Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTITDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Sjötugur í dag: Jóakim Pálsson skipstjóri Margs er að minnast þegar vin- ur minn Jóakim Pálsson á sjötugs- afmæli. Kynni okkar hófust þegar við vorum ungir drengir saman í Reykjanesi við sundnám, innan við fermingu. Síðan hafa leiðir okkar óslitið legið saman. Hann við sjósókn, skipsstjórn og hrað- frystihúsarekstur heima í Hnífs- dal, en ég í blaðamennsku, pólitík og síðast utanríkisþjónustu úti í löndum. - Svona skáka örlögin ungum drengjum frá Djúpi til á ýmsa vegu. En alltaf höfum við Jóakim verið í sama bát, finnst mér. Á sjó og landi höfum við átt samleið, ekki alltaf sammála um alla hluti, en vinir og félagar sem skildum hvor annan. Jóakim er fæddur og uppalinn í Hnífsdal, þar sem sjósókn og út- gerð hafa um langan aldur sett svip sinn á mannlífið. Frá þessu litla kauptúni komu ýmsir dug- mestu formenn og skipstjórar landsins. Foreldrar hans voru Páll Páls- son útvegsbóndi og skipstjóri í Heimabæ og fyrri kona hans, Guð- rún Guðleifsdóttir, ættuð úr Aðai- vík. Páll Pálsson var höfðingi, mikill sjósóknari fram á efstu ár, frammámaður í félagsmálum og atvinnulífi byggðarlags síns, heið- ursfélagi í Sjómannafélagi Hnífsdælinga. Kom hann hvar- vetna fram af drengsskap og skör- ungsskap. Mun hans jafnan minnst sem hins ágætasta manns af öllum er honum kynntust. Er af honum komin mikil ætt og farsæl. Jóakim hóf eins og flestir Hnífsdælingar ungur sjósókn. Hann lauk skipstjóraprófi á ísa- firði og mun fyrsti vélbáturinn sem hann stjórnaði hafa verið Páll Pálsson, er var gerður út frá Hnífsdal og var 15 smálestir að stærð. Næsta skip hans var 39 smálestir og hét einnig Páll Páls- son. Bátarnir héldu svo áfram að stækka og verða traustari og full- komnari. A.m.k. tveir aðrir bátar, sem hann stjórnaði báru einnig nafnið Páll Pálsson. Síðast komu myndarskipið Guðrún Guðleifs- dóttir og togarinn Páll Pálsson. Hnífsdælingar létu ekki sinn hlut liggja eftir þegar íslensk útgerð og sjósókn var í sem örastri þróun. Minnisstæð er mér ein heim- sókn mín með Jóakim Pálsson á fund Magnúsar Jónssonar, alþing- ismanns og prófessors, sem þá var formaður í ráði, sem stjórnaði meðal annars innflutningi á skip- um, er byggð voru erlendis. Hnífsdælingar þurftu að eignast nýtt og fullkomið skip. En þá þurfti að takmarka skipainnflutn- ing og okkar gáfaði og skemmti- legi flokksbróðir, sem eitt sinn hafði verið sóknarprestur á ísa- firði og í Hnífsdal sagðist því mið- ur ekki geta leyft innflutning á nýju skipi fyrir Hnífsdælinga. Það þótti okkur Jóakim slæm tíðindi og gengum hart að guðfræðipró- fessornum. En ekkert dugði. Við gátum ekki fengið skipið. Enginn erlendur gjaldeyrir til þess í bili. — Mér þykir þetta nokkuð hart, sagði Jóakim. Ég man ekki betur en að þér hafið skírt mig þegar þér voruð prestur okkar í Hnífsdal. — Ja, mikil lifandis ósköp, sagði prófessorinn. Ég hefi skírt yður og svo get ég ekki einu sinni útvegað yður nýtt og gott skipt þegar þér eruð orðinn hörkuskip- stjóri og eruð að framleiða erlend- an gjaldeyri fyrir þjóðina. Svona er lífið ósanngjarnt nú til dags. Við brostum allir að þessari furðulegu öfugþróun, sem þó var sannarlega ekkert spaug. En ekki man ég betur en að við Jóakim höfum að lokum herjað skipið út úr kerfinu, hvort sem það var nú út á skírnina eða heilbrigða skynsemi háyfirvalda. Jóakim Pálsson var harðdugleg- ur aflamaður og farsæll skip- stjórnari. Hann og félagar hans í Hnífsdal áttu svo sannarlega skil- ið að mega flytja inn nýtt og stærra skip. Þeir héldu ekki aðeins áfram að efla fiskiskipaflota sinn. Þeir byggðu fullkomið hraðfrysti- hús, sem nú er eitt besta frysthús landsins. Áttu þar margir góðir menn hlut að máli, þeirra á meðal Elías Ingimarsson, Páll Pálsson í Heimabæ, Ingimar Finnbjörns- son, Einar Steindórsson og fleiri öndvegismenn á staðnum. Hin fullkomnu