Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 Evrópumótið í bridge á Italíu: ísland í 8. sæti eftir þrjár umferðir SalsoouitKiore, fuliu. 25. jónf. Frá Jnkobi K. Mðller, rrétUriUra Morfuxblaðoins. 37. Evrópumótið í bridge var sett í heilsulindarbsnum Salsomagg- iore í Ítalíu laugardaginn 23. júní sl. Þátttökuþjóðir eru 21 eftir að þrjár þjóðir höfðu hstt við þátt- töku á síðustu stundu. fsland keppir bsði í opnum flokki og kvennaflokki og er þetta í fyrsta sinn síðan 1%1 sem íslenskt kvennalandslið tekur þátt i Evr- ópumóti. Liðin eru þannig skipuð. Opinn flokkur: Aðalsteinn Jörg- ensen — Valur Sigurðsson, Jón Ásbjörnsson — Símon Símon- arson, Jón Baldursson — Sig- urður Sverrisson. Fyrirliði er forseti Bridgesambandsins, Björn Theódórsson. Kvenna- flokkur: Ester Jakobsdóttir — Valgerður Kristjónsdóttir, Halla Bergþórsdóttir — Kristj- ana Steingrímsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir — Dísa Pét- ursdóttir. Fyrirliði er Agnar Jörgensen. Keppni í opna flokknum hófst á sunnudag, en hefst á fimmtu- daginn í kvennaflokki þar sem 16 sveitir keppa. I fyrstu um- ferð spilaði íslenska liðið við Ungverjaland og tapaði 13—17 eftir að hafa verið 20 IMPum yfir í hálfleik. Tvær slemmu- sveiflur í seinni hálfleik gerðu útslagið. Jón og Símon spiluðu fyrri hálfleikinn ásamt Aðal- steini og Val, en Jón og Sigurð- ur komu inn á fyrir Jón og Sím- on í seinni hálfleik. Besta leik- inn áttu þeir Aðalsteinn og Val- ur í fyrri hálfleik, en þeir voru báðir að spila sinn fyrsta leik i Evrópumóti í opnum flokki. 1 annarri umferð vann ísland Bretland 18—12, eða 60—40 í IMPum. Bretar voru yfir í hálf- leik. Jón og Símon spiluðu allan leikinn, fyrri hálfleikinn með Jóni og Sigurði, en þann síðari með Aðalsteini og Val. I þriðju umferð sat Island yfir og fékk fyrir það 18 stig, en í kvöld verður spilað við Holland, og við Italíu og Portúgal á morgun. Italir hafa farið illa af stað í þessu móti. Staða efstu sveita eftir þrjár umferðir var þessi: 1,—2. Frakkland og Pólland með 62 stig, 3. Austurríki með 57 stig, 4. Holland með 52,5 stig, 5. ísra- el með 52 stig, 6. Svíþjóð með 51 stig, 7. Spánn með 50 stig og 8. Island með 49 stig. Sigurjónsvaka: Fjölmenni í skoðunarferð um Laugarnesið SIGURJÓNSVAKA stendur um þessar mundir yfír í Listasafni Al- þýðu við Grensásveg. Þar eru til sýnis síðustu verk Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara. I tengslum við vökuna var efnt til skoðunarferðar um Laugarnesið í Reykjavík sl. sunnudag, en Sigurjón bjó og starf- aði í Laugarnesi um nær 40 ára skeið og var mjög nátengdur staðn- um að sögn ekkju hans frú Birgittu Spur. Skoðunarferðin hófst í vinnu- stofu Sigurjóns, en síðan var gengið um Laugarnesið í fylgd fróðra manna, sem fræddu þátt- takendur um sögu staðarins og náttúrufar. Sigurður A. Magnús- son ræddi um sögu staðarins og Þór Magnússon þjóðminjavörður vísaði á staði sem geyma forn- minjar. Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur lýsti lífríkinu bæði í sjó og á landi og Þorleifur Ein- arsson jarðfræðingur gerði grein fyrir jarðfræði svæðisins. Að lok- um var kveikt Jónsmessubrenna og Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur rifjaði upp ýmislegt sem tengist Jónsmessunni. Að sögn Birgittu Spur var til- gangur skoðunarferðarinnar að vekja athygli fólks á Laugarnes- inu sem útivistarsvæði, en það er einn fárra staða í Reykjavík þar sem finna má óspillta náttúru. Alls munu um 300 manns hafa lagt leið sína í Laugarnesið á sunnudagskvöldið. Bolungarvík: Bæjarstjórnin leigir land undir ratsiárstöð Bolungarvík, 24. júni. Á bæjarstjórnarfundi í gær var tekinn til afgreiðslu samningur, er gerður hafði verið með fyrirvara um samþykki við utanríkisráðuneytið um leigu á sjö hektara landi á Bolafjalli í Stigahlíð, þar sem ætlunin er að reisa ratsjárstöð, sbr. skýrslu ratsjárnefndar. En þar kemur m.a. fram að fyrir utan afnot varnarliðsins af þessari stöð er gert ráð fyrir að flugmála- stjórn, landhelgisgæslan og póst- og símamálastofnunin verði þarna með nauðsynlegan fjarskiptabúnað. Leigutíminn er frá 1. júlí nk. Er lengd hans óákveðin og er leigu- samningurinn óuppsegjanlegur af hendi leigusala en leigutaki getur sagt honum upp með 12 mánaða uppsagnarfresti 1. júlí ár hvert. Samkvæmt samningnum er árs leiga fyrir svæðið sem fara mun undir mannvirki 52 aurar á hvern fermetra en gert er ráð fyrir að um 2500 fm. fari undir mannvirkjagerð. Ársleiga fyrir óbyggð svæði, sem gert er ráð fyrir að verði um 6,75 hektarar, eru kr. 200 á hektara. Leigugjöld þessi taka mið af byggingarvísitölu hverju sinni. Vegna legu vatnsbóls bæjarins skuldbindur leigutaki sig til þess að gera þær ráðstafanir sem nauðsyn- legar eru til þess að koma í veg fyrir að vatnsbólið spillist vegna vegaframkvæmda og annarrar um- ferðar er tengist þessum fram- kvæmdum. Einnig mun leigutaki sjá um nauðsynlegar vegafram- kvæmdir þannig að aðflutningar að stöðinni valdi ekki tjóni á götum bæjarins. Samningi þessum fylgdi bókun undirrituð af báðum aðilum. I bók- un þessari eru þrjú atriði sem sér- staklega er samið um. I fyrsta lagi samningur um viðhald vega og snjómokstur, í öðru lagi samningur um vatnsból og öryggisráðstafanir t því sambandi og í þriðja lagi samn- ingur um efnisnám. Á bæjarstjórnarfundinum lýstu bæjarfulltrúar almennt ánægju sinni með þennan samning, að und- anskildum fulltrúa Alþýðubanda- lagsins, sem lýsti sig mótfallinn þessum framkvæmdum og þar af leiðandi öllum samningum þar um, en flutti þó tvær breytingartillögur. Annars vegar var tillaga um bind- andi skoðanakönnun meðal bæjar- búa um þennan samning og hins vegar breytingartillaga þess efnis að samningurinn yrði uppsegjan- legur af beggja hálfu. Þessar tilllögur voru báðar felld- ar með átta atkvæðum gegn einu og samningurinn var samþykktur í heild sinni, óbreyttur, með átta at- kvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Alþýðubandalagsins. Gunnar Þórarinn Sveinsson framkvœmdastjóri látinn ÞÓRARINN Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Slippfélagsins í Reykjavík, lést eftir nokkra sjúk- dómslegu í Reykjavík sl. laugardag á 61. aldursári. Þórarinn fæddist í Viðey 20. janúar 1925, sonur hjónanna Stein- unnar Jóhannsdóttur og Sveins Sigurðssonar, ritstjóra Eimreiðar- innar. Hann brautskráðist frá Verslunarskóla Islands lýðveldis- árið 1944 og réðst þá til starfa hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Hann varð framkvæmdastjóri félagsins 1968 og gegndi