Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.06.1985, Blaðsíða 68
S1AÐFEST lÁNSIRAUST Morjfunblaðiö/ Júllus Þúsundir Reykvíkinga fögnuðu Reyni Reynir Pétur Ingvarsson frá Sólheimum kom til Reykjavíkur í gær. Gjafir og gjafaloforð, sem honum voru afhent, námu samtals um það bil einni milljón króna auk þess sem áheitum hélt áfram að fjölga. Á Lækjartorgi tóku um 12 til 14.000 manns á móti Pétri, að sögn lögreglunnar. Sjá frásögn á bls. 4. Stærsti sfldarsölusamningur við Sovétmenn undirritaður í dag: Sovétmenn slá yerulega af verðlækkunarkröfu Fimm ára rammasamningur um viðskipti ríkjanna einnig undirritaður 11 mótatkvæði hjá Dagsbrún FÉLAGSFUNDUR í Verkamannafé- laginu Dagsbrún samþykkti í gær- kvöid með öllum atkvæðum gegn 11 nýgerða samninga ASÍ og VSÍ. 250—300 félagar sátu fundinn, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Dagsbrúnar. Fyrir fundin- um lá tillaga frá stjórn félagsins um að samningarnir yrðu samþykktir. Á fundinum var samþykkt álykt- un um samstöðu Verkamannasam- bandsfélaga og Landssambands iönverkafólks, þar sem „nánast er verið að segja að við kærum okkur ekkert um að vera í einhverju alls- herjar samfloti með ASÍ“, að því er Guðmundur sagði. Samningar ASI og VSl taka formlega gildi á hádegi í dag eftir að öll aðildarfélög ASÍ hafa sam- þykkt þá. Ekki var í gærkvöld vitað um að samningunum hefði nokkurs staðar verið hafnað. Félagsfund- irnir hafa almennt verið fámennir og samningarnir mætt lítilli and- spyrnu. Bensínhækk- un frestað LÖNGUM fundi Verðlagsráðs í gær um beiðni olíufélaganna um leyfi fyrir bensínhækkun, lyktaði með því að ákvörðun var frestað til dagsins í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru menn uggandi að ákveða verðhækkun á bensíni, áður en atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga er lokið í öllum félög- um. Kristófer Jóhannsson Látinn eftir umferðarslys DRENGURINN sem varð fyrir bif- reið í Garðabæ þann 2. júní síðastlið- inn er látinn. Hann hét Kristófer Jó- hannsson til heimilis að Bjarkarlundi í Garðabæ. Kristófer heitinn var þriggja ára gamall, fæddur 18. janúar 1982. ALLT útlit er fyrir að samningar um sfidarsölu til Novétríkjanna hafi tekist og verði undirritaðir fyrir hádegi í dag. Samkomulag hafði í gær tekist um verð, magn og verkunarskiptingu. I>að eru 200 þúsund tunnur sem verða að þessu sinni seldar til Sovétríkjanna, sem er 15 þúsund tunnum meira en selt var þangað á síðasta ári og hefur magnið aldrei áður verið jafn mik- ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1985 ið. Verðið verður lægra en í fyrra, en Ijóst er að Sovétmenn hafa sleg- ið mikið af kröfum sínum um verð- lækkun. Þeir höfðu krafist 22% verðlækkunar, en íslendingar boð- ið fram 10%. Hvorir tveggja, Norð- menn og Kanadamenn, höfðu und- irboðið verð á saltsfld til Sovétríkj- anna um tugi prósenta. „f morgun átti ég ásamt Þór- halli Tryggvasyni, ráðuneytis- stjóra, Páli Ásgeiri Tryggvasyni, sendiherra, og Jóni Ögmundi Þormóðssyni, deildarstjóra í viðskiptaráðuneytinu, viðræður við aðstoðarviðskiptaráðherra Sovétríkjanna og formann og varaformann í viðskiptanefnd við ísland. Þær viðræður leiddu til þess að síðari hluta dagsins hófust aftur viðræður síldarút- vegsnefndar og Protintorg, þess VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. aðila sem er kaupandi síldarinn- ar hér í Sovétríkjunum. Nú í kvöld náðist samkomulag um öll meginatriði," sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, i samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, en hann er á ferð í Sovétríkjunum vegna undirrit- unar rammasamnings um við- skipti milli ríkjanna næstu 5 ár- in, 1986—1990. Samningurinn var gerður hér á landi í apríl síðastliðnum, af viðskiptanefnd- um Sovétríkjanna og íslands. Sá samningur verður einnig undir- ritaður fyrir hádegi í dag. Siðari hluta gærdagsins átti viðskiptaráðherra síðan viðræð- ur við 'fyrsta varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna, Arkhipof, og kvað hann allar þessar við- ræður hafa verið mjög jákvæðar. „Ég er sannfærður um að þær viðræður sem áttu sér stað á fundi okkar í morgun og þær röksemdafærslur sem þar voru fram bornar urðu til þess að þetta samkomulag náðist, ásamt og með staðfestu þeirra síldar- útvegsnefndarmanna. Þetta er tvímælalaust mjög viðunandi viðskiptasamningur fyrir Islend- inga um síldarsölu," sagði Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra ennfremur. Hæstiréttur ógildir sérleyfi Ólafs Ketilssonar hf. frá ’82 HÆSTIRÉTTUR hefur ógilt sér- leyfi Olafs Ketilssonar hf. á Laug- arvatnsleið, sem samgönguráðherra veitti þann I. mars 1982. Leyfið var veitt til 1. mars 1987. í undirrétti var leyfisveiting samgöngurúðherra staðfest, en Sérleyfisbflar Selfoss áfrýjuðu þeim dómi. Málavextir eru þeir, að í mars 1977 var Sérleyfisbflum Selfoss veitt sérleyfi á leiðinni Reykjavík - Selfoss - Grimsnes - Laugardal- ur - Biskupstungur til 1. mars 1982. Ólafur Ketilsson hafði haft leyfið um árabil og varð sam- komulag um, að hann fengi að aka frá Laugarvatni til Reykja- víkur um Hellisheiði og Gríms- nesið, en því lýst, að Sérleyfisbíl- ar Selfoss héldu réttindum sín- um. Þann 10. mars 1982 veitti ráð- herra hlutafélaginu Ólafi Ketils- syni leyfi til aksturs á leiðinni Reykjavfk - Laugarvatn - Geysir - Gullfoss - Laugarvatn - Reykja- vfk. Hlutafélagið er að verulegu leyti eign sveitarfélaga og nyti því forréttinda, að mati ráðu- neytis og aðstandenda Ólafs Ket- ilssonar hf. Hæstiréttur fellst ekki á þessa skoðun, heldur telur að Sérleyfisbílar Selfoss hafi ótvírætt átt að sitja fyrir um leyfið. „Varð ekki fram hjá hon- um (Sérleyfisbflum Selfoss — innskot Morgunblaðsins) gengið fyrir aðila, sem ekki hafði áður fengist við rekstur sérleyfisbif- reiöa á þessari leið, þó hinn nýi aðili bæri sama nafn og einstakl- ingur sem áður hafði verið sér- leyfishafi og þjónað viðskipta- mönnum á sömu leið um langan aldur..." segir meðal annars í dómi Hæstaréttar og „stjórn- valdsathöfn sú ... því ólögmæt." Samgönguráðherra og ólafi Ketilssyni hf. er gert að greiða 100 þúsund krónur í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Málið dæmdu Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson Sigurgeir Jónsson og Sigurður Lfndal, prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.