Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1985 Rangfærslur Morgunblaðsins — eftir Garðar Sverrisson Leiðarar eru það dagblaðaefni sem virðist þurfa að skrifa hvað sem tautar. Einhvern veginn virð- ist mér sem leiðari Morgunblaðs- ins 14. júní sl. sé ekki afrakstur mikillar yfirlegu. Efnislega er þar vegið með mjög villandi hætti að tillögum Bandalags jafnaðar- manna í stjórnkerfismálum. Blað- jð segir að Bandalagið leggi nú áherslu á stefnu sína í stjórnkerf- ismálum, enda sé það nánast eina von þess til að vera öðruvísi en gömlu flokkarnir. Þetta er út í hött. Auðvitað er Bandalag jafn- aðarmanna fyrst og fremst sam- tök jafnaðarmanna sem vilja fara nýjar og róttækar leiðir að hinum hefðbundnu markmiðum jafnað- arstefnunnar, sem Morgunblaðið og aðrir andstæðingar hennar vita mætavel hver eru. Allt um það. Kjarninn í gagn- rýni blaðsins er þó sá að Banda- lagið vilji beint kjör fram- kvæmdavaldsins vegna þess að með því sé dregið úr pólitískri .ífyrirgreiðslu, hrossakaupum og spillingu. Þetta sé augljóslega engin lausn, enda sé allt þetta til staðar í Frakklandi og Bandaríkj- unum sem hvorugt viðhafi þing- ræðisskipulag. Hér er heldur betur snúið út úr. Það sem Morgunblaðið gerir er að það tekur rök Bandalagsins fyrir aðgreiningu valdþátta, klínir þeim á tiilöguna um beint kjör fram- kvæmdavalds og segir: Þetta er út í bláinn! Spurning um ábyrgö og völd Rök Bandaiagsins fyrir beinu kjöri framkvæmdavaidsins eru fyrst og fremst lýðræðislegs eðlis. Þetta er einfaldlega krafa um beint og milliliðalaust lýðræði þar sem horfið er frá því vaidaafsali sem felst í því fyrirkomulagi sem lætur þingmenn, eða öllu heldur meirihiuta þeirra, ákveða 4 ára stjórnarstefnu eftir að kosningar hafa farið fram. Þetta er t.d. krafa um að Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokkur hætti að flaðra upp um kjósendur hvor í sínu lagi og komi síðan í bakið á fólkinu með allt aðra og áður órædda stjórnar- Garðar Sverrisson „Það sem Morgunblað- iÖ gerir er aö þaö tekur rök Bandalagsins fyrir aðgreiningu valdaþátta, klínir þeim á tillöguna um beint kjör fram- kvæmdavalds og segir: Þetta er út í bláinn!“ stefnu. Þetta er með öðrum orðum krafa um að þessir flokkar geri sín bandalög um stjórnarstefnu fyrir opnum tjöldum áður en fólkið gengur að kjörborðinu, þannig að allir megi sjá um hvaða kosti er að velja. Framangreind tilhögun er greinilega ögn lýðræðislegri en sú sem nú gerir þessum aðilum kleift að flaðra upp um kjósendur hvor í sinu lagi og kenna síðan hvor öðr- um um þegar búið er að svíkja flest fyrirheit. Þess vegna er þetta ekki aðeins spurning um lýðræð- isleg völd kjósenda heldur líka grundvallarspurning um ábyrgð stjórnmálamanna, um þaö hvern- ig menn raunverulega axla ábyrgð í stjórnkerfinu. Spilling og þrígreining Rökin sem Morgunblaðið benti á eru rök fyrir allt annarri kröfu, en það er sú meginkrafa Bandalags- ins í stjórnkerfismálum að alger- lega verði skilið milli hinna þriggja þátta ríkisvaldsins: lög- gjafarvalds, dómsvalds og fram- kvæmdavalds. í raun er þetta að- eins krafa um að 2. gr. stjórn- arskrárinnar