Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNt 1985 Fundur samgönguráðherra á Selfossi vel sóttur: Fjöldi nýjunga á döf- inni í samgöngumálum Selfossi, 21. júní. MATTHÍAS Bjarnason samgöngu- ráðherra hélt fyrsta fund sinn af sjö, sem hann heldur um sam- göngumál víða um land, í Tryggva- skála í gærkvöldi, 20. júní. Á fund- inum boðaði Matthías lækkun á símgjöldum og skýrði frá ýmsum áhugaverðum áætlunum í sam- göngumálum. Fundurinn í Tryggvaskála var vel sóttur og lögðu fundarmenn ýmsar fyrirspurnir fyrir ráð- herra og aðra frummælendur sem voru Jón Rögnvaldsson yfir- verkfræðingur Vegagerðarinnar, Guðmundur Björnsson forstjóri fjármáladeildar Póst- og síma- málastofnunar og Haukur Hauksson aðstoðarflugmála- stjóri. í máli Matthíasar kom fram að helmingur útgjalda ríkisins heyra undir ráðherraembætti þau sem hann gegnir. Matthías fjallaði vítt og breitt um samgöngumál sem er viða- mikill málaflokkur. Um 9% af útgjöldum fjárlaga renna til samgöngumála og í kringum 3.000 manns starfa við þær stofnanir. Næstu stórverkefni á sviði flugmála verða ný flugbraut á Egilsstöðum og varaflugvöllur fyrir utanlandsflugið. Þá er stefnt að nýrri flugstöð í Reykja- vík. Sérstök nefnd á að gera til- lögur um verkefni næstu ára og tekjuöflun þar að lútandi. Matthías gat helstu nýjunga á sviði Póst- og símamálastofnun- ar sem eru þær helstar að á fyrri hluta næsta árs verður tekin í notkun fyrsta sjálfvirka skipti- stöðin fyrir gagnaflutningskerfi. Þetta kerfi gefur notendum kost á að hafa samband við upplýs- ingakerfi í Evrópu og Banda- ríkjunum. Inn á kerfið verður hægt að tengja heimilistölvur beint eða með sjálfvirku vali um símakerf- ið. Nýtt ljósleiðarakerfi verður tekið upp í lok næsta árs og sjálfvirkur farsími undir lok ársins 1986. Farsíminn kemur í góðar þarfir sem neyðarsími ef náttúruhamfarir trufla hið hefðbundna símkerfi. Þá er áformað að allir símar lands- manna verði tengdir sjálfvirka símkerfinu á næsta ári. Um næstu áramót falla niður réttindi Mikla norræna ritsíma- félagsins á símafjarskiptum ís- lands við umheiminn. Ákveðið hefur verið að Póst- og síma- málastjórnin greiði eftirstöðvar af meðeignarhlut Mikla norræna í jarðstöðinni Skyggni. Frá þeim tíma munu allar tekjur af fjar- skiptum renna til Pósts og síma og ríkisstjórn íslands fær full yfirráð yfir öllum fjarskiptum landsmanna. Matthías boðaði verulega lækkun símgjalda, skrefagjalda, ársfjórðungsgjalda og telexaf- nota en aftur á móti nokkra hækkun póstburðargjalda. Þess- ar gjaldskrárlækkanir sagði Matthías mögulegar þar sem aukin hagkvæmni hefði orðið í rekstri og þjónustan aukist. „Góðar samgöngur eru lykill- inn að byggðaþróun," sagði Matthías og ennfremur að jarð- gangnagerð væri nú ofarlega á baugi. Slíkar framkvæmdir væru kostnaðarsamar en hag- ræði þeirra og öryggi vægi þar þungt á móti. Hann sagði áætlun um jarðgangnagerð í undirbún- ingi og yrði hún lögð fyrir Al- þingi. Matthías benti á að fjárfest- ing á vegum væri ein sú arðbær- asta og því legði hann ríka áherslu á að gefa sem minnst eftir á því sviði þegar samdrátt- araðgerðir væru ræddar. Árlega spöruðust 40—70 milljónir króna vegna bundins slitlags á vegum og mikill hluti sparnaðarins væri í erlendum gjaldeyri. Hann kvað reynslu af tilraun- um með 4 metra breitt bundið slitlag í stað um 6 m á fáförnum vegum lofa góðu en slík tilhögun getur hraðað uppbyggingu vega landsins og lagningu bundins slitlags. í máli Matthíasar kom einnig fram að útboðsverk á vegum Vegagerðar ríkisins hafa að meðaltali verið unnin fyrir 75% af kostnaðaráætlun. Hann gat þess að auki að við brúa- og