Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNt 1985 „On The Waterfront" er sígilt. Hvernig þróaðist það atriði? — Ég kom lítið nálægt því, ég þurfti ekkert að gera. Atriðið var vel skrifað og báðir leikararnir skildu það til fullnustu. Það kem- ur fyrir að leikstjórinn þarf að hafa vit á að þegja. Þegar hann sér að leikarinn er á réttri leið, þá má leikstjórinn ekki skemma fyrir með óþarfa blaöri. Ég féll oft í þessa gryfju þegar ég var að byrja sem leikstjóri, en ég var fljótur að sjá þetta út. Þú hafðir þá þegar gert myndina „Gentleman’s Agreement”, sem var fyrsta myndin sem tók fyrir gyðinga- hatrið. Þurfti ekki mikið hugrekki til slíks á þessum árum? — Vissulega, en ég var ekki Marlon Brando og Vivien Leigh ( „A Streetcar Named Deeire“ aem Kazan gerði árið 1951 eftir leikriti Tennessee Williams. nándar nærri eins djarfur og Darryl F. Zanuck, sem fjármagn- aði myndina. Það var hann sem átti stærstan heiðurinn af þeirri mynd. Ég hefði aldrei getað gert hana án hans. Mér fannst eitt- hvað vanta Nú skulum við stökkva nokkur ár fram í tímann. Síðasta myndin sem þú gerðir, var „The Last Tycoon“ árið 1976. Hún fjallaði um Holly- wood gamla tímans. Hvaða tilfinn- ingar hefur þú gagnvart þeirri mynd? Henni var ekki sérlega vel tekið á sínum tíma. — Harold Pinter vann að hand- ritinu ásamt framleiðandanum, Sam Spiegei (hann framleiddi m.a. „On The Waterfront" og Dav- id Lean-myndirnar Kwai-brúin og Arabíu-Lárens, innskot HJÓ). Það var ekki haft samband við mig fyrr en eftir að handritið var til- búið. Ég naut þess að gera þá mynd. Ég hef alltaf dáðst að Pint- er sem leikskáldi. Það var smá- vægilegur ágreiningur okkar á milli, en ég fékk ekki að breyta neinu í handritinu, Spiegel kom í veg fyrir það. En ég var ánægður með myndina, handrit Pinters var vel skrifað og De Niro var stór- kostlegur í hlutverki Stahrs. Ég er ekki eins viss um eigið framlag. Hver veit nema annar leikstjóri hefði gert betur, getað samist bet- ur við Pinter. En nýlega sá ég mynd sem Pinter og Spiegel gerðu saman, „Betrayal". Hún er skratti góð, skal ég segja þér. Einmanaleikinn er sterkt þema í „The Last Tycoon“. — Já, ég lagði talsverða áherslu hlutverki sínu, sjaldan verið betri. Það var á þessu tímabili sem ég fékk ógeð á gerð kvikmynda. Ég hafði gert ódýra mynd, „The Visit- ors“, sem var langfyrsta myndin sem fjallaði um afleiðingar stríðs- ins í Víetnam. Höfuðverkurinn var að fá fjármagn, myndin kost- aði aðeins 170.000 dali, sem var minna en Faye Dunaway fékk fyrir að leika í „The Arrange- ment“. Ég fékk ógeð á launakröf- um leikaranna, það var alltaf að verða erfiðara að fá fjármagn, sérstaklega myndir sem fjölluðu um óvenjuleg og óþægileg efni. Það var þá sem ég ákvað að hætta í kvikmyndum og byrja að skrifa bækur. Sakna ekki kvikmyndanna Finnst þér þú hafa afrekað miklu, komið einhverju til leiðar, þegar þú lítur jTir farinn veg? — Já, því get ég ekki neitað. Ég gerði margar merkilegar myndir í samvinnu við margt merkilegt fólk. En ég er stoltastur af að vera eini vinsæli leikstjórinn sem hefur tekist að gerast alvarlegur rithöf- undur. Að skrifa er meira spenn- andi fyrir mig en að gera kvik- mynd. Og ég eldist eins og annað fólk, ég er hálfáttræður, svo skriftir henta mér betur. Þér líkar alls ekkert illa að eld- ast? — Nei, alls ekki. Þannig er lífið. Stundum