Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAfíUR 26. JÚNÍ 1985 7 Eru þeir að fá 'ann Langá: Gengur stíft, tekur sæmilega Silungur farinn að taka vel víða Laxi landad. Veióin er sums staðar farin aó glæóast þó ekkert béli á rigningunni. veiðin hófst 15. júní. Á sama tíma í fyrra voru komnir 15—20 fiskar á land, lítið líf var þá að sjá og voru skilyrði þó öll betri en nú, en áin er vatnslítil og tær. Menn hafa sett i hann fyrir löndum Grenja og Litla-Fjalls, lax hefur sést í Sveðjuhyl og stiganum í Sveðjufossi, fiskurinn virðist því vera byrjaður að renna fram í dal. Laxinn er bæði stór og smár í bland. Þannig veiddi hópurinn sem fréttist af í gær 8 laxa um morguninn, 4 frá 8—12 punda og 4 frá 4—6 punda. Allt grálúsugur fiskur. Tengd eftirlits- stöð í Keflavík í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær á bls. 2, þar sem rætt var um rat- sjárstöðina á Bolafjalli, segir, að stefnt sé að að hún verði orðin starfhæf og tengd öðrum ratsjár- stöðvum árið 1987. Hér er rangt farið með. Stöðin verður ekki tengd öðrum ratsjárstöðvum, heldur eftirlitsstöð í Keflavík. Þetta leiðréttist hér með. Höfundarnafn féll niður ÞAU mistök urðu í Morgunblað- inu í gær, að nafn Ágústs Ásgeirs- sonar, blaðamanns Morgunblaðs- ins, féll niður með frásögn hans af því þegar öflug sprengja var gerð óvirk í hóteli í London þar sem hann dvaldi sem gestur. Leiðrétting í MYNDATEXTA með frásögn af komu Reynis Péturs Ingvarssonar til Reykjavíkur á bls. 4 í Morgun- blaðinu í gær segir að formaður Lionsklúbbsins Ægis hafi afhent honum gjafir frá fyrirtækjum. Síðan segir að í baksýn sjáist bílar frá Steypustöðinni, en niður féll að þar væru einnig bílar frá B.M. Vallá. Þetta leiðréttist hér með. Silungsveiðin er farin vel af stað víðast hvar sunnan lands og vestan. í Elliðavatni fá menn nú góðar rispur, en bleikjan þar er þó dyntótt og gefur sig helst að flugu. Dyntótt er hún einnig í Hlíðar- vatni, en þar veiðist stórkostlega þegar vel gefur, menn hafa farið oft upp í 40—50 silunga síðustu vikurnar, en orðið lítið varir þess á milli þó mikið sé af fiski. Þá hefur vel veiðst i Þingvallavatni síðustu vikur og murtan farin að blanda sér í aflann og er það held- ur með fyrri skipunum þetta árið. Fleiri veiðivötn og ár mætti nefna, t.d. Meðalfellsvatn, þar sem vel hefur veiðst, en silungurinn þar er heldur lítill og lélegur. Þar er hins vegar talsverð von í laxveiði, bætir það upp. Laxinn stekkur oft sem mikið í vatninu, oft fyrir framan nefið á veiðimönnum og fylgir því ávallt mikil eftirvænting að veiða í Meðalfellsvatni. sem sagöir eru vera í meirihátt- ar formi enda búnir aö leika saman í yfir 20 ár. TREMELOES og BOOTLEG BEATLES komu, sáu og sigr- uöu og nú veröur gaman aö sjá Dozy, Beaky, Mick & Tich í Broadway föstudags- og laug- ardagskvöld. Miðasala og boröapantanir í Broadway daglega, sími 77500. Hver gangan af annarri rennur upp Laxá þessa dagana og þær stærstu hafa skipað á að giska 100—150 laxar, en ein í þeim stærðarflokki rann upp ána í fyrradag. Hópur sem nú er við veiðar og hefur ána frá Stangar- holti og niður að sjó hafði á hádegi í gær veitt 22 laxa á einum og hálfum degi og veiðimenn höfðu séð mikið líf í ánni, lax stökkvandi um allt neðra og ótrúlega dreifðan þegar ofar dró. Alls munu komnir um 80 laxar á land úr ánni. en DOZY, BEAKY, IVIICK & TICH Enn heldur „Bítlastuöiö“ áfram og nú meö Morgunblaðið/RAX „Fylgdu mér“ stendur í þaki einnar bifreiöar Slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar. Fylgdarsveinarnir höföu í mörgu aó snúast þá daga sem rallflugvélarnar voru hér og lóðsuóu þær af öryggi um víðan völl. Atlantshafsrallið Svissneskur sigurvegari keppninnar FlUfl Gunnar Þorsteinsson Eins og fram hefur komió í Mbl. lauk flugkeppninni yfir Atlantshaf- iö í París sl. sunnudag. Verölaun voru veitt í tveimur greinum, al- mennum árangri og fyrir mesta flughraöa, en aóeins 10 flugvélar kepptu í hraðakeppninni. Bestum almennum árangri náði Schwarz frá Sviss sem flaug vél af gerðinni Mooney 231. I öðru sæti varð Puetter frá Kan- ada á vél af gerðinni Ted Smith Aerostar 61 P. Hann fékk einnig verðlaun hér í Reykjavík fyrir nákvæmustu lendinguna. Þriðji var Englendingurinn O’Sullivan á Cessna 201-flugvél. Bandarískir flugmenn hrepptu þrjú efstu sætin í hraðakeppn- inni. Fyrstur var Oster á Pip Piper 601-flugvél. Öðru sæti náði Bliccit á Beechcraft Bonanza V 35-vél og í þriðja sætinu lenti Griger sem flaug vél af gerðinni Beechcraft E 33. G.Þorf. í Sjallanum Akureyri sunnudagskvöld. Doiy, Beaky, Mlck & Tich

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.