Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 Norræn samvinna þrífst vel í New York — þrátt fyrir klofning í rööum velunnara — eftir ívar Guðmundsson NEW YORK: - Samvinna og samlyndi Norðurlandafólks, sem búsett er í New York og nágrenni hefur dafnað vel á undanförnum tveimur árum. Hefir sennilega ekki áður verið öflugra né áhrifa- meira en nú. Þetta hefir átt sér stað þrátt fyrir — eða vegna — brests eða klofnings, sem varð í röðum áhugamanna um velferð og hróður Norðurlandanna hér vestra. Það má þakka einbeittri ákvörðun áhugamanna frá öllum Norðurlöndunum fimm, sem neit- uðu að leggja upp laupana, er sjálfboðaliðssveitum var úthýst frá móðurstofnun norrænnar samvinnu í Bandaríkjunum — American Scandinavian Founda- tion — að ekki fór verr en á horfð- ist. Klofningurinn varð til þess að sjálfboðaliðar í New York endur- vöktu félagsskap manna í New York, „American Society of New York“ („ASS") stofnað í nóvember 1908. Konur af norrænu kyni hafa miðdepill norrænnar samvinnu í New York og þar mátti enginn láta sig vanta, sem vildi heita maður með mönnum í þeirri sveit. Sjálfboöaliðs- sveitum fjölgar Með tímanum voru fleiri og fleiri sjálfboðaliðssveitir til styrktar ASF stofnaðar víða í Bandaríkjunum og árið 1982 var svo komið að þær voru orðnar 28 talsins með samtals 4500 meðlim- um. Allar höfðu þær meira og minna samband við ASF, sem var skoðað sem móðurstofnun og naut virðingar og trausts allra sem til þekktu. í öll þau ár, sem samstarfið hélst með ASF og sjálfboðaliðs- sveitunum, munu flestir, jafnvel þeir sem best til þekktu, hafa litið á hvorttveggja sem raunverulega eina heild, enda var unnið í sátt og samlyndi í New York undir sama þaki. Kom sem reiöarslag Ákvörðun ráðamanna ASF að leggja niður allar sjálfboðaliðs- persónulegir árekstrar skapstórra aðila. Stofnun ASS og starfsemi Þegar útséð var, að ekki myndi takast að sameina ASF og sjálf- boðaliðið, var ákveðið að endur- reisa „American Society of New York“. Var það formlega gert í maímánuði 1983. Að stofnuninni stóð obbinn af sjálfboðaliðinu og fleiri og fleiri bættust stöðugt í hópinn. Forseti félagsins var kjörinn Dr. Charles F. Brush, kunnur áhugamaður í vísinda- og góðgerð- arfélögum, kvæntur konu af dönskum ættum, Ellen að nafni. Dr. Brush hefir verið forseti Am- eríska landfræðifélagsins, enda áhugamaður um landfræðileg málefni og mikill ferðalangur sjálfur. Virðing og vinsældir hans komu hinu endurreista félagi til góða. Eitt fyrsta verk ASS var, að gangast fyrir sýningu um Roald Amundsen pólfara, með stuðningi frá norskum stjórnvöldum. Aðalræðismenn Norðurlanda í Dagskrárnefnd fslands í ASS: Anna Guðmundsdóttir, Barbara GuAmundsson, Edda Magnúsdóttir og Edith Warner. verið einkar liðtækar í starfi þessa endurreista félagsskapar og hald- ið á lofti merki Norðurlanda. Ný- lega var íslensk kona, frú Edda Magnússon, kjörin í forsæti þeirr- ar nefndar innan ASS, sem leggur á ráðin, sér um framkvæmdir og skipuleggur starf félagsins á sviði félags- og menningarmála. Félagsskapur á gömlum merg Þegar American Scandinavian Foundation var stofnað 1910, var ákveðið að breyta um nafn á ASS og nefna það „Chapter" við ASF. Þessi deild var skipuð sjálfboða- liðum og styrktarfélögum. Þeir greiddu árlegt gjald, sem nam 30 dollurum, áður en lauk. 25 dollar- ar af þessu iðgjaldi runnu til ASF til fundarhalda, listsýninga o.