Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNf 1985 fclk f fréttum Hollywood líf og Hollywood víf Jackie Collins skrifar hverja met- sölubókina á fætur annarri og eru þær allar um ástir, framhjáhald og andlitslyftingar svo eitthvað sé nefnt. Það eru víst fáir sem búast við því af kvenréttindakonu að hún sitji og semji skáldsögur kryddaðar með kynlífslýsingum. En Jackie Collins er ímynd þver- stæðunnar. Hún er vellauðugur rithöfundur, sem ekur um í óhreinum sex ára gömlum Cadill- ac, annast sjálf innkaupin, er trygg eiginkona og móðir, en úr penna hennar flæða klámyrðin; kona sem af skrifunum að dæma þekkir spillinguna betur en flestir. Heima hjá sér í Hollywood — þar sem óvildin í hennar garð berg- málar enn í hæðunum eftir út- komu síðustu metsölubókarinnar, sem opinberar fyrir alheimi hé- gómann í kvikmyndaborginni — er Jackie áberandi af því hún er öðruvísi. Sannleikurinn er vissu- lega lygasögu líkastur," sagði hún nýverið í blaðaviðtali. Svo mikil er þó velgengni hennar að hviklyndir samborgarar hennar í Hollywood — sem máttu lesa lítt duldar frá- sagnir af öllum andlitslyftingum sínum í bók hennar „Hollywood Wives“ — hafa neyðst til að taka hana í (sílikonfyllt) fang sitt. „Þeir neyddust til að vera vin- gjarnlegir við mig vegna vel- gengni minnar," segir hún. „Ef bókin hefði selzt illa, hefðu þeir lumbrað á mér að vild. En hún varð metsölubók, svo nú koma þeir til mín með sín uppgerðar bros og bjóða mér heim.“ Hvort borgarbúar verða alveg jafn gestrisnir í hennar garð eftir að næsta bók Collins — þar sem hún tekur eiginmennina í Holly- wood fyrir — kemur í búðirnar er eftir að sjá. „Það eru þeir sem aldrei hafa lesið neitt eftir mig, og ætla sér aldrei að gera það, sem gagnrýna mig mest — þetta er einskonar snobbaraháttur hjá þeim. Ég tala enga tæpitungu, og lýsingarnar eru oft grófar — og ég býst við að það falli ekki öllum í geð. En ef furðufuglinn Monty Python gerði þetta segðu allir: „Er hann ekki fyndinn?" Þegar ég geri það, segja menn: „Hún er kona, hún á ekki að vita af þessu.“ Ég er ánægð með kynlífslýs- ingar mínar. Eg held að þær séu raunsæjar og fyndnar. Mér finnst margir karlar skrifa um kynlíf eins og þeir væru kvensjúkdóma- fræðingar. Ég reyni að draga upp ástleitna mynd þar sem ímyndun Jackie Collins. lesandans tekur yfir áður en ég geng of langt." Jackie Collins er sjálf ham- ingjusamlega gift Oscar Lerman, meðeiganda eins þekktasta diskó- teks heims — Tramp — sem er nú að opna útibú í Los Angeles. Framhjáhaldið í sögum hennar er í andstöðu við skoðanir hennar á hjónabandinu. „Mér finnst að allir eigi að lifa hátt og frjálst fyrir hjónabandið. Ef konur vilja sofa hjá sex körlum á mánuði, þær um það. Vilji þær vera án kynlífs í heilt ár, þær um það. Gerið það sem þið viljið, ekki COSPER 99/ð COSPER ... og svo neitaði prinsinn að giftast prinsessunni og lifði hamingjusam- ur til æviloka. það sem samfélagið vill að þið ger- ið. En hjónabandið hefur tilgang, og tilgangurinn er sá að vera með einni persónu og byggja upp dá- samlegt samband. Ég er einlæg- lega fylgjandi tryggð í hjóna- bandi." Það er athyglisvert að