Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JlJNÍ 1985 María Markan óperusöngkona María Markan er áttræð í dag. Það er ótrúlegt en satt, því að margur á bezta aldri mætti öf- unda Maríu af þeim lífskrafti, sem hún býr enn yfir, svo að ekki sé minnst á lífsgleðina, sem er og hefur alltaf verið aðalsmerki hennar. Og þó er langt því frá, að lífs- hlaup Maríu Markan hafi alltaf verið auðvelt. Það er vandalítið að einblína á framann og frægðina og víst er, að María náði óvenjulega langt á listabrautinni. Hún var óvefengjanlega söngkona á alheimsmælikvarða, jafnt sjálfri sér sem ættjörð sinni til sóma. En það gleymist oft, að vandi fylgir vegsemd hverri. Það er oft Ósk Maríu Markan BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá Blindrabókasafni fs- lands: í tilefni af áttræðisafmæli sínu, þriðjudaginn 25. nk., hef- ur Maria Markan óperusöng- kona beðið um að þeirri ósk hennar yrði komið á framfæri við vini hennar og velunnara og aðra þá sem vilja samgleðj- ast henni á þessum timamót- um, að í stað þess að senda henni blóm og gjafir létu þeir andvirðið renna til Blindra- bókasafns íslands að Hamra- hlíð 17. En síðan Maríu tók að förlast sjón, hafa hljóðbækur safnsins veitt henni ómælda gleði og ánægju. Um leið og við óskum þessari þjóðfrægu konu til hamingju í tilefni afmælis- ins, þökkum við henni þann hlýhug sem liggur á bak við þessa óvenjulegu og snjöllu hugmynd. Þeir sem vildu sinna þessari ósk söngkonunnar geta snúið sér til Blindrabókasafns íslands að Hamrahlíð 17, per- sónulega eða bréflega. Með vinsemd og virðingu, Stjórn Blind rabóka- safns íslands. napurt og óveðrasamt á „toppn- um“ og erfitt að halda þar jafn- vægi. Fótfestunni halda þeir einir, sem hafa klifið brattann í sveita síns andlitis þrep fyrir þrep og byggja ekki einungis á frábærum náttúrugjöfum heldur einnig á miskunnarlausum sjálfsaga. Alheimssöngvaranum er engin miskunn sýnd. Hann verður að sanna ágæti sitt með 100% frammistöðu í hvert sinn, sem hann kemur fram, hvernig sem honum sjálfum líður og hvað sem á dynur í einkalífinu. Og hversu vel sem hann stendur sig kemur fyrr eða síðar að því að sjálft hljóðfærið, mannsbarkinn, fer að gefa sig — oft þegar listræn geta stendur sem hæst — og þá er tímabært að víkja fyrir þeim, sem yngri eru og sækja á brattann. Margur alheimssöngvarinn endar því starfsferil sinn í biturieika og ósátt við guð og menn. En þetta á ekki við um Maríu Markan, því að ekkert er fjær henni en gremja og biturleiki. María Markan þjónaði sönggyðj- unni en leitaðist ekki við að láta sönggyðjuna þjóna sér. Takmark hennar var að syngja sig inn í hug og hjörtu áheyrenda og lyfta þeim á vængjum söngsins upp á æðra og betra tilverustig. Söngröddin og frægðin leyfðu henni að ná til óvenju margra, en í raun og veru hefur María aldrei hætt að gefa af sjálfri sér. Hún hefur einungis gert það á annan hátt eftir að hún hætti að syngja opinberlega, með því að miðla umhverfinu af mannkærleika sínum, velvilja, hjartahlýju, þekkingu og kunn- áttu. Þess vegna hefur María Markan aldrei þurft að verða bit- ur, því að innra með henni ríkja eilífðarlögmálin. Það er bara lík- aminn, sem er orðinn 80 ára. Ég var víst ekki nema tæpra sex ára, þegar María Markan kom inn í tilveru mína með blessunarrik- um áhrifum. Mér fannst þá og finnst reyndar enn, að María Markan hafi verið vinur minn ávallt síðan, en þó var