þ.h. Starfsemi sjálfboðaliða náði há- marki hvert ár með jóladansleik, sem haldinn var í einu af helsta gistihúsi borgarinnar. Þar börðu menn sér á brjóst fyrir vel unnið starf og ASF var afhentur sjóður, sem sjálfboðaliðar höfðu safnað yfir árið. Jóladansleikurinn var sveitirnar (Chapters) var gerð kunnug á jóladansleiknum 1982 og var mörgum sem reiðarslag. Ákvörðunin hafði verið gerð ein- róma. Einn ráðsmaður, danskur, sem ekki var viðstaddur á fundin- um tilkynnti, að hann væri á móti ákvörðuninni og sagði af sér ráðs- mennsku. Á jóladansleiknum varð uppi fótur og fit og ekki gátu allir stillt skap sitt til fullnustu. Á næstu vikum og mánuðum voru haldnir fundir á fund ofan til að reyna að jafna ágreiningsmálin. Þeir héldu marga fundi með báð- um aðilum, en allar tilraunir til sátta komu fyrir ekki. Hvað það var, sem raunverulega olli því, að sjálfboðaliðinu var svo skyndilega kastað á haug, hefir aldrei komið greinilega fram. Ein ástæðan af hendi ASF var talin vera sú, að skattfríðindi ASF, sem menningarlegt góðgerðarfélag, væri í hættu sökum starfsemi sjálfboðaliðanna, einkum hvað snerti ágóða af jólahátíðahöldun- um. Aðrir hafa gefið í skyn, að ástæðan til slitanna hafi verið New York samþykktu að verða heiðursfélagar í ASS. Þjóðhöfð- ingjar Norðurlanda sendu heilla- skeyti við stofnun félagsins og sjálfur Reagan Bandarikjaforseti sendi ASS heillaskeyti, sem hljóð- aði á þessa leið: „Félag yðar á heiður skilinn fyrir að vinna að samnorrænni kynningu með því að gangast fyrir fundahöldum, fyrirlestrum, list- sýningum og annarri kynningur, sem er okkur öllum til gagns.“ Fjárhagur traustur — Styrkveitingar Tekist hefir að koma fjárhag ASS á tryggan grundvöll á þessum tveimur fyrstu starfsárum. Félag- ið hefir tryggt sér húsnæði hjá norsku kirkjunni í miðborg New York, en húsnæðisskortur háði fé- laginu nokkuð til að byrja með. Skráðir félagar í ASS munu nú vera um 600 talsins og er það ekki langt frá tölu sjálfboðaliðanna i ASF er þeir voru flestir. Auk iðgjalda félagsmanna hefur fjöldi norrænna viðskiptafyrir- Robert W. Warner, jr. Dr. Charles F. Brush tækja styrkt með framlögum, meðal þeirra eru flugfélögin SAS og Finnair. Flugleiðir hafa styrkt félagið svo og Sölustofnun lagmet- is, Hilda og Landau-bræður í Princeton, sem hafa mikil við- skipti við íslenska ullarvörufram- leiðendur. Á sl. ári veitti ASS styrki til um 25 norrænna menningarfyrir- tækja samtals að upphæð 14.500 dollara (um hálfa milljón ísl. kr.). Meðal þeirra voru styrkir til fréttablaða sem gefin eru út á norrænum tungumálum. ASS veitti 500 dollara til þýð- ingar á íslenska leikritinu „Jóa“. Norræn kirkjufélög og elliheimili hlutu styrki. Félagið gefur út tímarit, „Scandinavian Contact“. Því hefir verið veitt undanþága frá sköttum, söluskatti í New York-ríki og nýtur hlunninda hjá póstþjónustunni sem menningar- góðgerðarfélag. Klofningurinn hefir þannig orð- ið til að styrkja frekar en veikja samlyndi og samstarf norrænna manna í Vesturheimi. Þrátt fyrir það vona margir að er sárin gróa og marblettir hjaðna, sem orsak- ast hafa af klofningi milli ASF og ASS, verði tekin upp samvinna á ný milli þessara merku stofnana Norðurlandamanna í Vesturheimi. Ný stjórn tekur við Á aðalfundi ASS, sem nýlega var haldinn, baðst dr. Brush und- an endurkosningu og taldi sínu hlutverki lokið, að koma fótum undir félagið. Starf