henni finnast einnig sögur sínar vera einum of veraldlegar fyrir dæt- urnar, sem eru táningar — þótt þær þekki vel sögur Harold Robb- ins og Sidney Sheldons. „Við ræddum um þetta; Ég sagði að mér fyndist þær ættu að bíða þar til þær væru eldri. Vinir þeirra geta lesið bækurnar, en gagnvart börnum mínum er ég öðruvísi — ég er mamma." Þar sem hún hefur þekkt lífið í Hollywood frá því löngu áður en fjölskyldan fluttist þangað fyrir tveimur árum — hún kom þangað fyrst sem byrjandi leikkona í fótspor systur sinnar Joan — óttast Jackie að dætur hennar kunni að sækjast eftir því að verða leikkonur (en það virðist sem bet- ur fer ekki líklegt sem stendur). „Hér í borg gleypa þeir konurnar í sig og spýta þeim svo út úr sér. Sé kona orðin 25 ára, er hún tekin að reskjast. Ég hef alltaf verið kvenrétt- indakona," segir Jackie, „en ekki á hefðbundinn hátt. Ég mála mig til dæmis — en ég geri það fyrir sjálfa mig. Ég geri það sem þókn- ast sjálfri mér.“ — Ef hún ein- hvern tíma sér eitthvað af þeim 40 milljónum dollara sem henni voru dæmdar í skaðabætur í málshöfð- un gegn tímariti sem birti myndir sem sagðar voru af henni nakinni, er ætlunin að gefa góðgerðarsam- tökum kvenna alla upphæðina. Elín Bragadóttir nuddari hefur sérhæft sig í að ná af appelsínuhúð. Morgunblaðið/Þorkell ELÍN BRAGADÓTTIR NUDDARI Nuddarar fá yöðvabólgu eins og annað fólk Appelsínuhúð hefur hrjáð margan manninn, jafnt konur sem karla. Fjölmargar fræðirit- gerðir hafa verið skrifaðar um þennan kvilla sem leggst jafnt á granna og þétta og unga sem aldna. Ymsar leiðir hafa verið fundnar til að laga appelsínuhúð og hafa þær gefist misvel, margir vilja jafnvel meina að hana sé ekki hægt að laga. Ekki er Elín Bragadóttir, tutt- ugu og eins árs gamall nuddari i Reykjavík, á þeirri skoðun og hefur hún þróað nuddtækni sem minnkar appelsínuhúð og oft hverfur hún al- veg. „Það sem kallað er appelsínuhúð eða „cellolite" eru fitufrumur sem hafa safnað í sig alls kyns úrgangs- efnum og losa sig ekki við þau. Þannig stækka frumurnar og stífl- ast og mynda „cellolite". Óholl fæða, kaffidrykkja, reykingar og getnaðarvarnapillan eru meðal þess sem geta valdið appelsínuhúð I og mörgum reynist mjög erfitt að ná henni af sér aftur. Ég er lærður almennur líkams- nuddari, þ.e. vöðvanudd en mér datt í hug að reyna jafnframt að þjálfa mig upp í „cellolite“-nuddi og það hefur gengið mjög vel og undirtektir verið frábærar. Ég opnaði nuddstofuna í mars á sama stað og sólbaðsstofan Sólskríkjan er til húsa og þegar liðnar voru þrjár vikur var kominn langur bið- listi. Núna vinn ég frá níu á morgn- ana til átta á kvöldin og með þessu áframhaldi ætla ég að stækka við mig í haust.“ Við nuddið notar Elín sérstaka hanska úr náttúrulegum svampi og olíu sérstaklega ætlaða þessu nuddi frá Body Shop. „Ég sprengi fitukúl- urnar og fituvefina og úrgangsefn- in fara út í blóðrásarkerfið og skila sér út úr líkamanum." Árangurinn af nuddinu sagði El- ín vera framar öllum vonum en eins og um margt annað þarf að gæta mataræðisins mjög vel ef appelsínuhúðin á ekki að koma aft- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.