Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNl 1985 t SVEINSMÖT1 Sigurvegarar í opnum flokki eldri f.v.: Gylfí Þórhallsson, Áskell Örn Kira- son, Arnar Þorsteinsson og Arnfríður Friðriksdóttir. 1 opnum flokki yngri unnu, f.T.: Bogi Pálsson, Reimar Helgason og Árni Hauksson. Þeir unnu í unglingafíokki, f.v.: Hákon Stefánsson, Pétur Blöndal, Rúnar Sigurpálsson, Jón Stefánsson og Eiríkur Hauksson. Dalvík: Fyrsta opna skákmótið Haldið til minningar um Svein Jó- hannsson, fyrrum sparisjóðsstjóra Dalvík. 16. júní. MIKILL fjörkippur hefur hlaupið í skáklíf á Dalvík. Á síðasta ári var tafífélag Dalvíkur endurvakið en það félag var stofnað árið 1933, en á þeim árum var mikil breidd í skák- lífí hér og áttu Dalvíkingar á að skipa sterkum skákmönnum. Á árinu 1984 var blómlegt starf hjá félagínu. Haldnar voru reglu- bundnar skákæfingar og voru all- mörg skákmót haldin á vegum fé- lagsins og þá tóku félagar einnig þátt í mótum utan sveitar. í tilefni af 100 ára afmælis byggðar í Ólafsfjarðarhorni var efnt til skákkeppni á vegum taflfélags Ólafsfjarðar þar sem þátt tóku sveitir frá ýmsum taflfélögum úr næstu byggðarlögum. Á þessu Móti bar sveit Taflfélags Dalvíkur sigur úr býtum. Fyrirhugað er að halda þessum samskiptum taflfé- laganna áfram og verður næsta mót haldið á Dalvík í ágúst nk. Helgina 8.-9. júní sl. stóð Tafl- félag Dalvíkur fyrir svokölluðu „Sveinsmóti". Mótið er haldið til minningar um Svein Jóhannsson fyrrum sparisjóðsstjóra á Dalvík en hann var mikill unnandi skák- listar og tefldi mikið um áraraðir fyrir Taflfélag Dalvíkur og Ung- mennafélag Svarfdæla. í tilefni af 100 ára afmæli Sparisjóðs Svarf- Jón Stefánsson leikur fyrsta leikinn. Ottó Jónsson t.v. og Áskell Örn Kára- son t.h. dæla ákvað stjórn sjóðsins að heiðra minningu Sveins með því að gangast fyrir minningarskákmót- um árlega næstu tíu árin. Fyrir hönd Sparisjóðsins hefur Taflfé- lag Dalvíkur tekið að sér að ann- ast framkvæmd mótanna en sjó- ðurinn stendur straum af öllum kostnaði. Keppt er um veglegan farandbikar sem varðveittur er í Sparisjóði Svarfdæla en sigurveg- ari fær nafn sitt skráð á bikarinn. Þá fá sigurvegarar í hverjum flokki verðlaunagripi til eignar. „Sveinsmót" hófst með ávarpi Þorgils Sigurðssonar sem í stuttri ræðu bauð þátttakendur velkomna til leiks og kvaðst vænta þess að þetta fyrsta opna skákmót sem haldið væri á Dalvík mætti verða til þess að efla skáklíf hér um slóðir. Að ávarpi loknu lék Jón Flugleiðir og einokunin — eftir Grím Jónsson Vegna greinar þeirrar er birtist í DV 4. júní sl. undir fyrirsögninni „Neitaði að vinna og stoppaði flug“, sé ég mig tilneyddan til þess að svara nokkrum persónulegum ásökunum í minn garð, sem hafð- ar eru eftir blaðafulltrúa Flug- leiða, Sæmundi Guðvinssyni. Að- eins eitt atriði hafði skolast til frá hendi blaðsins í ummælum eftir mér höfðum: Ég var búinn að vera á vakt i 14 klst. en ekki 10 þegar umræddur atburður gerðist og ég lokaði fíugturninum á ísafirði. Hitt er mála sannast að grein- arkorn gefur lítt til kynna hvað raunverulega var að gerast um- ræddan dag, en ekki er unnt að skýra öll tildrög til þessa atviks nema hafa að því dálítinn for- mála. Flugvöllurinn er opinn til þjón- ustu við alla