skip og Hrað- frystihús Hnifsdælinga eru í dag grundvöllurinn að velmegun fólks- ins í þessu blómlega byggðalagi. Þegar Jóakim Pálsson lét af skipsstjórn fyrir nokkrum árum varð hann útgerðarstjóri afla- skipsins Páls Pálssonar, forstjóri Mjölvinnslunnar í Hnífsdal og ef ég man rétt stjórnarformaður í hlutafélagi Hraðfrystihússins. Hann hefur því verið og er mæni- ás í atvinnulífi byggðalags síns á sjó og landi. Auk þess hefur hann tekið þátt í hreppsnefnd Eyrar- hrepps, sem nú hefur verið sam- einaður ísafjarðarkaupstað. Ýmis önnur samtök hefur hann verið viðriðinn í byggðalagi sínu. í einkalífi sínu hefir hann verið gæfumaður. Eiginkona hans var Gabríela Jóhannesdóttir frá Hlíð í Álftafirði sem lést fyrir tíu árum, fríðleikskona og mikilhæf hús- móðir. Við fráfall hennar fyrir aldur fram var mikill harmur kveðinn að manni hennar og mannvænlegum börnum þeirra: En þau eru: Gunnar Páll, fiski- fræðingur, sem kvæntur er Helgu Jóakimsson, þýskri konu. Eru þau búsett í Kiel í Vestur-Þýskalandi, Helga hárgreiðslumeistari, gift Friðriki Sophussyni alþm., vara- formanni Sjálfstæðisflokksins, Kristján skipstjóri í Hnífsdal, kvæntur Sigríði Harðardóttur, Jó- hanna Málfríður sjúkraliði í Reykjavík, Aðalbjörn skipstjóri í Hnífsdal, kvæntur Sigríði Krist- insdóttur og Hrafnhildur skrif- stofustúlka í Reykjavík. Sambýlis- kona Jóakims er Sigríður Sigur- geirsdóttir frá Súðavík, góð og dugandi kona. Jóakim dvelur á afmælisdaginn í Vestur-Þýskalandi með börnum sínum og skylduliði. Þangað sendi ég þessum tryggðavini og fólki hans einlægar heillaóskir á sjö- tugsafmælinu með þökkum fyrir allt gott á liðnum tíma. Lifðu allar stundir heill og sæll. Sigurður Bjarnason frá Vigur Jóakim Pálsson útgerðarmaður er sjötugur í dag. Um áratuga- skeið var hann formaður og skip- stjóri á bátum frá Hnífsdal. Frá því að hann hætti til sjós hefur hann verið framkvæmdastjóri Miðfells hf., sem gerir út bv. Pál Pálsson ÍS 102. Togarinn ber nafn föður Jóakims, en Páll var útvegs- bóndi í Heimabæ, þekktur afla- maður við Djúp. Jóakim er jafn- framt framkvæmdastjóri Mjöl- vinnslunnar hf. og stjórnarfor- maður Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. Jóakim er athafnamaður í bezta skilningi þess orðs og einn af máttarstólpum síns byggðarlags. Hann mótaðist á kreppuárunum og varð bjargálna með harðri sókn — eftir Árna Einarsson Þessi hending, sem er upphaf að þekktum texta sem aldrei endar og endurtekur sig í sífellu, kemur óneitanlega upp í hugann þegar fylgst er með umræðum um áfeng- ismál hér á landi. Rök áhugafólks um áfengisneyslu eru endurtekin áratug eftir áratug nær óbreytt. Reynsla og aukin þekking á áfeng- ismálum virðast engin áhrif hafa þar á. Þegar rætt var um að leyfa inn- flutning og sölu á léttum vínum á árunum 1915—1922 töldu áhuga- menn þar um að við það myndi smygl hverfa, svartamarkaóssala sömuleiðis og bruggun leggjast af. Nær áratug seinna þegar rætt var um að leyfa innflutning og sölu á sterku áfengi var enn á ný haldið fram að smygl myndi hverfa svo og svartamarkaður og bruggun. ... lítinn bfl, bfl, bfl ... Enn ganga þessar viðbárur aft- ur; nú í umræðum um lögleyfingu bjórs í landinu. Pálmi Jónsson alþingismaður mælti fyrir nefndaráliti meiri- hluta allsherjamefndar neðri deildar Alþingis (6. maí sl.) þar sem mælt er með samþykkt frum- varps um meðalsterkt öl (bjór- frumvarpsins svokallaða) með nokkrum breytingum. Meðal ávinninga við samþykkt frum- varpsins taldi hann að smygl og svartur markaður hyrfi og einnig að bjórlíki (bruggun) hyrfi! Aðrar tegundir áfengis en bjór hafa nú verið til sölu hér á landi í um 50 ár óslitið. Hvarf smygl með tilkomu þeirra? Hvarf svartur markaður? Lagðist bruggun af? Líklega er enginn svo utangátta að svara þessum spurningum ját- andi. Samt er enn haldið dauða- haldi í trúna á að fleiri tegundir áfengis leysi þau mál sem hér hafa verið nefnd. ... að skrifa um bflinn stfl ... Það er í sjálfu sér eðlilegt og nauðsynlegt að fólk hafi skoðun á sem flestum málum, þar á meðal áfengismálum. Vitanlega eru skoðanir okkar misvel grundaðar, sumar byggðar á þekkingu aðrar ekki. Skynsemin segir okkur um hvort er að ræða í hverju tilviki og málafylgjan fer eftir því. Engum er ætlandi að ráða yfir nákvæmri þekkingu á öllum svið- um. Þess vegna skiptum við því á okkur að afla þekkingar á mis- munandi sviðum og tölum við þá um sérþekkingu. Ekki fremur en öðrum er þing- mönnum ætlandi sérþekking á öll- um sviðum. Við hljótum þó að gera til þeirra þær kröfur að í þeim málum, sem þeir fjalla um hverju sinni, styðjist þeir við það sem vitað er „sannast" þar. Vænt- anlega leitum við þekkingar til að nýta hana sem best í þágu úrbóta og framfara! í fang Ægis. Hann er af þeirri kynslóð, sem byggt hefur upp und- irstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og lagt þannig öðrum fremur grunn að batnandi lífskjörum undanfarinna áratuga. Engum manni hefi ég kynnzt, sem er þeirri náttúru gæddur í jafn ríkum mæli og Jóakim að geta leyst úr hvers kyns vandræð- um vina sinna. Hann á venjulega ráð undir rifi hverju. Jóakim er fastur fyrir, talar ekki tæpitungu og segir álit sitt á mönnum og málefnum umbúðalaust. Ræktar- semi er honum í blóð borin. Eng- inn er glaðari í góðra vina hópi. Um þessar mundir dvelst af- mælisbarnið með fjölskyldu sinni í Þýzkalandi. Vinir hans og vanda- menn árna honum heilla á þessum tímamótum og bera fram þá ósk, að gæfan verði áfram förunautur hans um ókomin ár. Friðrik Sophusson „Rök áhugafólks um áfengismál eru endur- tekin áratug eftir áratug nær óbreytt. Reynsla og aukin þekking á áfeng- ismálum viröist engin áhrif hafa þar á.“ Því hlýtur sú spurning að koma upp hvort þeir sem ætla má að búi yfir mestri þekkingu á áfengis- málum séu samþykkir því að smygl, svartamarkaður og brugg- un hverfi með lögleyfingu bjórs! Hvað hefur reynslan kennt okkur á þessu sviði? Ekki dreg ég í efa að flutn- ingsmenn og stuðningsmenn bjór- frumvarpsins ætli honum að bæta áfengismál þjóðarinnar, það er a.m.k. ólíklegt að þeir stefni að hinu gagnstæða. Rökin fyrir þessu frumvarpi eru þó einungis að litlu leyti gild þar sem þau ganga þvert á þá þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Þau eru engu að síður sett fram í formi fullyrðinga sem líta út fyrir að vera byggðar á hvoru tveggja. Þó að af ýmsu sé að taka í full- yrðingum um bjórinn ætla ég í lokin aðeins að nefna þrennt til viðbótar: 1. Að með lögleyfingu bjórs sé verið að koma til móts við vilja meirihluta fólks í landinu sem vill bjór! Er sá meirihluti svo eindreginn að þingmenn geti ekki á heilum sér tekið vegna þess? Samkvæmt skoðanakönnunum dagblaða fer hann þverrandi. Að komið sé til móts við venjur erlendra ferðamanna! Má þá ætla að ferðamenn komi til íslands til að drekka bjór fyrst og fremst? Gullfoss og Geysir verða þá væntanlega typptir öl- froðu í auglýsingum og landkynn- ingu? Flestar þjóðir leitast við að halda sérkennum sínum í hafi þjóðana og eru þau stolt þeirra og sameining. Hversu langt má búast við að gengið verði í þvi að gera umhvcrfið sem kunnuglegast er- lendum ferðamönnum? Vændi tíðkast opinberlega víða um lönd til dæmis. 3. Að ríkið fái „eðlilegar" tekjur (sbr. álit meirihluta allsherjar- nefndar neðri deildar) af bjórsölu! Hvað eru eðlilegar tekjur ríkis- ins af áfengissölu? Hvort er niður- stöðutalan úr því dæmi með já- kvæðu eða neikvæðu formerki? Hvaða vissu höfum við um „gróða" af þeirri verslun? Það er eðlilegt að fram komi ólíkar skoðanir á bjórmálinu en það hlýtur að vera sanngjörn krafa okkar sem veitum fólki brautargengi á þing að það vandi vinnubrögð sín — í þessu máli sem öðrum. Málafylgja byggð á hind- urvitnum er vanvirða við okkur. Höfundur er erindreki bji Áfengis- varnarádL Það var einu sinni strákur, sem átti lítinn bíl ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.