað eins mikið. Ályktanir Síðustu einn til tvo áratugi hef- ur stöðugt verið hamrað á skað- semi reykinga. Nú er hlutfall þeirra sem reykja lægra en áður og er það sennilega að verulegu leyti þessu fræðslustarfi að þakka. Vænta má þess að árangurinn fari að skila sér bæði í bættu heilsu- fari og lægri dánartíðni. Jónas Kagnarsson er ritstjóri tíma- ritsins Heilbrigðismál sem Krabbameinsfélagið gefur út Dr. Þorsteinn Blöndal er yfirlækn- ir lungna- og berklararnadeildar lleilsurerndarstöðrarinnar í Reykjarík. Um bílbelti og slys — eftir Ólaf Ólafsson Hvort sem um er að ræða slys í umferð, heima, í vinnu eða frí- stundum, má rekja orsökina til umhverfisins, mannlegra yfir- sjóna eða galla í vél eða tækjum. Til að draga úr slysum er því ráð að breyta þessum þáttum. Stöðugt er unnið að endurbótum á tækjum þannig að slysahætta verði sem minnst, en kostnaður t.d. við gerð algjörlega „slysa- tryggra" bíla yrði svo mikill að fá- ir hefðu ráð á að eignast þá. Um- hverfinu má breyta og fækka þannig slysagildrum, þó kostnað- urinn geti einnig þar orðið Þránd- ur í Götu. Þá er komið að manninum sjálf- um. Langflest slys á láði, í lofti og á legi verða á ungu fólki og orsök- in er oftast mannleg yfirsjón eða reynsluleysi. Um 65% þeirra sem deyja eða slasast í umferðinni eru undir 25 ára aldri. Árangursríkast væri því að kenna ungu fólki að fara jafnan fram með gætni og fyrirhyggju. Sú breyting verður þó ekki á einni nóttu. Eftir er því sú leið sem fæstir vilja fara — beiting laga og viður- laga. Þessi aðferð er þó notuð þeg- ar fokið er í flest skjól, en stað- reynd er að tekist hefur að draga úr ýmsum slysum á þann hátt. Nú liggur fyrir Álþingi frum- varp um breytingar á umferðar- lögum, sem gerir ráð fyrir því að þeir sem ekki noti bílbelti verði látnir sæta sektum. f Morgunblað- inu 1. júní 1985 kemur fram að meirihluti allsherjamefndar neðri deildar telur „að varanlegur grunnur að bættri umferðarmenn- ingu og meira öryggi verði ekki Iagður með sektarákvæðum. Úr- bætur verða að fást með jákvæðri löggæslu, hvatningu eða upplýs- ingu, umferðarkennslu og aðgerð- um á sviði gatnaframkvæmda og skipulags, svo að nokkur dæmi séu nefnd.“ Ég er ekki fyllilega sam- mála þessari umsögn, þó að margt sé þar gott sagt. Umferðarslysum hefur fækkað verulega í heiminum á undanförn- um árum, þrátt fyrir mikla fjölg- un bifreiða. Að mati Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar, og annarra stofnana sem starfa að slysavörnum, eru orsakirnar aðal- lega þær að hert hafi verið viður- lög við brotum á lagaákvæðum um hraðatakmarkanir og um bann við ölvun við akstur, auk þess sem sett hafa verið lög um notkun bílbelta og viðurlög, ef lögin eru ekki virt. Hvern er verið að vernda með bílbeltalögum og sektarákvæðum? Það er einkum verið að koma í veg fyrir að ungt og reynslulítið fólk deyi eða slasist í umferðinni. Ég vil hvetja alþingismenn til að hafa þetta í huga við afgreiðslu máls- ins. Höfundur er landlæknir. Hann rinnur nú að sérstökum rerkefnum hjá Alþjóða heilbrigðismálastofn- uninni í Kaupmannahötn. Úr rannsókn Bjarna Torfasonar á gögnum Slysadeildar Borgarspítalans árið 1975: Skipting heildarhóps slasaðra eftir kyni og aldri, miðað rið þúsund í brerjum aldurshópi. Hæst er slysatíðnin hjá 15—19 ára. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Leiðir frumkvæði Indónesa til þess að Bandaríkjastjórn og Hanoi-stjórn taka upp samvinnu? ályktun að hugmyndunum hafi ekki verið vísað á bug. Bandarískir embættismenn hafa látið að því liggja að sam- skipti ríkjanna myndu ekki kom- ast í eðlilegt horf fyrr en eftir að Víetnamar hefðu aflað upplýs- inga um týnda bandaríska her- menn úr Víetnamstríðinu og eft- ir að víetnamskir hermenn hefðu verið fluttir frá Kambódíu. Áhrifamenn í Víetnam eru ekki til viðræðu um að gangurinn verði þessi. En eftir ýmsum sól- armerkjum að dæma eru þeir áfjáðir í að fá bandaríska sendi- nefnd til Hanoi til að aðstoða við leitina að hinum margumtöluðu týndu hermönnum. Mochtar hefur átt viðræður um þetta við Bandaríkjamenn margsinnis síðan hann kynnti hugmyndina í marz. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi upp á SÚ HUGMYND sem utanríkisráðherra Indónesíu, Mochtar Kusuma- atmadja, hefur lagt fram til að stuðla að því að samskipti stjórnanna í Bandaríkjunum og Víetnam batni, hefur ekki beinlínis mætt andstöðu en áhrifamenn hafa verið mjög varfærnir í að tjá skoðun sína. Hugmynd Mochtars og síðan tillaga, sem indónesiska stjórnin hefur væntanlega verið að bræða með sér um hríð, er á þá leið að Víetnamar sýni sam- starfsvilja í því að hafa upp á týndum bandarískum hermönn- um úr Víetnamstríðinu. Mochtar segist vænta þess að takist að koma þessu í kring sé byrjað að ryðja brautina til að fulltrúar landanna tveggja geti farið að talast við án þess að þeir verði sakaðir um að sýna undanlát- semi. Indónesíski utanríkisráð- herrann er svo bjartsýnn, að hann álítur að þetta gæti einnig leitt til að Víetnamar yrðu til viðræðu um framtíðarskipan mála í Kambódíu. í þeim drögum sem Mochtar hefur lagt fram stendur einnig að Bandaríkja- menn myndu koma á fót ein- hvers konar stjórnunardeild í Hanoi, til þess að hafa yfirum- sjón með leitinni að Bandaríkja- mönnum. Þótt slíkri deild væri komið á laggirnar fæli það ekki í sér neina pólitíska viðurkenn- ingu á stjórn Víetnams. Mochtar segist telja sanngjarnt að Bandaríkjamenn sendu sérfræð- inga til Hanoi í þessu skyni, en þó að því tilskildu að Víetnamar sýndu vafningalausan vilja að herða leitina. f tímaritinu Far Eastern Ec- onomic Review segir að trúlega myndi stjórnin í Hanoi geta fall- ist á þetta eftir hæfilega flóknar og erfiðar samningaviðræður, enda væri sennilegt að stjórn- völd gætu nýtt sér þetta mál. Og stjórnina í Víetnam vantar sannarlega eitthvað sem gæti hresst upp á ásjónu hennar hvort sem er í Asíu eða annars staðar. Mochtar mun fyrst hafa viðr- að þessar hugmyndir sínar þegar hann var í heimsókn í Hanoi í marzmánuði. Hann segir að síð- an hafi utanríkisráðherra í Suð- austur-Asíubandalaginu, ASEAN, rætt hugmyndir hans og þær hafi fengið hljómgrunn. Meðal annars hefði Wu, utanrík- isráðherra Kína, verið á því, að nú væri að koma rétti tíminn fyrir stjórnirnar í Hanoi og Washington að stíga skref til að leysa þetta viðkvæma mál um týnda bandaríska hermenn. Tækist að koma þessu í kring mætti svo fara að tala um næsta vers — Kambódíu. Sennilega yrði það öllu örðugra viðfangs. En Mochtar segist vera bjart- sýnn. Ef Bandaríkjamenn og Ví- etnamar kæmu sér saman um hið fyrrnefnda myndi það bæta andrúmsloftið til muna. Hanoi- stjórnin kynni að fara að tilmæl- um ASEAN um að hefja brott- flutning hersveita frá Kambódíu — í áföngum vitanlega og síðan myndi nást pólitísk iausn. Mochtar hefur verið mjög tregur að skýra frá viðræðum sem hann átti í marz við starfsbróður sinn í Hanoi, Ngy- uen Thach, en fyrst málinu er haldið vakandi má draga þá kæmi til álita fyrr en einhver hreyfing kæmist á að leysa Kambódíumálið. Víetnamar hafa átt í vök að verjast á alþjóðavettvangi, um það þarf ekki að fara mörgum arðum. Mannúðarstefna hefur akki sett mark sitt á stjórnina. Því gæti það orðið Víetnam- stjórn til framdráttar ef þeir reyndu þessa leið, sem myndi einnig vekja fögnuð hjá ótal fjöl- skyldum í Bandaríkjunum, sem hafa ekki hugmynd um afdrif sona eða maka sinna. Þannig gæti þetta orðið dálítið hugljúft og manneskjulegt og tækist nú framkvæmdin vel er ekki að efa að fulltrúar þessara tveggja þjóða gætu farið að tala saman. Það kynni svo að bera ávöxt í bættum samskiptum. Og það væri báðum til framdráttar. Tímaritið Far Eastern Econ- omic Review, segir einnig að menn hafi velt því fyrir sér af hverju Indónesar hefðu haft slíkt frumkvæði í þessu sem Mochtar, utanríkisráðherra Indónesíu Thach, utanríkisráðherra Víetnam Wu, utanríkisráðherra Kína síðkastið farið aö taka betur í að ræða þetta. Ronald Reagan, for- seti Bandaríkjanna, hefur lengi haft mikinn áhuga á því að upp- lýsa um afdrif týndu hermann- anna og eftir því sem heimildir Far Eastern Economic Review herma hefur Bandaríkjaforseti nú beðið Mochtar utanríkisráð- herra að koma því á framfæri við stjórnvöld í Hanoi að Banda- rikjamenn hafi áhuga á að leiða hermannamálið til lykta og væru fúsir til að hafa samstarf við Víetnama. Stjórnvöld í Washington létu það fylgja með að þetta væri ekki merki um stefnubreytingu gagnvart stjórninni í Víetnam og mætti ekki líta á það sem neins konar pólitíska viðurkenn- ingu, og ekkert af slíku tagi raun ber vitni um. Ástæður þess eru sjálfsagt ýmsar og sumar liggja í augum uppi: Indónesar vilja láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi og þar sem þeir séu fimmta fjölmennasta þjóð veraldar, hljóti að vera á þá hlustað. Þeir vilja einnig taka ótvíræða forystu innan ASEAN. Að ekki sé nú talað um að Mochtar, utanríkisráðherra Indónesíu, sér þarna kjörið tæki- færi til að styrkja pólitíska stöðu sína. (Heimild. byggl á grein Nnjnn Chnndn f Fnr Enstern Economic Review.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.