Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 37 „Mig hefur dreymt um að komahingað í 60 ár“ — segir Vestur-íslendingurinn Signý Stewart sem hingað er komin í leit að ættingjum Morgunblaðið/Þorkell Langþráöur draumur Signýjar Stewart hefur loksins ræst Hún er komin til íslands í ieit að ættingjum og upplýsingum um skyldmenni sín eftir að hafa beðið í yfir 60 ár. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum William Stewart og dóttur sinni Francis Aiken. „Halló, ég er Vestur-fslending- ur,“ segir frískleg kona á sjötugs- aldrinum og hlær svo dátt að fram- burðinum, sem óneitanlega ber keim af ensku. Hún er samt alís- lensk en hefur átt heima í Banda- ríkjunum öll sín ár. Þetta er Signý Stewart, 65 ára, og hún kom til fs- lands í fyrsta skipti sl. sunnudag ásamt eiginmanni sínum, William Stewart, dótturinni Francis og manni hennar, Peter Aiken. Signý á sér sérkennilega sögu, en hún er hingað komin til að grafast fyrir um faðerni sitt. Móðir hennar, ólöf Lóa Böðvars- dóttir, hélt vestur um haf 1920, er hún var barnshafandi. Talið er að faðir barnsins hafi verið íslensk- ur, en leyndarmálið um hann var vel geymt og fékk Signý aldrei að vita frekari deili á honum. Ólöf gekk að eiga Frank Nelson nokkr- um árum eftir komuna til New York og eignuðust þau hjónin þá dóttur, Francis, sem er átta árum yngri en Signý. Signý var orðin fimmtán ára gömul þegar hún loksins komst að því fyrir tilviljun að Frank Nelson var ekki hinn rétti faðir hennar. Ólöf talaði mikið um fsland við Signýju og kveikti hjá henni brennandi áhuga á landinu, sem enst hefur henni alla tíð. Signýju dreymdi alltaf um að heimsækja ísland, en átti þess ekki kost fyrr en nú. „Við vorum ekkert sérstaklega vel efnuð, en bæði Frank, sem hafði ferðast mikið um Evrópu á sínum yngri árum, og móður mína langaði mikið til að fara til fs- lands með okkur dæturnar. Þetta var á tímum kreppunnar miklu og við höfðum hreinlega ekki efni á því. Áhugi minn á að koma hingað dvínaði samt aldrei,“ sagði Signý. „Nú í febrúar átti ég afmæli og þá kom dóttir min, Francis, í heimsókn og færði mér albúm og veski að gjöf. Ekkert var í albúm- inu, en Francis sagði að það væri fyrir myndirnar sem ég ætti eftir að taka og veskið undir vegabréfið sem kæmi mér til íslands, því hún og Peter Aiken, hefðu ákveðið að bjóða okkur hjónunum til fslands í sumar. Ég trúði ekki mínum eig- in eyrum og grét eins og lítið barn. Peter sagði að vísu að þetta ylti allt á því hvort hann hefði mikið að gera í júní, en hann er þekktur lögfræðingur í Flórída. Mér fannst samt svo mikið til þess koma að hann hefði átt uppá- stunguna að förinni, að ég var hrærð. Loksins eftir öll þessi ár átti draumur minn að rætast." Eftir að draumur Signýjar fór að taka á sig einhverja mynd, tók önnur dóttir hennar, Signý yngri, sig til og skrifaði til Morgunblaðs- ins og bað um upplýsingar um skyldmenni móður sinnar og föð- ur. Fyrr en varði var kominn langur listi yfir móðurætt Signýj- ar, en ekkert fréttist um föður hennar. Það litla sem Signý vissi um föður sinn hafði hún aflað sjálf. „Eftir að móðir mín dó árið 1953 fór ég til New York og heim- sótti kirkjuna þar sem ég var skírð. í kirkjubókunum var faðir minn skráður sem Jón Jónsson og guðmóðir mín Sína Arason, eig- inkona Steingríms Ararsonar. Þau eru bæði látin og áttu engin börn, svo ég hafði ekki meira upp- úr krafsinu. Maður einn sem aug- ljóslega vissi eitthvað um faðerni mitt sagði mér að hafa ekki áhyggjur, því ég væri af góðu fólki komin. Þetta er nú allt og sumt sem ég veit, nema hvað sumir halda að faðir minn hefði unnið á einhverju skipa Eimskipafélags- ins, en móðir mín vann á Gullfossi um hríð fyrir heimsstyrjöldina fyrri,“ sagði Signý. Starfsfólk Eimskips hefur verið Signýju innan handar við að graf- ast fyrir um föður hennar, en enn sem komið er hefur ekkert frést. „Eina ástæðan fyrir því að móð- ir mín hélt þessu leyndu um föður minn var sú, að hún hélt að ég myndi hætta að elska sig ef ég vissi hið sanna í málinu. Það var alls ekki satt, því móðir mín var stórkostleg kona; harðdugleg og elskuleg kona sem reyndist mér í alla staði vel. Hún hafði mig allt- af hjá sér þar sem hún vann sem matráðskona, fyrst hjá dönskum manni sem gekk í ábyrgð fyrir hana svo hún fengi landvistarleyfi í Bandaríkjunum; svo hjá prófess- or við Princeton-háskóla og fjöl- skyldu hans og loks i sumarbúð- um fyrir börn.