Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985 Átti sprengjan í Tókýó að fara á annan stað? Tókýó, 25. jnní. AP. SPRENGJAN, sem sprakk í farangurstösku úr kanadískri farþegaþotu á Tókýó-flugvelli á sunnudag með þeim afleióingum að tveir menn létu lífið og fjórir slösuðust, kann að hafa átt að fara á annan áfangastað. Lögregluyfirvöld í Tókýó sögðu í dag, að taskan hafi verið á farangurssvæði í flugstöðinni þar sem venja er að geyma tösk- ur sem flytja á áfram með öðru flugi. Þau vilja hins vegar ekki fullyrða að taskan hafi átt að fara áfram. Fjölmiðlar í Japan hafa verið með getsakir um, að taskan hafi verið á leið til borgarinnar Bombay á Indlandi. Farþegaþota frá Air India-félaginu, sem átti vélina sem fórst undan strönd írlands á sunnudag, átti að fljúga frá Tókýó til Bombay tveimur og hálfri klukkustund eftir að kanadiska vélin lenti í Tókýó. Fram kemur í japönskum fjöl- miðlum, að sex manns, sem bók- uðu farangur inn í kanadísku vélina áður en hún flaug frá Vancouver áleiðis til Tókýó, fóru ekki með henni. Lögregluyfir- völd í Tókýó hafa óskað eftir skýringum Kanadamanna á þessu. Talsmenn Air India-félagsins hafa upplýst að maður að nafni L. Singh hafi átt pantað far með vélinni sem fór frá Tókýó til Bombay, en hann hafi ekki gefið sig fram á flugvellinum. Japanska fréttastofan Kyodo hefur í dag eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Lal Singh, sem bandaríska alríkislögreglan leitar að vegna launráða um að myrða Rajiv Gandhi í Banda- ríkjaför hans í fyrra mánuði, kunni að hafa verið einn sex- menninganna, sem bókuðu far- angur um borð í kanadísku vél- ina í Vancouver, en fóru sjálfir ekki með henni. Talsmenn Air India segja enn- fremur að maður að nafni A. Singh hafi átt pantað far með indversku þotunni á leiðinni til Bombay, en hann hafi ekki látið sjá sig. Kyodo-fréttastofan telur að þar geti verið um að ræða Anand Sing, sem einnig er eftir- lýstur vegna launráðanna gegn forsætisráðherra Indlands í Bandaríkjunum. Nokkur samtök herskárra síkha segjast hafa komið fyrir sprengju í indversku farþegaþot- unni og hafi hún grandað henni. Engin samtök síkha hafa hins vegar lýst á hendur sér ábyrgð á ódæðisverkinu í Tókýó. Kosningafleyið „Hœgribylgjan Cí STJÓRNMÁLAMENN í Noregi eiga erfitt sumar fyrir höndum. Kosið verður til Stórþingsins 9. september nk. og verður því barist um hug og hjörtu kjósenda í sumar. Uægriflokkurinn, staersti stjórnarflokkurinn, nýtur nú stuðnings 34% kjósenda, ef marka má skoðanakannanir. Á laugardaginn leggur kosningafley flokksins, „hægribylgjan", úr höfn í Ósló. Forystumenn Hægriflokksins ætla að skiptast á að vera um borð í bátnum á ferð hans norður með strönd Noregs fram að kjördegi. Fyrstu vikuna verður Erling Norvik, flokksformaður, á ferð með bátnum. Hann sést hér veifa sigurviss með kosningafleyið í baksýn. Afganskir látnir fyrir skemm Islamabad, 25. júní. AP. NOKKRIR afganskir flugforingjar hafa verið líflátnir samkvæmt fyrir- mælum háttsettra manna í afgönsku SKARPUR VARSTU Já rétt! Þetta er SHARP búðarkassinn, sá mest seldi íár. Ástæðan erhlægilega lágt verð og allir þessir kostir: • Áttadeildir, stækkanlegar upp í 20 deildir • Hægtaðbæta við 99 föstum verðnúmerum (PLU)• Innbyggð klukka • Tveir afsláttartakkar^ Sérstakur kredittakki • Prentari tilaðprenta ánóturogávísanir• Dagsetning og ártal • Leiðrétting og margt, margt fleira • Verð aðeins kr. 30.172. - stgr. • EinnigýmsaraðrargerðirbúðarkassafráSHAfíP. Verðfrá 19,950.- stgr. