Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 41 | smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Húseigendur ath.: Byggingameistari tekur aö sér tréverk, nýsmíöi, flisalagnir, múr- og sprunguviögeröir, viö- geröir á skolp- og hltalögnum. Sími 72273. VEHOBRÉf AMABKAOUR HUSI VERSLUNARINNAR 6. HÆD KAUPOGSALA VE08KULDABPÉFA Hilmar Foss lögg. skjalapýö. og dómt., Hafn- arstræti 11. Rvik. Sfmar 14824 og 621464. Skerpingar Skerpi handsláttuvólar, hnifa, skæri og önnur bitjárn. Vinnustofan Framnesvegi 23, simi 21577. húsnæöi óskast 2ja-3ja herb. íb. óskast Skilvisum greiöslum og reglu- semi heitiö. Uppl. í síma 41971 eöa 36730. SlMATiMI KL. 10—12 OQ 15—17 Múrara vantar litla ibúö, helst i smáibúöahverfi. Sími 28003. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. 1. Kl. 08.00. Þórsmörk. Þaö er óhætt aö mæla meö sumarleyfi í Þórsmörk. Kynniö ykkur gistiaó- stööuna i Skagfjörðsskála og fjölbreytni feröa i sumar á skrif- stofu F. I. 2. KL 20.00. (Kvöldganga): SH- ungatjörn — Seljadalsbrúnir. Ekiö hjá Geithalsi Verð kr. 250. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Feröafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferóir Feröafélagsins: 1. 4.-14. júli(11 dagar): Hornvík og nágrenni. Gönguferðir dag- lega frá tjaldstaö m.a. á Horn- bjarg, Hælavikurbjarg, Látravik og viöar. Gist í tjöldum. Farar- stjóri: Vernharöur Guönason. 2. 4.-14. júlí (11 dagar): Hornvík-Reykjarfjöröur. Gengiö meö vióleguútbúnaö frá Hornvík í Reykjarfjörö. Fararstjóri: Jón Gunnar Hilmarsson. 3. 5.-14. júli (10 dagar): Austur- landshringur. Skipulagöar öku- og gönguferöir um Héraö og Austfirði. Gist i svefnpokaplássi. Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. 4. 5.-10. júli (6 dagar): Land- mannalaugar-Þórsmörk. Gist ( húsum. Fararstjóri: Vigfús Páls- son. Allar upplýsingar á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. ATH.: Sumarleyfisferöir í Þórs- mörk og Landmannalaugar. Feröafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 28.-30 júní: 1. Skeggaxlargata, gengin gömul gönguleiö milli Hvamms f Dölum og Skarös á Skarös- strönd. Gist á Laugum. Fararstjórar: Ámi Björnsson og Einar Gunnar Pétursson. 2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörös- skála og tjöldum. 3. 29.-30. júnf: Söguferö um slóóir Eyrbyggju. Gist í húsi. 4. Mióvikudag 26. júnf kl. 08. Þóramörk. Nú eru sumarteyfls- teröir í Þórsmörk aö hefjast. öll aöstaöa eins og best veröur i kosiö i Skagfjörösskála fyrir sumardvalargesti. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag Islands. Fíladelfía Almenn guösþjónusta i kvöld kl. 20.30. Sagt verður frá mótinu á Siglufirði. Bibliulestur. Einar J. Gislason. & raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi i boöi Vel þekkt sérverslun í miöborg Reykjavíkur til sölu. Sú eina sinnar tegundar meö góöa veltu og mikla aukningar- möguleika. Verslunin er föl gegn sanngjörnu veröi og greiösluskilmálum ef samið er strax. Upplýsingar hjá Fasteignamarkaönum, sími 11540 og 21700. Myndbandaleiga til sölu Ein þekktasta myndbandaleiga Reykjavíkur, Vídeóheimurinn, Tryggvagötu, til