Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JUNÍ 1985 '4b • Uwe Hohn Gott kast Uwe Hohn HEIMSMETHAFINN í spjótkasti, •Austur-Þjóóverjinn Uwe Hohn, sigraði örugglega á alþjóólegu móti t Tékkóslóvakíu um síðustu helgi. Hann kasti 94,96 metra en næsti keppandi, Jan Kolar frá Tekkóslóvakíu, kastaði rúmum 12 metrum styttra. North vann US Open Bandaríkjamaöurinn Andy North sigraöi um helgina á US Open-golfmótinu, einu því stærsta sem fram fer í heimin- um árlega. North lék á 279 höggum — aöeins einu höggi minna en þeir sem næstir komu, Kanadamaóurinn David Barr, Denis Watson frá Banda- ríkjunum og Chen Tze-Chung frá Taiwan. Taiwan-búinn var lengst af meö forystu í keppninni og var talinn líklegur sigprvegari. En honum brást bogaiistin síöasta hluta keppninnar auk þess sem North lék mjög vel. Seve Ballesteros, Lanny Wadkins og Payne Stewart léku brautina á 281 höggi og komu næstir. Flestir af bestu kylfingum í heiminum tóku þátt í þessu mikla móti sem endra- nær en mótiö fór fram í Michi- gan. Þess má geta aö sigurvegar- anum North hefur ekki gengiö allt of vel á golfvellinum undan- fariö og síöast sigraði hann á móti áriö 1982, en þetta er í fyrsta skipti sem hann sigrar í US Open. „Þaö er stórkostleg tilfinning j t að standa uppi sem sigurvegari á móti eftir svo langan tíma — og aö þaö skuli vera þetta mót gerir þaö auövitaö enn stór- kostlegra," sagöi North eftir að hafa tryggt sér sigurinn. Kosta Boda- kvennakeppn- in í golfi OPNA Kosta Boda kvennakeppn- in í golfi verður haldin í fimmta skipti í dag á Hólmsvelli í Leiru. Ræst veröur út frá kl. 16. Leiknar veröa 18 holur. Siglinganám- skeið Ýmis í Kópavogi SIGLINGAFÉLAGIÐ Ýmir i Kópa- vogi gengst fyrir siglinganám- skeiöi fyrir fólk á öllum aldri dag- ana 23. til 30. júní. Kennd veróa undirstöóuatriói, svo sem með- ferö báts og segla og ekki síst öryggisatriöi á sjó. Kennarar eru úr rööum bestu siglingamanna landsins, kennslubátar af öllum stæröum og geróum. Þeir sem áhuga hafa skrái sig í síma 16016 milli kl. 10 og 12 fimmtudag og föstudag eöa á athafnasvæöi fé- lagsins viö Vesturvör í Kópavogi. (Fréttatilk y nning) Líflecjt sprett- sundmot á Selfossi SatfoMi, 16. iúnl. SPRETTSUNDMÓT njóta vin- sælda hjá sundfólki og áhorf- endum sem mótin sækja. Keppnin veröur öll mun líflegri þegar vegalengdir eru stuttar og átökin mikil. Sunddeild Sel- foss hélt sitt árlega sprett- sundmót 8. og 9. júní sl. Sunddeildin er skipuö áhuga- sömu fólki sem leggur mikiö af mörkum til sundíþróttarinnar og hins iþróttalega uppeldis sem ungt fólk hér nýtur. Sprett- sundmótiö í ár bar þess nokkur merki aö landsliöiö í sundi var erlendis í keppnisferö. Af þeim sökum var minna um stórafrek en þrátt fyrir það var mótiö líflegt og góö stemming ríkjandi meðal keppenda og áhorfenda. Alls tóku 84 sundmenn þátt í mótinu en þar meö er ekki öll sagan sögö. Sunddeildin rak eig- iö mötuneyti fyrir keppendur og seldi þeim undirstööugóöan mat á kostnaðarverði. Sundmömm- urnar sáu um þennan þátt móts- ins og skiluöu góöu 60 klukku- stunda verki. Haldin var kvöld- vaka sem um 100 manns sóttu og þar var líf í tuskunum. Alls unnu sundáhugamenn 220 klukkustundir í sjálfboöavinnu viö mótiö og undirbúning þess. Fyrri dag mótsins bar upp á útskriftardag Fjölbrautaskólans og notuöu foreldrar sundkrakk- anna tækifærið og heiöruðu einn stúdentanna, Guöbjörgu H. Bjarnadóttur sundkonu, sem þjálfaö hefur yngra sundfólkiö með góöum árangri. Guöbjörg afhenti síöan verölaun fyrri dag- inn en tók þátt í keppninni síöari dag mótsins. Verölaun til móts- ins gáfu SG-einingahús og sýndu nú sem áöur góöan hug til íþróttastarfseminnar á Selfossi. • Margrét Bjarnadóttir afhonti Guöbjörgu H. Bjarnadóttur sund- konu Mómvönd sam viðurkanningu fyrir vol unnin þjálfarastörf. Úrslit: — sigurvegarar. 