“ ólöf Lóa lagði mikla rækt við islenskuna og hélt alltaf sam- bandi við aðra íslendinga sem búsettir voru í New York. Signý lærði íslensku sem barn, en þegar hún var þriggja ára gömul, ákvað ólöf að tala bara ensku við barn- ið, því hún var hrædd um að önn- ur börn myndu gera grín að henni í skólanum ef hún hefði íslenskan hreim. „Ég varð mjög vonsvikin þegar ég frétti þetta mörgum árum seinna, því mig langaði mikið til að kunna íslensku. Eina sem ég kunni var „góða nótt“ og það sagði ég alltaf við börnin mín þgar þau voru búin að fara með bænirnar á kvöldin. Núna um daginn kenndi vinkona mín mér að segja „Ég er Vestur-íslendingur" og hún fær alltaf hláturskast þegar ég ber það fram með mínum þykka hreim.“ Signý og William fluttust frá New York árið 1953 og hafa búið í Laurel, Maryland, síðan. Þau eiga fjórar dætur: Signýju, Francis, Christine og Patricia, og tvo syni, þá William Paul og Stephan Jam- es. Signý sagði að móðir hennar hefði látið skýra hana Signýju Stephanie eftir að hafa sett nokk- ur kvennanöfn úr hennar ætt á miða og skellt í hatt einn og dreg- ið nafnið Signý Stephanie þrisvar sinnum í röð. í dag heldur fjölskyldan á bernskuslóðir Ólafar í Dalasýsl- unni og verða í Stykkishólmi í tvær nætur. Þau koma svo aftur til Reykjavíkur á fimmtudag og dvelja hér fram á laugardag. Sinfóníuhljómsveit Islands: Vel heppnaðri tón- ieikaferð til Frakk- lands lýkur í kvöld ÁITA DAGA tónleikaferðalagi Sinfóníuhljómsveitar íslands til Frakklands lýkur í kvöld í borginni Toulon við suður- ströndina. Aðsókn á tónleika hljómsveitarinnar hefur verið góð og undirtektir frábærar að sögn Gísla Sigurðssonar, rit- stjórnarfulltrúa Morgunblaðsins, en hann er með í förinni til Frakklands. Um 30 aðrir, m.a. makar hljómsveitarmeðlima, eru auk þess með í förinni og telur hópurinn alls 130 manns. Blm. sló I gær á þráðinn til Gísla suður til Avignon, þar sem hópurinn dvaldi, og innti hann frétta af ferðinni. „Við komum til Lyon 18. júní og daginn eftir hélt Sinfóníuhljómsveitin sína fyrstu tónleika í borginni Chal- on, sem er um 100 km norður af Lyon,“ sagði Gísli. „Daginn eftir, þann 20., héld- um við til Grenoble og vorum viðstödd athöfn í háskólanum þar sem forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, var sæmd heiðursdoktorsnafnbót í húman- ískum fræðum. Um kvöldið hélt Sinfóníuhljómsveitin þar sina aðra tónleika og var frú Vigdís Finnbogadóttir viðstödd þá. Föstudaginn 21. júní hélt hljómsveitin tónleika í nýju og afar glæsilegu tónleikahúsi í Ly- on og var forseti íslands einnig viðstaddur þá tónleika. í gær, þann 23., komum við til Avignon sem er suður undir Miðjarðar- hafi og fengum við þá loksins að sjá sól, eftir fjögurra daga rign- ingu. Nú á eftir höldum við svo til borgarinnar Nimes þar sem Sin- fóníuhljómsveitin heldur í kvöld fjórðu og næst síðustu tónleika sína hér í Frakklandi. Ef vel við- rar í Nimes verða tónleikarnir haldnir utandyra í ævafornu hringleikahúsi. Síðustu tónleik- arnir verða svo haldnir annað kvöld, 25. júní, í óperunni í Toul- on. Gísli sagði að hópurinn myndi dreifast nokkuð eftir tónleikana. Sumir færu til Parísar í nokkra daga, en aðrir hygðust ferðast um. Kvað hann tónleikaferðina í alla staði hafa tekist mjög vel og undirtektir áheyrenda feikilega góðar. Gísli mun skrifa nánar um tónleikaferðalag Sinfóníu- hljómsveitarinnar til Frakklands í Lesbók Morgunblaðsins. SapaFront ELDVARNARHURÐIR A30 oq F30 Huröir og skilrúmsveggir geta verið allt að 3,0 m á hæð og 10,0 m á lengd í eld- varnarflokki F30. Huröir geta ýmist veriö einfaldar eöa tvöfaldar meö eldþolnu gleri eöa eld- þolnum plötum. Þá er hægt aö fá sérstakan útbúnaö lamamegin á huröir, sem tryggir aö börn geta ekki klemmst þar á milli. Á huröirnar er hægt aö setja sjálfvirkan lokunar- og opnunarbúnaö, sem tengja má eldvarnarkerfi. Tæknideild okkar veitir allar nánari upplýsingar. Gluggasmlð|an GISSUR SlMONARSON SlÐUMÚLA 20 REYKJAVlK SlMI 38220 ____________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.