það ekki fyrr en áratugum síðar, að við María kynntumst í raun og urðum gagnkvæmir vinir. Það var nefnilega rödd Maríu Markan, sem varð vinur minn strax í bernsku. Ég var oft rúm- fastur á þeim árum og eflaust hef- ur það ekki verið heiglum hent að hemja mig, þegar veikindi mein- uðu mér að leika á þann hátt, sem börnum er eðlilegt. Þá datt fóstru minni það snjallræði í hug að stytta mér stundir með því að gefa mér hljómplötur, sem ég gæti hlustað á að vild. Árangurinn varð undraverður og fyrsta hljómplat- an, sem ég eignaðist færði mér söng Maríu Markan heim að rúmstokknum. Fyrsta lagið.sem ég heyrði Maríu syngja var „Ton- erna“ eftir Sjöberg. Tanke vars strider blott natten ser, Toner hos eder om vila den ber. Hjárta som lider, som lider av dagens gry. Toner til eder, til er vill det fly. Ég skildi ekki orðin og vissi því ekki, að ég var að hlýða fyrirmæl- um ljóðsins, þegar ég leitaði á náðir tónanna mér til trausts og halds. En ég vissi, að rödd Maríu Markan var vinur minn, vinur sem ég gat alltaf leitað til, vinur, sem aldrei brást. Hljómplatan færði smám sam- an aðra söngvara inn að rúm- stokknum til mín en það var Maria Markan, sem leiddi mig sér við hlið inn í undraheima sönglist- arinnar fyrst allra og fyrir það er ég henni eilíflega þakklátur. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því, að það er ákaflega erfitt fyrir mig að meta söng Maríu Markan hlutlaust. Það eru hefðir og tízkufyrirbæri í söng og tónlistartúlkun engu síð- ur en á öðrum sviðum og margt breytist í tímans rás. Én eitt breytist þó aldrei: undramáttur náttúrugjafanna og hæfileikans til að hitta mannshjartað beint í mark. Hvort tveggja eru náðar- gjafir, sem hægt er fága og fegra en enginn maður gefur sér sjálfur. En þótt það sé erfitt fyrir mig að dæma söng Maríu Markan hlutlaust, er enginn skortur á stórlistamönnum, lífs og liðnum, sem vandalaust er að vitna til í því sambandi. Allir, sem til þekkja, vita hve vandfýsinn hljómsveitarstjóri Fritz Busch var. Færustu og fræg- ustu söngvarar kepptust um þann heiður að syngja undir hans stjórn, en fáir fundu náð fyrir augum hans. En þó var þetta mað- urinn, sem valdi Maríu Markan sérstaklega til að syngja hlutverk greifafrúarinnar í Brúðkaupi Fig- aros eftir Mozart við Glynde- bourne-óperuna í Bretlandi. Hin fræga bandaríska söngkona Risé Stevens tók þátt í þessum sömu sýningum, þá kornung að aldri. Löngu, löngu seinna spurði ég hana um Maríu Markan. „Hvernig gæti ég gleymt Maríu Markan," var svarið „hún var ekki einungis einhver allra bezta greifafrú, sem ég hef nokkurn tíma sungið með, heldur alveg ein- stök manneskja.í sama streng tóku Bidú Sayao og Jarmila No- votna, sem báðar voru sam- starfskonur Maríu Markan við Metropolitan-óperuna í New York að ógleymdri Lucreziu Bori og Lawrence Tibbet, sem einnig voru meðal fremstu söngvara Metro- politan-óperunnar á sínum tíma, en eru nú látin. Elly Ameling verður ekki oft orðfall, en hana setti hljóða, þegar hún heyrði hljóðritun með Maríu Markan í fyrsta sinn. „Svona sungu gömlu ítalirnir," sagði hún, þegar hún loks fékk málið. „Þetta kann eig- inlega enginn lengur. Þessi tækni er að glatast." William Parker, sem var hér fyrir nokkru að segja til ungum söngvurum, var á sama máli. „Það er þetta, sem Rosa Ponselle var að reyna að kenna mér og það er þetta, sem mig mundi langa til að geta kennt öðrum á sama hátt og hún kenndi mér.