Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 67 A.m.k. einn genginn í Álftá Veiði hófst í Álftá á Mýrum á föstudaginn og veiddist ekkert fyrsta daginn utan einn sjóbirt- ingur. Á laugardaginn sást hins vegar einn boltafiskur í Hrafns- hylnum og gein sá við maðki veiðimanns, en hristi sig af eftir stutta en snarpa viðureign. Lét hann sig hverfa eftir atganginn og komst veiðimaður ekki í tæri við hann aftur. Álftá er afar vatnslítil um þessar mundir, „ekki neitt neitt“ eins og einn orðaði það um helgina. Áin er að jafnaði vatnslítil og langvarandi þurrkar og snjóalitlir vetur leika hana grátt. í sumar verður veitt með þremur stöngum í einn mánuð í Álftá og er það í kjöl- farið á góðum veiðisumrum 1982 og 1983. Meðalveiði var hins veg- ar 1984. Er það álitamál manna á milli hvort þessi viðkvæma iitla á „ber“ þrjár stangir, þar sem kunnugir vita að bróður- parturinn af laxinum leggst á tiltölulega fáa staði í ánni. Reynslan sker hins vegar úr um hvernig þetta fyrirkomulag fer með ána. Korpa rennur varla Korpa, eða Úlfarsá í Mosfells- sveit, er svo vatnslítil um þessar mundir, að veiðimenn sem byrj- uðu að renna á fimmtudaginn hafa ekki þurft að nota veiðist- Fossinn í Korpu við nokkuð eðlileg skilyrði. Þmrna rennur sytra um þessar mundir og vart við þvi að búast að lax gangi í ina fyrr en það rignir hressilega. ígvél, heldur stundað sport sitt á strigaskóm og blankskóm. Um helgina hafði enginn lax veiðst í ánni, einn og einn sjóbirtingur hafði komið á land og að auki einn áll. Korpa er þvílík spræna um þessar mundir, að vart er við því að búast að fiskur gangi að ráði í hana nema að veruleg úr- koma breyti vatnsborðinu að einhverju marki. Einn veiðimað- ur mætti í húsið á tilskildum tíma um helgina, leit á ána og fór svo að leika golf... Teljarinn líka vinsæll í Noröurá „Það gengur mikið af laxi upp Norðurá, en hann tekur ómögu- lega í þessu litla vatni og bjarta veðri. Laxinn er kominn fram í dal, alla leið fram í Krók og það er talsvert af laxi í Skarðs- hamrafljóti. Það hafa 204 laxar farið um teljarann og áreiðan- lega talsvert fram hjá honum að auki, það ætti því að glæðast ef veðrið breytist,“ sagði Friðrik Stefánsson hjá SVFR í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Giskaði hann á að milli 130 og 140 laxar væru komnir á land úr ánni og hefði gætt nokkuð smá- laxa upp á síðkastið þó stórir veiddust enn í bland. Gengur ört í Elliðaárnar Það fara 30—50 laxar um telj- arann í Elliðaánum hvern sólar- hring, en sökum lélegra veiði- skilyrða gengur illa að fá þá til að gína yfir agninu. Þó hafa milli 60 og 80 fiskar komið á land, talsvert minni afli en á sama tíma í fyrra, þó hefur meira gengið af laxi. í gærmorg- un höfðu 445 laxar farið um telj- arakistuna. A.m.k. einn á Jiurrt Gljúfurá var opnuð til lax- veiða þann 20. júní og veiddi fyrsti hópurinn að minnsta kosti einn lax. Rólegt var þó á þessari verstöð, áin afar vatnslítil og lítt fýsileg til að renna í að svo stöddu. Er það mál manna að það þurfi ærlega flóðdembu til að koma hreyfingu á laxinn og á það ekki eingöngu við Gljúfurá. Bjarni og Gunnar leggja netið neðan Ölfusárbrúar. Myndin er tekin á miðnætti. Vitjað um í neðstu lögninni við flúðirnar og vænir laxar dregnir. Laxveiðitíminn hafinn á Selfossi Selfossi, 21. júní. Laxveiðitíminn bér á Selfossi hófst á miðnætti sl. nótt og ná- kvæmlega kl. 00.01 renndu Selfoss- bændur, Gunnar Gunnarsson og Bjarni Sigurgeirsson, fyrsta netinu í ána. Stangveiðin hófst síðan kl. 7 í