vegagerð hefði verið komið á kaupaukakerfi sem skilað hefði auknum afköstum. Sömu sögu er að segja varð- andi Ríkisskip þar sem bónus- kerfi var tekið upp við hafnar- vinnu og jók afköst til muna. Með samningi Landmælinga íslands við Geodætisk Institut í Danmörku 1. febrúar 1973 var höfunda- og útgáfuréttur ís- landskortanna formlega afhent- ur Landmælingum íslands. Ákveðið hefur verið að stórefla loftmyndasafn með útvegun eldri mynda og með loftmynda- tökum. Verða teknar loftmyndir af þéttbýli á 3ja ára fresti, strjálbýli á 5 ára fresti og af há- lendinu á 10 ára fresti. Matthías ræddi einnig önnur svið samgöngumála og sagði m.a. að tekjur af erlendum ferðamönnum hefðu numið tveimur milljörðum á sl. ári og sagði ferðamálin vaxandi at- vinnugrein. Hann nefndi að frí- ____________ Morgunblaðið/Sig. Jóns. Matthías Bjarnason samgönguráð- herra flytur ræðu sína i Selfoss- fundinum. höfnin á Keflavíkurflugvelli greiddi 10% af tekjum sínum til ferðamálaráðs og stæði þannig undir landkynningu að nokkru leyti. Hann benti á varðandi Veð- urstofu íslands að skortur á sér- fræðingum tefði athuganir á snjóflóðavörnum og varðandi mælingar á jarðhræringum hefði skráningastöðvum verið fjölgað og skráning yrði nú sam- tímis á Veðurstofu og skjálftinn yrði. Sig. Jóns. Ólafur Ketils- son vildi kaupa Vegagerðina Selfoasi 21. júní. ÓLAFUR Ketilsson var meðal fundarmanna i fundi samgöngu- riðherra i Selfossi í gær. Olafur afhenti samgönguriðherra fjórð- ung þeirra bréfa sem hann hefur sent samgönguráðuneytinu i liðn- um irum og eru 100 samtals. Ólafur byrjaði á því að biðja Matthías Bjarnason afsökunar á því hvað hann hefði fengið fá bréf, aðeins eitt. Það bréf Ólafs var beiðni um að fá að kaupa Vegagerðina en Matthías sagðist ekki vilja selja. Ólafur gagnrýndi vegagerð- armenn fyrir vitlausan fláa á vegum sem hann sagði stór- hættulegan og þegar Jón Rögn- valdsson yfirverkfræðingur tók undir orð hans varð honum að orði: „Það var mikið að hægt var að koma vitinu fyrir ykkur.“ Jón benti aftur á móti á að batnandi mönnum væri best að lifa. t lok máls síns afhenti ólafur Matthíasi bréfabunka upp á 28 síður sem Matthías þakkaði fyrir og sagðist lesa við tæki- færi. Var þar saman kominn fjórðungur bréfa ólafs um betri vegi. Sig. Jóns. 40 % vegagerðar boðin út á almennum markaði SelfotHÍ, 21. júní. Á FUNDI Matthíasar Bjarnasonar samgönguriöherra i Selfossi flutti Jón Rögnvaldsson yfirverkfræöing- ur erindi um starfsemi Vegagerðar- innar, Guðmundur Björnsson for- stjóri ræddi milefni Pósts og síma og þær nýjungar sem þar eru i döf- inni og Haukur Hauksson aöstoðar- flugmilastjóri fjallaöi um flugmil. Jón Rögnvaldsson gaf greinar- gott yfirlit yfir starfsemi vega- gerðarinnar, ástand vega og upp- byggingu vegakerfisins. í máli hans kom m.a. fram að reynsla af útboðum vegagerðarinnar yrði að Hluti fundarmanna á fundi samgönguriðherra i Selfossi. teljast góð. Verktakar hefðu yfir- leitt klárað sín verk þó hefði komið fyrir að tímamörk stæðust ekki. Hann sagði að stefnt væri að því að 40% af verkum vega- gerðarinnar væru boðin út á al- mennum markaði, 20% innan héraðs og 40% verkanna væri áætlað að vinnuflokkar vegagerð- arinnar ynnu. Guðmundur Björnsson sagði fjármálastöðu Pósts og síma góða um þessar mundir og hefði hún batnað verulega frá undanförn- um árum. Sl. ár hefði verið fyrsta árið sem enginn rekstrarhalli væri á stofnuninni og fjárfest- ingar hefðu aukist verulega. Þessa góðu stöðu þakkaði hann jafnvægi I efnahagsmálum, minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann gaf yfirlit yfir helstu tækninýjungar sem á döfinni væru og gat m.a. um sjálfvirkt farsímakerfi sem yrði aukið úr 5 rásum í 24 og gegnum það yrði hægt að hringja beint til útlanda. Auknir möguleikar væru á notk- un „Friðþjófsins", píb-tækis, með því að nota tal í stað hljóðmerkis en talið getur verið allt upp I 80 stafir. - Hann sagði að stafrænar sím- stöðvar á Hellu og Hvolsvelli yrðu teknar í notkun í okt.