“ Dalton Baldwin tók dálítið ann- an pól í hæðina, ef til vill vegna þess að hann er píanóleikari en ekki söngvari. Og þó held ég, a hann hafi hitt betur í mark en nokkur hinna. Þegar hann var bú- inn að hlusta á hljóðritanir með flestum Norðurlandasöngvurum, sem eitthvað kveður að, og dást að mörgum sagði hann: „En samt er það María Markan, sem nær mér bezt, því að hennar er sannasta sönggleðin." Sjálfum finnst mér í raun og veru allur samanburður á lista- mönnum út í hött, nema ef til vill hvað varðar tæknilega getu. Sérhver sannur listamaður treður sínar eigin slóðir og hefur eitthvað það til að bera, sem er algjörlega sérstætt og persónulegt og því með öllu ósambærilegt við það, sem aðrir hafa fram að færa. Og María Markan er sannarlega engin undantekning að þessu leyti. Mér hefur þótt vænt um listakon- una Maríu Markan svo til alla ævi, en ennþá vænna þykir mér um það, sem María Markan er í sínu innsta eðli og liggur að baki því, sem hún hefur afrekað, sem lista- kona og sem manneskja. Ég vil þakka Maríu Markan allt þetta og ekki síst fyrir, hve vel hún hefur farið með náðargjafir sínar á langri ævi. Og síðast en ekki síst vil ég senda Maríu, Pétri syni hennar og fjölskyldum beggja hugheilar árn- aðaróskir á oessum merku tíma- mótum í fullri vissu um, að alþjóð tekur undir með mér. Halldór Hansen Þótt margur verði til þess að samfagna Maríu Markan á afmæl- isdegi hennar, þá er hún verður áttræð og færa henni gjafir, er ekki þar með sagt að vinum henn- ar takist að færa henni neitt það er jafnist á við „sirsbút í svuntu, tvinnakefli og sápustykki" er móð- ir hennar sótti í-kommóðuskúffu fyrir nákvæmlega 75 árum. Það var á 5 ára afmæli Maríu, en það hafði gleymst þangað til Elísabet systir hennar hrópaði: „Maja, þú átt afmæli í dag.“ Elísabet var sköruleg þá sem jafnan síðar og tók af tvímæli. María minnist þessarar gjafar betur en nokkurr- ar annarrar. í dag minnist margur gjafa þeirra er María hefir gefið þjóð Boðmót Taflfélags Reykjavíkur: Þröstur Árnason sigurvegari Langt er um liðið síðan skák- áhugamenn létu sér nægja að tefla hér á landi í dimmasta skammdeginu og slíðra síðan sverðin að vori. Nú eru alþjóðleg skákmót á landsbyggðinni nýyf- irstaðin, allmörg Helgarmót framundan og Boðsmóti Taflfé- lags Reykjavíkur lauk 14. júní sl. Þar skaut aðeins 12 ára piltur, Þröstur Árnason, 60 keppendum ref fyrir rass og sigraði glæsi- lega, hlaut 6% vinning af 7 mögulegum. Óvænt úrslit en Þröstur hefur verið mjög sigur- sæll sem af er árinu. Ékki mun- aði nema hársbreidd að hann tryggði sér landsliðssæti á Skák- þingi íslands um páskana. Sigur á skólaskákmeistaramóti Reykjavíkur í yngri flokki og klykkti út með því að leggja alla andstæðinga sína að velli á Landsmóti Skólaskákar á Eiðum í apríl sl. Nú var sigurinn erfið- ari og jafnteflið kom í 4. umferð gegn Jóni Þ. Þór. Næst sigraði hann félaga sinn og jafnaldra Hlífar Stefánsson eftir þrúgandi spennuskák. Þá var komið að fyrrum fslandsmeistara, Birni Þorsteinssyni, í næstsíðustu um-~ ferð. Þetta var úrslitaskák mót- Þröstur Árnason sins og tefldi Þröstur djarft og fórnaði peði snemma tafls. Fórn- in var tvíeggjuð, en á mikilvægu augnabliki fataðist Bimi vörnin og sigurinn var Þrastar. örugg- ur vinningur í síðustu umferð tryggði síðan Þresti efsta sætið á mótinu. Þröstur hefur alla burði til að ná langt í nálægð