morgun. Selfossbændur hafa þrjár neta- lagnir fyrir landi Selfossbæjanna, eina fyrir neðan ölfusárbrú og tvær við flúðirnar nokkru neðar. „Það er alltaf dálitil eftirvænt- ing og spenningur sem fylgir þessu,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þar sem hann stóð í bátnum niður undan brúnni og beið eftir þvi að tíminn kæmi að netið mætti fara í ána. Bjarni sat undir árum og hélt bátnum réttum í straumnum. Þeir félagar sögðust frekar bjartsýnir á sumarið, áin væri falleg núna og þess að vænta að hún gæfi vel. Þegar vitjað var um í morgun komu 6 laxar á land, ca. 5—10 pund og hádegisvitjunin gaf 2 laxa, frekar róleg byrjun. Stangveiðimenn urðu fljótlega varir og fyrsta laxi sumarsins, 12 punda hæng, var landað í Víkinni og var það Jón Birgir Kristjánsson sem fékk hann á túbu. Veiðitíminn er alltaf skemmti- leg tilbreyting í bæjarlífinu hérna á sumrin. Þeir eru margir sem leggja leið sína á veiðisvæðin til að fylgjast með stangveiðimönn- unum og sögðu sumir að áhuga- sömustu veiðimennirnir hefðu verið á vappi á svæðunum undan- farna daga til að vita hvort ekki sæist líf. Þá eru margir sem fylgj- ast grannt með netaveiði Selfoss- bænda og mörgum ferðamannin- um verður starsýnt á þá félaga þegar þeir vitja um netið neðan Ölfusárbrúar enda skemmtilegur þáttur í mannlífinu hér. Blóðið í æðum veiðimanna tekur óneitan- lega kipp þegar silfraðir laxar eru dregnir úr straumnum. Sig. Jóns. Tveir kunnir veiðimenn, Diðrik Diðriksson og Friðrik Jón Birgir með fyrsta lax sumarsins ný genginn 12 punda Larsen, á miðsvæðinu. hæng. Nýtt veiðihús við Stóru-Laxá SycVra Langholti, 24. júní. Laxveiðin í Stóru-Laxá fer sér- lega vel af stað en hún hófst þann 21. Fyrstu þrjá dagana komu á land 68 laxar. 16 laxar veiddust á neðsta svæðinu, 17 á öðru en 25 á því þriðja. Laxinn er mjög vænn en það er reyndar einkenni á þessari á að gefa væna fiska. Stærsti laxinn sem kominn er á land er 24 pund og veiddist hann í Hólmahyl sem er ofarlega í ánni. Þar hefur nú verið sett göngubrú á ána til að auðvelda mönnum að veiða vest- anfrá, hin myndarlegasta brú, 14 metra löng. Alls er veitt á 10 stangir en veiðanlegi hluti Stóru-Laxár mun vera nálægt 50 km en alls er hún talin 86 km löng. í fyrra veiddust 714 laxar í ánni og var það metveiði. Hvort þakka beri það ræktuninni eða einhverju öðru er erfitt að segja um en mikið hefur verið sleppt af seiðum í Stóru-Laxá á undan- förnum árum. Á þessu ári verður sleppt um 3 þús. niðurgönguseið- um, 60 þús. sumaröldum seiðum og 80—100 þús. kviðpokaseiðum í ána. Ungur fiskifræðingur, Magnús Jóhannsson frá Stóru- Sandvík í Flóa, hefur nú verið ráðinn í hálft starf hjá Veiðifé- lagi Árnesinga og mun hann gera ýmsar fiskifræðilegar rannsóknir á vatnasvæði ölfusár og Hvítár í sumar. Fögnum við ráðningu þessa unga vísindamanns sem mun hafa yfirumsjón með rækt- unarstarfinu. Um næstu helgi verður tekið i notkun nýtt veiðihús við bæinn Hlíð í Gnúpverjahreppi. Er það 44 fermetrar að flatarmáli hið vandaðasta hús sem verður með heitu og köldu vatni og að sjálf- sögðu rafmagni. Kemur það í stað gamals húss sem var löngu úrelt, tvær stangir eru á þessu svæði. Þrjú veiðihús eru við ána, við Hólakot, í Laxárdal og þetta nýja hús í Hlíð. Það er Stangveiðifélag Reykjavíkur sem er með Stóru- Laxá á leigu og hefur svo verið um árabil. Formaður Stórulaxár- deildar veiðifélags Árnesinga er Steinar Pálsson bóndi í Hlíð. FrélUriUri. Nýja veiðihúsið hjá Hlíð Ljósm. Sig. Sigm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.