50 m skriösund: sek Sigríöur A. Eggertsdóttir KR 50 m bringus: 29,5 Heba Friösiksdóttir UMFN 50 m baksund: 39,6 Maren Finnsdóttir KR 50 m ftugsund: 36,6 sek Guöbjörg H. Ðjarnadóttir Seifoss 33,0 4 x 50 m skriösund: mín. A-sveit Seifoss 2:02,7 4 x 50 m fjórsund: A-sveit Seifoss 2:20,1 50 m baksund: sek Albert Jakobsson KR 32,5 50 m flugsund: Ingi Þór Einarsson KR 29,8 50 m skriösund: Albert Jakobsson KR 27,0 50 m bringusund: Eiríkur Sigurösson UMFN 34,3 4 x 50 m fjórsund: mín A-sveit KR 2:05,2 4 x 50 m skriösund: min. A-sveit KR 1:50,9 Sig. Jónt. • Frá sprettsundmótinu. Otrulegir yfirburðir Sovétmanna í Stuttgart SOVETMENN uröu á sunnudag Evrópumeistarar í körfuknattleik er þeir sigruóu Tékka mjög ör- ugglega í úrslitaleik, 120:88. Þetta var í 14. skipti sem Sovétmenn sigra á mótinu og var sigur þeirra ótrúlega auöveldur. Italir uröu í þriöja sæti á mótinu — þeir sigruöu Spánverja 102:90 eftir framlengingu. i leikhléi var staöan 49:49 og eftir venjulegan leiktíma 84:84. Hnífjafnt sem sagt en italir stungu svo af í framleng- ingu. Vestur-Þjóöverjar hrepptu fimmta sætiö — unnu Frakka 100:81 í leik um þaö sæti. Júgó- slavar uröu númer sjö, unnu Búlg- ari 105:86 og ísrael varö i 9. sæti eftir 90:98-sigur á Rúmenunum. í 11. sæti varö svo Pólland sem vann Holland 102:100. Evrópukeppnin var haldin í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Kínverjinn sigraði Frost í Calgary — varð heimsmeistari (badminton KÍNVERJINN Han Jian varö um helgina heimsmeistari í badminton í einlíöaleik karla. Hann sigraöi Danann Morten Frost í úrslitaleik 14:18, 15:10 og 15:8 á sunnudag, er heims- meistaramótinu lauk í Calg- ary í Kanada. Frost vann fyrstu lotuna, Jian tvær þær næstu. í þriöju lotu haföi Frost forystu, 8:3, en þó gekk hvorki né rak eftir það. Hann geröi mikiö af vitleysum á sama tíma og Kínverjinn lék frábærlega. i tvíliöaleik karla sigruöu Joo Bong Park og Moon Soo Kim Li. Han Aiping sigraöi í einliöaleik kvenna — hún vann Wu Jianqiu 6:11, 12:11 og 11:2 í úrslitaleik. Þær eru báöar frá Kína. Aiping sigraöi einnig í tvíliðaleik, þá ásamt Li Lingwei. Þær sigruöu Lin Ying og Wu Dixi, fráfarandi heims- meistara í tvíliöaleik, 15:9, 14:18, 15:9. j tvenndarleik sigruöu Joo Bong KEPPNI um Ólafs Gíslasonar- | bíkarinn í golfi var háó þann 16. júní hjá Keili og voru úrslit ekki ráöin fyrr en eftir þriggja manna bráóabana. Þar varó Þorbjörn Kærbo hlutskarpastur. Úrslit uröu annars þannig: Án forgjafar högg Þorbjörn Kærbo, GS 83 Park og Sang Hee. Þau sigruöu Stefan Karlsson og Mariu Bengtsson frá Svíþjóö 15:9, 12:15, 15:12. Jóhann Benediktsson, GS 83 Knútur Björnsson, GK 83 Meö forgjöf högg nettó Ástráöur Þórðarson, GR 66 Gunnar Stefánsson, NK 71 Guömundur Ófeigsson, GR 71 Gefandi verölauna var Ólafur Gíslason og Co. Ólafs Gíslasonar-bikarinn: Þorbjörn Kjærbo vann eftir braðabana Evrópumet SVÍINN Patrick Sjöberg setti nýtt Evrópumet í hástökki á móti í Eherstadt í Vestur Þýskalandi um síóustu helgi — stökk 2,38 metra og var því aöeins 1 sentimetra frá heímsmetínu. Hann reyndi vió 2,40 m á mótinu en felldi naum- lega þannig aö hann virðist í raun geta slegiö heimsmetiö (2,39 m) hvenær sem er. Heimsmethafinn er Kínverjinn Zhu Jianhua. Flestir bestu hástökkvararnir voru meöal þátttakenda á mótinu í Þýskalandi — aöeins Jianhua var fjarverandi. í ööru sæti á mótinu varð Ditmar Mögenburg, Vestur- Þýskalandi, stökk 2,30 metra. Sömu hæö stukku Gerd Nagel, V-Þýskalandi, Roland Dalháuser frá Sviss og Pólverjinn Jacek Wszola.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.