sölu. Mögu- leiki er á sölu hluta leigunnar. Þeir sem áhuga kynnu aö hafa, vinsamlega hringi í síma 22710. Skrifstofuhúsnæði Til leigu 230 fm skrifstofuhæö viö Síöumúla. Laus 1. júlí, langtímaleigusamningur. Upplýs- ingar í síma 17266 á skrifstofutíma. Sumarferð Varðar Aö þesvu sinni vsrður skiö um Borgarfjörö. Gsldingsdraga i Skorradal, niöur AndakOshrspp, aö Hvflá og aö Hrsöavatni. Sumar- gloöin skemmtir f Borgamesi. Lagt veröur af staö frá Sjálfstæöishúsinu Valhöll kl. 8.00. Morgunkaffl á bökkum Skorradalsvatns. Ekiö nlöur Andakilinn og sveigt til hægrl nálægt Vatnshömrum og á Lundarreykjadaisleió. Ekiö yfir gömlu Hvit- árbrúna hjá Ferjukoti og sem leiö llggur aö Grábrók. Hádegisveröur snæddur á Brekkuáreyrum vestan Grábrókar i faliegu umhverfi. í bakaleiöinni verður komiö viö i Borgarnesi þar sem Sumargleöln mun skemmta Varöarfélögum f Hótel Borgarnesi. Avörp flytja Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins, Jónas Bjarnason formaöur Varöar og Valdimar Indriöason alþlngismaöur. Aöalleiösögumaöur veröur Elnar Þ. Guðjohnsen. Verö aöoins kr. 950.- fyrir fullorðna, kr. 400.- fyrir bðm 4-12 ára og fritt fyrir böm yngri an 4 ára. Innifaliö i miöaveröi: Feröir, hádegisveröur frá Veitingahöllinni og skemmtun Sumargleöinnar. Morgunhressingu veröa menn aö hafa meö sér sjálfir. Pantanir f sima 82900 frá kl. 9-12. Miöasala f Valhöll á sama fima frá mióvikudeginum 28. júni. Akurnesingar Ákveöiö hefur veriö, ef næg þátttaka fæst, aö taka þátt í fyrirhugaöri Varöarferó þann 29. júní nk. Fariö veröur frá Akranesi um kl. 11.00 og snæddur hádegisveröur ásamt Varöarfélögum viö Grábrók i Borg- arfiröi og siöan veriö meö þeim þaö sem eftir er dagslns. Sumargleöin skemmtir i Hótel Borgarnesi um kl. 17.00. Hægt er aö fá matarpakka frá Reykjavík ef fólk æskir þess. Þátttaka tilkynnist fyrlr fimmtudags- kvöld 27. júní nk. Listar liggja framml í Bókaverslun Andrésar Nielsson- ar viö Skólabraut og Haröarbakari viö Kirkjubraut. Fulltrúaráð S/álfslæðisfélaganna Akranesi. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! 29. júní 1985 Amnesty International: Alþjóðleg herferð gegn mann- réttindabrotum í Júgóslavíu Fri vinstri: Halla Pálsdóttir, Guðrún Árnsdóttir og Eyjólfur Kjalar Emilsson hjá íslandsdeild Amnesty International. AMNESTY International stendur nú fyrir alþjóðlegri herferð gegn mann- réttindabrotum í Júgóslavíu. Hófst herferð þessi 29. maí síðastliðinn og er stlunin að halda henni áfram til ágústloka. íslandsdeild Amnesty Internat- ional boðaði til blaðamannafundar á miðvikudag og að sögn Eyjólfs Kjalars Emilssonar, eins tals- manna samtakanna, er nú hafist handa um að vekja athygli á mannréttindabrotum í Júgóslavíu vegna þess að þar virðist nú fær- ast í vöxt að beitt sé lagaákvæðum sem kveða á um að hægt sé að dæma menn til langrar fangelsis- vistar fyrir eins litlar sakir og að skopast að valdhöfum í einka- samtölum. Allt sem talið er benda til gagnbyltingarsinnaðra við- horfa í fari manna, eins og það er kallað, er næg sök til að menn séu fangelsaðir. Árlega hafa 500 manns verið ákærðir fyrir