skákborðsins og verður fróðlegt að fylgjast með árangri hans í sumar. Erlingur Þorsteinsson hreppti annað sætið með 6 vinn- inga. Hann hefur verið lítið áberandi á skákmótum, gjarnan beitt sér að bréfskákum í stað- inn. Hann hlaut hálfgerðan Monrad-meðvind, því tapið kom strax í fyrstu umferð, en sigr- arnir allir í röð þar á eftir. Með- al fórnarlambanna má þó finna frækna skákkappa. Björn Þor- steinsson kom þriðji með 5'á vinning. Hærra sæti til handa Birni hefði engum komið á óvart, en æfingaleysið hefur e.t.v. sett strik í reikninginn. Skákir hans voru sem fyrr þrungnar baráttu og ætíð skemmtilegar á að horfa. Röð efstu keppenda varð annars þessi: 1. Þröstur Árnason 6'k v. af 7 mögulegum, 2. Erlingur Þor- steinsson 6 v., 3. Björn Þorsteinsson 5Vfe v., 4. Ágúst Karlsson 5 v. (25,5 stig), 5. Stef- án Þ. Sigurjónsson 5 v. (25,0), 6. Jón Þ. Þór 5 v. (23,5), 7.-8. Dav- íð Ólafsson 5 v. (23,0), 7.-8. Ómar Jónsson 5 v. (23,0), 9. Sveinn Kristinsson 5 v. (22,0), 10. Rögnvaldur G. Möller 5 v. (21,0). 60 keppendur tefldu á mótinu 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími var skammt- aður 1 'k klst. á 36 leiki og síðan hálftími til að klára skákina. Fræknir skákkappar fyrri ára sem að mestu hafa dregið sig í hié settu svip sinn á mótið. Er ánægjulegt að sjá þá aftur mæta til leiks, þó margir af ungu skák- mönnunum léku gömlu meistar- ana hart. Sú kenning er því kannski rétt sem einn ritsnill- ingurinn lét frá sér fara, að allt væri þetta nútíma uppeldisvenj- um að kenna. Áður var ungling- um kennt að bera virðingu fyrir sér eldri og reyndari mönnum, en nú væri þessu öllu snúið við og hinir gömlu snillingar út- leiknir eftir kúnstarinnar regl- um. Hér kemur að lokum sigur- skák Þrastar Árnasonar við Björn Þorsteinsson. Hvítt: Þröstur Árnason Svart: Björn Þorsteinsson Kóngindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7,4. e4 — d6,5. f3 (W), 6. Be3 — e5, 7. d5 — Rh5, 8. Dd2 — f5, (Hugmyndaríkir skákmenn hafa hér leikið 8. Dh4+ og tilbúnir að fórna drottningunni eftir 9. g3 — Rxg3, 10. Df2 — Rxfl, en allt er þetta harla vafasamt.) 9. 0-0-0 Rd7, 10. exf5 - gxf5, 11. g4?! (11. Bd3 var eðlilegra) 11. — fxg4, 12. fxg4 — Rf4, 13. Rh3 — Rf6!, 14. Rxf4 — exf4, 15. Bd4!? (Hvítur fórnar nú peði. Þiggja mátti þó peðið með 15. Bxf4) 15. — Bxg4, 16. Hel — BI5?!, 17. Hgl — HI7, 18. Bd3 - Dd7, 19. Hg5! (Hvítur hefur nú gott mótspil fyrir hið fórnaða peð, þökk sé hinum opnu línum, auk ótryggrar kóngastöðu svarts.) 19. — Bxd3, 20. Dxd3 — Rg4, (Svartur situr nú uppi I framhaldinu með siæman biskup á g7 gegn sterkum riddara hvíts. Erfitt er þó að benda á skárri leið því eftir t.d. 20. — Kh8, 21. Hegl hótar hvítur illþyrmilega Hxg7.) 21. Hgl — Re5, 22. Bxe5 — dxe5, 23. Re4 (Hví ekki 23. Hh5) 23. - Kh8, 24. Rc5 (Hér kom Hh5! sterklega til greina með hótuninni 25. Hxh7+ — Kxh7,26. Rf6+ með meðfylgjandi máti. Eftir 24. - Bf8, 25. Hxe5 eða 24. — Bf6 25. Hg6 er svartur í slæmri klipu.) 24. — De7, 25. Re6 - Bh6?, (25. - Bf6 var nauðsynlegt með óljósri stöðu.) 26. Hh5! — DÍ6 (Björn hefur kannski undirbúið 26. — Hf6 sem strand- ar á 27. Hg7.) 27. Dh3 (Hvítur vinnur nú mann og mótspil svarts er örvænting ein.) 27. — Í3+, 28. Hxh6 - f2, 29. Hfl — De7, 30. Dh5 — Db4, 31. Dxe5+ Kg8, 32. Hh4! (Nákvæmast. Hót- ar Hg4+ og valdar c4-peðið.) 32. — h6, 33. Hg4+ Svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.