Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 Keflavík: Leiguíbúðir aldraðra formlega teknar í notkun Keflavík, 19. júní. Síðastliðinn fimmtudag var formlega tekið í notkun nýtt hús með leiguíbúðum fyrir aldraða í Keflavík. I húsinu eru 12 íbúðir, 45 m2 og 52 m2 að staerð. Einnig er í því félagsaðstaða sem nýtast mun fyrir íbúana og aðra aldraða íbúa bæjarins. Af þessum tólf íbúðum í hús- inu, sem staðsett er að Suður- götu 15—17, eru þrjár hjóna- íbúðir og níu einstaklingsíbúðir. Húsið er stutt frá mörgum helstu þjónustustofnunum, s.s. apóteki, heilsugæslu, umboði Tryggingastofnunar og verslun- um. Við opnunarathöfnina veitti Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur, húsinu við- töku fyrir hönd Keflavíkurbæjar af Guðjóni Stefánssyni formanni byggingarnefndar. Eftir að þetta hús er tekið í notkun leigir bær- inn út 30 íbúðir fyrir aldraða og er einnig eigandi að sameign í fjölbýlishúsi. Arkitekt hússins var Klaus Holm frá Húsnæðisstofnun ríkisins og verktakar voru Hjalti Guðmundsson og Ingólfur Bárð- arson. Við athöfnina bárust húsinu ýmsar góðar gjafir s.s. borð og stólar frá Lionsklúbbnum Óðni, hljómflutningstæki og hillusam- stæður frá Kiwanisklúbbnum Keili, Sparisjóðurinn og Út- vegsbankinn gáfu sameiginlega sjónvarp og myndbandstæki, f hinum nýju leiguíbúðum aldraðra { Keflavík eru þrjár hjónaíbúðir og níu einstaklingsíbúðir. þvottavél, uppþvottavél, þurrk- ix-video og Studeo gáfu hvort arar og ryksuga frá Málaraverk- um sig 100 myndsnældur. tökum Keflavíkur hf. og Phoen- efi HADEGI öEB' ÖFGÍ5 ÉG mLm KP sqjvúí Skúli Hansen matreidslumeistari Hvort sem þú vilt ræða viðskipti yfir léttri máltíð eða eiga ánaegjulega stund með vinnufélögum eða vinum, þá geturðu gengið að því sem vísu að á Arnarhóli sé maturinn fyrsta flokks og þjónustan ekki síðri. KOMDU í HÁDEGINU OG NJÓTTU ÞESS BESTA, ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA EN HVERSDAGSLEG MÁLTÍÐ ANNARS STAÐAR. Vlö slflum hvergl af kröíunum- létt-franska llnan Hvort sem þú velur þér tvfréttaða máltíð af matseðli dagsins fyrir 420 krónur eða dýrustu rétti af aðal-matseðli, þá veistu ávallt að við munum einungis bera þér það besta. ARNARHÓLL VEITINGAHÚS H vc rfisgi >t u H -10 Síml: 1885S Nýr mat- staður í Reykjavík NÝR veitingastaður hefur verið opnaður í Reykjavík og ber hann nafnið „American Style“. Veitinga- staðurinn er til húsa í Skipholti 70 og býður fyrst og fremst upp á skyndi- rétti s.s. kjúklingabita, hamborgara og pítur. Einnig er boðið upp á þrjá rétti sem ekki hafa áður verið á boð- stólum á veitingahúsum á íslandi, en það eru mexíkanski rétturinn „taco“, kjúklingaborgari og „subs“ sem er glóðarsteikt kjöt á teini. Á matstaðnum er einnig svokall- aður „cocktail-bar“ þar sem boðið er upp á suðræna drykki og ísbar. „American Style" tekur 40 manns í sæti og er staðurinn opinn alla daga vikunnar frá kl. 11.00 til 23.30. Þar er einnig sérstök aðstaða fyrir börn sem geta horft á barna- myndir af myndbandi allan daginn. Eigendur „American Style" eru þeir Einar Ásgeirsson og Bjarni Óskarsson, barþjónn. Matreiðslu- meistari er Jón Gerald Sullenberg- er. (0r frélUtilkynningu.) Kaffibrennsla Akureyrar: Flytur inn nýtt hreinsi- efni fyrir kaffivélar KAFFIBRENNSLA Akureyrar hefur hafið innflutning á hreinsiefni fyrir sjálfvirkar kaffivélar. Það er Heros */» í Noregi sem framleiðir efni þetta. í fréttatilkynningu frá Kaffi- brennslunni segir að efni þetta sé sérstaklega til þess ætlað að hreinsa burt skán sem myndast smám saman í rörum sjálfvirkra kaffivéla og innan á vatnstönkum og trektum. Hafi þessi skán í för með sér aukabragð af kaffinu sem erfitt sé að losna við með öðrum hætti. Kaffibrennslan flytur einnig inn hreinsiefni fyrir stórar kaffi- vélar eins og notaðar eru á hótel- um, veitingahúsum og í mötuneyt- um. Það er framleitt af sama fyrir- tæki. Kaffibrennsla Ákureyrar hefur og á boðstólum sérstaka bursta sem nota má þegar kaffivélar eru hreinsaðar með efninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.