hans var að verðleikum mjög lofað. Hann mun halda áfram að styðja félagið. Arftaki hans í forsætinu er Micha- el Helpern, kunnur og vinsæll kaupsýslumaður. Hann hefir verið varaforseti fyrir Danmörku í stjórn ASS, en félaginu er þannig stjórnað, að auk aðalforseta er kosinn einn varaforseti frá hverju hinna fimm landa. Varaforseti fyrir íslendinga er Robert W. Warner Jr. Með forseta og varaforseta starfar dagskrár- og athafna- nefnd, skipuð fjórum fulltrúum frá hverju Norðurlandanna. í hverjum flokki er kosinn formað- ur, sem svo skipar kjarna nefndar- innar og einn fulltrúi þeirra nefndar er forseti dagskrárnefnd- ar í heild. Allir meðlimir nefndar- innar eru konur, utan einn karl- maður. Fráfarandi aðalformaður nefndarinnar er frú Neel Halpern, sem hefir verið f forsæti dag- skrárnefndar sjálfboðaliða hjá ASF og síðar eftir að ASS var stofnað, í sl. fimm ár. Frú Halpern hefir rækt starf sitt af einstakri alúð og smekkvísi. Hún tók snemma ástfóstri við Island og hefir stutt viðleitni Islendinga í norrænum félagsskap á allan hátt. Það má þakka frú Halpern að miklu leyti hve samkomur íslend- Mikilvægt og ómet anlegt starf ASF American Scandinavian Foundation er virðuleg, hefð- bundin menningarstofnun, sem hefir unnið mikilvægt starf í 75 ár til kynningar á menningu og sögu Norðurlanda í Banda- ríkjunum og kynnt Bandaríkin fyrir Norðurlandabúum. Aðal- takmarki sjóðsins er þannig lýst f félagslögunum: 1) að styðja menningar og lærdómstengsl milli Banda- ríkjanna, Danmerkur, Finn- lands, íslands, Noregs og Sví- þjóðar. 2) að styrkja samlyndi milli Dana, Finna, íslendinga, Norð- manna og Svía, sem búsettir eru í Bandaríkjunum. 3) að styðja viðleitni til æðri menntunar með því að stuðla að skiptum milli námsmanna, kennara, fyrirlesara, útgef- enda rita, listamanna, hljóm- listar og vísinda, milli Norður- landanna fimm og stuðla að hverskonar fræðslusambönd- um milli Bandaríkjanna og þessara landa. 4) að kynna menningu Banda- ríkjanna á Norðurlöndum og menningu Norðurlandanna í Bandaríkjunum. AFS hefur gegnum árin hlotið marga og digra sjóði í ofangreindum tilgangi. Meðal þeirra er Menningarsjóður Thors Thors sendiherra, sem hefir vaxið og eflst. Fjöldi námsmanna beggja megin hafsins hefur hlotið styrki til náms úr sjóðnum. Námsmenn frá Norðurlönd- unum og Bandaríkjunum, sem hlotið hafa styrki úr sjóðum ASF skipta nú þúsundum. T.d. veitti sjóðurinn á einu árið (1982) námsstyrki til 16 banda- rfskra námsmanna við nám á Norðurlöndum, 47 námsmanna frá Norðurlöndum við nám f Bandaríkjunum og auk þess styrki til 259 Norðurlandabúa í Bandaríkjunum og 99 Banda- ríkjamanna á Norðurlöndun- um. ASF er stjórnað af 58 full- trúum (trustees), sem skiptast í „ráðsmenn" og „ráðgefendur". Þeir eru einustu meðlimir sjóðsins og kjósa sjálfir eftir- menn sína, er einhver fellur frá, eða segir af sér. Þeir taka ekki laun, en framkvæmda- stjóri er launaður svo og skrif- stofufólk. Nokkrir íslendingar hafa að jafnaði verið fulltrúar í sjóðn- um, þeirra á meðal Helgi Tóm- asson listdansari, Thor Thors bankastjóri, Sigurður Helga- son formaður Flugleiða og Kristján Ragnarsson læknir. AFS gefur út tímarit fjórum sinnum á ári („Scandinavian Review") og fréttablað, „Scan“, átta sinnum á ári. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda eru verndarar ASF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.