Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JtJNÍ 1985 >1 fclk í fréttum MORGAN FAIRCHILD Leið á að afklæða sig fyrir framan myndavélarnar 19 ára og hefur leikið í meira en 15 kvikmyndum Diane Lane er einungis 19 ára en hefur nú þegar leikið í u.þ.b. 15 kvikmynd- um. Diana tekur ekki hvaða tilboði sem er og neitaði m.a. aðalhlutverkinu í „Splash" og „The blue Lagoon". Hún tók þó tilboði í mynd Francis Ford Coppola „Cott- on Club“ þar sem hún leikur á móti engum öðrum en Richard Gere. Morgan Fairchild er eins og margir aðrir orðin leið á að afklæða sig og leika eins og hún kallar skessur fyrir framan myndavélarnar. Hún hef- ur því tekið þá ákvörðun að láta öll þau tilboð er hljóða upp á það fara í veður og vind. Hún segir sjálf: „Eg fæ alltaf hlut- verk sem slæm stúlka og ég er bara alls ekki þann- ig í raunveruleikanum. Til tilbreytingar væri virki- lega gaman að fá að leika fína og huggulega konu.“ Síðasta hlutverk Morg- an sem hryðjuverkamað- ur í „Time Bomb“ bendir ekki til að henni hafi al- gjörlega tekist að standa við þetta heit sitt. sveitin er fimm ára og það var fyrir löngu ákveðið að er hún næði þessum árafjölda yrði far- ið erlendis. Þegar við hjónin fluttum út til Noregs fór sonur okkar Fleming Gauti í hljómsveitina og það var eiginlega upphafið að því að ákveðið var að ferðin skyldi far- in til íslands og undirbúningur hefur staðið yfir núna í nokkurn tíma með hinum ýmsu fjáröfl- unarleiðum. Foreldrar og börn hafa fengið í hendur vinnulista, tekið að sér að mála hús, haldið hlutaveltur og basara svo eitthvað sé nefnt. Við komum hingað til lands 16. júní og byrjuðum á því sama kvöldið að halda tónleika i Garðakirkju. 17. júní lékum við fyrir frú Vigdísi á Bessastöðum og lékum einnig fyrir skrúð- göngunni sama dag og blésum milli atriða. Við heimsóttum Hrafnistu og Vífilsstaði og lék- KATRÍN ÁRNADÓTTIR ÞULA „Höfuðverkurinn var að finna út í hverju ég ætti að vera“ Norsk lúðrasveit undir fararstjórn Ibs Wessman „Allir fara ánægðir heim“ Kæru vinir. „Þá er komið að kveðjustundinni. Síðastliðin tæp 5 ár hef ég heimsótt ykkur á þennan hátt og kynnt fyrir ykkur dagskrá sión- varpsins. Mín bíða nú önnur viðfangsefni á öðrum vettvangi. I kvöld hef ég verið hér í síðasta sinn í föstu starfi og vil því nota tækifærið og þakka ykkur samveruna á undanförnum árum. Ég bið ykkur vel að lifa í Guðs friði. Verið þið blessuð og sæl.“ Á þennan hátt hljóðuðu síðustu orð Katrínar Árnadóttur þulu i sjónvarpinu fyrir rúmlega viku. Hún var að kveðja áhorfendur eftir fimm ara starf hjá snjóvarpinu. Við slógum á línuna til Katrfnar þar sem hún var stödd í Frakklandi með Sinfóníuhljómsveit Íslands til að forvitnast um hvað tæki við að loknu ferðalagi. „Ég verð auðvitð áfram í Sinfónfunni og mun kenna áfram við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík. Ég hyggst bæta við mig kennslu og þá við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Ég hef mjög gaman af því að kenna og finnst það mjög áhugavert að vinna með börnum. Þetta þýðir að ég hætti að vinna um kvöld og helgar hjá sjónvarpinu nema ég gripi inní ef einhver forfallast." — Hvernig lfkaði þér annars í þulustarfinu þessi fimm ár? „Mér fannst þetta mjög gott og þægilegt starf. Aðalhöfuðverkur- inn var alltaf að finna út i hverju ég ætti að vera svo ég sæist ekki alltaf í sömu flíkinni." Fyrir helgina var hér stödd skólalúðraveit frá Grans- heard f Noregi. Lúðrasveitin samanstendur af u.þ.b. fjörtíu börnum og unglingum frá átta ára aldri og upp i 19 ára og er hingað til lands komin ásamt fylgdarliði undir fararstjórn Ibs Wessman sem margir munu ef- laust eftir úr Naustinu hér forð- um. Morgunblaðið fór á stúfana og hafði samband við Ib, til að afla sér nánari vitneskju um ferð lúðrasveitarinnar og hans hingað til lands. „Það er mjög einkennandi í Noregi að hornahljómsveitir séu starfræktar í bæjum sama hve litlir þeir eru. Lúðrasveitin okkar er nú hvorki meira né SKÓLALÚÐRASVEITIN FRÁ GRANSHEARD Lúðrasveitin samanstendur af u.þ.b. 40 börnum á aldrinum átta ára og upp í 19 ára. Á 17. júní lék hljómsveitin m.a. milli atriða. minna er þriðjungur af börnun- um í skóla bæjarfélagsins þann- ig að þetta er stór hluti íbúanna, sem stendur að þessu. Hljóm- Ib og Inga H. Westman, fararstjórar norsku lúðrasveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.