því starfi til dauða- dags. Þórarinn sat til skamms tíma í stjórn Félags dráttarbrauta og Ratsjárstöð á Bolafjalli verður tilbúin árið 1987 Samningar um stöð á Langanesi hefjast í næstu viku STEFNT ER að því að ratsjárstöðin á Bolafjalli við Bolungarvík, sem bæjar- stjórn Bolungarvíkur samþykkti í fyrrakvöld að leigja utanríkisráðuneytinu land undir, verði orðin starfíiæf og tengd öðrum ratsjárstöðvum árið 1987. í sumar verður hafist handa við lagningu vegar frá bænum að Bolafjalli í Stigahlíð þar sem stöð- in mun rísa. Verður vegarspotti frá enda Aðalstrætis að Hærri- krossi endurbyggður þannig að hann þoli umferð allt árið og notaður sem hluti af aðkeyrslu- vegi ratsjárstöðvarinnar, sem mun liggja upp hlíðina frá Hærri- krossi. Vegurinn að ratsjárstöð- inni mun því liggja meðfram út- jaðri bæjarins eins og bæjar- stjómin óskaði eftir í leigu- samningnum. Að því er Jón Egill Egilsson, sendiráðsritari á varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær, er reiknað með að fjórar ratsjárstöðvar, búnar bráða- birgðabúnaði, verði komnar í gang á íslandi árið 1987. Tvær stöðvar eru þegar til stað- ar, á Miðnesheiði og á Stokksnesi. Hinar tvær eru sú sem nú hefur verið samið um að rísi á Bolafjalli og önnur, sem til stendur að reisa á Langanesi, fáist samþykki hlut- aðeigandi aðila. Verður hafist handa við að leita eftir því sam- þykki strax í næstu viku, að sögn Jóns Egils Egilssonar. Endanleg staðsetning stöðvar- innar á Langanesi hefur ekki verið ákveðin, en Jón Egill sagði að væntanlega risi hún annað hvort á Gunnólfsvíkurfjalli eða Heiðar- fjalli. „Áætlað er að endanlegur búnaður ratsjárstöðvanna verði kominn í gagnið 1989,“ sagði Jón Egill. „Sá búnaður er fjármagnað- ur af Átlantshafsbandalaginu og verður boðinn sérstaklega út þannig að öll NATO-ríkin munu geta boðið í uppsetningu hans.“ Is- lendingar verða væntanlega ekki samkeppnisfærir hvað varðar til- boð í sjálfan ratsjárstöðvarbúnað- inn, þó að þeir muni eflaust geta tekið að sér ýmsa aðra þætti verksins, að sögn Jón Egils. Ekki er hægt að segja á þessu stigi hvað byggingaframkvæmdir við ratsjárstöðina á Bolafjalli muni veita mörgum atvinnu, en eftir að stöðin verður tilbúin er gert ráð fyrir ellefu starfsmönnum við hana. Aætlað er að ratsjár- stöðvarnar fjórar verði mannaðar íslendingum og verða starfsmenn við þær alls um fimmtíu. skipasmiðja fyrir hönd Slippfélags- ins. Hann sat í stjórn Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík frá 1969, var varaformaður frá 1975 og formaður safnaðarins 1980—1981. Eftirlifandi kona Þórarins Sveinssonar er Ingibjörg Árnadótt- ir Sigurðssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Börn þeirra eru tvö, Steinunn myndlistarmaður og Árni blaðamaður. Vestfirðir sam- bandslausir Símasambandslaust var við alla Vestfírði norðan Patreksfjarðar í gær frá klukkan 10.35 til klukkan 19.05 og var ástæðan slitinn jarðstrengur á Gemlufellsheiði, samkvæmt upplýs- ingum á mælaborði Landsímans. Nokkur brögð hafa verið að erf- iðu símasambandi við Vestfirði síð- astliðið ár, en vonir standa til að úr rætist þegar símakerfi Vesturkjálk- ans verður hringtengt gegnum Hólmavík, eins og til mun standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.