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ríkisstjórninni. Eru aftökur þeirra tengdar því að 'um 20 orrustuþotur í flugher Afganistan á Shindad-her- flugvelli í vesturhluta landsins voru eyðilagðar 12. júní sl., líklega af skemmdarverkamönnum. Að sögn vestrænna stjórnarer- indreka voru embættismenn ríkis- stjórnarinnar í Kabúl sendir til að rannsaka tjónið á herflugvellinum og gáfu þeir fyrirmæli um að flugforingjarnir skyldu skotnir. Er talið, að Ali Sultan Kashtm- and, forsætisráðherra Afganistan, hafi sjálfur stjórnað rannsókninni og aftökunum. Litið er á eyðilegg- ingu flugvélanna sem meiriháttar áfall fyrir ríkisstjórnina, þar sem um helmingur af orrustuþotum hennar er nú úr sögunni. GENGI GJALDMIÐLA: Dollar hækkar London, 25. júní. AP. AUKNAR pantanir á bandarískum iðnvarningi olli hækkun dollarans á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag, þriðjudag. Viðskiptaráðuneytið í Wash- ington kvað pantanir á iðnvarn- ingi hafa aukist um 4,1% í maí- mánuði, en aftur á móti hefðu pantanir aðeins aukist um 0,2% í apríl og dregist saman um 2,9% í marsmánuði. í Tókýó kostaði dollarinn 248,70 yen, er gjaldeyrismarkaðir lokuðu, og hafði lækkað í verði frá gær- deginum, er hann kostaði 249,06 yen. í London kostaði dollarinn hins vegar 249,20 yen síðdegis. Dollarinn styrktist í sessi gagn- vart breska pundinu. Það kostaði 1,2865 dollara í dag, en í gær kost- aði það 1,2875 dollara. Verð dollarans var að öðru leyti þannig gagnvart helstu gjaldmiðl- um heims: Vestur-þýsk mörk 3,0710 (3,0670), svissneskir frank- ar 2,5750 (2,5607), franskir frank- ar 9,3725 (9,3635), hollensk gyllini 3,4655 (3,4630), ítalskar lírur 1.960,00 (1.961,50), kanadískur dollari 1,3641 (1,3665). Gullverð hækkaði i London, kostaði 316,50 dollara (315,00 doll- ara). jar líf- árverk Sovéski flugherinn hefur einnig afnot af Shindad-flugvelli, en eng- ar flugvélar Sovétmanna urðu fyr- ir tjóni. Þeirra er gætt af sov- éskum öryggisvörðum. Flest þykir benda til þess, að skemmdarverkin á afgönsku flugvélunum séu hefnd fyrir það, að þrír afganskir herflugmenn voru teknir af lífi fyrir skömmu. Þeir voru sakaðir um að hafa neit- að að varpa sprengjum á sveita- þorp og þess í stað kastað þeim í óbyggðum. Eftir að Ramadan, föstumánuði múhameðstrúarmanna, lauk hafa frelsissveitir Afgana látið meira til sín taka en áður i baráttunni gegn sovéska innrásarliðinu og samverkamönnum þess. Veður víða um heim Lægat Hasst Akureyri 12hálfsk. Amsterdam 12 18 skýjað Aþena 19 30 heiðskirt Barcelona vantar Berlín 12 20 skýjað BrUssel 10 20 skýjað Chicago 16 24 heiðsk. Dublin 8 16 heiðsk. Feneyjar 22 léttsk. Genf vantar Helsinki 17 26 heiðsk. Hong Kong 25 27 rígning Jerúsalem 15 26 skýjað Kaupmannah. 14 22 skýjað Las Palmas 25 léttsk. Lissabon 18 26 heiðsk. London 9 17 rigning Los Angeles 17 24 heiðsk. Lúxemborg 15 skýjað Malaga vantar Mallorca vantar Miami 21 30 skýjað Montreal 9 18 skýjað Moskva 14 24 skýjað New York 20 29 heiðsk. Osló 11 22 heiðsk. París 11 19 skýjað Peking 24 30 skýjað Reykjavík 11 skýjað Ríó de Janeiro 13 28 heiðskírt Rómaborg 13 29 heiðsk. Stokkhólmur 13 26 heiðsk. Vinarborg 13 19 heiðsk. Þórshöfn 10 rigning Millisvæðamótið í Taxco: Timman er enn efstur Tuco, Mexfkó, 25. júnf. AP. HOLLENSKI stórmeistarinn Jan Timman treysti í gær stöðu sína í efsta sætinu á millisvæðamótinu í Taxco í Mexíkó. Vann hann þá mex- íkanska alþjóóameistarann Marcel Sisniega í 41 leik. Var þar um að ræða II. umferðina á mótinu. Timman, sem er þriðji stiga- hæsti skákmaður í heimi á eftir Karpov og Kasparov, er nú með níu vinninga, en næstur honum kemur Kúbumaðurinn Jesus Nogueiras með 7,5 og Kanadamað- urinn Kevin Spragget með sjö vinninga og biðskák. Staðan í mótinu er nú þessi: Timman 9 v., Nogueiras 7,5 v., Spragget 7 v., Tal 5,5 v., Miso Ceb- alo, Júgóslavíu, Simen Agdestein, Noregi, og Jozef Pinter, Ungverja- landi, 5 v. Alls eru þátttakendur 16 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.