sé fylgt til hins ýtr- asta svo of mikil völd safnist ekki á eina hendi og vaidþættirnir geti veitt hver öðrum nauðsynlegt að- hald. Ekki ætla ég að þreyta sjálfan mig og lesendur Morgunblaðsins með þeim mýgrúti dæma sem við höfum um efnahags- og siðferði- lega skaðsemi þessa gerspillta kerfis. Það sjá allir sem hafa augu og eyru hvernig menn vippa sér gegnum vængjahurðir valdaþátt- anna. Ofan á þetta bætist að um- svif einstaklinga I opinberri þjón- ustu virðast ekki lúta neinum lág- marks siðferðisreglum. Raunar virðist umræða um hagsmuna- tengsl og hagsmunatogstreitu vera utan áhugasviðs langflestra íslenskra stjórnmálamanna. Þetta kristallast í Albert Ekki get ég þó stillt mig um að nefna núverandi fjármálaráð- herra, Albert Guðmundsson, sem dæmi um þetta. Fyrir nokkrum árum þjónaði þessi einstaklingur framkvæmdavaldinu sem formað- ur bankaráðs Útvegsbankans. Á sama tíma var hann stjórnarfor- maður hlutafélagsins Hafskipa, en á þessum tíma voru Hafskip einn stærsti skuldunautur bankans. Nú kemur það í ljós að samskiptin við hlutafélag bankaráðsformannsins eru einn undarlegasti þátturinn í fjármálaóreiðu ríkisbankans. Albert Guðmundsson var síðar útnefndur til ráðherradóms í fjár- málaráðuneyti af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Og hvað skyldi hann hafa fyrir stafni í frí- stundum? Jú, hans fristundagam- an er að troða upp á hluthafafundi Hafskipa. Og ekki nóg með það. Þessi ábyrgðarmaður ríkissjóðs lætur hafa sig í að stjórna sjálfum aðalfundi fyrirtækisins. Hvar í heiminum myndi svona framkoma líðast af fjármálaráðherra? Það þarf vart að geta þess hér að meðfram þessum umsvifum hefur þessi sami maður setið sem löggjafi við Austurvöll og sett landinu lög í hjáverkum. Það er gegn þessu lamaða sið- ferðislífi sem við jafnaðarmenn erum að vinna þegar við krefjumst aðgreiningar valdþáttanna, þess að 2. gr. hinnar íslensku stjórn- arskrár sé hafin til vegs og virð- ingar. Hötundur er síarfsmaður Banda lags jafnaðarmanna. Stykkishólmur: Opnun nýrrar ben- sín- og olíustöðvar Stykkishólmi 14. júní. NÝ BENSÍNSTÓÐ var opnuð hér í Stykkishólmi í morgun á vegum olíufélaganna. Er þetta veglegasta bygging og afgreiðslutæki öll ný og fullkomin. Gamla bensínstöðin okkar sem lengi heflr dyggilega þjónað okkur er nú auð og yfirgefin og gömlu tankarnir drjúpa í auðn. Gamla stöðin var orðin þannig að hún þjónaði ekki hinum nýja tíma og eins var þvottaplanið. Þegar ég kom þarna í morgun var þar margt um manninn og mikið að gera í afgreiðslunni. Ég ræddi við Sveinbjörn Sveinsson sem er forstjóri stöðvarinnar og fékk þær upplýsingar að þessi stöð væri sameign allra Olíufé- laganna og hin fullkomnasta í alla staði. Byggingin er 205 fer- metrar að flatarmáli og gengu allar framkvæmdir við hana vel. Verktaki og byggingarmeistari var Páll Harðarson, Grundar- firði, og er auðséð á öllu að hann og hans menn kunna til verka og hefir gengið ótrúlega fljótt að byggja húsið. Tölva er þarna í notkun eins og á öllum nýtísku bensínstöðvum og er það til ör- yggis og mikilla þæginda. Beinir hún olíu og bensinsölu inn á af- greiðsluborð