pólitísk afbrot síðan 1980 í Júgóslavíu. „Afbrotin" eru ýmis, en eiga það þó flest sameig- inlegt, að þau tengjast á einhvern hátt þjóðernishreyfingum hinna mismunandi þjóðarbrota sem bygRia þetta land. Júgóslavía er sambandsríki með sex sambands- lýðveldum en segja má að þar séu 18 þjóðarbrot. Það eru einkum Króatar og albanska þjóðarbrotið í Kosovo sem hafa sýnt einhverja sjálfstæðisviðleitni. Kosovo var hluti af Albaníu fyrir 1918 og eru sumir þeirra sem þar búa fylgj- andi sameiningu við Albaníu. En margir eru þó þeirrar skoðunar að þjóðarbrotið geti verið hluti af Júgóslavíu áfram, en vilja meiri sjálfstjórn i eigin málum. Þetta tvennt leggja stjórnvöld að jöfnu og bregðast við hvorutveggja af fádæma hörku. Þegar Tito forseti Júgóslavíu lést í maí 1980 voru margir sem héldu því fram að allt hlyti að fara í hund og kött milli þjóðarbrot- anna í landinu. Tito hafði tekist að vera einhverskonar sameiningar- tákn og ljóst var að enginn væri fær um að feta í fótspor hans í þeim efnum. Svo engum væri mis- munað var ákveðið að hver forseti skyldi vera kosinn til tveggja ára í senn þannig að á hverjum tólf ár- um væri kosinn einn forseti úr hverju sambandslýðveldi. Ennþá virðist þetta duga en að sögn Eyj- ólfs Kjalars má fullyrða að sú harka sem stjórnvöld hafa beitt í öllum pólitískum málatilbúningi upp á síðkastið sé einkum og séri- lagi tilkomin vegna hræðslu um að nú sé allt að fara úr böndunum, og minnsta linnka geti orðið þeim að fjörtjóni. Vestantjaldsmönnum hefur yf- irleitt þótt Júgóslavía öllu skárri en hin austantjaldsríkin. Þar hef- ur ferðafrelsi verið meira og ekki borið eins mikið á pólitískum ofsóknum eins og Amnesty-menn sögðu. Þau vildu þó benda á að ekki væri allt sem sýndist í þessu sambandi t.d. væru til svipuð lagaákvæði um meðferð pólitískra afbrota og skilgreiningu þeirra, svo teygjanleg og loðin að það mætti túlka þau á svotil hvaða hátt sem væri. Hér er einkum um að ræða ákvæði sem taka til „fjandsamlegs áróðurs", „ógnunar við skipan samfélagsins" o.fl. Þessi ákvæði eru í andstöðu við alþjóðasáttmála sem Júgóslavía á aðild að. Ennfremur hefur nýlega verið borin fram tillaga á júgó- slavneska alríkisþinginu þess efn- is að ákvæði þessi verði felld úr gildi. Þetta tvennt veldur því að Amnesty International telur að nú sé einmitt rétti timinn til að beita Júgóslavíu alþjóðlegum þrýstingi. Það eru 202 fangar í júgóslavn- eskum fangelsum sem Amnesty hefur tekið upp á sína arma sem samviskufanga. Fleiri mál eru í athugun en ljóst er að það eru ekki of margir sem Amnesty tekur upp hanskann fyrir nema síður sé, eins og talsmenn Íslandsdeildar Amn- esty International bentu á. Að þessu sinni er ætlunin að leita meir til félagasamtaka ým- iskonar og stéttarfélaga um stuðning við málefnið. Að sögn5 Guðrúnar Árnadóttur hefur verið haft samband við Samtök lög- lærðra manna, Félag háskóla- kennara, og ætlunin er að fá ein- hver æskulýðssamtök til að vera með líka. Það hafi oft verið reynt í öðrum löndum þar sem Amnesty- deildir starfa og yfirleitt gefist vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.