man ég ekki ákveðin at- vik úr lífi mínu eða annarra, það kemur fyrir að ég hitti mann á götu og ég man ekki hvað hann heitir. Það er óþægilegt, en mér finnst það ekki niðurdrepandi. Warren Beatty í frumraun sinni á kvikmyndaaviðinu, Kazan-myndinní Robert De Níro lák einmana „Splendour in The Graaa“ frá árinu 1961. kvikmyndaframleiðanda í „The Last Tycoon“ sem Kazan gerði eftir skáldsögu sem F.S. Fitzger- ald auðnaðist ekki aö Ijúka. Kirk Douglas lék aðalhlutverkiö i „The Arrangement“ sem Kazan gerði eftir „siálfs»visögulegri“ skáldsögu sinni. á það þema. Það var eitthvað í ástarsögunni, eins og Pinter skrif- aði hana eftir bók Fitzgeralds, sem mér fannst vanta. Það var eitthvað að. Ég hafði alltaf séð þessa persónu fyrir mér sem ein- mana. Ég átti þá hugmynd að fá De Niro í titilhlutverkið. Hann hafði ekki leikið í mörgum mynd- um, en vakið athygli fyrir Guðföð- urinn II, og ég hafði heyrt að hann væri góður, nýr Brando. Ég talaði við hann og ég fann á mér að þessi ungi maður væri eðlislægur leik- ari. Það er alveg makalaust hvað hann leggur mikið á sig. Hann var stórkostlegur í „The Raging Bull“. Hvaöa aörar myndir af þínum eigin metur þú mest? — Mér hefur alltaf þótt af- skaplega vænt um „Splendour in the Grass". Og „The Arrange- ment“ líka, en sennilega hefði hún orðið betri ef einhver annar hefði gert hana, hún var svo persónuleg. En Kirk Douglas var frábær í Það er eðlilegt. Ég er glaðlyndur að eðlisfari, ég er kvæntur góðri konu, börnin elska mig og ég bý þar sem mig langar að búa og ég vinn að því sem mig langar að vinna að. Ég er við hestaheilsu, svo hvers get ég óskað frekar? Saknarðu þess ekki að gera ekki kvikmyndir? — Nei, en ég sakna félagsskap- arins, ég hef misst þau sambönd og þann vinskap sem myndaðist meðal starfsfélaganna. Mér kom alltaf vel saman við kollega mína. Ég vil miklu frekar skrifa bækur heldur en gera myndir, sem nú orðið eru allar eyðilagðar með að sýna þær í sjónvarpi, kvikmyndir eru ekki gerðar fyrir litla kassa í heimahúsi, að ekki sé minnst á auglýsingarnar sem þeir skjóta inn á milli atriða. Nei, ég sakna ekki kvikmyndanna. Ég þarf ekki annað en að taka mér bók í hönd og þá líður mér vel. Þýtt: HJÓ ié Pólýfónkórinn: Fjáröflunin parf betri undirtektir — segir Steina Einarsdóttir PÓLÝFÓNKÓRINN fer í tónleikaferð til Ítalíu í næstu viku. Ferð þessi er kostnaðarsöm og hefur Pólýfónkórinn staðið fyrir fjársöfnun að undanfornu til þess að afla fjár til ferðarinnar. 1 viðtali sem Morgun- blaðið átti í gær við Steinu Einarsdóttur, einn af forráðamönnum kórsins, kom fram, að fjársöfnun þessi hefur ekki gengið nægilega vel og jafnvel hugsanlegt að kórinn verði að hætta við ferðina. Steina Einarsdóttir sagði: „Fáir gera sér ljóst, hvað þetta fólk leggur á sig af algjörlega ólaunaðri vinnu til þess að verða hlutgengt á alþjóðavettvangi, og þarf jafnvel að fá fri úr vinnu sinni til að geta sinnt æfingum. Hver æfing í Pólýfónkórnum mundi kosta um 100 þúsund krónur, ef reiknað væri tíma- kaup á lágum taxta. Kórinn hef- ur þannig lagt fram vinnu að verðmæti 5 milljónir króna vegna H-moll-messunnar, og greiðir auk þess ferð sína að öllu leyti sjálfur. Það verður dýrt fyrir þjóðfé- lagið, ef reyna á í framtíðinni að halda uppi svona starfi á vegum hins opinbera. I dag hafa borist 35 þúsund krónur í framlögum, en við þurf- um