Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Erlendar lántökur 7,1 millj- arður kr. IAn.sfjárlög voru samþykkt í efri deild síðastliðinn þriðjudag sem lög frá Alþingi. Kins og sést á með- fylgjandi töflu verða heildarlán- tökur rúmlega 9,4 milljarðar króna, þarf af eru erlendar lántök- ur 7,1 milljarður. Ný jafn- réttislög Ný jafnréttislög voru samþykkt í efri deild í gær. Með lögunum er hvers kyns mismunun eftir kynferði óheimil, en sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlað- ar eru til aö bæta stöðu kvenna eru ekki taldar brjóta gegn þeim. Lögin voru samþykkt samhljóða. I lögunum er ákvæði um að konum og körlum skuli greidd sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Ef karl- manni hefur verið veitt starf sem hefur verið auglýst, en um það hefur sótt kona, þá getur Jafnréttisráð farið fram á að hlutaðeigandi atvinnurekandi veiti skriflegar upplýsingar um hvaða menntun, starfsreynslu og aðra hæfileika sá hefur til að bera sem starfið hreppti. Þetta gildir einnig ef kona hef- ur verið ráðin. 1 lögunum er ákvæði um að atvinnurekendur skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokk- ist ekki undir sérstök kvenna- og karlastörf. Auglýsandi og sá er hannar auglýsingu eða birtir verður að gæta þess að auglýs- ingin sé ekki öðru kyninu til minnkunar eða lítilsvirðingar. Leitast skal við að hafa tölu kynjanna sem jafnasta í stjórn- um og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasam- taka, þar sem því verður við komið. Þá á að veita fræðslu í mennta- og uppeldisstofnunum um jafnréttismál. Jafnréttisráð sér um fram- kvæmd laganna, og er hlutverk þess skilgreint nánar í lögun- um. Félagsmálaráðherra á að leggja fyrir ríkisstjórnina framkvæmdaáætlun til fjög- urra ára í senn, þar sem kveðið er á um aðgerðir er stuðla að jafnrétti. Viðskiptabankar: Samþykkt í neðri deild 20:10 FRUMVARP viðskiptaráðherra um viðskiptabanka var samþykkt með 22 atkvæöum gegn 10 í neðri deild rétt upp úr miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Allir þingmenn stjórnarflokkanna utan Ólafur Þ. Þórðarson, sem sat hjá, studdu frumvarpið og það gerði Kjartan Jóhannsson, Alþýðuflokki, einnig. Aðrir stjórnarandstöðuþingmenn greiddu atkvæði á móti. Ráðherra mælti fyrir frumvarp- Einarssonar, Bandalagi jafnað- inu í seinni deiid í gær og var því armanna, um að ekki megi kjósa vísað til annarrar umræðu. Allar breytingartillögur meiri- hluta fjárhags- og viðskiptanefnd- ar neðri deildar voru samþykktar, ásamt breytingartillögu ráðherra. tyá var tillaga Þorsteins Pálssonar og Svavars Gestssonar er varðaði hlutafé banka samþykkt. Aðrar breytingartillögur voru felldar, þar á meðal tillaga Guðmundar þingmenn í bankaráð ríkisbank- anna. Veigamesta breytingin sem frumvarpið tók í meðförum fyrri deildar var um tryggingarsjóð viðskiptabanka og er það nýr kafli. Sjóðurinn á að vera í eigu ríkisins með sérstakan fjárhag. Markmið hans er að tryggja full skil á innlánsfé viðskiptavina bankanna, ef til búskipta þeirra kemur. Stefnt skal að því að heild- areign tryggingarsjóðsins nái 1% af innlánum bankanna. Hverjum viðskiptabanka er gert skylt að leggja til sjóðsins 0.15% af innlán- um. Ráðherra á að setja reglugerð um tryggingarsjóðinn og er heim- ilt að hann verði í vörslu Seðla- banka íslands. Frumvarp um sparisjóði samþykkt samhljóða — þingi slitið á fóstudag FRUMVARP til laga um sparisjóði var samþykkt samhljóða í neðri deild síðastliðið þriðjudagskvöld og var tekið fyrir í efri deild í gær, þegar viðskipta- ráðherra Matthías Á. Mathiesen, mælti fyrir því. Krumvarpið er eins og frumvarp um viðskiptabanka á lista stjórnarinnar um forgangsmál. Fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar klofnaði í tvennt í af- stöðu sinni til frumvarpsins og skipaði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, minnihlut- ann. Þingmenn neðri deildar brettu upp ermarnar síðastliðinn þriðju- dag og afgreiddu þrjú önnur frum- vörp til efri deildar, sem var verk- lítil sama dag. Frumvarp um Hús- næðisstofnun ríkisins var sam- þykkt samhljóða, en frumvarp um Framkvæmdasjóð Islands hlaut brautargengi með stuðningi 21 þingmanns, en 6 voru á móti. Um frumvarp til laga um viðskipta- banka er fjaliað á öðrum stað hér á síðunni. Fundir neðri deildar stóðu fram undir klukkan tvö aðfaranótt gær- dagsins. Forseti hafði áformað að taka yfir stjórnarfrumvarp um getraunir Öryrkjabandalags ís- lands, en vegna eindreginna óska Ellerts B. Schram, Sjálfstæðis- flokki, var það ekki gert. Nokkrar umræður spunnust vegna þessa um þingsköp. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna sagði við þetta tækifæri að samkomulag hefði tekist þá fyrr um kvöldið milli þingflokka um að þingi yrði slitið fyrir hádegi á föstudag. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi, taldi ekkert því til fyrirstöðu að málið yrði tekið fyrir, enda um það samstaða milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ell- ert B. Schram benti hinsvegar á að hann væri ekki bundinn af neinu samnomulagi varðandi störf þings- ins og gaf í skyn að hann myndi hefja málþóf ef frumvarpið um getraunirnar væri tekið á dagskrá, þá um nóttina. Eins og áður segir hefur verið ákveðið að reyna að ljúka þingi fyrir hádegi á föstudag, en meðal þeirra mála sem ekki munu ná fram að ganga vegna tímaskorts eru frumvörp um sjóði atvinnuveg- ina. Fiskveiðasjóður láni fiskeldisstöðvum Breytingartillaga sjávarútvegs- nefndar neðri deildar við frumvarp um Fiskveiðasjóð íslands, þar sem sjóðnum er heimilað að veita lán til eða ábyrgjast vegna stofnfram- kvæmda við fiskeldisstöðvar með veði í fasteignum eða gegn ábyrgðum var samþykkt í neðri deild í gær. Einn þingmaður lagðist gegn til- lögunni, Stefán Valgeirsson, Fram- sóknarflokki, en 26 greiddu henni atkvæði. Frumvarpið var sent til efri deildar, sem áður hafði fjallað um það og samþykkt, en þar eð neðri deild gerði á því breytingar verður að taka málið aftur fyrir í einni umræðu. Bílbelti: Sektarákvæðum hafnað NEÐRI deild felldi á jöfnum atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli, frumvarp nokkurra þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum þar sem lagt er til að beitt verði sektum gegn þcim sem ekki nota bílbelti. Frumvarpið hafði áður verið samþykkt samhljóða í efri deild. Frumvarp um sama efni hefur áður komið til kasta Alþingis, en á síðasta þingi, 1983—1984, var það samþykkt samhljóða í efri deild, en náði ekki fram í neðri deild. Miklar umræður áttu sér stað þegar frum- varpið var tekið á dagskrá á fuhdi neðri deildar í gær og deildu þing- menn hart. Eftirtaldir 17 þing- menn studdu frumvarpið: Alexand- er Stefánsson, Garðar Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Níels Árni Lund (varamaður Guðmundar Bjarna- sonar), Guðrún Agnarsdóttir, Heildaryfírlit um innlendar og erlendar lántökur 1985 (millj. kr.) Sala spari- skírteina Verðbréfa- kaup bankanna Lífeyris- sjóðir Önnur innlend fjáröflun Erlend lán Heildar- lántökur I Opinberir aðilar 400 380 3 781 4 561 Ríkissjóður, A-hluti 4(K) — — 200 926 1 526 Ríkissjóður, B-hluti — — — 180 1 114 1 294 Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs — — — — 1 415 1 415 Sveitarfélög — — — — 326 326 II Húsbyggingarsjóðir — — 1 045 188 553 1 786 Byggingarsjóður ríkisins — — 700 188 553 1 441 Byggingarsjóður verkamanna — — 345 ~ ~ 345 III Lánastofnanir 200 :8o — 1 262 1 642 Framkvæmdasjóður — 200 150 — 1 092 1 442 Iðnþróunarsjóður — — 50 50 Stofnlánadeild landbúnaðarins — — 30 — — 30 Útflutningslánasjóður — — — — 120 120 IV Atvinnufyrirtæki — — — — 1 600 1 600 Ósundurliðað — — — — 1 600 1 600 Heildarfjárþörf (I—IV) 400 200 1 225 568 7 196 9 589 Heimild: Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Gunnar G. Schram, Halldór Ás- grímsson, Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Halldórsdóttir, Kristín S. Kvaran, Páll Dagbjartsson (varamaður Pálma Jónssonar), Stefán Guð- mundsson, Stefán Valgeirsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson, og Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir (varamaður Sverris Hermannssonar). Eftirtaldir greiddu atkvæði á móti: Ingvar Gíslason, Birgir ísl. Gunnarsson, Eggert Haukdal, Ell- ert B. Schram, Friðjón Þórðarson, Guðmundur Einarsson, Guðmund- ur J. Guðmundsson, Kjartan Ólafs- son (varamaður Guðrúnar Helga- dóttur), Halldór Blöndal, Jón Bald- vin Hannibalsson, Matthías Bjarn- ason, Ólafur G. Einarsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson, Ragnhildur Helgadóttir, Stein- grímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson. Aðrir þingmenn voru fjar- staddir. Störfum hraðað ÞAÐ var hraði í störfum Alþingis í gær og hvert frumvarpið afgreitt á fætur öðru, ýmist milli umræðna, deilda cða sem lög. Neðri deild var búin að samþykkja þrenn lög og efri deild tvenn fyrir kvöldmatarhlé. Kvöldfundir voru í báðum deildum. í fyrrnefndri deild voru sam- þykkt jarðræktarlög, lög um ríkis- bókhald og almannatryggingar, en sú síðarnefnda samþykkti lög um jafnrétti kvenna og karla, sem sagt er frá hér á öðrum stað á síðunni, og lög um ferðamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.