Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 33 París: Fátt fólk í friðargöngu Paris, 24. jiní. AP. AÐ SÖGN frönsku liigrcglunnar tóku í gær, sunnudag, um 10.000 manns þátt í göngu í París þar sem krafist var friðar og afvopnunar. Skipuleggjendur göngunnar, franski kommúnistaflokkurinn og þau verkalýðsfélög, sem hann ræð- ur, vefengdu tölur lögreglunnar og héldu því fram, að allt að 60.000 manns hefðu tekið þátt í henni. f sams konar göngu í fyrra voru 200.000 manns. Friðarhreyfingin, sem nokkuð hefur látið til sín taka víða í Vestur-Evrópu, hefur ekki mikinn stuðning í Frakklandi enda er þar ekki gegn neinum banda- rískum eldflaugum að berjast. Frakkar eru sjálfum sér nógir um kjarnorkuvopn. Jafntefli hjá Tal og Timman Tmco, 24. júní. AP. SKÁK þeirra Mikhail Tals og Jan Timmans á millLsvæðamótinu í Mex- íkó lauk með jafntefii eftir aðeins 16 leiki. Er Timman því enn efstur á mótinu eftir 10 umferðir. Aðrar skákir í þessari umferð fóru á þann veg, að Cebalo vann Pinter, Speelman vann Saeed og Balashov vann landa sinn Roman- ishin. Biðskák varð hjá Agdestein og Prandstetter, en Sisniega og Nogueiras gerðu jafntefli. Eftir umferðina á sunnudag var Timman efstur með 8 vinninga, næstur kom Spragget með 7 vinn- inga, þá Nogueiras með 6'A vinning og síðan Tal með 5% vinning og biðskák. VerkfaU í Kina Tianjin, 24. júní. AP. UM 2000 fiskimenn og verkamenn fóru í þriggja sólarhringa setuverkfall á tröppum borgarráðhússins í Tianjin í Kína í síðustu viku og kröfðust mat- vælastyrkja. Var þessi frétt staðfest af Sun Boafu, talsmanni borgarstjórnar- innar á laugardag, sem jafnframt bætti við: „Vandamálið hefur verið leyst og allir haldið heim til sín." Aðgerðir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfar í Kína og hefur málið því vakið talsverða athygli. Átta af verkfallsmönnunum hafa verið handteknir, en lögreglan leitar nú að þeim, sem stóðu fyrir verkfall- inu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að nokkrir ungir menn hafi reynt að komast inn í ráðhús- ið, en lögreglumenn voru kallaðir til til að stöðva þá. Afganistan: 400 stjórnar- hermenn felldir Islamabad, 24. juni. AP. AFGÖNSKU frelsissveitirnar felldu mörg hundruð stjórnarhermenn í mannskæðum bardögum ( síðustu viku. Náðu þær jafnframt á sitt vald mörgum bækistöðvum stjórnarinnar í Pansjer-dal í norðurhluta Afganist- ans. Þá tóku frelsissveitirnar einnig 160 manns til fanga, þar af voru nokkrir háttsettir foringjar í stjórnarhernum. Bardagarnir nú áttu sér stað i kjölfar mikillar sóknarlotu Sovétmanna í Kunar- dal, þar sem þeir beittu 10.000 manna herliði, þar á meðal fall- hlífaliði. Seljum síðustu tækin af ’84 — ’85 gerðunum frá Technics og Sony á stórlækkuðu verði. Er hér því einstakt tækifæri til þess að eignast alvöru hljómtæki í hæsta gæðaflokki. Sýnishorn af úrvali: Magnarar Su-V505 2x65 sinus í New Class A 16.188 12.400 Útvörp. ST-Z35 7.900 5.900 ST-Z55 12.520 9.900 ST-S505 15.632 12.400 Plötuspilarar. SL-B21 9.950 7.500 SL-5 13.860 11.300 Kassettutæki. RSM216 með Dolby 11.950 9.900 RSM-233 með DolbyB og C - DBX 15.940 12.900 RSM-235 með DolbyB og C - DBX 19.980 16.400 Sýnishorn af úrvali: Magnarar. TA-AX44 14.873 9.900 TA-AX5 18.730 15.700 Plötuspilarar. PS-LXl 9.575 7.500 PS-LX22 11.200 8.500 PS-LX5 15.814 11.900 Útvörp. ST-JX44 14.186 9.900 ATH. í mörgum tilfellum eru aðeins til örfá eintök, svo nú dugar ekkert hangs. Öll verð miðast við staðgreiðslu JAPIS hf BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.