Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. JÚNÍ1985 Lára Þorsteins- dóttir — Minning Lára Þorsteins eins og hún var oftast nefnd, hefði orðið 77 ára í dag 25. júní, en hún andaðist í Borgarspítalanum 4. maí síðast- liðinn eftir tiltölulega stutt veik- indi. Blómastofa FriÖfmm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölí kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öil tilefni. Gjafavörur. Lára fæddist í Reykjavík 25. júní 1908. Foreldrar hennar voru Björnína Kristjánsdóttir og Þor- steinn Sæmundsson sjómaður. Þau slitu samvistir og var þá erf- itt fyrir konu með mörg börn að halda hópnum saman. Björnina fór með Láru, sem var á öðru ári, í kaupavinnu, í Flekkudal í Kjós, þar leitaði hún ráða hjá húsráð- endum, hvar væri líklegast að fá góða fósturforeldra fyrir dóttur- ina ungu. Það réðist þannig að þau mæltu með því að henni yrði kom- ið fyrir á írafelli hjá afa mínum og ömmu, þeim Guðmundu Vig- fúsdóttur og Guðmundi Eyjólfs- syni, sem þá bjuggu þar. Þeirra börn, Guðrún og Gísli, voru þá bæði komin um tvítugt, er ekki að orðlengja það, að þangað fór Lára og var þar öll sín uppvaxtarár, í miklu dálæti hjá öllum, hún hefur áreiðanlega verið sem sólargeisli á heimilinu. Var hún strax og ætíð upp frá því, sem ein af þeirri fjöl- skyldu. Irafellsheimilið og Kjósina mat hún mikils og naut þess alla tíð að heimsækja þá sveit. Ég minnist þess ávallt þegar ég var að alast upp á írafelli, hvað það var mikið tilhlökkunarefni þegar von var á Láru í heimsókn á sumrin. Dvaldi hún þá tíma og tíma hjá okkur, aðallega með tvö elstu þörnin, Guðrúnu og Björn. Eftir að börnunum fjölgaði urðu hennar ferðir færri, en Rúna og Bjössi eins og þau voru kölluð, komu þá ein og voru alltaf ein- hvern tíma af sumrinu, það var eins og viss vorboði þegar þau komu. Lára giftist ung Haraldi Jó- hannssyni stýrimanni og var hann yfir 20 ár af þeirra sambúð til sjós og sigldi hann t.d. öll stríðsárin. Lára og Haraldur áttu 6 börn auk Guðrúnar og Björns sem fyrr get- ur, voru það eftir aldursröð: Guð- mundur, Einar, Jóhann og svo stúlka, sem þau misstu kornunga. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og talaði Lára oft um það hvað börnin og síðar tengdabörn væru sér góð og vildu allt fyrir sig gera. Kom það best fram þegar fór að bera á veikindum hennar. Har- aldur var mikill öðlingsmaður og voru þau mjög hamingjusöm hjón, en það skeði þar eins og svo oft er sagt að það er ekki vandalaust fyrir hjón að aölaga sig þeim breyttu aðstæðum sem skapast þegar maðurinn kemur alkominn í land eftir svo langan tíma, og fór það svo hjá þeim þrátt fyrir að bæði voru dásamlegar manneskj- ur, að þau slitu samvistir, en hvor- ugt þeirra tók upp sambúð með öðrum meðan Haraldur lifði. Eftir að Björnína móðir Láru missti mann sinn, bjuggu þær saman í mörg ár, eða þar til Björnína dó, það var gaman að koma til þeirra og sjá hvað mikla umhyggju þær báru hvor fyrir annarri. Lára var afar jákvæð mann- eskja og hrifnæm, hún hafði yndi af að vera innan um fólk, hafði gaman af að dansa og sótti gömlu dansana í mörg ár. Lára var alveg sérstaklega ungleg í útliti eftir aldri, hvort það hefur verið af dansinum eða hennar jákvæða hugarfari læt ég ósagt, nema að hvorutveggja hafi hjálpað til. Hún hafði einnig mjög gaman af að ferðast bæði hér heima og erlend- is. Fyrir um 8 árum hitti hún ekkjumann sem hét Sigurður Hannesson og leiddu þau kynni til sambúðar, sem var alveg einstök. Attu þau mörg sameiginleg áhugamál og fylltu svo líf hvors annars með elsku og umhyggju svo til fyrirmyndar var. Það var því Láru mikið áfall er hún missti hann fyrir rúmu ári, eftir stutt veikindi. Þegar ég hitti Láru síð- ast var mikið að gera framundan hjá hmni, fernar fermingarveisl- ur, það átti að ferma einn dóttur- son og 3 barna-barna-börn og svo utanlandsferð, sem dóttirin og tengdasonurinn voru búin að bjóða henni í með sér eftir hvíta- sunnuna. Hún komst í aðra ferm- ingarveisluna hjá dótturdóttur- inni í Keflavík, en sjálf var hún farin í ferðina miklu, sem við eig- um öll vísa, áður en til hins kom. Lára sýndi mér og minni fjöl- skyldu ætíð mikla tryggð, sýndi t Eiginkona mín SIGURLAUG EINARSDÓTTIR, lést aö heimili okkar Öldulóö 46. Hafnarfiröi, aö kvöldi 23. júní. Ólafur Einarsson. Móöir okkar, MAGNFRÍDUR ÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 22. júní. Guörún