a.m.k. að ná saman 100 þús- und krónum daglega fram að brottför eða hætta við ferðina ella. Velunnarar kórsins geta lagt framlög inn á sparisjóðsbók nr. 240 á nafni Ferðasjóðs Pólýfón- kórsins í Landsbanka íslands Múlaútibúi," sagði Steina Ein- arsdóttir að lokum. Öm Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir ( hlutverkum sínum í Með viTið (lúkunum. Þjóðleikhúsið f leikför um Austurland: Með vífið í lúkunum — frumsýning á Blönduósi 1. júlí ÞANN 1. júlí heldur leikhópur frá Þjóðleikhúsinu í leikför um Norður- og Austurland með gamanleikinn Með vífið í lúkunum eftir breska höfundinn Ray Cooney. Árni Ibsen hefur þýtt leikinn, Benedikt Árna- son er leikstjóri, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerir leikmynd og búninga og Kristinn Daníelsson annast lýsinguna. Með hlutverkin í sýningunni fara Örn Árnason, Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Sig- urður Skúlason, Randver Þorláks- son og Þorgrímur Einarsson. Frumsýningin verður að kvöldi 1. júlí í Félagsheimilinu á Blöndu- ósi, síðan verða sýningar: 2. júlí í Bifröst á Sauöárkróki, 3. júlí í Miðgarði í Varmahlíð, 4. júlí í Nýja bíói á Siglufirði, 5. júlí í Tjarnarborg á Olafsfirði, 6. júlí í Samkomuhúsinu á Akureyri, 7. júlí verða tvær sýningar í bíóinu á Húsavík, 8. júlí verður sýning í Hnitbjörgum á Raufarhöfn, 9. júli í Miklagarði í Vopnafirði, 10. júlí í Valaskjálf á Egilsstöðum, 11. júlí í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra, 12. júlí í Egilsbúð í Neskaupstað, 13. júlí i Skrúð á Fáskrúðsfirði og síðasta sýningin verður 14. júlí í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði. Með vífið í lúkunum er ærsla- leikur eins og þeir gerast bestir. Leikritið var frumsýnt í London fyrir tveimur og hálfu ári og geng- ur þar enn fyrir fullu húsi, þó svo sýningin hafi verið sýnd þar í sjónvarpi um síðustu jól. Um þess- ar mundir er verið að sýna verkið í fjölmörgum löndum Evrópu, sem og í Ástralíu og Bandaríkjunum. Það er illmögulegt að segja nokkuð um innihald þessa gaman- leiks án þess að eyðileggja ánægj- una fyrir áhorfendum, en þó má geta þess að þarna segir frá óvenjulegri uppákomu í Smith- fjölskyldunni, sem leikurinn snýst um. Satt best að segja er þessi fjölskylda afar óvenjuleg, þó eng- inn geri sér grein fyrir því nema heimilisfaðirinn, hann John Smith, sem er leigubílstjóri og vinnur á óreglulegum vöktum. Þegar svo lögreglan kemst að því fyrir hreina slysni að það er eitthvað meira en lítið gruggugt við Smith-fjölskylduna neyðist John Smith til að grípa til örþrifa- ráða. Hann beitir allri sinni kænsku við að ljúga fjölskylduna út úr vandræðunum, en lyginni fylgir sá ókostur að hún skapar fleiri vandamál en hún leysir. Og ekki batnar ástandið þegar stór- furðulegir leigjendur heimilisins fara að blanda sér í hina hröðu og flóknu atburðarás og reyna að hjálpa, því þá fyrst fer allt í hnút. Loks er ástandið orðið svo slæmt og flækjan orðin svo flókin að aumingja John Smith neyðist til að Ijúga sig út úr lyginni lika og lögreglan trúir ekki einu orði. Satt að segja veit enginn hvað snýr upp og hvað niður þegar upp er staðið — og það er kannski besta lausnin fyrir Smith-fjölskylduna furðu- legu. Hraði, léttleiki og fyndni ein- kenna þennan gamanleik öðru fremur. (Fréttatilkyrniins)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.