flugumferð frá því kl. 07.00 til kl. 20.15 dag hvern yfir sumarmánuðina eða nánar tiltekið 13 klst. Þar fyrir utan er öll þjón- usta vegna sjúkra- og neyðarflugs ávallt til reiðu allan sólarhring- inn. Töfum á reglubundnu áætlun- arflugi vegna veðurs eða annarra óviðráðanlegra atvika er einnig sinnt. Hvað viðvíkur öðrum auka- vöktum, er skylt að óska eftir þeim með fyrirvara, eigi síðar en klukkustund áður en vakt lýkur. Þó hafa starfsmenn ekki heimild „Ég kannast ekki við annað en ég hafi alla tíð reynt að leysa af hendi þau störf sem mér hafa verið falin, eftir bestu getu.“ til þess að sinna aukavöktum, sem standa fram yfir þau tímamörk er gerir skylt að grpiða þeim nætur- vinnutaxta næstu vakt á eftir samkv. ákvæðum kjarasamninga, nema með sérstöku samþykki Flugmálastjórnar í hvert sinn. Það hefur gengið erfiðlega gegnum árin að fá þá Flugleiða- menn til þess að virða þessar ein- földu reglur. Á ýmsu hefur gengið en algengast er að ákvarðanir eru teknar um aukaferðir og settar upp á tímum langt utan þjónustu- tíma, án þess að láta starfsmenn Flugmálastjórnar vita, hvað þá heldur að athuga hvort þeir séu tilbúnir að bæta við sig fleiri klukkutíma framhaldsvöktum. „Haltukjafti-hlýdd’ogvertugóð- ur“-tónn er allsráðandi þegar þessar aukavaktakröfur koma á „borðið" þegar vakt er lokið, eða er að ljúka. Oft hafa þessar auka- ferðir verið ákveðnar fyrir dögum eða jafnvel vikum. í tilfellum hef- ur þurft að sækja heimildir til aukavaktanna á ýmsum tímum sólarhrings. Fyrir rúmu ári átti ég langt en vinsamlegt tal um þetta mál við Andra Hrólfsson fyrir milligöngu flugmálastjóra. Lofaði hann mér að ráðin skyldi bót á öllu þessu í snarheitum til þess að útiloka óþægilegar uppákomur og leiðin- leg atvik en efndir urðu nákvæm- lega engar. Hér er ég eingöngu að ræða um þær ferðir sem settar eru upp fyrir utan áætlun langt fyrir utan þjónustutíma. Hvað viðvíkur atvikinu sunnu- daginn 2. júní sl. er þetta að segja: Föstudaginn 31. maí fékk ég beiðni um að standa aukavakt vegna Fokker-vélar sem ætti að fara frá Reykjavík kl. 21.00 á sunnudagskvöld. Þetta þýddi í reynd að vakt mundi ljúka hér um kl. 23.00. Tók ég þessari málaleit- an Ijúflega, enda þegar fyrir hendi heimild fyrir vaktinni og hér var að gerast í fyrsta sinn í sögunni að staðið var að málum á eðlilegan hátt. Flugið hafði verið bókað til brottfarar frá Reykjavík kl. 20.45, en kl. rétt fyrir 21.00 var hringt í turninn frá Flugleiðum (flugum- sjón) og óskað eftir veðurlýsingu. Eftir að hafa gefið starfsmanni Flugleiða veður spurði ég hvort brottför vélarinnar væri ekki á næsta leiti. Hann kvað svo ekki vera. Ferðin hefði verið uppsett kl. 22.00 hjá sér þegar hann kom á vakt kl. 19.00. Var það samtal ekki lengra í þetta sinn en ég hafði samband við afgreiðslu Flugleiða hér en Júlíana Pálsdóttir, sem var á vakt hjá Flugleiðum ásamt fleira starfsfólki, fullyrti að engin breyting hefði verið gerð á áætl- uninni, vélin færi á réttum tíma, en kvaðst þó ætla að kanna málið og láta mig vita. Leið aðeins stutt stund þar til hún hafði samband við mig aftur og staðfesti þá að áætluninni hafði verið breytt án þess að nokkur vitneskja þar um hefði borist hingað. Hafði ég nú aftur samband við fíugumsjón, en