Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 3
MORGIXNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JtJNt 1985 3 SVR hætta að aka Geithálsleið — Sérleyfisbflar Sel- foss taka við FRÁ OG MEÐ 16. júní sl. tók sú breyting gildi, að Sérleyfisbílar Sel- foss hf. annast flutning farþega á Geithálsleið. Tímaáætlun er sem hér segir: Geitháls—Umferðarmidstöð mánud.—föstud. kl. 7.32. Alla daga kl. 10.27,13.57, 16.57,19.27. Á sunnu- dögum er aukaferð kl. 21.57. Frá llmferðarmiðstöð til Geitháls verður farið alla daga kl. 9.00, 13.00, 15.00,18.00 og alla daga nema laugar- daga kl. 20.00. Á sunnudögum er aukaferð kl. 23.00. í fyrstu ferð vagnsins kl. 7.32 frá Geitháisi ekur vagninn af Miklu- braut norður Grensásveg og síðan Suðurlandsbraut, Kringlumýrar- braut, Miklubraut til vesturs, Sól- eyjargötu, Fríkirkjuveg, Lækjar- götu upp Hverfisgötu, Klapparstíg, Skólavörðuholt og Njarðargötu á Umferðarmiðstöð. í ferðinni kl. 10.27 frá Geithálsi ekur vagninn að Miklatorgi, Snorrabraut, Skúla- götu, Lækjargötu í Umferðarmið- stöð. Á austurleið tekur vagninn farþega á öllum viðkomustöðum SVR á leið sinni austur Miklubraut, Höfðabakka, Bæjarháls og Suður- landsveg. Fargjöld verða hin sömu og gilda á hverjum tíma hjá SVR og greiðslumáti hinn sami. Skipti- miðar gilda þar sem leiðir Selfoss- vagnanna og SVR skerast. Fyrir- komulag þetta verður til reynslu til 1. okt. nk. Stofnlánadeild landbúnaðarins: EINSTÖK SPARNEYTNI í SPARAKSTURSKEPPNi BIKR OG DV 9.6’85 SIGRAÐIESCORT LASER í SÍNUM FLOKKI. BENSÍNEYÐSLA REYNDIST AÐEINS VERA 4.55 LÍTRAR Á 100 KM. NÆSTU DAGA FÁUM VIÐ NÝJA SENDINGU AF ESCORT LASER, SEM LENGI HEFUR VERIÐ BEÐIÐ EFTIR. ÞAR SEM AÐEINS FÁEINUM BtLUM ER ÓRÁÐ- STAFAÐ BENDUM VIÐ VIÐ- SKIPTAVINUM OKKAR Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ KRISTÍNU EÐA ÞORBERG í SÖLUDEILD OKKAR STRAX, EF ÞEIR VILJA TRYGGJA SÉR BÍL. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 Gamli kvennabragginn í Djúpuvík fremst á myndinni er óðum að fá á sig hótelyfirbragð. Morgunbiaftið/Emar Sumarhótel í gamla kvenna- bragganum á Djúpuvík Árnesi, 13. iúní. ^ ^ ** *■ GAMLI kvennabragginn frá velmekt- ardögum sfldaráranna í Djúpuvík er þessa dagana að öðlast nýtt hlutverk. Nýjir eigendur eru í óða önn að breyta honum í sumarhótel, og er því mikið um að vera, því áformað er að opna á næstunni. 1 hótel Djúpuvík eru 8 tveggja manna herbergi, setustofa og setu- krókur auk matsalar. Þarna verður af höndum reidd öll almenn hótel- þjónusta í sérkennilegri umgerð hvassbrýndra fjalla. Ætlunin er að efna til skoðunarferða um nágrenn- ið, því næg viðfangsefni virðast vera fyrir göngufólk og fjallaklifr- ara. Margar sérkennilegar göngu- leiðir eru þarna, og frá Háafelli sést vestur í ísafjarðardjúp og reyndar til 7 ef ekki 9 sýslna, að kunnugra sögn. Þá eru og fyrirhugaðar báts- ferðir um Reykjarfjörð. Eigendur voru í óða önn að dytta að og mála utanhúss í veðurblíð- unni í dag, ásamt fríðum meyja- hópi, en innan dyra mundaði harð- snúinn hópur pípulagningarmanna tengi sín og tól. Talsverður áhugi virðist vera meðal ferðamanna fyrir þessum stað, því mikið hefur verið um bók- anir, allt fram í september. Þess má geta, að þessi fyrrverandi kvenna- braggi mun að líkindum standa undir því ágæta nafni með því að hýsa landsfund kvennaframboðsins nú í ágúst. Auk hótel Djúpuvíkur, verður sem fyrr hægt að fá svefnpokapláss með eldunaraðstöðu í Finnboga- staðaskóla, svo að vel sýnist séð fyrir þörfum ferðalanga hér í sumar. Einar Þriðjungur iáns- fjár fer til loð- dýraræktar í ár STJÓRN Stofnlánadeilar landbúnaóarins ákvað lánveitingar deildarinnar á þessu ári á fundi sínum i gær. Samtals verða veitt lán að fjárhæð 330 milljónir kr. en í fyrra voru veitt lán alls að fjárhæð 239 milljónir kr. Mikil aukning er á lánveitingum til loðdýraræktar og tekur sú búgrein nú þriðjung af áætluðu ráðstöfunarfé deildarinnar. Lánsloforðin skiptast þannig: Áfangalán (þ.e. seinni hluti lána til ýmissa bygginga) 33 milljónir kr., til hverskonar útihúsabygginga 70 milljónir, til loðdýrabygginga og fóðurstöðva 110 milljónir, til hita- veitna og annarra félagslegra fram- kvæmda 8 milljónir, til mjaltakerfa og tanka 4 milljónir, til dráttarvéla 30 milljónir, til þungavinnuvéla 4 milljónir, í jarðakaupalán 55 miilj- ónir og til vinnslustöðva 15 milljón- ir kr. Leifur Kr. Jóhannesson, forstöðu- maður Stofnlánadeildarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að deild- in hefði takmarkað fé til útlána, og yrðu menn því að sætta sig við skerðingu á fjármagni til ýmssa verka. Lánveitingar til loðdýra- ræktar eru nær þrefaldaðar frá fyrra ári og kvaðst Leifur vonast til að það væri jákvætt að beina fjár- magninu þannig í þessa búgrein sem svo miklar vonir væru bundnar við. Reynt hefðu verið að sinna sem flestum sem vildu fara út í loðdýra- ræktina auk þess sem verulegur hluti fjármagnsins færi til fóður- stöðvanna allt í kringum landið. Hann sagði að á móti hefði orðið að skera niður um meira en helming umbeðins lánsfjármagns til úti- húsabygginga og einnig verulega til vinnslustöðva. Leifur sagði að dregist hefði að svara lánsumsóknum vegna þess dráttar sem verið hefði á afgreiðslu lánsfjárlaga frá Alþingi. I fram- haldi af samþykkt þeirra væri starfsfólk deildarinnar þessa dag- ana í því að senda svör til bænda. (Úr fréUalilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.