Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. JtJNl 1985 Flugslys ojí hermdarverk Indverskur blaðamaður í símtali við Morgunblaðið: „Menn eru harmi slegnir — en einnig gramir Kanadamönnum vegna afleitrar öryggisgæzlu" „AuAvitað eru menn hér í landi harmi slegnir vegna þessa voða- lega slyss. í vélinni voru medal annarra 83 börn sem voru ýmist að koma heim úr leyfi í Kanada eða á leið í heimsókn til ættingja hér. Enn önnur ætluðu í skóla að læra hindi. Um 150 farþeganna voru á leið til Nýju Delhí, en hinir til Bombay. í slysinu þurrkuðust út tólf fjölskyldur." Þetta sagði Ashubosh Hando, blaðamaður hjá Hindu- stan Times í Delhí í símtali við Morgunblaðið í gær, mánudag. „Það eru grunsemdir um að þetta hafi verið hryðjuverk," hélt Ashubosh áfram. „Menn gruna sikha um verknaðinn. Enginn stjórnmálamaður var með vélinni, en talið að þetta sé gert I hefndarskyni vegna þess að mikil reiði er meðal sikha eins og kunnugt er. Það kann að virðast ótrúlegt að hefndarþorsti manna geti orðið slíkur að fórnað sé hundr- uðum saklausra," sagði Ashu- bosh. „En alþjóðlegir hryðju- verkamenn svífast einskis eins og við höfum orðið óþyrmilega vör við.“ Þá er því ekki að neita að beiskju og reiði gætir hér í garð kanadískra yfirvalda; þegar hundar voru látnir snuðra af farangri fyrir brottför í Toronto Eina færa leiðin að efla öryggisgæsluna New York, 24. jáni AP. í GÆR, sunnudag, sögðu embættis- menn í flugmálum, sð Ilugþjónusta í beiminum hefði orðið fyrir miklu áfalli síðustu dagana; með hrapi Air India-þotunnar, ráni bandarísku TWA-þotunnar, sprengingunni á Frankfurt-flugvelli og ráni norsku Dugvélarinnar, sem var í innanlands- flugi. „Ég minnist þess ekki, að svo margir og válegir atburðir hafi áð- ur gerst á jafnskömmum tfma og nú,“ sagði Jerry Cosley, talsmaður TWA-flugfélagsins í New York. „Þetta er með hreinum ólíkindum.“ „Ég á marga vini í flugþjónust- unni, og þeim er öllum illa brugðið eftir það, sem gerst hefur,“ sagði dr. Hans Krakauer, fyrrum vara- forseti Alþjóðasambands flugfar- þega. „Þetta hafa verið erfiðir dagar,“ sagði Daniel Henken, talsmaður Sambands flutningaflugfélaga. Cosley kvað mundu vera hægara að bregðast við, ef unnt vaeri að flnna einhvern samnefnara með at- burðum þessum, en því væri ekki að heilsa. Krakauer sagði, að eina færa leiðin í þessu efni væri að auka ör- yggisgæslu f flughöfnum um allan heim og fá stjórnvöld hvarvetna til að berjast gegn hermdarverkum f farþegaflugi. fundu þeir tvær töskur, sem reyndust vera fullar af sprengi- efni. Þær töskur voru auðvitað teknar úr vélinni, en þrátt fyrir þetta virðist ekki hafa verið gerð sams konar leit í Montreal. „Við eigum von á því að eftir þessa síðustu atburði, slys Air India flugvélarinnar, atburðinn á Tókíóflugvelli á sunnudag og annað það sem hefur verið að gerast upp á síðkastið, hljóti ríkisstjórnir og stjórnir flugfé- laganna að hefja aðgerðir í stað þess að býsnast alltaf og tala hátt og gera ekki neitt. Það hef- ur komið til greina að Air India breyti kanadaferðum sínum vegna þess að áður hafa gerzt atburðir á flugvöllum sem rekja má til ónógrar öryggisgæzlu. Al- mennt talað hygg ég að ind- verska flugfélagið muni á næst- unni gera ýmsar ráðstafanir sem miði að því að tryggja ör- yggi flugfarþega, það hefur mér heyrzt á talsmönnum félagsins. En forsenda þess að slíkt beri árangur er auðvitað víðtæk al- þjóðleg samvinna," sagði Ashu- bosh Hando hjá Hindustan Times að lokum. Ættingjar fórnarlamba indversku farþegaþotunnar harmi slegnir á Delhí-fhigvelli á Indlandi f gær. „Fjölskylda mín hefur misst óendanlega mikiö“ sagði einn þeirra sem sáu á eftir ástvinum sínum með Air India-þotunni London