Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 62 Hœmrin „Hann Seg'tr Ó2> \*J hafír Iró&fo greipflJdir\( jnp T eyraS ci &er." Vesalingurinn, hvað þú ert líkur honum pabba þínurn! HÖGNI HREKKVlSI i Hneyksluð á barnaskapnum Duran-aðdáandi skrifar: Sæll Velvakandi. Ég er alveg stórlega hneyksluð á barnaskapnum i aðdáendum hinna ýmsu hljómsveita. Þeir skrifa til þín Velvakandi eða hringja og rífast um það hvaða hljómsveit sé best. Það eru sérstaklega Duran Duran-aðdáendur, sem eru að ríf- ast við U2-, Wham!-, eða eins og Andy Taylor kallar þá Frankie goes to „Hospital“-aðdáendur. Ég er sjálf alveg æðislegur aðdáandi Duran og finnst mér Wham!, Nik Kershaw og Limahl og fleiri alveg hundleiðinlegir en hver maður hefur sinn smekk og það er ekki hægt fyrir örfáa að dæma fyrir alla um það hvaða hljómsveit sé best. Einnig er það nær ófyrirgefan- legt af rásar tvö-mönnum að segja að Duran sé bara smábarna- hljómsveit því það er hún alls ekki. Svo var það einn U2-aðdáandi, sem skrifaði fyrir stuttu og sagði að textar Duran Duran væru bara ástarvæl og að textar U2 væru miklu betri. Það er satt að til eru góðir textar hjá U2, en þeir eru einnig mjög góðir hjá Duran. Það er ekki einn einasti texti með Dur- an Duran ástarþvæla, en það er hins vegar hjá Wham!. En ég ætl- aði ekki að vera með áróður svo ég tek þetta með Wham! til baka en mín skoðun er söm fyrir því. Ég ætla líka að þakka sjónvarp- inu fyrir það ágæta framlag sitt að sýna þáttinn með Duran Dur- an. En, þeir ættu einnig að sýna þætti með fleiri popplistamönnum og þungarokkshljómsveitum svo fleiri geti orðið ánægðir. Það er nú einu sinni ár æskunnar eða er það ekki? Ekki hefur maður orðið mikið var við það. Sérstaklega ekki hér úti á landi. Já, svo var einhver Wham!- aðdáandi að halda því fram að Simon Le Bon væri falskur og að honum færi alltaf hrakandi. Hann er sko alls ekki falskur. Ef þennan Wham!-aðdáanda langar til að heyra falskan söng ætti hann að hlusta á tónleika með Boy George, þar getur hann heyrt falskan söng. Svo voru þeir á rás 2 að segja að Simon væri falskur á plötunni „Arena". Ekki hef ág heyrt það og þó hef ég hlustað á Arenu milljón sinnum og aldrei heyrt falskan tón, en ég játa að hann syngur illa í laginu „Careless Memories" en það er ekki nema von þar sem hann var örugglega orðinn þreyttur. Lítið gert úr kvenfólki Þorleifur Kr. Guðlaugsson, Lang- holtsvegi 122, skrifar: Heiðraði Velvakandi: Ég hef verið að hugsa um það lengi, að í öllu jafnréttisástandinu er það nokkuð undarlegt hvernig misrétti er beitt af sjónvarps- mönnum hvað varðar að sýna frá leikjum, bæði handbolta- og fót- boltaleikjum kvenna. Það er engu líkara en ekki megi fyrir nokkurn mun sýna leiki þeirra í sjónvarpi, því er ekki sýndur einn einasti leikur. í mesta lagi að sýnd séu eitt til tvö mörk. Sama er að segja um einstakl- ingsmyndir frá mótum, en aldrei viðtöl. Mér finnst þetta skrítið, þar sem strákarnir eru stöðugt í sviðsljósinu. Ég skal bara benda á síðasta dæmið. Einar Vilhjálms- son var á skjánum í gær, en íris Gröndal ekki. Samt unnu þau bæði góð afrek. Ég vil sjá leiki kvenna, þó ekki væri nema úrslitaleiki, i sjónvarp- inu. Einnig keppnisleiki við önnur lönd. Ingólfur Hannesson og Bjarni Felixson, hvað meinið þið með þessari dauðaþögn um bolta- leiki kvenna? Vil fá reikningsyfirlit Magnús Gíslason Svíþjóð, skrif- sinn sem ég á minni sjötugu æfi ar: sendi þér línu. Vandi minn er sá Ágæti Velvakandi. að ég sem ellilífeyrisþegi fæ elli- Þetta er nú reyndar í fyrsta laun mín send að heiman fyrstu þrjú ár búsetu minnar hér, en síð- an er mér tjáð að ég fari inn á sænska tryggingakerfið og mun þetta vera samnorrænt samkomu- lag. Ekki er nú svo vel að Trygg- ingastofnun rfkisins sjái um að ég fái lífeyri minn mánaðarlega, það verður maður sjálfur að annast svo furðulegt sem það nú er. í mínu tilvikí leystist þesi vandi fyrir einstæða góðmennsku bankastarfskonu, sem ég þó var með öllu ókunnur. Hún tók að sér að sjá um greiðslurnar til mín og leysti þar með vanda, sem ég á engan hátt gat ráðið við, þar sem ég hafði engan slíkan aðila að leita til. En ekki var allur minn vandi leystur með elskusemi þessarar ágætu konu. Ég er í mjög brýnni þörf fyrir að fá mánaðarlegt yfir- lit yfir greiðslur til mín og er það vegna þess að þegar ég leita til hérlendra aðila, lækna o.fl., er mér nauðsynlegt að geta gert grein fyrir tekjum mínum. Ég hef gjört allt sem í mínu valdi stendur til þess að fá Tryggingastofnun ríkis- ins til að scnda mér reikningsyf- irlit, en enr sem komið er hefir ekki borist svar frá þessari virðu- legu ríkisstofnun. Það er því von mín og ósk að þú, Velvakandi góð- ur, komir þessum línum á fram- færi og þær mættu þannig verða til þess að ég fái svo fljótt sem verða má greinargott yfirlit um lífeyrisgreiðslur til mín frá þeim degi er ég flutti hingað út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.