Guömundsdóttir, SigurAur GuAmundsson, Erla GuAmundsdóttir, HreiAar GuAmundsson, Marínó GuAmundsson. t Móöir okkar, GRÍMA GUÐMUNDSDÓTTIR, Strandgötu 17, PatreksfirAi, andaöist í sjúkrahúsi Patreksfjaröar laugardaginn 22. júni. Fyrir hönd vandamanna, Gríma Sveinbjörnsdóttir, Jónas Sveinbjörnsson, Kópur Sveinbjörnsson. ' i Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. i £ S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI48 SlMI 76677 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. i fi S.HELGASON HF ISTEINSWIIÐJA ■f SKEMMUVEGI 4& SJMt 76677 t Móöir okkar, GUÐRÚN ÓLAFÍA ÁSBJÖRNSDÓTTIR fró Hvammi I Dýrafiröi, andaöist 16. þ.m. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinar látnu. Börn hinnar lótnu. t Eiginmaöur minn, SÓLMUNDUR SIGURÐSSON, fró Borgarnesi, andaöist í Landakotsspitala 24. júni. F.h. aöstandenda, Steinunn Magnúsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn, ÞÓRARINN SVEINSSON, Bergstaöastrseti 82, andaöist í Landspítalanum laugardaginn 22. júni. Ingibjörg Árnadóttir og fjölskylda. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, MARINÓ KRISTINN JÓNSSON, Dragavegi 6, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. júní kl. 13.30. Katrín Kristín Hallgrímsdóttir, Sigurlaug Marinósdóttir, Hallgrímur Marinósson, Arndís Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda hluttekningu og vinsemd viö andlát og útför, KRISTJÖNU G. BJARNADÓTTUR húsfreyju, Birkihvammi 8, Kópavogi. Kjartan Ólafsson fró Strandseli, María Erla Kjartansdóttir, Bolli Kjartansson, Hrefna Pólsdóttir, Einar Kjartansson, Hildur Kristjónsdóttir, GuöríAur Kjartansdóttir, Guömundur Markússon, Halldór Kjartansson, Birna Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. það sig best er við misstum yngri son okkar í flugslysi 1968 og mað- urinn minn lá á sama tíma þungt haldinn á spítala, kom hún þá strax til mín og var hjá mér fram yfir jarðarför, mér og mínum börnum til hjálpar og huggunar. Þetta var ómetanlegt og gleymist ekki. Það er margs fleira að minnast, mér fannst hún alltaf eins og stóra systir, frekar en uppeldis- systir föður míns, og verður henn- ar skarð vandfyllt í mínum huga, en við verðum að vera raunsæ og líta á það jákvæða eins og Lára gerði alltaf, í því ljósi held ég að hún hafi verið sátt við að kveðja, og það hafi verið það besta fyrir hana þegar heilsan var farin. Hafi hún þökk fyrir allt. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ættingjum sendi ég minar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðrún Gísladóttir ATHYGLI skal vakin í því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. St. Fransiskusystur í Stykkishólmi: Sjúkra- húsrekstur í 50 ár Stykkishólmi, 24. júní. I ÞESSUM mánuði eru liðin 50 ár síðan St. Fransiskusreglan hóf starf- semi í Stykkishólmi og lét reisa hér fullkomið og stórt sjúkrahús á þess tíma mælikvarða. Var þetta stór stund í lífi Hólm- ara sem um margra ára skeið höfðu safnað fé til að reisa hér sjúkraskýli og því mikill fögnuður þegar þessi ágæta regia kom inn í dæmið. Var þegar hafist handa og á ótrúlega skömmum tíma reis þetta veglega hús upp og var það undrunarefni þegar litið er til hinna fábreyttu véla sem þá voru til staðar. Svo var sjúkrahúsið opnað og fyrsti læknir þar var ólafur Ólafsson, sem hér var lengi héraðslæknir, ötull og samvisku- samur og ferðagarpur sem kom sér vel þegar samgöngur voru erf- iðar og vegir svo að segja engir. Fyrsti sjúklingurinn var Guð- mundur Jónsson í Konráðsbæ, eldri maður einbúi hér og um öll jól minntust systurnar hans með gjöfum meðan hann lifði. Starfið hefir alltaf aukist og ekki nóg með hjúkrun sjúkra held- ur hefir fólkið hér fengið alls kon- ar þjónustu, börn og unglingar föndurtíma, og eins leikskóla og fullorðnir leiðbeiningar í tungu- málum. Það gerðu hinir ágætu prestar sem hér voru þessi ár. Um tölu sjúklinga á þessu tíma- bili er ekki vitað en þeir eru orðnir margir og systurnar sem nú eru hér 14 talsins hafa lifað sig svo inn í hugi fólksins að betur verður ekki gert og nú taka þær þátt í kjörum bæjarbúa, bæði í gleði og sorg. Þær halda nú upp á 50 ára afmælið með því að bjóða öllum vinum sínum til samfagnaðar sunnudaginn 30. þ.m. Þá kemur biskupinn og flytur hátíðarmessu og ýmislegt annað verður til gleði og ánægju. í tilefni þessa merkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.