o* Njju Delhl, 24. jéaL AP. í DAG, mánudag, komu fyrstu ætt- ingjar þeirra, sem fórust meó Air India-þotunni, til London. Þaðan halda þeir til Cork á frlandi til þess aó aðstoða við að bera kennsl á lík- in, sem fundist hafa. Þaö voru 19 manns, sem komu með flugvél Air India beint frá Bombay og lentu á Heathrow- -flugvelli. Var fólkinu sýnilega mjög brugðið og margir voru rauðeygðir og grétu sáran. „Dóttir mín, tengdasonur og dóttursonur fórust í þessu slysi. öll fjölskyldan," sagði Evelyn Ach- arya. „Þau voru að koma heim úr fríi. Þetta er óskaplegt áfall.“ Með hópnum í ferðinni til Cork voru fulltrúar indverskra stjórn- valda, sem taka munu þátt í rann- sókn málsins. Tókýó: Púðurleifar í farangrinum Líklegt að sprengja hafi verið í kanadísku flugvélinni Tókýi, Toronto, 24. jáni. AP. RANNSÓKNIR japanskra sér- fræðinga í kjölfar sprengingar- innar sem varð á Narita-flug- velli í Tókýó í gær, benda ein- dregiö til, að sprengja hafi verið I farangri kanadísku flugvélar- innar. I Kanada er nú verið að kanna hvort tengsl séu á milli sprengingarinnar og þeirrar, sem hugsanlega grandaði ind- versku flugvélinni undan ströndum írlands. Tveir japanskir verkamenn létu lífið þegar sprenging varð í farangursgámi, sem verið var að flytja frá kanad- ísku flugvélinni en hún lenti í Narita nokkru fyrr en ætlað hafði verið. 390 manns voru með vélinni. Japanskir sprengiefnasérfræðingar hafa fundið merki um púður í leifum farangursins og þykir það benda til, að sprengja hafi verið í honum þótt því hafi ekki verið slegið föstu enn sem komið er. Joe Clark, utanríkisráð- herra Kanada, lýsti í dag yfir harmi sínum með slysin bæði og sagði, að sérfræðingar frá mörgum löndum ynnu nú að rannsókn þeirra og hvort þau tengdust hugsanlega. Tals- maður Clarks, Sean Brady, skýrði einnig frá því, að Ind- verjar hefðu fyrir mánuði beðið um aukna öryggisgæslu um indverska sendimenn og við afgreiðslu indverskra flugvéla og hefði verið orðið við því. Sagði hann, að ind- versku embættismennirnir hefðu hins vegar ekki gefið upp neina ástæðu fyrir beiðn- inni. AP/Slmamynd Lögreglumenn meö hjálma standa viö faranguregáminn, sem tættist i sundnr í sprengingu á sunnudag á Narita-flugvelli í Tókýó. Tveir menn létust og fjórir slösuöust. Margir af ættingjum þeirra sem fórust með indversku þotunni höfðu lagt á sig langt ferðalag úr strjálbýli Indlands til að taka á móti ástvinum sínum við komuna til Delhí. Þeirra beið þó aðeins það sára hlutskipti að fregna, að allir farþegarnir með flugi 182 hefðu farist. Satyawati Bajaj var allan sunnudaginn á ferðalaginu frá heimili sinu i Sharanpur, um 300 km fyrir norðan Nýju Delhí. Hún var á leið til að taka á móti 21 árs gamalli dóttur sinni, sem var að koma heim frá Kanada tii að gifta sig. Það var hins vegar ekki fyrr en á sunnudagskvöld, er gamla konan kom til flugvallarins í Nýju Delhí, að hún frétti, hvað gerst hafði. Hún hneig niður á gólfið i flug- stöðvarbyggingunni og hélt á körfu með ávöxtum í, sem hún hafði ætiað að færa dóttur sinni. Harbhajan Singh, siki frá Pati- ala í Punjab, varð hljóður, er hann frétti, að 22 ára gömul dóttir hans hefði farist. Synir hans tveir, sem höfðu komið með honum um iang- an veg, brustu í grát. „Fjölskylda mín hefur misst óendanlega mikið," sagði I.C. Jain, en dóttir hans, tengdasonur og tvö barnabörn voru með þotunni. „Hvers vegna þurftu þau endilega að velja þetta flug?“ spurði hann grátandi. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra, sem var atvinnuflugmaður, áður en hann hóf stjórnmálaþátttöku 1981, harmaði manntjónið og hvatti fóik til að sýna hugrekki og stillingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.