-nóv. á þessu ári. 640 númer yrðu á hvor- um stað. Stöðvarnar í Vík og í Hveragerði yrðu stækkaðar um 100 númer hvor og stöðin að Steinum yrði 128 númera stafræn símstöð. Gert væri ráð fyrir að allir notendur á landinu yrðu með sjálfvirka síma í lok þessa árs. Haukur Hauksson kynnti helstu deildir flugmálastjórnar i máli hans kom m.a. fram að á Suður- landi eru 22 sjúkraflugvellir og að 70 milljónir kostaöi að leggja malbik á áætlunarflugvelli sem ómalbikaðir eru í dag. Hann út- skýrði og öryggi radíó- og stefnu- vita fyrir flugumferð. Mesta hlutfallsleg flugvélaeign er á Suðurlandi en þar eru á skrá 13 flugvélar en alls eru á skrá 225 flugvélar á landinu og 873 skír- teinishafar sem starfa við flug. Haukur sýndi og útskýrði flug- stjórnarsvæði sem heyrir undir íslenska flugumferðarstjórn og kom þar fram að á degi hverjum fara fram ca. 1200 lendingar og flugtök. Á hverjum degi fara í kringum 200 flugvélar um flug- stjórnarsvæðið en metið var í fyrradag, 19. júní, en þá fóru 230 flugvélar um svæðið og samsvar- ar það að 60 þús. manns hafi farið um svæðið í stórum þotum. Hann gat þess að nú væri unnið að langtímaáætlun um framkvæmd- ir að flugmálum. Sig. Jóns. Fyrírspumir á fundi samgönguráðherra á Selfossi: Útboð, aðstaða ferðamanna og símamál Selfomi, 21. jání. FUNDUR samgönguriðherra i SelfoHsi í gær stóð fram undir mið- nætti og var mörgum fyrirspurnum beint til riðherrans og framsögu- manna sem með honum voru í för. Á fundinum kom fram gagn- rýni á útboð Vegagerðarinnar. Helgi Stefánsson vörubílstjóri sagði að það væru 46,3 milljónir sem farið hefðu til verktaka utan héraðs. Hann vildi að skipuð yrði nefnd til að íhuga hvort vinna í héraði mætti ekki vinnast af heimamönnum. Ráðherra svaraði því til að hann vildi líta á starf vörubíl- stjóra með réttsýni, en tilgangur- inn með vegagerð væri að fá fram betri vegi um landið en ekki endi- lega að útvega atvinnutækjum at- vinnu. Hann kvaðst fylgjandi því að verk væru færð í hendur ein- staklingum, s.s. snjómokstur o.fl. og slík verk gætu nýst vörubif- reiðastjórum. Róbert Róbertsson spurði hvort ráðherra fyndist ekki að- staða ferðamanna við Gullfoss til skammar. Ráðherra tók undir það og sagði að þau mál væru til athugunar og ráða yrði bót á að- stöðuleysinu þannig að fólk gæti notið dvalar á þessum stað. Hjörtur Þórarinsson spurði hvort ekki væri hægt að hafa sama gjald á símaþjónustu innan sama svæðis. Guðmundur Björns- son og ráðherra svöruðu því til að það væri hægt og unnið væri að því að fjölga langlínustöðvum. Það væri spurning um tíma hve- nær það kæmist á, samræma þyrfti stöðvarnar innan svæðis- ins áður. Aðrir sem til máls tóku fögn- uðu því að fá tækifæri til að hlýða á ráðherra og kynnast því sem á döfinni væri. Er ráðherra hafði svarað fyrir- spurnum sagði hann m.a., að mestu máli skipti að fólkið sem þyrfti á samgöngum að halda þrýsti á um framkvæmdir við sína þingmenn. Þeirra hlutverk væri síðan að ýta málinu áfram. Hann lagði áherslu á að til þess að þoka málum áfram yrðu menn að leggja sig eftir að skilja skoð- anir hvers annars. „öll stefnum við að því að búa í betra landi," sagði Matthías Bjarnason ráð- herra að lokum. Si*. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.