þar sem gengið er frá viðskiptum. Afgreiðslusalurinn er rúmgóð- ur og 4 borð eru þar fyrir við- skiptamenn að sitja við og njóta viðurgernings. Þarna er verslað með allar ol- íu- og bensínvörur, varning fyrir ferðamenn, svo sem grillofna ofl. Þá er þarna selt sælgæti, öl og gos og hamborgarar o.fl. o.fl. Skrifstofa er ágæt fyrir for- stjóra, kaffistofa fyrir starfsfólk og snyrtiherbergi, geymslur fyrir vörur. Bensín- og olíutankar nýir og fullkomnir og steypt plan fyrir framan. Þá er þarna rétt hjá þvottaplan þar sem 10 bíla má þvo samtímis. 1 sumar verður svo betur gengið frá umhverfis stöðina. Stöðin var opnuð fyrir almenn- ing í morgun. Þar var gestum boðið upp á sælgæti, kaffi og gos, mjög huggulegt allt saman. Mér til mikillar ánægju var horfið frá því að halda þarna opnunarpartý með áfengi og slíku sem alltaf sýnir sig betur og betur að þjóna þeim eina tilgangi að gera menn öðruvísi en þeir eiga að vera og margir hafa áhyggjur af. Ég held að það sé að verða almenn skoð- un að slíkar opnunar- og reisu- gildisveislur heyri fortíðinni til og betri siðir séu í vændum. Nýr starfsmaður og umsjónarmaður bætist nú í hópinn, Guðmundur Ágústsson, sem áður var starfs- maður Kaupfélagsins hér. Ég gat ekki annað séð en menn væru ánægðir með að fá þetta veglega hús og aðstöðu í bæinn. Það lífgar upp á og er fyrsta hús á hægri hönd þegar ekið er í bæ- inn. Sveinbjörn sagði að það hefði verið mjög annríkt síðustu daga þegar verið var að leggja síðustu hönd á verkið og flytja úr gömlu byggingunni í þá nýju. Sem sagt, þetta verður allt önnur þjónusta, og var mikill hugur I starfsfólki að standa sig vel og gera sitt besta. Árni raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar óskast keypt Útgerðarmenn Otgeröarfyrirtæki óskar aö kaupa aflakvóta . gegn staögreiöslu. Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir fimmtudaginn 27. júní nk. merkt: „Kvóti-008“ tilboö — útboö ^ÚTBOÐ Tilboð óskast í vararafstöö, díselknúna, fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, miövikudaginn 31. júlí nk. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Ql ÚTBOÐ Tilboð óskast í jarövinnu á lóö og byggingu 9 parhúsa viö Dvalarheimili aldraöra, Seljahlíö við Hjallasel 19-53, Reykjavík, fyrir bygginga- deild. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö þriðjudaginn 9. júlí nk. kl. 11.00. Ódýr veiðileyfi í Litlu-Laxá Hafin er sala á lax- og silungsveiöileyfum í Litlu-Laxá í Hreppum. Leyfin eru seld hjá Stangaveiöifélagi Reykjavíkur, Háaleitisbraut 68, Rvík, sími 68 60 50. Lagalax sf. — Salmo Juris. Bátar og skip Frambyggðir plastbátar til sölu 2 tonn, 2,5 tonn og 5 tonn. Eikarbátur 9 tonn. Höfum kaupendur að flestum stæröum báta og skipa. Fasteignamiðstöðin, Hátúni 2B, sími 14120. húsnæöi í boöi Ný 3ja herb. íbúö til leigu. Bílskýli. Mánaöargreiðslur. Tilboö sendist augl.deild Mbl. merkt: „Reka- grandi - 2091“. íbúð til leigu í London 3ja herb. íbúö í Hammersmith-hverfi er til leigu 15. júlí—15. sept. Leiga í skemmri tíma kemur einnig til greina. Uppl. í síma 34246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.