samtal það sem ég átti við starfsmann Flugleiða þar var dropinn sem fyllti mælinn. Staðfesti hann að breyting þessi á fluginu væri tilkomin fyrir löngu. Kl. 19.00 þegar hann kom á vakt- ina var búið að setja ferðina upp kl. 22.00, annað kom honum ekki við og mér var mál þetta óviðkom- andi að hans dómi. Það sem í reynd gerðist var þetta: Engin ástæða þótti til þess að ræða við mig um framlengingu á aukavakt. Engin ástæða þótti til þess að tilkynna umboðsafgreiðslu hér um seinkunina. Það atriði að farþegar eru boðaðir til mætingar að minnsta kosti einum klukku- tíma fyrr en þðrf er á er að sjálf- sögðu algjört aukaatriði. Hér var í reynd ekkert óvenju- legt aö gerast annað en það að í þetta sinn ofbauð mér svo ósvífnin að ég lokaði og fór. Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, mun hafa þann starfa á hendi að vera einhvers konar „reyfarahöfundur“ fyrir- tækisins og vafalaust er maöurinn vel starfinu vaxinn, en illa varð honum á í messunni þegar hann lýsti yfir í DV: „Við tilkynntum þetta fíug eins og reglur mæla fyrir um.“ Samkvæmt því er það sam- kvæmt „reglum" að hundsa starfs- mann fíugmálastjórnar, að til- kynna umboðsafgreiðslu úti á landi ekkert um breytta áætlun, að gefa skít í þótt farþegar séu boðaðir til brottfarar klukku- stundum fyrr en þörf er á. Að vísu er hér um að ræða at- burði sem gerast næstum daglega, en mér var ókunnugt um að til væru hjá félaginu reglugerðir sem segðu fyrir um að umgangast skuli landsbyggðarfólk eins og hunda. Kann ég Sæmundi Guðvinssyni þökk fyrir að upplýsa það atriöi. Concord-þotu-skýring Sæmund- ar kom mér á óvart, aðra skýringu hafði ég fengið þar sem tilfallandi ferð til Hornafjarðar var nefnd. í reynd skiptir þetta ekki máli. Þó ætti Sæmundur að gæta þess í framtíðinni að ekki séu í umferð tvö ævintýri í einu, sem ekki ber saman. Hafi Concord-sagan við rök að styðjast, kemur í ljós að það er mat þeirra Flugleiðamanna að réttlætanlegt sé að taka vél úr önnum í innanlandsflugi til þess að fljúga útsýnisflug með stór- menni og gefa frat í þótt innan- landsáætlun fari öll úr böndum. Auk þess sem það staðfestir að ákvörðun um breytingu á kvöld- flugi til ísafjarðar var tekin fyrr en mér var áður kunnugt um. Annars er ákaflega erfitt að henda reiður á „skáldsögum" þær sem samdar eru í herbúðum Flugl- eiða. Sumar af þessum sögum eru hreinustu brandarar. T.d. var einu sinni á seinasta vetri réttlætt seinkun á áætlunarflugi til Isafj- arðar með því að öll snjómokst- urstæki á ísafirði væru ónýt. Hér voru brautir i besta lagi og snjóruðningstæki einnig, en samt birtist þessi skýring á tölvuskermi hjá Flugleiðum. Við starfsmenn Flugmálastjórnar látum okkur venjulega í léttu rúmi liggja öll þessi ævintýri, sem samin eru til þess að breiða yfir óstjórn og óreiðu, þar til á að fara að kenna okkur að ósekju um seinkanir og tafir. Umrætt „ævintýri" hvarf af tölvuskermi eftir athugasemd héðan og engin fékkst til þess að viðurkenna faðernið. Oft er ákaf- lega erfitt að koma auga á hvaða tilgangi það þjónar að réttlæta tafir og seinkanir með tilbúnum ástæðum i stað þess að fara rétt með. Mér dettur ósjálfrátt í hug lýsing á manni sem þótti í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.